Dagur - 29.10.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 29. október 1985
Hljóðstöðumyndir
Jóns Júl.
Þorsteinssonar
I sjónvarpinu eru nú hafnar sýn-
ingar á þáttunum „Móðurmálið",
sem Arni Böðvarsson cand. mag.
annast. í þáttunum er m.a. notast
við Hljóðstöðumyndir, íslensk
málhljóð eftir Jón Júl. Porsteins-
son kennara, en hann notaði þær
árum saman við tal- og lestrar-
kennslu nreð ágætum árangri.
Myndirnar hafa verið gefnar út af
minningarsjóði Jóns, og eru þær
samtals 83, þar af 18 eftir Árna
Böðvarsson. Árni samdi jafn-
framt skýringar við allar mynd-
irnar, og fylgja tvær töflur um
einkenni íslenskra hljóða til
glöggvunar. Eru myndirnar iit-
prentaðar í stærðinni A4 og frá
þeim gengið í þremur plastmöpp-
um. í fjórðu möppunni er Lestr-
arkennsla - hljóðlestraraðferð
Jóns Júlíusar Þorsteinssonar, en
þar gerir hann grein fyrir
kennsluaðferðinni og prentaðir
eru og gefnir út á þremur hljóð-
snældum kennslukaflar hans um
einstök hljóð.
Myndirnar eru ætlaðar lestrar-
kennurum, framsagnar- og söng-
kennurum og öðrum, sem kenna
rétta hljóðmyndun í íslensku.
Lét Jón draga þær eftir sérstök-
um röntgenmyndum, en Einar E.
Helgason annaðist frágang
þeirra.
Hljóðstöðumyndirnar, ásamt
lestrarkennslunni, eru seldar
skólum og almenningi og er
hægt að snúa sér til afgreiðslu
Bókmenntafélagsins, Kennslu-
gagnamiðstöðvarinnar og
fræðsluskrifstofa. Þær eru einnig
fáanlegar hjá útgefanda, Minn-
ingarsjóði Jóns Júl. Þorsteinsson-
ar, Hjallalandi 22, 108 Reykja-
vík.
Frá Heimaey
Kaupmenn - Kaupfélög
Birgið ykkur upp af hinum
frábæru Heimaeyjarkertum.
Látið hinn hreina loga
Heimaeyjarkertanna veita
birtu og yl.
HEIMAEY, kertaverksmiðja,
Faxastíg 46, 900 Vestmannaeyjum. Sími 98-2905.
Björn Sigurðsson • Baldursbrekku 7 • Símar41534 • Sérleyfisferðir •
Hópferðir • Sætaferðir • Vöruflutningar
Húsavík - Reynihlíð - Laugar - Akureyri
VETRARÁÆTLUN 1985-86
S M Þ M Fl FÖ
Frá Reynihlíð kl. ★ 08.00
Frá Laugum kl. 09.00
Frá Húsavík kl. 18.00 09.00 09.00 09.00
Frá Akureyri kl. 21.00 16.00 16.00 17.00
Frá Akureyri í Laugar og Mývatnssveit kl. 17.00
* Vöruflutningab. á þriöjud. Brottför um kl. 15.00
frá Ríkisskip Akureyri.
Farþegar frá Mývatnssveit og Reykjadal eru sérstaklega hvattir
til aö panta daginn fyrir brottför á Hótel Reynihlíð sími 44170
eða hjá Flugleiðum Húsavík sími 41140.
Afgreiðsla Húsavíkur: Flugleiðir, Stóragarði 7, s. 41140.
Farþegaafgr. Akureyrar: Öndvegi hf., Hafnarstr. 82, s. 24442.
Öll vörumóttaka Akureyri: Ríkisskip v/Sjávargötu s. 23936.
ATH. Vörur sem flytja á frá Akureyri þurfa að berast tímanlega.
Sérleyfishafi.
Húsvíkingar -
Þingeyingar
Dagur hefur fastráðið starfsmann á Húsavík. Það er Ingibjörg
Magnúsdóttir, sem auk blaðamannsstarfa mun sjá um dreif-
ingu og auglýsingamóttöku fyrir blaðið.
Við hvetjum lesendur blaðsins til að hafa samband við Ingi-
björgu varðandi ábendingar um fréttir og efnisval.
Einnig bendum við lesendum á, að Ingibjörg tekur á móti smá
auglýsingum og tilkynningum í dagbók, t.d. varðandi stór-
afmæli og dánarfregnir (mynd má fylgja) svo eitthvað sé
nefnt. Sú þjónusta er lesendum að kostnaðarlausu.
Ingibjörg hefur aðsetur í Garðarsbraut 5, II hæð, sími 41225.
Fastur skrifstofutími kl. 9-11, en er auk þess við á skrifstof-
unni á öðrum tímum.
Heima: Sólbrekka 5, sími 41529.
^Jokdreifari
Jensí slaginn
á ísafirði
Jens Ólafsson sem er mörg-
um Akureyringum að góðu
kunnur sem verslunarstjóri
Kjörmarkaðar KEA við
Hrísalund lét af því starfi í
sumar og réðist sem kaup-
félagsstjóri á ísafjörð.
