Dagur - 29.10.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 29.10.1985, Blaðsíða 11
Jón Ólafur Sigfússon, formaðúr Léttis og Ármann Gunnarsson, dýralæknir, stjórnuðu þinginu af skörungsskap. Lengst til hægri er Stefán Pálsson, formaður Landssambands hestamanna. október 1985 - DAGUR - 11 - 46. landsþingi Landssambands hestamannafélaga lauk í Alþýðuhúsinu á laugardagskvöldið eftir vel heppnað þinghald 36. ársþingi Landssambands hestamanna lauk í Alþýðu- húsinu á Akureyri á laugar- dagskvöldið. Þingið sóttu 125 fulltrúar víðs vegar af landinu og fjölluðu þeir um yfirgrips- mikil hagsmunamál hesta- manna. A þinginu kom m.a. fram, að hátt í 8000 manns eru í hestamannafélögunum innan Landssambandsins. Hefur þeim að meðaltali fjölgað um 300 á ári úndan- gengin tíu ár, en áratuginn þar á undan hafði meðaltals- aukningin verið 200 manns á ári. Fyrir þinginu lágu yfir 30 til- lögur, sem fjölluðu um margvís- leg málefni; um fundarsköp, agareglur, dómarastörf, reið- vegaframkvæmdir, hey á án- ingastöðum, ferðir hestamanna um fólkvanga, tímasetningu landsmóts, árlegan dag gróður- setningar o.fl. o.fl. Meðal þeirra tillagna, sem lágu fyrir þinginu, var tillaga frá Léttis- mönnum um að halda landsþing annað hvert ár. Sú tillaga var felld, þannig að landsþing verða haldin árlega, eins og verið hefur. Úr stjórn Landssambandsins gengu þrír menn, en í þeirra stað hlutu kosningu þeir Leifur Jóhannsson, Reykjavík, Kári Arnórsson, Kópavogi og Gunn- ar B. Gunnarsson á Arnarstöð- um í Árnessýslu. Gunnar Egil- son frá Létti og Ragnar Tómas- son frá Fáki náðu ekki kjöri. Fyrir í stjórn eru Stefán Pálsson, Skúli Kristjánsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Egill Bjarnason. í varastjórn voru kosnir Jón Ólafur Sigfússon, Létti, Kristbjörg Eyvindsdóttir, Fáki, Sigfús Guðmundsson, Smára, Sigurbjörn Björnsson. Faxa og Guðmundur Jónsson, Herði. Mjög góður andi var á þing- stað, ekki síst vegna þess hvað andrúmsloftið var gott. Það var nefnilega eki reykt á þinginu, samkvæmt tillögu þar um, sem borin var upp í þingbyrjun. Hún var samþykkt samhljóða og þeir sem ekki gátu lifað án reyks urðu að svala þeim „þorsta“ utan þingsalar. Var al- menn ánægja með þetta fyrir- komulag á þinginu, þannig að væntanlega verða landsþing hestamanna framvegis reyk- laus. Nánar verður sagt frá þeim málefnum, sem þingið fjallaði um, í Degi síðar. - GS Einar Bollason, formaður Gusts í Kópavogi, ræðir kosningahorfur við þingfulltrúa. I -L I I 1 I I IIIIITT I I I I I I \ I I I I I l 1 1 1 i 1 1 l 1 l l l 1 III i 1 1 \ 1 1 i II Tl i ii l i i i i i i j 1 1 1 1 1 1 J i i i i i r i i i i i i i\ r i i i i r \ i i i i i i i \ r i i i i i \ T I I 1 1 1 T \ 1 T i l l l T T 1 1 1 1 1 1 \ 1 1 1 1 1 1 \ T 1 1 1 I 1 1 \ I I I l l li i i i i -TJ brauðið frá okkur er ,-ykurlaust Ekta megruna’ STWJMPA brw® an °g ailrar feiti. ii 1 i 1 i 1 i 1 . 1 i 1 ■ 4 1,1,1 I I I T 1 I 1,1 HoU og þrælgóð skólafólk og fæða alla 1 ■ 1 l!l.Vl 1 ■ Brauðgerð ~i i grs;“«.p»wíend“- aðra t' a i111111111111■i■i ■ i ■ i Skafti Helgason: Ljóðakynning á Café Torginu í kvöld Ljódaunnendur fá í kvöld færi á að kynnast verkum Skafta Helgasonar, ungs Akureyrings sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu Ijóðabók og ber hún nafnið Kabarett. Skafti kynnir bók sína í Café Torginu í kvöld klukkan 20.30. Á fimmtudaginn verður svo önn- ur kynning á Ijóðum Skafta í Möðruvallakjallara á vegum Bókmenntafélags Menntaskólans á Akureyri. Báðar samkomurnar hefjast klukkan 20.30 og eru öll- um opnar. -yk. Ungmennafélag Skriðuhrepps Haustfundur félagsins veröur haldinn fimmtudaginn 31. okt. aö Melum kl. 20.30 Venjuleg fundarstörf. Lagabreytingar. Stjórnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.