Dagur - 29.10.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 29. október 1985
„Gaman að kynnast þér“
Það fer bara vel á með þeim félögunum,
þar sem þeir eru úti að hjóla með eigend-
um sínum. Því miður vitum við ekki hvert
þeir voru að fara, né hvaðan þeir komu.
Enda skiptir það öngvu máli.
Aldurinn
færist yfir...
Sumum þykir afskaplega
leiðinlegt að horfa upp á
hann Tony kappann Cu£
is fitna svona um
miðjuna. Hann var
nú einu sinni bæði
sætur og sexy. Eða
það fannst sumum.
Persónulega finnst
mér hann í fallegum
inniskóm.
Sjáiði til! Þegar hann Burt vinur minn Reynolds gaf besta
vini sínum, honum Buddý, leyfi til að flytjast inn til okkar, sko
þá sagði ég stopp. Og flutti burt. Já, burt. Ég meinaða. Það
er hvergi friður fyrir þessum karlmönnum. Við Burt sem
höfðum búið okkur svo huggulegt heimili."
Henni er mikið niðri fyrir, henni Loni fyrrverandi sambýlis-
konu Burt Reynolds. Búin að yfirgefa hann vegna þess að
besti vinur hans flutti inn til þeirra. Við ætlum ekkert að velta
okkur upp úr þessu leiðindamáli, kannski er Buddý þegar
fluttur út og Loni inn! Og málið þar með dautt. En í lokin
vekjum við athygli á hversu sæt þau eru, fyrrverandi sam-
býlisfólkið. Til dæmis hún Loni, hún gæti alveg verið barbý
dúkka...
• Tölvuheila-
blóðfall
Allt þarf það að kallast.
Eftir breytingarnar sem
gerðar voru á Síldarverk-
smiðju rikisins á Síglu-
firði var allt sett undir
stjórn tölvu eins og lög
gera ráð fyrir f nýjum
verksmiðjum. Nýlega var
heilbrigðisnefnd staðar-
ins að skoða verksmiðj-
una. Þegar flestir voru
hátt uppi f verksmiðjunni,
þ.e.a.s. að skoða aðstæð-
ur uppi undir þaki fylltíst
allt af gufu með tllheyr-
andi hávaða og látum.
Urðu sumir hræddir og
aðrir ekki. Þegar ró komst
á að nýju var spurt um
orsakir. Fengust þau svör
að tölvan léti stundum
svona, hún fengi heila-
blóðfall annað slagið.
• Litblindur
Maður nokkur snaraðí sér
inn á veitíngahús um
kvöldmatarleytíð á laugar-
degi og pantaði sér djúp-
steiktar rækjur í forrétt og
nautakjöt f aðalrétt. (Ekki
verður maðurinn nafn-
greindur hér, en þó skal
tekið fram að þetta var
ekki Jonas Kristjánsson
ritstjóri).
Þjónninn spurði hvort
hann vildi rauðvín eða
hvftvfn með þessu.
„Mér er alveg sama. Ég
er nefnilega litblíndur.“
# Kvenna...
í tilefni af þvf að nú er
kvennaáratug lokið og
konurnar eíga að hverfa
aftur til eldhúsanna kem-
ur hér lítil saga. Ung kona
kom í heimsókn til systur
sinnar að fá lánaða bók að
lesa. Renndi fingrunum
eftir bókahillunum og
valdi að lokum Ösku-
buskuáráttuna. Jú, jú, það
var svo sem í lagi. Að
lestri loknum mætti konan
aftur til að fá aðra bók og f
þetta sinn varð fyrir valinu
bók með heitinu: Haltu
kjafti og vertu sæt. Er
konan kom heim til sfn
með síðari bókina, varð
eiginmaðurinn heldur
klndarlegur á svfpinn og
sagði: Ef þú hættir ekki að
fá bækur lánaðar hjá syst-
ur þinni, endarðu sem
kvennaframboðskerling!
á Ijósvakanum.
Þriðjudaginn 29. okt. kl. 22.25 flytja þriðja
árs nemendur Leiklistarskóla íslands leikrit-
ið Galeiðuna eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir.
Ólafur Haukur samdi leikritið upp úr sam-
nefndri skáldsögu sinni sem kom út árið
1980. Þar segir frá lífi fátækra verksmiðju-
stúlkna í Reykjavík, sem ekki eiga margra
kosta völ og búa við margvíslegt misrétti.
Leikendur eru: Guðbjörg Þórisdóttir,
Skúli Gautason, Bryndís Petra Bragadóttir,
Inga Hildur Haraldsdóttir, Valdimar Örn
Flygenring og Eiríkur Guðmundsson. Auk
nemendanna fara leikkonurnar Svanhildur
Jóhannesdóttir, Margrét Ólafsdóttir og Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir með stór hlutverk.
sjónvarpM
ÞRIÐJUDAGUR
29. október
19.00 Aftanstund.
Endursýndur þáttur frá 21.
október.
19.25 Ævintýri Olivers
bangsa.
9. þáttur.
Franskur brúðu- og teikni-
myndaflokkur í 13 þáttum
um víðförlan bangsa og
vini hans.
Þýðandi: Guðni Kolbeins-
son, lesari með honum
Bergdís Björt Guðnadóttir.
19.50 Fréttaágrip á tákn-
máli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.40 Nýjasta tækni og vís-
indi.
Umsjónarmaður: Sigurður
H. Richter.
21.30 Vargur í véum.
(Shroud for a Nightingale).
