Dagur - 29.10.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur Akureyri, þriðjudagur 29. október 1985 130. tölublað
Filman þín
áskiliöþaö
besta!
FILMUHUSIÐ
Hafnarstræti 106 Sími 22771 - Pósthólf 198
gæðaframköllun
Filman inn fyrir
kl. 10.45.
Myndirnar tilbúnar
kl. 16.30.
Opið á
laugardögum
frá kl. 9-12.
Hass á
Raufarhöfn
- Fyrsta fíkniefnamálið sem
kemur upp þar á staðnum
„Jú, það er rétt, það var hand-
tekinn hér maður á laugardag
og við fundum á honum fíkni-
efni,“ sagði Davíð Geir Gunn-
arsson lögreglumaður á Rauf-
arhöfn í samtali við Dag í gær.
Maðurinn sem hér um ræðir
var handtekinn vegna annarlegs
ástands sem hann var í. Við leit
á honum fundust 6-7 grömm af
hassi. Yfirheyrslur yfir mannin-
um leiddu svo til þess að á sunnu-
dag var annar maður handtekinn
á Kópaskeri vegna málsins, og í
gær þrír aðilar í Reykjavík.
í þeim hópi var Englendingur
sem starfað hefur á Raufarhöfn
að undanförnu, og mun hann
hafa flutt efnið hingað til lands.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Raufarhöfn hafa þessir
menn í nokkurn tíma legið undir
grun um að nota fíkniefni en
sannanir hefur vantað.
Petta er í fyrsta skipti sem
fíkniefnamál kemur upp á Rauf-
arhöfn og sagðist Davíð Geir
vonast til þess að það yrði jafn-
framt það síðasta.
Annars var helgin mjög lífleg
hjá lögreglunni á Raufarhöfn.
Landlega var og margir loðnu-
bátar í höfn. Sjómennirnir voru
fremur fyrirferðarmiklir á
staðnum, mikil ölvun var og
slagsmál, og höfðu menn á orði
að ástandið minnti þá á síldarár-
in. Bátarnir fóru svO að tínast út
á miðin á sunnudagsmorgun og
upp úr hádegi fór síðasti báturinn
úr höfn. gk-.
Hann var vel búinn til hjólreiða, sá stutti -með hjálm og hvaðeina. Enda veitir ekki af í umferðinni. Mynd: KGA
segir Sigfús Jónsson sveitarstjóri á
Skagaströnd um ferð norðlenskra
sveitarstjórnarmanna til Skotlands
„Eg er mjög ánægður með
ferðina og hún kemur til með
að skila okkur hugmyndum
Rekstrarvandi Kaupfélags
Svalbarðseyrar mikill
- Ákveðið að leita eftir viðræðum við KEA um hugsanlega sameiningu
Karli Gunnlaugssyni og
Tryggva Stefánssyni hefur ver-
ið falið að sjá um stjórnun
Kaupfélags Svalbarðseyrar
fyrst um sinn. Tryggvi er
stjórnarformaður félagsins, en
Karl hefur verið kaupfélags-
stjóri um árabil. Hann sagði
starfinu hins vegar upp í haust,
eftir umræður um slæma fjár-
hagsstöðu félagsins á stjórnar-
fundum.
„Það eru þessar gamalkunnu
staðreyndir sem gera okkur erfitt
fyrir; okkur gengur illa að inn-
heimta vanskil manna við okkur,
sem síðan leiðir af sér vanskil
okkar við aðra. Og lánsfjármagn
er dýrt. En við erum að reyna að
krafsa í bakkann,“ sagði Tryggvi
Stefánsson, í samtali við blaðið.
Tryggvi sagðist ekki hafa orðið
þess var, að umtal um slæma
stöðu félagsins hefði dregið frá
því viðskipti. „Paö bar eitthvað á
því í haust, að bændur færu ann-
að með sláturfé sitt, en það var
engin bylting. Og þróunin hefur
verið sú undanfarin ár, að slátur-
fé hjá okkur hefur fækkað,“
sagði Tryggvi.
Kaupfélag Svalbarðseyrar hef-
ur að undanförnu flutt inn kart-
öflur fyrir verksmiðju félagsins.
