Dagur - 26.08.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 26.08.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 26. ágúst 1985 tMinning Hreiðar Amórsson frá Árbót F. 17. nóvember 1933 - D. 9. ágúst 1985 Hverjir eru leikararnir? Þessi mynd er úr leikmyndasafni Haraldar Sigurðssonar bankafulltrúa og er myndin e.t.v. hópmynd úr Skugga-Sveini fyrir meira en hálfri öld. Þeir sem bera kennsl á leikarana eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Harald. Jóhannes á íslandsmetið Jæja, hér hafið þið mynd af stóra laxinum, sem Jóhannes Kristjánsson dró úr Laxá og að sjálfsögðu er það veiðimaður- inn sem heldur á fiskinum. Við sögðum á dögunum, að þetta væri stærsti laxinn sem dreginn hefði verið á land hérlendis, „að því er best við vissum.“ Þessi reyndist vera 27 pund og 115 cm langur, en á Arnessvæðinu í Laxá dró útlendingur 28 punda lax fyrr í sumar. Það breytir því ekki, að laxinn hans Jóhannesar er sá stærsti, sem íslendingur hefur dregið á land hérlendis, það sem af er sumri. Jóhannes á sem sé íslandsmetið enn sem komið er. Það kom fram í stuttu spjalli við Jóhannes, að sumarið hefur verið honum gott í laxinum. Hann er búinn að draga á land yfir 50 fiska og marga væna. Um miðjan júlí var hann á neðsta svæðinu í Laxá og þá var þar allt fullt af fiski. „Vandinn var bara sá, að sleppa við þessa litlu, en festa í þeim stóru,“ sagði Jóhannes. Þetta tókst honum, því þegar upp var stað- ið lágu 10 laxar á bakkanum. Hann hafði sem sé fyllt kvótann, því fleiri fiska má ekki veiða yfir daginn. Þar af voru 8 laxar yfir 11 pund, þeir stærstu 14, 15 og 17 punda hængar. Að sögn Jóhannesar hefur borið talsvert á því í sumar, að selir hafa sótt upp í Laxá, allt upp að fossi. Samtímis hafa sést þar 4 selir. Þeir gera mikinn usla meðal laxanna, því á með- an selur er nærri tekur hann ekki. Samkvæmt upplýsingum frá veiðiheimilinu Vökuholti, þá hefur veiði verið heldur treg síðustu daga. Áin er vatnsmikil og auk þess er víða mikið slý í henni. En það eru fleiri en Jó- hannes sem draga stóra, því 19. ágúst dró Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði einn 22ja punda. -GS Eftir að hafa svarað símhringingu seint um kvöld vissi ég um lát Hreið- ars vinar míns Arnórssonar frá Ár- bót í Aðaldal. Fréttin kom ekki alveg á óvart, en skjótt þótti mér „maðurinn með ljá- inn hafa brugðið í svörðinn“, og í huga mér ljómaði minningin um okk- ar fyrsta fund. Það var um haust og eins og jafnan áður runnu drifhvítir fjárrekstrarnir meðfram túngarðinum oft á dag. Þessir rekstrar voru misstórir og víða að komnir, en allir áttu þeir sama áfangastað rétt eins og vatnadrög, sem streyma að einum ósi. Öllum fylgdi sár jarmur, hundgá og hávaði. Rekstrunum fylgdi líka gestagangur og samskipti við rekstrarmennina. Ég minnist eins lítils rekstrar, sem þrír ráku, faðir og tveir kornungir synir. Minningin er svo skýr um lítinn, ljóshærðan dreng, berjabláan um varir og rjóðan á vöngum eftir áreynslu dagsins. Hann kom frá heimili, sem lá fjarri alfaraleið og var að stíga fyrstu sporin út í viðsjála veröld og skynja hið ókunna. Hann varð niðurlútur, þegar ég heilsaði honum, en þegar hann leit upp las ég úr svip hans