Dagur - 05.11.1985, Síða 8

Dagur - 05.11.1985, Síða 8
8 - DAGUR - 5. nóvember 1985 „Það þarf að rétta kompásinn“ - sagði Ingvar Gíslason, alþingismaður á kjördæmisþingi í ræðu sem Ingvar Gíslason, alþingismaður hélt á kjör- dæmisþingi framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra um síðustu helgi ræddi hann m.a. um fylgistap Framsóknar- flokksins á síðustu 14-15 árum. Hann sagði að ástæð- urnar fyrir þessu væru ekki eins einfaldar og látið væri í veðri vaka og gerði það að til- lögu sinni að forysta flokksins rýni í innri mál flokksins og þróun hans af meira raunsæi en verið hefur. Ingvar ræddi síðan um ríkisstjórnarsam- starfið og sagði: „Ég er þeirrar skoðunar, að nú- verandi ríkisstjórn muni halda velli enn um sinn, og ég vii síst láta hafa það eftir mér að ég telji að þetta stjórnarsamstarf við íhaldið hafi misheppnast. Ég held að árangur þessarar ríkis- stjórnar sé eftir öllum vonum. Enda hefur ríkisstjórnin notið hagstæðra skilyrða á ýmsum sviðum. Ég held að dæmin sanni það að langvarandi stjórnarsamstarf Framsóknarflokksins við Sjálf- stæðisflokkinn skaði okkar flokk. Ekki fyrir það að Framsóknar- flokkurinn geti ekki komið ýms- um góðum málum fram í sam- starfi við íhaldið heldur vegna þess að stór hluti vinstri sinnaðra og frjálslyndra kjósenda sem að öðru jöfnu á samleið með Fram- sóknarflokknum, þegar um meg- inlínur í pólitík er að ræða, van- treystir flokknum í íhaldssam- vinnu og vill ekki fyrir sitt leyti eiga neinn hlut að því að sjálf- stæðismenn sitji í ráðherrastól- um. Þeir eru sem sagt íhaldsand- stæðingar án alls fyrirvara. Fram- sóknarflokknum helst ekki lengi á fylgi slíkra manna. Þeir yfirgefa flokkinn og hætta að kjósa hann og beina atkvæði sínu í aðrar áttir. Framsóknarflokkurinn hef- ur fóðrað Alþýðubandalagið og á síðari árum fleiri flokka, t.d. Kvennasamtökin, með vinstri sinnuðum framsóknarmönnum af þessari gerð. Ég óttast líka að Framsóknarflokkurinn eigi að tii- tölu færri kjósendur meðal ungs fólks og kvenna en aðrir stjórn- málaflokkar. Unga fólkið sem yfirgefur okkur eða þykir Fram- sóknarflokkurinn ekki áhuga- verður stjórnmálaflokkur gerir það á þeim grundvelli að Fram- sóknarflokkurinn láti sig hafa það að vera hallur undir íhalds- söm sjónarmið á fjölmörgum sviðum fyrir það eitt að geta ver- ið í ríkisstjórn og þóst með þeim hætti vera áhrifaafl í þjóðfélag- inu. Unga fólkið segir um Fram- sóknarflokkinn að hann kaupi valdastóla hvaða verði sem er. Framsóknarflokkurinn er þannig í augum unga fólksins kerfis- flokkur og valdastreituflokkur en ekki hugsjónaflokkur, ekki stefnufastur flokkur, heldur hentistefnuflokkur. Síst situr á mér að halda því fram að þessi skoðun á Fram- sóknarflokknum sé heilagur sannleikur. En svo lengi sem unga fólkið trúir þessu upp á flokkinn þá er það sannleikur í þess augum og við fáum litlu um þokað. Sama er að segja um konurnar. Þótt konur setji að vísu í vaxandi mæli svip á Framsóknarflokkinn. Kvennabaráttukonur, og þær gerast nú margar í landinu, setja ekki traust sitt á Framsóknar- flokkinn - því miður - benda m.a. á, að engin kona sitji á Al- þingi sem fulltrúi Framsóknar- flokksins, og þar hefur Fram- sóknarflokkurinn reyndar sér- stöðu meðal flokkanna. Ég held að ekki verði hjá því komist að taka þetta atriði sérstaklega til at- hugunar af heiidarsamtökum okkar og taki undir málflutning okkar duglegu framsóknar- kvenna. Þá er annað vandamál, sem Framsóknarflokkurinn á við að glíma og snertir framtíð hans og vaxtarmöguleika sem stjórnmála- flokks, sem starfar á breiðum grundvelli í þeirri trú að Islend- ingar séu ein þjóð í einu landi, að þjóðfélagið sé fjölþætt og áhuga- mál kjósenda því margbreytt og hagsmunir ýmis konar. Nú veit ég að allir sem sitja þetta kjördæmisþing, eru á einu máli um það, að síst dregur úr átökum milli hagsmuna lands- byggðar og „höfuðborgarvalds- ins“, sem víst má kalla því nafni. En stundum finnst