„GIugginn“, blað verslunar-
deildar Sambands íslenskra
samvinnufélaga birti nýlega
stutt viðtal við Jens og sagði
þar m.a.:
Jcns Ólafsson hefur verið
ráðinn kaupfélagsstjóri hjá
Kaupfélagi Isfirðinga frá og
með 1. ágúst. Tekur hann við af
Sverri Bergmann. Jens hefur
víðtæka reynslu sem verslunar-
stjóri hjá kaupfélögunum, starf-
aði á Eskifirði og Hornafirði, og
síðast sem verslunarstjóri í
hinni glæsilegu verslun KEA
við Hrísalund á Akureyri.
Fréttamaður Gluggans hitti
Jens að máli í skrifstofu hans á
ísafirði, en þá var hann rétt að
koma sér fyrir. Sagði hann að
honum litist vel á að starfa á
ísafirði og að honum hefði verið
vel tekið af bæjarbúum.
Jens sagði að eitt af því fyrsta
sem hann hefði hug á að gera
væru breytingar á matvörubúð-
um kaupfélagsins og lyfta þann-
ig kaupfélaginu á verslunarsvið-
iðnu. í aðalversluninni væri
plássleysi áberandi og þar þyrfti
að gera stórfelldar endurbætur.
Þá sagði Jens að fríflutningur
Matvörudeildar til kaupfélag-
Jens Ólafsson tekur við starfi kaup-
félagsstjóra í Kaupfélagi ísfirðinga.
anna væri mikill stuðningur við
kaupfélögin og gerði þau mun
samkeppnishæfari en ella. Þá
sagði Jens að hann hefði í huga
að nýta betur Samvinnusölu-
boðin, sem án efa væru til að
ýta undir enn aukna verslun við
kaupfélagið.
Er markaður fyrir íslensk
hross í Bandaríkjunum?
Fyrirtækið íslandssport reyn-
ir nú fyrir sér með útflutningi
á íslenskum hrossum til
Bandaríkjanna og Evrópu.
íslendingar eiga 60% í þessu
fyrirtæki, en Bandaríkja-
menn afganginn. í nýút-
komnu tölublaði Bóndans er
eftirfarandi grein um þetta
mál.
Ingvar Karlsson, einn íslend-
inganna sem að fyrirtækinu
standa, sagði í samtali við
Bóndann, að fyrirtækið hefði
verið stofnað tii reynslu, en síð-
ar á þessu ári myndi verða ljóst
hvort starfsemin gengi það vel
að áhugi á framhaldi yrði fyrir
hendi. Hann kvað íslandssport
þegar hafa keypt nokkra reið-
hesta, og væri hluti þeirra farinn
út til Bandaríkjanna, en Banda-
ríkjamenn þeir sem hér um
ræðir búa í New York-ríki á
austurströnd Bandaríkjanna.
Hluta hrossanna sagði Ingvar
svo enn vera hér á landi, og væri
unnið að þjálfun þeirra og mikil
áhersla væri lögð á að aðeins
væru seldir utan gallalausir
gripir. „Hér getur verið um
mikilvægan markað að ræða, og
við viljum kappkosta að þangað
fari aðeins góð hross,“ sagði
Ingvar, „en Bandaríkja-
mennirnir sem við erum í sam-
vinnu við hafa bæði mikinn
áhuga og getu til að fylgja þessu
máli eftir, lofi byrjunin góðu.“
Svo sem kunnugt er hafa áður
verið flutt út íslensk hross til
Bandaríkjanna, og fræg er reið
Gunnars Bjarnasonar og fleiri á
íslenskum hestum yfir þvera
Norður-Ameríku fyrir nokkr-
um árum. Svo virðist þó sem
því átaki hafi ekki verið fylgt
nægilega vel eftir, og á síðari
árum hafa nær engin hross farið
vestur um haf til Bandaríkj-
anna. Verður því fróðlegt að sjá
hvernig íslandssporti reiðir af á
þessum vettvangi.
J rusli.
Það er ekki óeðlilegt að fólk sem búið er að gera snyrtilegt í kringum híbýli sín verði lang-
þreytt á seinagangi manna sem eiga að ganga frá á eftir á byggingarsvæðum.
íbúar við Stapasíðu 11 eru búnir að gera ítrekaðar tilraunir í þá átt að fá fyrirtækið sem byggði
Stapasíðu 11 til að ganga frá svæðinu, en án árangurs.
í sumum tilfellum segja verktakar og þeir sem húsbyggingar stunda að fólk sé að kvarta út af litlu
sem engu, en myndin segir allt sem segja þarf. Þarna er steypustyrktarstál, naglar og annað sem
skaðlegt getur verið börnum.
Viðkomandi aðilum er hér með bent á að bæta úr þessu og þess má geta að Dagur mun af og til
gera grein fyrir málum af þessu tagi og fylgjast með framvindu þeirra.