Dagur - 26.08.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 26.08.1985, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Litmynda- framköllun 68. árgangur Akureyri, mánudagur 26. ágúst 1985 93. tölublað Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri Reykjavíkur Jóhann Pálsson forstöðumaður Lystigarðs Akureyrar hefur verið ráðinn garðyrkjustjóri Reykja- víkurborgar frá 1. okt. nk. Hann tekur við af Hafliða Jónssyni sem gegnt hefur starfinu um langt ára- bil. Jóhann er grasafræðingur að mennt. - gej Innbæjarskipulagið: Fundur með íbúum íkvöld Skipulagsstjóri Akureyrarbæj- ar, Finnur Birgisson, hefur boðað til fundar alla þá er gerðu athugasemdir við til- lögur að skipulagi Innbæjarins og verður fundurinn haldinn í Dynheimum í kvöld klukkan 20.30. Seglbrettasigling í Ólafsfirði. Mynd: KGA. Atvinnumálin í Ólafsfirði: Engar „patentlausnir“ fundust á vandanum Síðastliðinn miðvikudag var haldinn fundur í Ólafsfirði þar sem saman voru komnir þing- menn kjördæmisins ásamt bæjarráði og útgerðaraðilum staðarins. Fundarefnið var ástand atvinnumála í Ólafs- firði, en þar er sem kunnugt er mikið atvinnuleysi vegna hrá- efnisskorts í fiskvinnslu. Fundurinn var haldinn til að kynna þingmönnum kjördæmis- ins ástandið og leita leiða til að bæta þar úr. Að sögn Ásgeirs Ás- Blönduós: Verður hótelinu lokaö? - Starfsfólkinu hefur verið sagt upp Búið er að segja upp öllu starfsfólki Hótels Blönduóss frá 1. okt. næstkomandi. Uppsagnirnar koma í kjölfar aðalfundar Sölufélags Austur- Húnvetninga, þar sem ákveðið var að hætta rekstri hótelsins frá sama tíma. Sú ákvörðun var tekin eftir að í Ijós kom að tap varð á rekstri hótelsins á síðasta ári. Þó mun endanleg ákvörðun verða tekin á fundi sölufélagsins fljótlega. Að sögn Bessa H. Þorsteins- sonar hótelstjóra hefur rekstur- inn verið í járnum undanfarin ár, en á þessu ári hafi úr ræst og rekstur gengið vel. Þegar Bessi var spurður hvort hann teldi að hótelinu yrði lokað, sagði hann það sína skoðun að hótelið yrði rekið áfram. „Það er spurningin hver taki að sér reksturinn, sölu- félagið áfram, hóteleigendafélagið á staðnum eða einhverjir aðilar sem hugsanlega kæmu inn í myndina." - gej geirssonar bæjargjaldkera fund- ust engar „patentlausnir" á mál- inu en ýmislegt bar á góma sem hugsanlega gæti orðið til að skapa einhverja atvinnu. Þar má nefna kröfur um að síldarsöltun- arleyfi verði gefin út fyrr en verið hefur síðustu ár þannig að síldin verði ekki komin austur fyrir land þegar bátarnir fara að veiða hana. Ef þetta næði fram að ganga gæti skapast umtalsverð at- vinna í einhvern tíma við síldar- söltun. Einnig var ákveðið að þingmenn og bæjarráð tali við sjávarútvegsráðherra en hann hefur þegar lýst því yfir í blaða- ’.-iðtölum að hann geti ekkert hjálpað Ólafsfirðingum þannig að við erum „hóflega bjartsýnir“, sagði Ásgeir. Fram kom að Magnús Gamal- íelsson hf. hefur fengið að leita fyrir sér með kaup á bát en slíkir bátar liggja ekki á lausu og allra síst þeir sem eiga einhvern kvóta eftir. Fjölgun fiskiskipa kæmi því tæplega að gagni fyrr en á næsta ári. Einnig er verið að hug- leiða að nýstofnað fyrirtæki, Sæ- ver hf. fari út í rækjuvinnslu en það kemur sömuleiðis varla til með að veita neinum vinnu fyrr en á næsta ári. Að öllu þessu samanlögðu virðist því fátt benda til að úr rætist að heitið geti í at- vinnumálum Ólafsfirðinga það sem eftir er af árinu. -yk. Að sögn skipulagsstjóra er þessi fundur haldinn til þess að gefa íbúum hverfisins færi á að útskýra sín sjónarmið og sömu- leiðis til að útskýra fyrir þeim skipulagstillöguna. Athugasemd- ir bárust frá íbúum hverfisins í formi tveggja undirskriftalista og einnig gerðu einstakir íbúar at- hugasemdir varðandi þær breyt- ingar sem lagt er til að verði gerð- ar í næsta nágrenni við þá. í texta annars undirskriftalistans er mót- mælt áformum um byggingu á bakka Leirutjarnar að norðan- verðu en hinum listanum fylgdu almenn mótmæli við skipulagstil- löguna og var jafnframt farið fram á að fundur yrði haldinn með íbúunum til að koma sjón- armiðum þeirra á framfæri. -yk. Heitavatnsréttindinn að Hrafnagili: Samningaviðræður hefjast á næstunni - Hreppurinn samningsaðili við Akureyrarbæ Þann 30. júlí síðastliðinn var haldinn fundur þar sem bæjar- ráð Akureyrar og hreppsnefnd Hrafnagilshrepps komu saman til að ræða niðurstöður dóms Hæstaréttar í máli því sem Hrafnagilshreppur höfðaði gegn Akureyrarbæ og Hjalta Jósepssyni til ógildingar á samningi þessara aðila um hitaréttindi í landi Hrafnagils. Fundur þessi var fyrst og fremst haldinn til að viðra skoðanir og ræða tilhögun vænt- anlegra samningaviðræðna hreppsnefndarinnar og bæjar- ráðs. Ákveðið var að taka upp formlegar samningaviðræður um miðjan næsta mánuð en tíminn þangað til notaður til undirbún- ings, eins og segir í fundargerð bæjarráðs. Það er yfirlýstur vilji hrepps- nefndar Hrafnagilshrepps að ganga inn í samning þann sem bæjarsjóður gerði á sínum tíma við Hjalta Jósepsson bónda á Hrafnagili, að sögn Eiríks Hreið- arssonar á Grísará sem sæti á í hreppsnefndinni. Síðan yrði væntanlega reynt að ná samning- um við Akureyrarbæ um endur- sölu Hrafnagilshrepps á réttind- unum til Hitaveitu Akureyrar. -yk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.