Dagur - 29.10.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 29. október 1985
Hefurðu prófað að teikna
„fígúru" á blað sem gæti, að
þínum dómi glatt fólk sem sæi
hana? Eða telurðu að það sé
auðvelt að teikna persónu eins
og Munda mánudag, sem er
daglegur gestur okkar í Degi?
Að ég tali nú ekki um þann allra
frægasta sem hefur komið úr
teiknipenna íslensks teiknara,
Bogga sem upphaflega var
blaðamaður. Reyndu að teikna
Munda, eða Bogga undrandi á
svip, reiða, glaða eða jafnvel
timbraða. Þetta er ekki öllum
gefið að geta. Margir fara í
myndlistarskóla en geta lítið
teiknað eftir þá dvöl þó þeir geti
meðhöndlað liti af list.
Ragnar Lár er einn þeirra
manna sem hafa náð góðum
tökum á teiknimyndapersón-
um, sem oft eru kallaðar fígúr-
ur. Hans frægasta „afkvæmi" er
Boggi sem upphaflega var
blaðamaður, en hætti síðan í
því starfi og varð bara Boggi.
Allir þekktu hann. Allir lásu
það sem hann lét frá sér fara á
prenti.
„Það var stundum svo slæmt
að menn stoppuðu mig á götu
og báðu mig um útskýringar á
því sem Boggi hafði sagt eða
gert. Það var eins og fólk gæti
átt von á því að mæta Bogga á
götu, svo nátengdur var hann
mörgum."
Ragnar fékk hugmyndina að
Bogga blaðamanni árið 1967.
Hann birtist landsmönnum á
síðum gamla Vísis daglega í sjö
ár. Marga spekina var Boggi bú-
inn að láta út úr sér á þeim
tíma. Margar persónur var
hann búinn að hitta á förnum
vegi, bæði þekktar og óþekktar.
Fyrsta persónan sem Ragnar
teiknaði til birtingar í dagblaði,
hét Láki. Serían kallaðist „Láki
og lífið“, og birtist í Þjóðviljan-
um fyrir árið 1960. Það var
fyrsta teiknimyndapersónan
sem birtist eftir íslenskan teikn-
ara.
Síðan kom Valli víkingur í
föstum dálki í Alþýðublaðinu.
Þá var Ragnar blaðamaður við
það blað. Það skemmtilega við
Valla víking var að hann var
einnig fyrsta persónan sem birt-
ist í hreyfimyndum í íslenska
sjónvarpinu. Það var í barna-
tíma sjónvarpsins. Þær hreyfi-
myndir birtust einnig í norska
og finnska sjónvarpinu.
Svo við snúum okkur aftur að
Bogga, þá fékk Ragnar hug-
mynd að nafninu fljótlega eftir
að persónan var fullsköpuð.
„Ég þekki góðan mann í
Reykjavík sem heitir Jóhannes
Borgfjörð Birgisson og starfaði
- Ragnar Lár segir frá
Bogga, Munda mánudegi
og fleirum
„Menn bjuggust við að
mæta Bogga á götu“
sem prentmyndasmiður. Hann
er kallaður Boggi og lánaði mér
nafnið góðfúslega í þessum til-
gangi. Einnig hafa menn fengið
á sig nafnið Boggi út á þennan
vin okkar úr teikningunum.
Kjartan L. Pálsson blaðamaður
er til dæmis kallaður Boggi. Það
kom til eftir að Boggi fór að
birtast í blaðinu. Einnig héldu
ýmsir að Boggi blaðamaður
væri persónugervingur eða
eftiröpun af Jóhannesi
Borgfjörð. En það var misskiln-
ingur.
Sem dæmi um hvað fólk getur
tekið slíkar teiknimyndafígúrur
alvarlega, get ég nefnt að fólk
átti það til að ráðast á mig á
götu og skamma fyrir margt
sem Boggi lét frá sér fara. Fyrst
það gat ekki náð í Bogga sjálfan
þá var nærtækast að skamma
þann sem bjó hann til. Einnig
voru margir sem litu þannig á
að ég væri að túlka mínar eigin
skoðanir á ýmsum málum í
gegnum Bogga. En það er mjög
viðkvæmt og erfitt að rata hinn
gullna meðalveg í slíkum
efnum, því margir eru við-
kvæmir gagnvart svona spaugi,"
sagði Ragnar.
