Dagur - 01.10.1985, Side 8

Dagur - 01.10.1985, Side 8
8 - DAGUR - 1. október 1985 Guðbjörg og Guðrún scm sjá um kápusöluna í Kápusölunni. Kápusalan hf. Utibú opnað á Akureyri Síðastliðinn föstudag opnaði ný verslun á Akureyri, Kápu- salan hf. í björtu og rúmgóðu húsnæði við Hafnarstræti 88. Kápusalan hf. hefur lengi verið starfandi í Reykjavík og þar hafa konur af landsbyggðinni keypt mikið af kápum. Með því að opna útibú hér á Akureyri er vonast til að geta veitt meiri og betri þjónustu. í Kápusölunni eru seldar Gazella kápur, jakkar og frakkar sem framleitt er hjá Hlín hf. dótturfyrirtæki Hildu hf. sem framleiðir ullarvörur til út- flutnings. í Kápusölunni er hægt að fá vandaðar flíkur frá kr. 4.500 fyrir alla aldurshópa frá 14 ára aldri. í Kápusölunni gefur nú að líta nýju haustlínuna, en Hlín hf. hefur reynt að framleiða eftir hendinni og koma með nýjar vörur jafnt og þétt. Von er á nýj- um vörum úr nýjum efnum í október. Hlín hf. hefur kapp- kostað að framleiða vörur sem öllum líki. Akureyrskir iðnaðarmenn unnu að breytingum verslunar- innar og Davíð Jóhannsson að- stoðaði við undirbúning að opn- un hennar. Um daglegan rekstur sjá Guð- björg I. Jónsdóttir og Guðrún Lárusdóttir. Mikill uppgangur í hestamennsku í Húnaþingi íþróttadeild hestamannafélagsins Pýts hélt mót í hestaíþróttum 24. ágúst sl. á nýjum velli félagsins að Króksstaðamelum í Miðfirði. Mjög mikil þátttaka var, alls 105 skráningar sem er ekkert smáræði í 130 manna félagi. Til dæmis voru 19 skráðir í hindrun- arstökk og víðavangshlaup og leyfi ég mér að fullyrða að ekki hafi verið haldin fjölmennari hindrunarstökkskeppni hér á landi, alla vega ekki á þessu ári. Verðlaun á mótinu voru mjög vegleg. Fyrirtæki sýslunnar gáfu farandbikara fyrir efsta knapa í hverri grein. Úrslit urðu sem hér segir: Tölt unglinga: 1. Matthildur Hjálmarsdóttir á Smára 16 v. Stig Eig. Hjálmar Pálmason 2. Vilhjálmur Ólason á Fálka 8 v. 55,44 Eig. María Sigurðardóttir 38,16 Fjórgangur unglinga: 1. Matthildur Hjálmarsdóttir Stig á Smára 16 v. 2. Jón H. Kristjánsson 37,08 á Donnu 12 v. 31,98 Hindrunarstökk unglinga: 1. Matthildur Hjálmarsdóttir á Fífli 14 v. Stig Eig. Hjálmar Pálmason 2. Berglind Hjálmarsdóttir 70,24 á Smára 16 v. 63,44 Hindrunarstökk: 1. Þórir ísólfsson á Hugin 11 v. Stig Eig. Sigurður L. Þórisson 2. Sigríður Lárusdóttir á Gný 14 v. 72,56 Hlýðnikeppni Stig 1. Þórir Isólfsson á Hugin 11 v. 34,50 2. Jóhann Albertsson á Stimpli 13 v . 31,00 Tölt: Stig 1. Jóhann Albertsson á Suðra 8 v. Eig. Sigríður og Jóhann 69,84 2. Herdís Einarsdóttir á Smyrii 11 v Eig. knapi 71,44 Fjórgangur: Stig 1. Þórir ísólfsson á Rökkva 8 v. 48,96 2. Herdís Einarsdóttir á Smyrli 11 v. 44,88 Fimmgangur: Stig 1. Magnús Lárusson á Jarp 8 v. 54,60 2. Sverrir Sigurðsson á Tappa 7 v. Eig. knapi 51,42 Gæðingaskeið: Stig 1. Herdís Einarsdóttir á Neista 7 v. 78,00 2. Magnús Lárusson á Kviku 6 v. Eig. Rúnar Bragason 71,00 Víðavangshlaup: Mín. 1. Jóhann Albertsson á Stimpli 13 v. 1:50,30 2. Einar Björnsson á Varða 10 v. Eig. Björn Einarsson 2:06,46 Islensk tvíkeppni: Stig Þórir