mér eins og að menn þykist vera að uppgötva einhvern nýjan sannleika í þessu efni, að „Reykjavíkursjónarmið- in“ og „höfuðborgarvaldið" sé ný- tilkomið og afsprengi stjórnar- stefnu síðustu ára og afleiðing af því að nú séu fallnir í valinn þeir skörungar landsbyggðarstefnu sem áður voru. Ékki er ég ósnortinn af baráttu fyrri tíðar manna fyrir framförum og efl- ingu byggðar í þessu kjördæmi og öðrum kjördæmum sem eins eru sett. Sjálfur hef ég lagt mitt fram í þeirri baráttu í full 25 ár. Ég þykist ekki vita minna um eðli og árangur stjórnmálabaráttunnar á íslandi á þessari öld en hver annar. Ég kann ekki síður að meta það sem vel var gert á fyrri árum en gerist og gengur um menn sem með mér lifa og starfa á þessari stund. En ef menn halda að „höfuð- borgarvaldið“ sé nýtt fyrirbæri í íslenskum þjóðmálum, eða ef menn ímynda sér að áður hafi Framsóknarflokkurinn haft í fullu tré við þetta vald, þá and- mæli ég því beinlínis. Framsókn- arflokkurinn sem sterkasta stjórnmálaafl landsbyggðarinnar hefur ætíð átt í harðri baráttu við Reykjavíkurvaldið og vafamál hvort sú barátta er eitthvað árangursminni nú en hún var á fyrri árum. Sannleikurinn er sá að þessi átök eru gömul og sífellt viðvarandi. Við sjáum ekki fyrir endann á þessari baráttu. Því veldur ekki einvörðungu ægi- máttur Reykjavíkurvaldsins út af fyrir sig, heldur að ýmsu leyti skortur á samtakavilja lands- byggðarmanna sjálfra. Lands- byggðin stendur ekki saman sem ein heild. Það er misskilningur ef menn halda það. Hún skipulegg- ur sig ekki sem eina heild í sókn sinni gegn áhrifum Reykjavíkur- valdsins. Ég hef ekki tíma til að nefna um þetta mörg dæmi. En ég nefni eitt vegna þess að það er mér sér- staklega minnisstætt og vegna þess að það er nú ofarlega á baugi í pólitískri umræðu. Ég á þar við þá hugmynd að hefja kennslu á háskólastigi á Akur- eyri, dæmigert framfaramál á landsbyggðinni. Fyrir suma er þetta að vísu orðið að margra ára baráttumáli, og nú sjá allir, sem vilja sjá, að kennsla á háskóla- stigi á Akureyri er ekkert vanda- mál heldur eðlilegt verkefni. Þó er það svo að það hefur verið á hangandi hári hvort hægt yrði, ef á reyndi, að sameina alla þing- menn landsbyggðar um þetta mál, ekki endilega þingmenn þessa kjördæmis, en þingmenn annarra kjördæma landsbyggðar- innar sem sjá ekki að þetta mál komi þeim neitt við. Byggða- stefnan er nefnilega býsna óljóst hugtak, menn hafa enga skýr- greinda skoðun á möguleikum hennar og takmörkunum, - því að vissulega er byggðastefna háð sínum takmörkunum, sem m.a. kemur fram í því að það er ekki gerlegt að kenna háskólagreinar hvar sem er á landinu. Þar er Ak- ureyri eini staðurinn þegar Reykjavík sleppir, sem til greina kemur. Sama má segja um Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Það hef- ur eðlilega sérstöðu meðal sjúkrahúsa á landsbyggðinni sem stórt og deildaskipt sjúkrahús, staðsett utan Reykjavíkur. Þessi sjúkrahúsbygging hefur verið knúin áfram við erfið skilyrði af þingmönnum þessa kjördæmis og fyrir áhuga sjúkrahússtjórnar og bæjarstjórnar Akureyrar, en ekki sem sameiginlegt átakamál allra Norðlendinga hvað þá lands- byggðarinnar í heild. Þeir, sem eru kröfuharðir fyrir hönd lands- byggðarinnar, ættu því að byrja á því að gera kröfu um virka sam- stöðu landsbyggðarfólks í þessari baráttu, þar sem raunsætt mat á möguleikum og takmörkum stefnunnar er látið ráða en ekki innantóm orð í stöðluðum kröfu- gerðarstíl. En, góðir þingfulltrúar, hvað kemur þetta tal því vandamáli við, sem ég var að impra á að Framsóknarflokkurinn ætti við að stríða og snertir vaxtarmögu- leika hans sem stjórnmálaflokks, sem starfar á breiðum grundvelli í þeirri trú að íslendingar séu ein þjóð í einu landi? Og hvað merk- ir þess háttar orðalag? Jú, frá mínum bæjardyrum séð skiptir þetta miklu máli, siðferði- lega og hugsjónalega. Hags- munabarátta af ýmsu tagi er að sjálfsögðu inntak allrar stjórn- málastarfsemi. í