Fjórði þáttur.
Breskur sakamálamynda-
flokkur í fimm þáttum
gerður eftir sögu eftir P.D.
James.
Aðalhlutvérk: Roy Mars-
den, Joss Ackland og
Sheila Allen.
Adam Dalgliesh lögreglu-
maður rannsakar morð
sem framin eru á sjúkra-
húsi einu og hjúkrunar-
skóla.
Þýðandi: Kristrún Þórðar-
dóttir.
22.10 Kastljós.
Þáttur um erlend málefni.
Umsjónarmaður: Ög-
mundur Jónasson.
22.45 Fréttir í dagskrárlok.
\útvarp\
ÞRIÐJUDAGUR
29. október
11.30 Úr söguskjóðunni -
Hugmyndir og störf
nokkurra vesturfara á ís-
landi.
Halldór Bjarnason stjórnar
þætti sagnfræðinema. Les-
ari með honum: Sigrún Á.
Jónsdóttir.
12.00 Dagskrá • Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir • Til-
kynningar • Tónleikar.
13.30 í dagsins önn -
Heilsuvernd.
Umsjón: Jónína Bene-
diktsdóttir.
14.00 Miðdegissagan:
„Skref fyrir skref“ eftir
Gerdu Antti.
Guðrún Þórarinsdóttir
þýddi. Margrét Helga Jó-
hannsdóttir les (6).
14.30 Miðdegistónleikar.
15.15 Barið að dyrum.
Einar Georg Einarsson sér
um þátt frá Austurlandi.
15.45 Tilkynningar • Tón-
leikar.
16.00 Fréttir ■ Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Hlustaðu með mér.
- Edvard Fredriksen. (Frá
Akureyri).
17.00 Barnaútvarpið.
Stjórnandi: Kristín Helga-
dóttir.
17.50 Síðdegisútvarp.
- Sverrir Gauti Diego.
Tónleikar • Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir • Dag-
skrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.45 Daglegt mál.
Sigurður G. Tómasson flyt-
ur þáttinn.
19.50 Úr heimi þjóðsagn-
anna - „Kom ég þar að
kveldi“ (ævintýri).
Stjórnendur: Anna Einars-
dóttir og Sólveig Halldórs-
dóttir. Lesari með þeim:
Arnar Jónsson.
Val og blöndun tónlistar:
Knútur R. Magnússon og
Sigurður Einarsson.
20.20 Skammtur óvissu,
þættir úr sögu skammta-
kenningarinnar.
Sverrir Ólafsson eðlis-
fræðingur flytur síðara er-
indi sitt.
20.50 „Hlustum á okkar
dimma blóð.“
Hjalti Rögnvaldsson les
ljóð frá Afríku í þýðingu
Halldóru B. Björnsson.
21.05 íslensk tónlist.
21.30 Útvarpssagan: „Saga
Borgarættarinnar" eftir
Gunnar Gunnarsson.
Helga Þ. Stephensen les
(10).
22.00 Fréttir Dagskrá
morgundagsins.
22.15 Veðurfregnir • Orð
kvöldsins.
22.25 Leikrit: „Galeiðan"
eftir Ólaf Hauk Símonar-
son.
Leikstjóri: Bríet Héðins-
dóttir.
Leikendur: Svanhildur Jó-
hannesdóttir, Margrét Ól-
afsdóttir, Lilja G. Þorvalds-
dóttir, Guðbjörg Þórisdótt-
ir, Skúli Gautason, Bryndís
Petra Bragadóttir, Inga
Hildur Haraldsdóttir,
Valdimar Örn Flygenring
og Eiríkur Guðmundsson.
Leikritið var nemenda-
verkefni Leiklistarskóla
íslands 1985.
23.25 Kammertónleikar.
24.00 Fréttir • Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
30. október
7.00 Veðurfregnir • Fréttir •
Bæn.
7.15 Morgunvaktin.
7.20 Morguntrimm.
7.30 Fréttir • Tilkynningar.
8.00 Fréttir • Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Litli tréhestur-
inn" eftir Ursulu Moray
Williams.
Sigríður Thorlacius þýddi.
Baldvin Halldórsson les
(3).
9.20 Morguntrimm • Til-
kynningar • Tónleikar,
þulur velur og kynnir.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál.
Endurtekinn þáttur Sig-
urðar G. Tómassonar frá
kvöldinu áður.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Lesið úr forustugrein-
um dagblaðanna.
10.40 Land og saga.
Ragnar Ágústsson sér um
þáttinn.
11.10 Úr atvinnulífinu -
Sjávarútvegur og fisk-
vinnsla.
Umsjón: Gísli Jón Krist-
jánsson.
11.30 Morguntónleikar.
Þjóðlög frá ýmsum
löndum.
I rás 21
ÞRIÐJUDAGUR
29. október
10.00-10.30 Kátir krakkar.
Dagskrá fyrir yngstu
hlustenduma frá bama-
og unglingadeild útvarps-
ins.
Stjómandi: Ragnar Sær
Ragnarsson.
10.30-12.00 Morgunþáttur.
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
14.00-16.00 Blöndun á
staðnum.
Stjórnandi: Sigurður Þór
Salvarsson.
16.00-17.00 Frístund.
Unglingaþáttur.
Stjómandi: Eðvarð Ing-
ólfsson.
17.00-18.00 Sögur af svið-
inu.
Stjómandi: Þorsteinn G.
Gunnarsson.
3ja mín. fréttir kl. 11, 15, 16
og 17.