skýrleika, hlédrægni, drengskap og festu. Það var einhvers konar heiðríkja yfir honum, sem erf- itt var að skilgreina. Þessi heiðríkja fylgdi honum alltaf og þótt árin færð- ust yfir, þá fannst mér það aldrei hverfa úr svip hans, sem ég las þar fyrst, enda var manngerðin í sam- ræmi við það. Hann var einn þeirra, sem maður gat alltaf treyst og trúað fyrir aleigu sinni, ef því var að skipta. Hreiðar var af þingeysku bergi brotinn, fæddur að Árbót þann 17. nóv. 1933, einn af fjórum börnum sæmdarhjónanna Arnórs Sigmunds- sonar bónda þar og Þuríðar Bjarna- dóttur frá Hellnaseli, sem bæði voru vel gefin, bókhneigð og skáldmælt. Ættir Hreiðars hirði ég eigi að rekja, enda þeim kunnar, sem leggja sig eft- ir slíku. Árbót er hinn fegursti staður og nærri því að segja heimur út af fyrir sig. Bærinn stendur í skjólsælum hvammi í faðmi Hvammsheiðar þar sem víðsýni skín og þar niðar „drottning hinna íslensku vatna“ Laxá í Aðaldal skammt frá túnfæt- inum. Friðsældin er sennilega megineinkenni staðarins og slíkt um- hverfi hlýtur að móta menn og hafa áhrif á hugi þeirra. í þessu sérstæða umhverfi ólst Hreiðar upp í foreldra- húsum og hlaut góða uppfræðslu í æsku, enda námfús í besta lagi, bók- Leið þeirra ungu hjónanna í Árbót lá til Ákureyrar þar sem Hreiðar gerðist starfsmaður KEA og var það æ síðan. Á Akureyri bjuggu þau nú síðast og lengst af í eigin húsnæði að Ásvegi 15. Hreiðar var félagslyndur að eðlis- fari, en mun þó hafa notið sín best í fámenni og félagahópi og stundum vel í einrúmi, því hann var maður hugsandi mjög og hagmæltur í besta lagi, þótt ekki flíkaði hann því frekar en öðru. Ég trúi því, að hann hefði getað tekið undir orðin: „Hvar er jafn fátt sem í hópsins heim eða hljótt þar sem glaumur er rnestur?" Ýmiss trúnaður var Hreiðari falinn í sambandi við félagsmál og gerði hann öllu slíku góð skil af stakri ná- kvæmni og trúmennsku og bar þar hæst formennsku hans í Þingeyinga- félaginu á Akureyri. Hann var einn þeirra, sem varð- veitti kristilegar dyggðir farinna kyn- slóða og foreldraráð. Við Hreiðar voru nágrannar um áratugaskeið, enda þótt kynni okkar yrðu ekki náin fyrr en báðir voru full- tíða menn og aldrei bar skugga á samskiptin. Hann var nágranni eins og best verður á kosið, velviljaður, hjálpfús og sannur heimilisvinur, hvenær sem á reyndi. Enda þótt ég kæmi æði oft á heim- ili hans, þá höguðu ástæður því svo að hann kom miklu oftar á mitt heimili. Aufúsugestur var hann jafn- an og fór oft svo að brottförin gat dregist upp í sólarhring, því umræðu- efnin þrutu aldrei bæði hvað snerti gaman og alvöru. Nú þegar Hreiðar er fallinn fyrir feigðarbrún þá veit ég að heimsóknum hans er lokið fyrir fullt og allt og för hans heitið til ókunnra átta. Slíkri staðreynd fylgir söknuður, en eigi skyldi þakklætinu gleymt fyrir að kynnast svo góðum dreng og eiga með honum langa samleið. Reyndar óttast ég ekkert um Hréiðar, því hann horfðist æðru- laus í augu við banvænan sjúkdóm og hræddist ekki að sigla hið bráða haf, sem aðskilur lifendur og dauða. Lífs- skoðun hans var slík, að landtakan var ráðin. Ég tel mig geta mælt fyrir munn margra, er ég nú að leiðarlokum fyrir mína hönd og konu minnar þakka Hreiðari langa og