Dagur - 29.10.1985, Blaðsíða 3
29. október 1985 - DAGUR - 3
Norðurland:
23% kennara
án réttinda
Menntamálaráðherra upplýsti
á Alþingi á þriðjudag að í haust
hefðu 156 réttindalausir kenn-
arar verið ráðnir til starfa í
fyrsta sinn í grunnskólum
Iandsins og í vetur væri því alls
441 réttindalaus kennari við
störf í landinu.
Á Norðurlandi eystra eru 80
kennarar án kennsluréttinda, á
Norðurlandi vestra 51, á Aust-
fjörðum 71, á Vestfjörðum 61, á
Vesturlandi 55, á Suðurlandi 49,
á Reykjanesi 61 og í Reykjavík
13.
Þessar tölur eru fengnar með
því að telja þá kennara sem hafa
hálfa stöðu eða meira með þeim
sem eru í fullri stöðu.
„Með því að ganga út frá þess-
um forsendum eru 353 kennarar
á Norðurlandi eystra, þ.e. í hálfri
stöðu eða meira,“ sagði Ármann
Helgason launafulltrúi á
Fræðsluskrifstofu Norðurlands
eystra. „Þar af eru 274 með
kennsluréttindi eða 77,6% en 79
án réttinda eða 22,4%. í prósent-
um talið er hlutfall réttindalausra
kennara mjög svipað á Akureyri
og í fræðsluumdæminu í heild.“
Ármann sagði að hlutfallið
væri hins vegar verst í sumum
minnstu skólunum þar sem væru
t.d. 2 kennarar og báðir réttinda-
lausir. Þar væri hlutfallið 100%.
Guðmundur Ingi Leifsson
fræðslustjóri á Norðurlandi
vestra sagði að tölur þær sem
fram komu á Alþingi gæfu ekki
alveg rétta mynd af stöðu mála.
Hann sagði að inni í þessum töl-
um ráðuneytisins væri t.d. Hér-
aðsskólinn á Reykjum sem starf-
rækir framhaldsdeildir ásamt
grunnskóladeildum og þá væri
sérkennsludeild í einum skólan-
um tekin með í reikninginn og
skekkti það nokkuð myndina.
„Ef aðeins er litið á almennar
grunnskóladeildir í fræðslu-
umdæminu eru 182 kennarar alls
sem sjá um kennsluna. Þar af eru
139 réttindakennarar eða 70% en
43 án kennsluréttinda eða 30%,“
sagði Guðmundur Ingi.
Hann sagði hins vegar að raun-
hæfast væri að reikna út hversu
margar stundir væru kenndar af
réttindakennurum og hversu
margar af réttindalausum, því
kennarafjöldinn segði ekki alla
söguna. Þannig væru margir eldri
kennarar með kennsluafslátt
vegna starfsaldurs og yfirmenn
skólanna með kennsluafslátt
vegna stjórnunarstarfa, en þetta
væru yfirleitt réttindamenn.
„Þannig kemur í ljós að rétt-
indalausu kennararnir sem eru
30% sjá um 37% kennslunnar en
réttindakennaramir, 70% önnuð-
ust 63% kennslunnar. Þama em
því 7% frávik," sagði Guðmundur
Ingi að lokum
Alls eru því 535 kennarar á
Norðurlandi öllu, 413 með rétt-
indi eða 77%, en 122 án réttinda
eða 23%. BB.
I
Þór Ingólfsson afhcnti gjafabréfið.
Mynd: KGA.
Góð giöf til F.S.A.
SI. laugardag afhentí umdæmis-
stjóri Kiwanishreyfingarinnar
á Islandi, Þór Ingólfsson, Geð-
deild Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri gjafabréf fyrir
kaupum á ýmsum búnaði til
iðjuþjálfunar og lækninga.
Þessa fjár, um 290 þús. kr., var
aflað í síðustu landssöfnun Kiw-
anismanna 29. okt. 1983, með
sölu K-lykilsins, undir kjörorðinu
“Gleymum ekki geðsjúkum“.
Söfnunarféð nam um 2,3 m.kr.
og var það að miklum hluta af-
^hent Geðverndarfélagi íslands og
varið til byggingar endurhæfing-
arstöðvar fyrir geðsjúka að Álfa-
landi 15 í Reykjavík. Hún var
tekin í notkun fyrir u.þ.b. ári.
Því fé sem safnast hefur meðal
landsmanna með sölu K-lykilsins
undanfarin ár hefur öllu verið
varið til stuðnings geðsjúkum.
