Dagur - 01.10.1985, Side 11

Dagur - 01.10.1985, Side 11
1. október 1985 - DAGUR - 11 Munkaþverár-Klaustutkiikja -140 ára og ári betur % Gamla kirkjan „Annó 1843, þann 20. Nóv. visiteraði prófasturinn í Eyjafjarðarsýslu, H. Thorlacius, Munkaþverár-Klaust- urkirkju með hennar Inventariis. Kirkjan er hin sama, fallin, ómessu- fær og alsóhæfileg, þó ennú að sinni sé ráðist í að framflytja í henni guðs- þjónustugjörð. Þilið norðanfram er fallið úr grópi og sætin þeim megin hrunin vegna halla. Alstaðar í henni er trekkur og súgur, so ljós renna niður og valla geta lifað, og prédik- unarstóllinn á messudögum er bæði hátt og lágt fullur með snjó og klaka, fyrir utan það sem Bygníngs-Materi- aler eru ótilbærilega uppstöfluð á fúna Bita, eins og Kirkjan væri Pakkhús. Því afsegir presturinn í sínu og Sóknarfólksins nafni að framflytja lengur í henni guðsþjón- ustugjörð en til komandi vors, ef hún getur hángt so lengi, og ekki orðið neinum til slysa á lífi eða heilsu, og krefst að hún sé án lengri undan- dráttar endurbyggð." Þessi kafli úr skoðunargjörð séra Hallgríms á Hrafnagili, sem jafn- framt var prestur Munkaþverár-safn- aðar, sýnir, að kirkjuhús þetta hefir verið komið til ára sinna og engin vanþörf nýbyggingar. Þetta var krosskirkja með fjórum timburstöfn- um en torfveggjum og torfþaki. Hef- ir kirkja þessi verið sérkennilegt og fallegt hús á sinni tíð, og er til grein- argóð lýsing á henni í gömlum kirkjustól (Gjörðabók kirkjunnar). Vindhani var á hverjum stafni og er ekki gott að vita, hve lengi þetta helgitákn hefir fylgt Munkaþverár- klausturkirkju. í skoðunargjörð 1921 talar prófasturinn um það, að vind- haninn verði tekinn niður og járn- kross settur í staðinn á turn kirkjunn- ar. Af því varð þó ekki, sem betur fór. Síðast var messað í gömlu kross- kirkjunni á hvítasunnudag, 26. maí 1844. Vissar skyldur voru á sóknarbænd- ur lagðar, er nýja kirkju skyldi reisa, svo sem að rífa veggi þeirrar gömlu og undirbúa grunn nýju kirkjunnar. Ari Sæmundsen, umboðsmaður kirkjunnar hafði beðið Jón hrepp- stjóra á Munka-Þverá að tilkynna bændum hvenær verk þetta skyldi vinna. Og á annan hvítasunnudag skrifar Jón Ara og segir, að „þegar að lokinni embættisgjörð hafi hann í nærveru flestra sóknarbænda fyrir- skipað nákvæmlega um niðurrif og sundurslátt hinnar gömlu kirkju'*. Og strax eftir helgina réðust bændur að þessu aldna og að niðurlotum komna guðshúsi og gekk fljótt og vel að jafna það við jörðu. Hinn 1. júní var svo uppboð haldið á öllu brak- inu. Var þar fjöldi manns saman kominn úr innsveitum Eyjafjarðar. Boðin voru upp 243 númer og seld fyrir samtals 104 ríkisdali og 54 skild- inga, sem var ekki svo lítið. Bjartmar Kristjánsson skrifar Fyrsti hluti % Smíði nýju kirkjunnar Teikninguna gerði timburirreistari Ólafur Briem á Grund. Voru honum greiddir 5 ríkisdalir fyrir. Einnig var Ólafur hafður með í ráðum um val á timbrinu, er nota skyldi. Hinn 10. febr. 1843 skrifaði Ari Gudmann kaupmanni og bað hann panta viðinn. Segist hann biðja Gudmann þessa vegna þess, „hve áreiðanlegur hann sé og fljótur að bregðast við því, er hann sé beðinn". Og Gudmann brást heldur ekki. Því að 13. júní skrifar Ari Jóni hrepp- stjóra og segir timbrið komið. Og nú þurfi að taka það sem fyrst, „hvað ég og fleiri meina að skeð geti með því að binda það í marga flota og draga það fram Eyjafjarðará, meðan hún er í vexti. Sjálfsagt er það, að ekki verður því lengra komið í Ánni en fram að Drápukíl. „Ekki mun þó þessi tækni hafa verið notuð við flutning viðarins, að mér sýnist, heldur var hann fluttur á næsta vetri. Á listanum sem Ari sendi „kjöb- mand Gudmann" er meðal annars talað um „pommerske Bjælker" og „Finnlapper Bord“. Smíði kirkjunnar var boðin út að Munka-Þverá hinn 29. apríl, og hafði það verið auglýst vandlega um allt Norðurland, þar sem vitað var um smiði, er kynnu að hafa áhuga. Þor- steinn Daníelsson á Skipalóni átti lægsta tilboðið, það var upp á 374 ríkisdali, og fékk hann því verkið. Það var af þessu þingi, sem Stefán Thorarensen á Espihóli var að koma, er hann drukknaði í Eyjafjarðará, sem vár í vexti. Smíði kirkjunnar gekk fljótt og vel, enda var „Daníelsen“ ákafamað- ur og þótti mönnum hans stundum nóg