ísólfsson 123,92 íslensk tvikeppni unglinga: Stig Matthildur Hjálmarsdóttir 92,52 Skciðt víkcppni: Stig Herdís Einarsdóttir 127,98 Olympíutvíkeppni: Stig Þórir ísólfsson 106,56 Stigahæsti knapi unglinga Stig Matthildur Hjálmarsdóttir 162,76 Stigahæsti knapi: Stig Þórir ísólfsson 323,29 fokdreifar Gera foreldrar nýgiftra hjóna þeim ógreiða? - með því að leyfa þeim ekki að losna frá sér Kristin siðfræði lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi. í Bjarma birtist nýlega greina- flokkur um fjölskylduna og var litið til hennar frá ýmsum sjón- armiðum. Þar var einnig grein eftir séra Jón Dalbú Hró- bjartsson um þetta mál út frá hjónabands- og kynlífshlið þess. Sr. Jón segir m.a. að nú á dögum eigi hjónabandið í vök að verjast og komi meðal annars til erfiðar þjóðfélagsað- stæður, léttúð, dvínandi vitund um kristið siðferði og tíðarandi sem jafnvel er andstæður hjónabandinu. Hann fjallar einnig um nýgifta og samband þeirra við foreldra sína með þessum hætti: Fyrstu ár hjónabandsins eru oft erfið. Tveir einstaklingar, oft mjög ólíkir, eru að kynnast og aðlagast hvor öðrum. Við þessi nánu kynni koma upp nýjar hlið- ar á makanum, sem oft valda; árekstrum. Makamir taka með sér ýmislegt úr uppeldi sínu sem set- ur svip á allt dagfar þeirra. Sumt er gott og jákvætt, annað kann að vera slæmt og tii þess eins að skapa erfiðleika. Eitt atriði hefur t.d. orðið mörgum hjónaböndum mikil hindrun, en það er þegar ein- staklingar ná ekki að slíta böndin við foreldrana. Þetta er oft ómeðvitað en getur verið svo mikill fjötur að til stór vandræða kemur. Foreldrar bregðast iðu- lega börnunum sínum í þessu sambandi. Þeir gefa börnunum ekki tækifæri til að losna frá þeim. Þeir binda börnin svo ræki- lega við sig, að þau hafa ekki möguleika á að þroskast sem sjálfstæðir einstaklingar. Þetta er oftast ómeðvitað eða gert af mis- skilinni umhyggju og ástúð. Það er ekki tilviljun, að Jesús skuli vitna til orðanna í 1. Mós., þegar hann talar um hjónabandið og segir: „Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bind- ast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður.“ (Mt. 19:5). Fólk sem hyggst stofna til hjú- skapar þarf því nauðsynlega að gera sér grein fyrir hve sterkum böndum það er tengt föðurhús- unum. Þetta á að vísu bæði við einstaklinga sem ganga í hjóna- band og aðra, því allir þurfa að losna undan áhrifavaldi foreldra á eðlilegu þroskastigi. Nú má ekki skilja orð mín þannig, að frá og með brúðkaupsdegi skuli skorið á öll tengsl við foreldrana. Nei, börnin fara að heiman, yfir- gefa föður og móður til þess svo að geta tengst þeim á nýjan leik sem sjálfstæðir einstaklingar. Með öðrum orðum, við höldum áfram að elska og virða foreldra okkar án þess að þau ráði yfir okkur. Hjónin bera nú ein ábyrgð á lífi sínu og verða að læra að standa á eigin fótum. mínir dagar og annarra. „Halelujabruðkaup Sjónvarpið gladdi okkur nýlega mcð ógleymanlegum brúð- kaupsþætti þar sem ástvinir ts- lcnsku þjóðarinnar, þau Joðerr og Ellen voru gefin saman í annað sinn í Dallas. Þetta gerð- ist með mikilli viðhöfn