- Er Boggi sú teiknimynda-
persóna sem náð hefur mestri
frægð hér á landi?
„Hann er eftir því sem ég
best veit sú langlífasta, hins
vegar var sería sem birtist í
blöðum fyrir nokkrum árum
undir heitinu „Bísi og Krimmi".
Þá seríu teiknaði Sigurður Örn
Brynjólfsson. Ég tel að það hafi
verið athyglisverðasta serían
sem hefur birst í blöðum hér á
landi. Enda var hún á heims-
mælikvarða. Það sem gerir það
erfitt að halda úti slíkum seríum
er að þetta eru ekki einstakar
myndir heldur myndaraðir, sem
kallaðar eru „strýpur“. Bæði er
mjög tímafrekt að teikna þann-
ig seríur, og einnig eru þær dýr-
ar og ekki á færi nema ríkustu
blaða að kaupa slíkt daglega.
Menn verða að fá eitthvað fyrir
sinn snúð í teikningunum sem
öðru, ekki satt?“
Meðan Boggi var og hét þá
átti hann það til að bregða sér
út fyrir landsteinana. Höfund-
urinn hafði þá aldrei langt á
milli þeirra félaga, og greip
til pennans ef með þurfti. Ragn-
ar sagði sögu af því er hann var
ásamt fjölskyldunni í sumarleyfi
á Mallorka. Þar var mikill ís-
landsvinur sem rak matsöiu-
stað. Hann bað Ragnar að gera
fyrir sig auglýsingu sem hann
ætlaði að hafa standandi framan
við veitingahúsið. Ragnar gerði
auglýsinguna og skreytti hana
með mynd af Bogga í einu
horninu. Það var nóg til að
vekja áhuga landans, sem
þekkti þennan Bogga frá ís-
landi, en vissi ekki að hann væri
spánskur í aðra ættina. Þetta
var nóg til þess að þessi veit-
ingastaður fékk marga við-
skiptavini út á Bogga. Þetta
sýnir að fólk tekur eftir teikni-
myndafígúrum.
Boggi er ekki eilífur frekar en
aðrir, hvort sem þeir eru lifandi
E>0&6/
3/ZT/ST Ft/eST 3 S/ÞCM
V/S/S, A/9 vft/e M/9/T/V r//- -
TÓ/uí £&// o/e#/V,vu/e m/þ - Tj T)
T/i> it/p puð se/z s/M/e
YÖ/ep.
//\Æ&V/G STCi> /9 /eri #t> \ -4
HC//A/ F/7/V//C17 V/9T Mi> \ /
VB6//e crérs, ££>// &////&&)
TfMiS/e/PT// ?
3C66/ £>//eT/ST t I//s/ 06 S6//VA//}
/ f¥)6B/S/£>//VC / C PS 7 /fze
/? PE/r/ T//i/) ró/e Mi/v/V
ÞE/M B/e£ZT//V60// SfM
573 OÍ) /yh/e T/C ////£>/)%■
/>£SS/)Z BT£VT//J63T VOfO
Sfr/sc&T e/oo 6£ft>/)/e
/)f /)SErnJ/eát>/. PÆ/e as>mo
6f SJ/i/FO S£/e,M£i> T/M3/JOF1. '
/) AETT/I £E M//V/VST F/É/Z T/J-
63M/WS, £/V P/?t> £/e S T3t> -
TEV/VT /)£> /-///V3E VA/SO TE/kW/-
T/6C/TO/Z T3/V3 T3/Si/E/e£>U/~l D£EVT//VCOF
ME£> 31ÞE//VOM. T/V- £y£M/S Eje S/) 6/SSO/e GU/UV/ZSS
SEM V/t> StÉom / £>£6, n/SVEET D//'/VO/e P£/M GO/i/eASS/
sem t/pst vret> t/l A Bort>/ te//c//ot/)a/s. somo Sdgoe/e
/ft> SEG73 OM FEXÚV/)/v£ '/ M0663/V0M O- fi. O F/.
'A/V TT3 MOAJ MO/VP/ M/)/VOT>/)GUiE BEEVT3ST £/££> T/ 'mO/JUM,
f£>3 E/GOM I//£/)£ SEG73 - Þ/eoSASVS^ />.£ /). S- £F /VO/V/V
/) /VO/CeoEFA V/r/>363 /)OE/E /) PESSOM S/t>L)STO OG ■ ■ ■ ■