um vinnuhörkuna. Snemma í september var svo verkinu lokið. Og alls er kirkjan sögð hafa kostað 1770 ríkisdali og 62 skildinga, sem jafngilti um það bil 70 kýrverðum á þeirri tíð. Allmiklar umræður höfðu orðið um það, er kirkjusmíðin stóð fyrir dyrum, hvort reisa skyldi torfkirkju eða timburkirkju. Vildu sóknar- bændur hið síðarnefnda. Og svo vildu þeir líka fá turn á guðshúsið. Mælti Ari með því við amtmann. Kvað hann viðarafganga næga til þessa, og svo þyrfti hvort sem væri að smíða útbúnað fyrir klukkurnar. Samþykkti Grímur amtmaður þetta, þó með því skilyrði, að smíðalaun færu ekki fram úr 15 ríkisdölum, svo sem Ari hafði áætlað þau. En þegar kirkjan stóð þarna full- smíðuð, með turni og öllu, fannst sóknarbændum þó enn skorta nokk- uð á „fullkomna prýði hennar“. Og 6. október það sama ár, skrifuðu þeir „til Munkaþverár kyrkjuverjara, Hr. A. Sæmundssonar“, svohljóðandi bréf: „Þar nú er búið svo prýðilega að endurbyggja sóknarkyrkju vora, nefnilega Múnkaþverár Klaustur- kirkju, að varla niuni hennar líkar af timbri gjörðar finnast hér á landi, þá dirfumst vér þó undirskrifaðir sókn- arbændur í Múnkaþverár sókn að láta í ljósi hvað oss þykir vanta á full- komna prýði hennar, sem er málun að innanverðu. Því það er kunnugt, hvörsu mjög það eykur fegurðina og varðveitir viðina fyrir því að gysna og skemmast, m.fl. Þess vegna stynjum vér upp þeirri vorri auðmjúku bón, að kyrkjan verði máluð innan, og biðjum Herra Administratorinn að frambera þessa vora auðmjúkustu bón á tilhlýðilegum stað.“ Undir bréfið skrifa: Jón Jónsson, hreppstj. Munka-Þverá. Sveinn Jónsson í Klauf. Stefán Jónasson, Munkaþvcrárkirkja. Öngulstöðum. Jón Guðmundsson, Syðra-Laugalandi. Jóhann Kröyer, Munka-Þverá. Sigurður Sigmunds- son, Rifkelsstöðum. Davíð Jónsson, Litla-Hamri. Benjamín Flóventsson, Ytri-Tjörnum. Jónas Jónsson, Þverá. Sigurður Stepánsson, Björk. Þorlák- ur Halldórsson, Öngulstöðum. Jón Christjánsson, Jódísarstöðum. Jónas Guðmundsson Jódísarstöðum. Jón Halldórsson, Ytra-Laugalandi og Jón Gottskálksson, Helgárseli. Ekki verður betur séð en þessari ósk sóknarbænda hafi verið tekið með skilningi, enda fylgdu henni ljós rök. Ari er þessu meðmæltur og gerir kostnaðaráætlun upp á 93 ríkisdali og 78 skildinga. Gerir hann ráð fyrir þremur yfirferðum með „perlu- farva“. Er áætlun þessi send Grími amtmanni 31. des. 1844. Það dróst að sönnu til sumars 1846 að kirkjan væri máluð. Til þess var fenginn Friðfinnur Grímsson (,,græðara“) á Espihóli. Og 9. júlí skrifar hann Ara og segir verkinu lokið. Vonar hann, að „málverkið sé svo af hendi leyst, bæði að tilhögun og vandvirkni, að ekki þurfi nú aðfinna, og sem húsinu sambýður". Var þar víst ekkert of- sagt hjá málaranum, því að „mál- verkið" dugði í hartnær hundrað ár! Veggir voru málaðir sem næst hvítir en súðin blá. Enda voru aðallitirnir, sem Ari gerir ráð fyrir, „bleikhvítt" og „Berlínarblátt". $ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉIAGA Iðnaðardeild - Akureyri Getum bætt við starfsfólki á dagvakt í skinnaiðnaði og við saumaskap og fleira í ullar- og fataiðnaði. Uppl. hjá starfsmannastjóra í síma 21900 (220-222). , Glerárgata 28 Pósthólf 606 Sími (96)21900 Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og út- för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORGERÐAR EIRÍKSDÓTTUR, frá Akureyri. Sérstakar þakkir til Guðmundar Oddssonar læknis og starfs- fólks deilda A-6 og A-7 Borgarspítalans. Hrafnhildur Jónsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Gréta Óskarsdóttir, Haukur Gunnarsson, Stella Jónsdóttir, Kjartan Sumarliðason, Jóna Berta Jónsdóttir, Þorgerður Þorgilsdóttir, Helgi Aðalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Viljum ráða afgreiðslustúlku fyrri hluta dags. Allar nánari upplýsingar veittar í Skótískunni, Skipagötu 5, eftir hádegi. Ekki í síma. i' i' i' i tz^ i r i i i i ~r STS—c-n I 1 I 1 I 1 I 1 I 1 I ' II Nýjasta inzr iVl1 ■ 1 ~L~i 1 i 1 i ! P~r i i brauðið frá okkur er sykurlaust og án allrar feiti- Einnig minnum við a iabrauðið okkar sem allir kannast vio. II ir r i i ~n~ 1,1,1 Bfauðgerð m r i ' i 1 i 1 i i""‘ i 1 i 1 i 1 i 1 i 1 i 1 i 1 i 1 i

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.