lýðræðislandi er ekkert eðlilegra en að átök eigi sér stað milli andstæðra sjónar- miða og hagsmuna, þar á meðal milli landsbyggðarinnar og höf- uðborgarsvæðisins. Slíkum átök- um er ekki hægt að eyða með öliu, enda ein tegund af öfgafullri pólitík að stefna að algerri út- rýmingu vandamála eða „full- kominni" lausn þeirra. Slíkt dett- ur engum í hug nema fasistum. Þrátt fyrir þessi átök sem eru milli höfuðborgarvalds og lands- byggðar, þá væri illa farið ef stjórnmálastefna Framsóknar- flokksins hætti að taka mið af þeirri grundvallarstaðreynd að íslendingar eru ein þjóð í einu landi, og að það er hlutverk Framsóknarflokksins að viðhalda þjóðareiningu íslendinga en ekki að kljúfa þjóðina í fylkingar eftir búsetu manna. Framsóknar- flokkurinn á að leitast við að vera sameiningarflokkur íslensku þjóðarinnar en ekki á neinn hátt sundrungarafl hennar og þó allra síst sundrungarafl meðal frjáls- lyndra og þjóðlegra manna. Framsóknarflokkurinn á ekki að ala á þeirri öfgafullu skoðun sem oft heyrist, að í landinu búi „tvær þjóðir". Framsóknarflokkurinn á að vinna jákvætt að því að í landinu búi alltaf ein þjóð. Með þessa grundvallarstefnu í huga horfi ég með lítilli gleði upp á það, ef Framsóknarflokkurinn er að missa þau ítök, sem hann hafði smám saman verið að öðl- ast í Reykjavík og Reykjanes- kjördæmi undir forystu manna eins og Einars Ágústssonar, Jóns Skaftasonar og margra annarra góðra manna, sem Framsóknar- flokknum var sómi að að hafa innan sinna raða. Hver getur með góðri samvisku látið sér detta í huga að það styrki Fram- sóknarflokkinn að missa kjörfylgi í tveimur stærstu kjördæmum landsins? Auðvitað veikir það flokkinn. Og það breytir flokknum. Það gerir flokkinn einhæfari og þröngsýnni og mun smám saman fæla frjálslynda hæfileikamenn frá flokknum. Þetta væri ein leiðin til að láta á sannast að á íslandi búi „tvær þjóðir“, sem að mínum dómi er mesti háski sem gæti hent þjóð- ina, enda í algerri andstæðu við þá þjóðræknis- og þjóðareining- arhugsjón, sem Éramsóknar- flokkurinn er grundvallaður á. Boðskapur minn varðandi innri vandamál Framsóknar- flokksins er því einfaldlega sá, að flokkurinn stefni ávallt að því að vera félagslega sinnaður umbóta- flokkur með breiða og víðsýna stefnuskrá, sem sameinað getur frjálslynda menn hvar sem er á landinu undir sitt merki. Form- lega séð er Framsóknarflokkur- inn flokkur af þessu tagi. En í reynd hefur flokkinn borið af leið hvað þetta markmið varðar. Kompásinn er ekki í fullkomnu lagi. Það þarf að rétta kompás- inn. Margir munu hallast að því, að Framsóknarflokkurinn þurfi að fara í nokkra hvíld eftir erilsam- an og höttóttan samfelldan stjórnarferil í 14 ár, - sem gætu orðið 16 ár áður en langt um líður. Slíka hvíld ætti flokkurinn að nota til þess að undirgangast „hugsjónalega endurhæfingu“ eða rétta kompásinn, ef menn vilja heldur halda sig við það lík- ingamál. Sú staðreynd blasir við að Framsóknarflokkurinn á minnk- andi fylgi að fagna með þjóðinni í heild, ekki aðeins í þéttbýli, heldur einnig í dreifbýlinu, þótt þar gildi enn sama lögmálið og áður að flokkurinn er þar að vísu stærsti flokkurinn. En gamla yfir- burðafylgið á landsbyggðinni er horfið. Á þá staðreynd hef ég bent með skýrum rökum oft áður í ræðum og blaðagreinum og endurtek þau ekki nú. Ég hef beint því til flokksmanna og ekki síst forystu flokksins að veita þessum staðreyndum athygli og láta kanna á raunsæjan hátt hvaða ástæður eru því valdandi að Framsóknarflokkurinn er jafnt og þétt að missa fylgi meðal kjósenda í landinu sem heild, jafnvel í sveitum. Þessi úttekt hefur ekki farið fram mér vitan- lega og forysta flokksins virðist veigra sér við því að taka beint á þessu vandamáli, enda að ýmsu leyti óhægt um vik meðan flokks- forystan hefur erfiðum og aðkall- andi stjórnarstörfum að sinna, sem kallar mjög á starfskrafta hennar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.