Tryggvi sagði ástæðuna þá, að
kartöflubændur væru ekki búnir
að flokka sína uppskeru. Pess
vegna hefði þurft að flytja inn
stórar kartöflur. Pað kom fram í
samtalinu við Tryggva, að ákveð-
ið hefur verið að greiða bændum
90% af grundvallarverði fyrir
innlagðar kartöflur á síðasta ári.
„Ég held að menn hafi alls ekki
vænst þess að það yrði meira, því
við eigum í bullandi samkeppni
við innfluttar franskar kartöflur.
Og til að geta staðist þá sam-
keppni getum við ekki greitt fullt
hráefnisverð," sagði Tryggvi.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum blaðsins, var ákveðið
á stjórnarfundi félagsins í síðustu
viku, að leita eftir viðræðum við
ráðamenn KEA um hugsanlega
sameiningu félaganna. „Ég játa
því hvorki né neita,“ sagði
Tryggvi spurður um þetta atriði.
Ýmsar sögusagnir hafa verið á
kreiki um rekstrarvanda Kaupfé-
lags Svalbarðseyrar, m.a. að í
ljós hafi komið saknæm atriði
þegar úttekt var gerð á rekstrin-
um.
„Það liggur alls ekkert fyrir um
slíkt. Það var hér fulltrúi frá
Sambandinu, sem vann upp ýtar-
lega skýrslu um reksturinn. Þar
kemur ekkert fram um slík mis-
ferli og aðspurður taldi þessi út-
tektarmaður ekki um slíkt að
ræða,“ sagði Tryggvi Stefánsson í
lok samtalsins. - GS
Rjúpnaskyttur seinar fyrir:
Festu bílinn
Tvær rjúpnaskyttur frá
Blönduósi festu bifreið sína í
veiðiferð um helgina og komu
af þeim sökum tveimur tímum
seinna til byggða en þeir höfðu
ætlað að gera.
Björgunarsveitin Blanda hafði
veður af þessu en leit var ekki
hafin þegar mennirnir skiluðu sér
heim. Samkvæmt upplýsingum
Dags voru mennirnir að veiðum í
Sauðadal sem er milli Svínadals-
fjalls og Vatnsdalsfjalls.
Rjúpnaveiðin hefur gengið
misjafnlega hjá mönnum í Húna-
vatnssýslum. Heyrst hefur um
menn sem hafa fengið allt að 60
rjúpur yfir daginn, en aðrir munu
hafa orðið að láta sér nægja að
koma aðeins með eina rjúpu
heim eftir daginn eða jafnvel
enga. gk-.
varðandl uppbyggingu at-
vinnumála og í samstarfi sveit-
arfélaga. Ég held líka að þátt-
takendur komi til með að líta
öðrum augum á hið nýja frum-
varp til laga um sveitarstjórnir,
að menn hætti að hugsa í þess-
um smáeiningum eins og gert
hefur verið,“ sagði Sigfús
Jónsson sveitarstjóri á Skaga-
strönd í samtali við Dag í gær.
Sigfús var í forsvari 20 manna
hóps sem fór á vegum Fjórðungs-
sambands Norðlendinga á kynn-
ingarfund til Skotlands. í hópn-
um voru sveitarstjórnarmenn
víðs vegar af Norðurlandi, full-
trúi Byggðastofnunar og fleiri.
„Petta var mjög fróðleg ferð,“
sagði Sigfús. „Við vorum þarna
að kynnast skipan sveitarstjórnar-
mála hjá þjóð sem býr við svip-
aða aðstöðu og við en við allt
annað stjórnarfar. Þarna gengur
mjög vel að reka stór sveitarfé-
lög.
Við fengum einnig að kynnast
því sem við getum kallað þróun-
arstarf í atvinnumálum en það
var mjög fróðlegt að sjá til hvaða
aðgerða þeir grípa til þess að
reyna að efla atvinnulíf. Svo var
einnig sérstaklega áhugavert að
sjá uppbyggingu ferðamannaiðn-
aðar hjá Skotunum," sagði
Sigfús.
Hann tjáði Degi einnig að gert
væri ráð fyrir að hópurinn sem
fór í ferðina myndi vinna úr þeim
upplýsingum sem söfnuðust og
senda frá sér sameiginlega yfir-
lýsingu, og einnig tillögur og
ábendingar. gk-.
„Fróðleg ferð“