Kiwanishreyfingin hefur lagt
metnað sinn í verkefnið og ávallt
hlotið góðar undirtektir almenn-
ings.
Þannig var stuðlað að upp-
byggingu Bergiðjunnar í Reykja-
vík, en hún er verndaður vinnu-
staður í tengslum við Geðdeild
Landspítalans í Reykjavík, ætl-
aður fyrir vinnuþjálfun 40 sjúkl-
inga. Þá var reist í samvinnu við
Geðverndarfélag íslands húsið
að Álfalandi 15 í Reykjavík, sem
áður er nefnt, en þar er rekinn
svokallaður áfangastaður, ætlað-
ur til endurhæfingar 7-10 sjúkl-
inga.
Ákveðið var að hluti söfnunar-
fjárins á síðasta K-degi rynni til
Geðdeildar F.S.A., og fer vel á
því að afhenda það nú, þegar líð-
ur að því að deildin taki til starfa
í nýju húsnæði og við góðar að-
stæður.
Kiwanismenn vilja með þessu
verkefni einnig vekja athygli á
þeim vanda, sem geðsjúkir eiga
við að etja og auka skilning sam-
borgaranna á honum.
- Gísli Jónsson „sælkeri“ Sjallans á föstudagskvöld
með rétti sem ekki hafa sést áður
á veisluborðum hér á landi svo
mér sé kunnugt.
Þetta eru réttir sem ég hef
reynt erlendis og séð í blöðum og
auðvitað hef ég prófað þetta allt
saman heima hjá mér. Ég á von á
því að matseðillinn komi fólki
skemmtilega á óvart og vona
bara að vel takist til.“
Á „Sælkerakvöldinu“ verður
boðið upp á fimm rétta matseðil,
og er ekki úr vegi að líta aðeins á
hvað Gísli ætlar að bjóða upp á í
samvinnu við matreiðslumeistara
Sjallans.
Fyrsti rétturinn er „Trjónu-
krabbasúpa“ og síðan kemur
„paté“ úr reyktum laxi og heilag-
fiski sem fyllt er með gufusoðnu
spergilkáli. Þá er komið að
„kampavínssorbet“.
Því næst er það aðalrétturinn
sem er fyllt önd með svínamör-
bráð og olívum, borin fram með
gljáðum agúrkustrimlum og
smjörbaunum.
I lokin eru svo eldsteikt jarðar-
ber með grænum pipar og pernod
líkjör. „Ákaflega spennandi rétt-
ur eins og allir þessir réttir að
mínu mati,“ sagði Gísli Jónsson.
Ekki nóg með að „Sælkerinn"
ætli að bjóða upp á fimm rétta
rnatseðil. Hjónin Sigurður
Björnsson og Sigelinde Kalman
syngja fyrir gesti við undirleik
Ágnesar Löve og listamenn úr
Tónlistarskóla Akureyrar
skemmta gestum.
Borðapantanir eru alla daga í
Sjallanum frá kl. 14-16. „Sæl-
kerakvöldið" hefst kl. 19.30 á
föstudag með fordrykk.
Gísli Jónsson forstjóri Ferða-
skrifstofu Akureyrar mun nk.
föstudagskvöld klæða sig í föt
matreiðslumeistara í Sjallan-
um. Tilefnið er að Gísli verður
gestgjafi á „Sælkerakvöldi“
sem þá fer fram í Mánasal og
leggur Gísli til þá rétti sem á
boðstólum verða.
„Það er ákaflega gaman að
föndra við mat og mér finnst
reyndar ekki síður gaman að
borða góðan mat eins og e.t.v.
má sjá á mér,“ sagði Gísli er við
spjölluðum við hann. „Ég er mik-
ið fyrir það að prófa eitthvað nýtt
og á matseðlinum í Mánasal á
föstudagskvöld ætla ég að vera
Gísli Jónsson.
„Sælkerakvöld“
SIEMENS
heimilistæki stór og smá.
Heimsþekkt gæðavara.
Komið og gerið kjarakaup í nýju
versluninni Raf í Kaupangi.
NÝLAGNIR
VIÐGERÐIR
VERSLUN
Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400.
Verslið hjá fagmanni.
kawai píanó
Verð frá kr. 95.850.-
-— m
^TTÍhÍÁDlÍftIMI BUÞHWJHUO
: U: ZnBUÐIRI 25 22111