Dagur - 30.10.1985, Page 1

Dagur - 30.10.1985, Page 1
68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 30. október 1985 131. tölublað Kaupstaðirnir á Norðurlandi eystra: r Utsvarstekjur hæstar á Húsavík - Akureyri rekur lestina íbúar á Húsavík skila mestum tekjum á mann til bæjarsjóðs. Þetta kemur í Ijós ef heildar- álagning útsvara í kaupstöðum á Norðurlandi eystra er athug- lega langhæst eða 198.131.102 krónur. íbúar eru hins vegar 13711 og útsvarstekjur á íbúa því einungis 14.450 krónur. Það munar því 4.740 krónum á íbúa hvað útsvarstekjur eru lægri á Akureyri en á Húsavík. BB. Fíkniefnaneysla á Akureyri: „Efnin eru til staðar - Staða okkar þó betri en víða annarsstaðar, segir Daníel Snorrason „Við höfum ekki orðið varir við fíkniefni í umferð á Akur- eyri í nokkurn tíma, en ég veit hreinlega ekki hvort cg á að segja sem betur fer,“ sagði Daníel Snorrason rannsókn- arlögreglumaður á Akureyri í samtali við Dag í gær. Daníel sagði í vor að hann teldi að neysla fíkniefna á Ak- ureyri væri þá meiri en hún hefði áður verið. Síðan þá hefur hins vegar ekkert borið á fíkni- efnum í umferð í bænum. „Það er afar erfitt að átta sig á stöðu þessara mála," sagði Daníel. „Ég er rcyndar sann- færður unt að efnin eru til stað- ar hérna ennþá, það er ekki spurning, en það er erfitt að gera sér grein fyrir í hversu miklum mæli það er og efnanna er sennilega neytt í lokuðum þröngum hópum sem erfitt er að komast að. Ég hef hins vegar alltaf sagt að staða okkar í þess- um rnálum sé betri en víða ann- ars staðar og hallast þá að því að það sé vegna stöðugs at- vinnulífs, en neysla þessara efna fylgir oft farandverkafólki í útgerðarstöðum." gk-. uð. Gengið er út frá fyrstu tölum um álagningu útsvara en þær töl- ur geta breyst lítillega við kærur o.fl., ýmist til hækkunar eða lækkunar. Útsvarstekjur á íbúa eru fundnar út með því að deila íbúa- fjölda skv. manntali 1. desember ’84 upp í heildarálagningu út- svara á hverjum stað. Þannig kemur í ljós að heildar- álagning útsvara á Húsavík nem- ur 47.854.832 krónum en íbúar þar eru 2494. Útsvarstekjur á íbúa eru því 19.188 krónur. Siglufjörður er í öðru sæti. Þar var heildarálagning 33.147.940 krónur en íbúar 1916 talsins. Út- svarstekjur á íbúa þar eru því 17.300 krónur. Ólafsfjörður er í þriðja sæti með 15.960 krónur á íbúa. Þar var heildarálagning 18.465.740 krónur og íbúafjöldi 1157. Dalvík kemur skammt á eftir með 15.420 krónur á íbúa. Þar nam heildarálagning 21.095.600 krónum en íbúar eru 1368 að tölu. Akureyri rekur svo lestina. Þar er heildarálagning útsvara eðli- Það bar fleira fyrir augu í ferð sveitarstjórnarmanna af Norðurlandi til Skotlands en það sem tengist byggðamálum, þótt ferðin hafí fyrst og fremst verið gerð í þeim tilgangi að kynnast þeim. Þessi óvenjulcga rokkhljómsveit lék fyrir vegfarendur í miðborg Glasgow. Athygli vakti hljóðfæri bassaleikarans, sem var kassi, kústskaft og strengur - og hljómurinn var býsna góður. Mynd: HS „Ekki áhuga á að verða ráðherra“ - segir Ingvar Gíslason í viðtali sem svæöisútvarpið á Akureyri átti við Ingvar Gísla- son, alþingismann, í gær, gaf Ingvar yfirlýsingar varðandi ráðherradóm og áframhald- andi þingmennsku. Ingvar var spurður að því hvort hann hefði hug á að verða ráðherra á ný og kvaðst hann ekki hafa áhuga á því að verða ráðherra aftur. Hann sagðist hins vegar ekki hafa tekið neina ákvörðun unr að hætta í þing- mennsku. „Ég er á fullu í pólitík og mun halda því eitthvað áfram." sagði Ingvar í viðtalinu við svæðisútvarpið. Ingvar sagði að þótt hann hefði verið