ljúfa samfylgd og sendi Ástdísi eftirlifandi konu hans og öðrum aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur. Laxamýri, 17. ágúst 1985. Vigfús B. Jónsson. hneigður mjög og því margfróður, þegar á ævina leið. Hann varð þó ekki langskólamaður, en vorið 1951 útskrifaðist hann frá Héraðsskólan- um á Laugum í Reykjadal eftir rúm- lega eins árs nám þar og vorið 1954 útskrifaðist hann sem búfræðingur frá Hvanneyri eftir eins vetrar dvöl þar. Skólagangan varð honum nota- drjúg, því honum glataðist fátt, sem hann lærði. Löngum vann Hreiðar heimili foreldra sinna, þótt hann færi reyndar stundum út á við til að afla sér tekna t.d. á vertíðir og í síldar- vinnu eftir því sem á stóð hverju sinni. Hann var bundinn moldinni og tók þátt í uppbyggingu og ræktun Árbótar með foreldrum sínum og bræðrum. Hann var bæði gjörhugull og framfarasinnaður og vannst vel, þótt aldrei sæist hann flýta sér eða fara með stóryrði. Á vordögum 1972 gekk Hreiðar að eiga eftirlifandi konu sína Ástdísi Guðmundsdóttur, sem er austfirskra ætta og átti þrjár dætur frá fyrra hjónabandi, þær Þórhöllu, Hafdísi og Ernu. Allar stjúpdætur Hreiðars munu hafa notið mannkosta hans í ríkum mæli og lítill drengur, sonur Hafdís- ar, Halldór Ingi, átti sérlega góðan afa þar sem hann var, enda mjög að honum hændur. Skömmu eftir giftinguna hófu þau Hreiðar og Ástdís búskap í Árbót og keyptu jörðina af Arnóri, föður Hreiðars. Búskapurinn í Árbót stóð þó ekki lengi bæði vegna heilsuleysis í fjöl- skyldunni og breyttra aðstæðna. Þessi þróun mála mun ekki hafa ver- ið Hreiðari að skapi, því hann var mjög bundinn sinni æskuslóð. Hann hafði þó aldrei nein orð þar um, enda var hann einn þeirra, sem ekki bar tilfinningar sínar á torg. Honum var mjög í mun, að þóknast sinni ágætu konu og sinni fjölskyldu. Landsþing framsóknar- kvenna á Laugarvatni Landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður hald- ið að Laugarvatni dagana 31. ágúst og 1. september. Þingið er opið öllum fram- sóknarkonum á landinu og hefst það klukkan 10 á laugar- dagsmorgun og lýkur kl. 18.00 á sunnudag. Þingið hefst með skýrslu stjórnar og ávörpum gesta, en heiðursgestir þingsins verða Rannveig Þorsteinsdóttir, Dóra Guðbjartsdóttir og Sólveig Eyj- ólfsdóttir. Aðrir gestir verða Halldór Ásgrímsson, Guðmund- ur Bjarnason, Finnur Ingólfsson og Haukur Ingibergsson. Eftir hádegi á laugardaginn verður rætt um framboðsmál, launamál kvenna, fjölskyldu- pólitík og starfsval kvenna. Að loknu kaffihléi verður vörukynn- ing frá Kjötiðnaðarstöð Sam- bandsins og um kvöldið sér Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu um kvöldvöku. Að henni lokinni verður nætursnarl frá Osta- og smjörsölunni. Sunnudagurinn byrjar með gufubaði til að styrkja líkama og sál fyrir þinghald sunnudagsins. Síðan verða erindi um stjórn- málaástandið, stjórnmálaþáttöku kvenna og hvernig efla má starf Landssambands framsóknar- kvenna. í lok þingsins verða síð- an stjórnarkosningar. Á meðan á þinginu stendur verður starfræktur leikskóli fyrir börn í gamla húsmæðraskólan- um, sem er næsta hús við þingstað. Unnur Óskarsdóttir, fóstra, mun sjá um leikskólann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.