Dagur - 26.08.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 26.08.1985, Blaðsíða 12
 Alltaf vex vöruúrvalið @ j Akureyri, mánudagur 26. ágúst 1985 Vinsamlegast komið og skoðið Sy | Landsmót íslands í lendingum á svifflugum fór fram á Melgerðismelum nú um helgina. Keppendur voru 16 talsins og hér taka nokkrir þeirra á móti Jónasi Hallgrímssyni sem hefur nýlokið glæsilegri lendingu. Mynd: KGA Slysagildra við Sjallann: Leigubílstjórar vilja úrbætur strax „Við höfum farið fram á að fá hiöskyidu á bfla sem koma sunnan Geislagötu, þannig að þeir eigi ekki réttinn fyrir bfl- um sem koma ofan Gránu- félagsgötu,“ sagði Gústaf Oddsson, bifreiðarstjóri. „Stjórn BSO hefur bent bæjar- stjórn á slysahættu vegna um- ferðar við Sjallann.“ Sagði Gústaf að á þessu horni hefðu orðið þó nokkuð margir árekstar og hefðu nokkrir leigu- bifreiðarstjórar lent í þeim. Erfitt er að sjá bíla sem koma sunnan Geislagötuna og einnig er beygj- an kröpp þegar beygt er upp Gránufélagsgötu. „Við þurfum líka oft að bíða þegar við komum ofan að og bílar koma sunnan Geislagötu, sem eru aðallega bíl- ar sem eru á rúntinum.“ Einnig sagði Gústaf að þeir væru búnir að fá bílastæði á göt- una norðan við Sjallann, en það er aðeins merkt með skilti og hef- ur ekki verið virt. Bifreiðarstjór- arnir eru því að reyna að fá bæjaryfirvöld til að mála bíla- stæðið á götuna, svo aðrir leggi ekki þar meðan leigubílarnir þurfa á því að halda. Sagði Gúst- af að með þessu væru þeir að bæta þjónustuna við sína við- skiptavini. Peir legðu bílunum í einfalda röð og síðan gæti fólk gengið að þeim þegar það kæmi úr Sjallanum. Jakob Jónsson, bifreiðarstjóri á BSO á sæti í umferðarnefnd og sagði’hann að þetta mál yrði tek- ið fyrir á næsta fundi. Sagði Jakob að bæði merking bíla- stæðisins og biðskyldumerkið væri brýnt hagsmunamál fyrir leigubifreiðarstjóra og að þeir myndu þrýsta á að fá þessu breytt. Búið er að samþykkja þetta bílastæði fyrir leigubílana og nú væri bara að fá bæjaryfir- völd til að merkja það, því bif- reiðarstjórarnir sjálfir gætu ekki tekið sér pensil í hönd og merkt bílastæðið á götuna. - HJS Hótel Stefanía: Nýir með- eigendur - segir Ólafur H. Jónsson „Það hefur lengi vantað hótel á Akureyri og það vantar alltaf almennileg hótel á góðum stöðum enda hefðum við ekki farið út í þetta án þess að hafa trú á þessu,“ sagði Ólafur H. Jónsson annar nýrra meðeig- enda í Hótel Stefaníu á Akur- eyri. Stefán Sigurðsson sem stofnaði til reksturs Hótels Stefaníu og átti það einn til að byrja með mun áfram stjórna hótelinu en bæði Ólafur og hinn meðeigand- inn, Einar Marinósson, eru bú- settir í Reykjavík. -yk. Léleg berjaspretta „Það er nóg af jöxlum, en okk- ur vantar bara sólina,“ sagði einn þeirra sem Dagur spurði um berjasprettu á Norðurlandi nú fyrir helgina. Því miður virðist ástandið al- mennt vera slæmt hvað varðar berjasprettu hér norðanlands. Kalt vor og sólarlítið sumar eru helstu ástæðurnar. Ekki er þó öll nótt úti enn fyrir þá sem hafa hug á að fara í berjamó. Nokkrir sól- ardagar gætu skipt sköpum því mönnum bar saman um að nóg væri af grænjöxlum og hálf- þroskuðum berjum. - ám Hótel Stefanía. Akureyri: Nýr pizzustaður í Miðbænum Á næstunni mun bætast við enn einn veitingastaðurinn á Akur- eyri. Þar er um pizzustað að ræða, sem ítalinn Cosimo Fucci ætlar að reka, en Cosimo hefur undanfarin sumur verið með grænmetismarkað í Miðbænum. Pizzustaðurinn verður til húsa í Brekkugötu 7, bakhúsi, þar sem prentsmiðjan Petit var áður til húsa. Norðanátt og kalt næstu sólarhringa, var það sem fékkst upp úr veðurfræðingi í morgun. Það má búast við að kólni enn meira, og fljótlega er reiknað með skúrum og jafnvel slyddu. • Ekki stórmannlegt Gæsaveiðitíminn hófst í síð- ustu viku og mun vera tals- vert um gæsir. Sá hængur er á, að eitthvað mun vera um að gæsirnar séu enn i sárum og dæmi eru um að ungar séu ekki orðnir fleygir. Veðurfarið hefur sem sé haft áhrif á viðkomu fuglanna. Þegar þannig háttar hafa stjórnvöld heimfld til að fresta þvi að veiði hefjist, samkvæmt fuglafriðunar- lögum. Höfðu sannir veiði- menn og talsmenn gæsa- stofnsins vonast til að það yrði gert, en úr þvi varð ekki. Fyrir vikið munu dæmi þess, að „veiðimenn“ hafi notað sér „ffttlun" gæsanna. Þykja slikar veiðiaðferðir ekki stór- mannlegar. # Betri er krókur en kelda Stundum kemur það fyrir, að mönnum verður fótaskortur á tungunni, þegar markmiðið er að vera stuttorður og um leið gagnyrtur i smáauglýs- ingum blaðanna. Þannig fór fyrir manninum, sem auglýsti að hvolpur fengist gefins. Tekið var fram, að hvolpurinn æti allt og væri sérstaklega hrifinn af börnum!!! Verslun- arstjórinn i herrafataverslun- inni féll í sömu gryfju, þegar nann auglýsti hanska fyrir karlmenn, sem væru loðnir að innan. Og svo var auglýst eftir herbergi fyrir stúlku með eldhúsi og baði. Hún hefur sennilega þurft frekar stórt herbergi. # Árleg umræða Segja má að það sé orðinn árviss atburður þegar liða tekur að hausti að umræða hefjist um það hvort togara- sjómenn hendí miklu magni af fiski fyrir borð þegar afla- hrotur koma og ekki hefst undan að vinna aflann. Þessi umræða kom upp í síðustu viku er Jón Ármann Héðins- son fyrrum alþingismaður sagðist hafa vissu fyrir því að togarasjómenn fleygðu fiski í miklum mæli útbyrðis í aflahrotum. Þorsteinn Bald- vinsson útgerðarstjóri frysti- togarans Akureyrarinnar sagði síðan daginn eftir að það væri ekkert smámál að bera slíkar sakír upp á sjó- menn og sagði að alls staðar í þjóðfélaginu, jafnt í fiskiðn- aði og í öðrum iðnaði væri verðmætum kastað. Menn reyndu að vanda sig og staðreyndin værl sú að oftast værl meira eyðilagt af fiski í landl en um borð í skipunum. Hér eru því stór orð gegn stórum og fullyrðing gegn fullyrðingu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.