og hefur vakið marga til umhugsunar um hvort ekki væri ráðlegt að punta upp á langvarandi og leiðagjörn íslensk hjónabönd með því að endurtaka giftingarathöfnina og brúðkaupsnóttina og nefna til- standið halelújabrúðkaup. Mér þykir ánægjulegt að geta sagt frá því, að ég hefi verið svo lánsamur að hafa verið staddur í brúðkaupi, sem nefndist svo viðhafnarmiklu nafni. Það mun hafa verið síðla vetrar árið 1957 eða veturinn eftir að í vikublaðinu Degi á Akureyri birtist auglýsing þar sem Hjálpræðisherinn bauð bæjarbúum að vera viðstaddir halelújabrúðkaup í húsakynn- um hersins í grennd við Strand- götuna. Þetta vakti töluverða eftirtekt. Bæjarlífið var ekki eins fjölbreytt og líflegt þá, eins og það er orðið núna og það, sem nú er farið að nefna „uppá- komur“ þekktist ekki. Halel- újabrúðkaup hlaut að vera af hinu jákvæða og ég gat ekki hugsað mér að láta slfkt fágæti fram hjá mér fara. Á tilsettum tínia mætti ég hjá hernum og förunautar mínir voru tveir eða þrír piltar sem voru mennta- skólanemar. Þarna voru tölu- vert rúmgóð húsakynni, sem þörf var á, því að aðsókn var mikil. Fljótlega voru öll sæti skipuð og herfólkið var á þön- um við að ná í stóla í önnur hús, og auðsjáanlega mjög ánægt Einar Kristjánsson skrifar með að fá svo niarga brúð- kaupsgesti. Brúðhjónin minnir mig að væru norsk eða dönsk, en höfðu bæði verið hér um nokkurt skeið. Svo hófst athöfnin. Ekki veit ég hvort áhorfcndur hafai búist við einhverjum fágætum íagnaði eins og „engladansi“ sem Þórbergur Þórðarson gerði frægan í draumsýn. Allt fór hér fram með hátt- prýði og sóma. Mikill hluti gestanna var nemendur úr Menntaskólanum, en þetta fólk hegðaði sér hið besta. Nú hefur oft skort á að sam- komugestir á hersamkomum tækju þátt í athöfninni með við- eigandi alvöru, en hér var ekki yfir neinu að kvarta. Það var mikill söngur með orgel- og gítarleik og athöfnin hátfðleg. Lítið man ég cftir prestinum, og vera má að þarna hafi ekki verið neinn alvöru- prestur. Hitt er víst að brúðguminn gekk fram og hélt langa ræðu, sem var túlkuð á íslensku, svo athöfnin gcrðist tímafrek. En nú gerðist það að prúður mennta- skólamaður kvaddí sér hljóðs, þakkaði fyrir hönd mennt- skælinga að hafa fengið að njóta þessarar stundar, en kvað þau skyldug til að mæta í heimavist- inni eftir nokkrar mínútur, og síðan gekk út inikill skari brúð- kaupsgesta og þynntist þá mjög lið á áhorfendabckkjum. Ég varð því feginn að iosnaði sæti handa mér því að ég hafði staðið allan tímann og aftan við mig stóð menntskælingur og hló lágværum hlátri látlaust, þó að þarna gerðist í rauninni ekkert almennilega skoplegt. Næst kvaddi brúðurin sér hljóðs og flutti langa guðsorða- ræðu með söng og hljóðíæraieik í bak og fyrir. Þegar loksins leið að lokum þessa ágæta haleiújabrúðkaups Itefur sennilega fleiri en brúð- hjónin verið farið að langa til að komast í sængina. Ég sá aldrei eftir að hafa sctið brúðkaup mcð svona svífandi og fallegu nafni, enda verður það mér vafalaust minnisstæð- ara en halelújabrúðkaup Joð- errjoðs.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.