lengi í pólitík væri þó engin hætta á því að hann ánetjaðist henni algjörlega, HS 90 daga fresturinn orðinn 2 ár! Kolbeinsey verður boðin upp á morgun - Starfsfólk Fiskiðjusamlags Húsavíkur samþykkti í gær að leggja fram hlutafé í fyrirtæki um kaup á skipinu aftur til staðarins Fangageymslur lögreglunnar á Siglufirði hafa verið mikið I sviðsljósinu að undanförnu, enda ekki hægt að segja að þær séu mönnum bjóðandi. Víða annars staðar mun ástandið í þessum málum vera mjög slæmt, þótt það sé ekki eins afleitt og hjá Siglfirðing- um. „Við fengum aðvörunarbréf frá heilbrigðisfulltrúa þann 31. októ- ber 1983, þar sem hótað var að loka fangaklefum hér ef úrbætur hefðu ekki farið fram innan 90 daga,“ sagði Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki er við spurðum hann hvernig ástandið í þessum málum væri þar á staðnum. - 90 daga fresturinn er því á morgun orðinn að tveimur árum og að sögn Björns hefur ekkert verið bætt úr þessum málum í fangaklefunum á Sauðárkróki. „Ástandið hér er þó mun betra en á Siglufirðísagði Björn. „Klefarnir eru í sjálfu sér ekki óvistlegir, en það vantar í þá mðurfall, ofnar eru á veggjum og rimlar fyrir gluggum að innan- verðu. Því hefur verið slegið fram að það kosti um hálfa milljón króna að koma fangaklefunum í viðun- anlegt horf. Það hins vegar ekk- ert vit í því að fara út í þessar breytingar vegna þess að við erum í allt of litlu húsnæði. Lög- reglustöðin er einnig illa staðsett, aðkomuleið hingað er erfið og við erum í miðju íbúðarhverfi,“ sagði Björn. - gk. Kolbeinsey ÞH 10 landaði í gær um 60 tonnum af físki á Húsavík en á morgun fer fram annað og síðara uppboð á skip- inu. í dag á Kolbeinsey að fara til veiða og þegar skipið kemur úr þeirri veiðiferð 11. nóvem- ber er reiknað með að Fisk- veiðasjóður taki við því og skipið fari í slipp á Akureyri. „Það lítur mjög illa út með hráefnisöflun," sagði Tryggvi Finnsson framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur í samtali við Dag í gær. „Við fáum aflann sem Kolbeinsey kemur með úr næstu veiðiferð, og ef til vill berst eitthvert hráefni sem gæti enst framundir 20. nóvem- ber. Eftir það verður um sáralítið eða ekkert hráefni að ræða fram að áramótum. Bátarnir eru að mestu leyti búnir með sinn kvóta og við höfum enga valkosti eins og málin horfa í dag. En það er verið að vinna að því að ná skip- inu aftur og að það komist í út- gerð hér eftir áramótin." Undirbúningur stofnunar hlutafélags um kaup á skipinu er nú að hefjast og hefur starfsfólk Fiskiðjusamlags Húsavíkur geng- ið þar á undan með góðu for- dæmi. Við bónussamningana í haust var ákveðið að Fiskiðju- samlagið greiddi sem svarar 3,60 kr. á unna dagvinnustund frá 1. mars til 20. september. 85 manns úr vinnslusal fyrirtækisins sam- þykktu á fundi eftir hádegið í gær að leggja fram þessa afturvirku greiðslu sem hlutafé í hið nýja fyrirtæki um kaup á Kolbeinsev eða öðru skipi. Skilyrði var að Fiskiðjusamlag Húsavíkur legði fram sömu upp- hæð eða hærri. Verkalýðsfélag Húsavíkur mun síðan leggja fram upphæð jafnháa framlagi starfs- fólksins og Fiskiðjusamlagsins. „Þetta gæti komið til með að skipta nokkrum milljónum." sagði Snær Karlsson hjá Verka- lýðsfélagi Húsavíkur í gær. „Þetta sýnir að fólkið hefur áhyggjur af atvinnumálunum. Þarna slær púlsinn í atvinnu- og fjármálalífi bæjarins og ef eitt- hvað bilar þar kemur það til með að hafa ófyrirsjáanlegar af- leiðingar í bænum. En nú er að sjá hvað aðrir bæjarbúar gera í málinu," sagði Snær. IM-Húsavík/gk-.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.