Dagur - 10.12.1985, Page 1

Dagur - 10.12.1985, Page 1
68. árgangur Akureyri, þriðjudagur 10. desember 1985 160. tölublað nrwi Filman þín á skiliö þaÖ besta! FILMUHUSIÐ Hafnarstræti 106 Sími 22771 • Pósthólf 198 gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Stórkostlegur spamaður! - ef sá varmi sem myndast við kælingu og frystingu „Það er iöngu kunn staðreynd að ef sá varmi væri nýttur, sem myndast við kælingu og fryst- ingu í frystihúsunum, myndi hann nægja til að hita upp allt það húsrými sem fískvinnslan í landinu hefur yfír að ráða. Og þau eru mörg fyrirtækin sem gætu sparað stórkostlegar upp- hæðir með því að nýta orku sem er til staðar en er látin fara ónýtt út,“ sagði Árni V. Friðr- iksson raftæknir hjá Raftákn hf. á Akureyri. Það fyrirtæki hefur hannað rafstýringu fyrir kæli- og frystikerfí sem gerir ráð fyrir nýtingu þeirrar varma- orku sein myndast í kælikerf- unum. Slík kerfí hafa þegar verið sett upp á nokkrum stöð- um á landinu. í grófum dráttum má segja að yrði nýttur til húshitunar kæling fáist með því að dæla varma úr heitu lofti með sérstök- um „pressum“. Þeim varma er yfirleitt veitt beint út í andrúms- loftið eða í klóakið ef um vatns- kælingu er að ræða. Raftákn hannaði stýringu fyrir kælikerfi í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki og er þar nýtt varmaorkan sem myndast. Sá varmi nægir til að hita upp hús- rými sem er 1250 fermetrar að flatarmáli. Hliðstæð kerfi hafa verið sett upp í Miklagarði í Reykjavík og í Sölubúð KNÞ á Kópaskeri. Þess má geta að Útgerðarfélag Akureyringa hyggst setja upp varmadælur hjá sér og mun varm- inn frá þeim nægja langleiðina til að mæta allri hitaorkunotkun Út- gerðarfélagsins. Hjá ÚA er nú Þórarinn Sveinsson mjólkursamlagsstjóri með vatnsfernu eins og þær sem fara á Bandaríkjamarkað. Mynd: KGA. þegar nýttur sá varmi sem fæst frá olíukælum en hann jafngildir u.þ.b. 160 kílóWöttum. Árni Friðriksson taldi að kostnaður við slíkt kerfi borgaði sig upp á einu til tveimur árum. Þá hefur Raftákn hannað svo- kallað álagsstýrikerfi fyrir raf- magn og hafa slík kerfi verið sett upp á nokkrum stöðum. Slíkt kerfi vaktar orkuálagið og jafnar því út þannig að sem best nýting fáist á hverja orkueiningu. Álagsstýrikerfi verður senn tekið í notkun hjá frystihúsi KEA í Hrísey og mun kosta um 250 þúsund krónur. Hins vegar er gert ráð fyrir að það muni spara 300-500 þúsund krónur í orku- kaupum árlega. Það þarf því eng- an speking til að reikna út hag- kvæmni slíks kerfis. Útgerðartæknar frá Tækni- skóla íslands hafa sýnt þessu kerfi mikinn áhuga og rætt hefur verið um að setja slíkt kerfi upp m.a. hjá ÚA og hraðfrystihúsun- um á Dalvík og Djúpavogi. BB. Á sunnudagskvöldið var aðventukvöld í Akureyrarkirkju. Ræðumaður kvöldsins var Andrés Björnsson fyrrum útvarpsstjóri og fleira var á dagskrá. Lokaathöfnin var mikil Ijósahátíð, samkomugestir héldu á logandi kertum, sem lýstu upp kirkjuna. Mynd: KGA. „Höfum alltaf tekið hagstæðasta tilboði" - segir Ragnar Guðjónsson hjá Fiskveiðisjóði „Við höfum alltaf auglýst okk- ar skip til sölu og tekið því til- boði sem við höfum talið hag- stæðast,“ sagði Ragnar Guð- jónsson, deildarstjóri hjá Fisk- veiðasjóði íslands, þegar hann var spurður um það hvort hugsanlegt væri að Húsvíking- ar fengju að ganga inn í hæsta tilboð í Kolbeinsey, ef aðrir yrðu til þess að bjóða hærra. Enn hefur ekkert tilboð borist í skipið og er ekki talið líklegt að tilboðum verði skilað fyrr en rétt áður en tilboðsfrestur rennur út, sem er 19. desember. Líklega AKVA sf.: Milljonasamningur Akva s/f á Akureyri hefur gert rammasamning til fímm ára um sölu á fersku vatni á fern- um til dansks aðila sem hyggst dreifa vatninu á markað í ar- abalöndum, Suður-Evrópu og Bandaríkjunum. Vatninu verður pakkað á 0.5 og 0.2 lítra fernur og felur samn- ingurinn í sér tryggingu fyrir sölu 4 milljóna ferna á næsta ári og fer hann síðan stighækkandi upp í 12 milljónir ferna fimmta árið. Þetta er lágmarkssamningur en þegar hefur verið samið um sölu hálfrar milljónar ferna í Dan- mörku á næsta ári og 4.9 milljóna ferna sem fara á Bandaríkja- markað. Danska fyrirtækið heitir Ice- landic Supply og er sérstaklega stofnað til þess að sinna þessu verkefni. Að sögn Þórarins hefst pökkun vatnsins um ártamótin og munu líklega þrír menn hafa at- vinnu við sjálfa pökkunina. -yk. mun stjórn Fiskveiðasjóðs ekki ákveða hvaða tilboði verður tek- ið fyrr en eftir áramót þar sem einhver tími fer í að meta tilboð- ín. Ragnar sagði að það væri greinilega nokkur áhugi fyrir þessu skipi ef marka mætti fyrir- spurnir sem borist hafa til sjóðsins. enda væri þetta gott skip og vel búið. Vel getur hugs- ast að einhverjir hafi áhuga á að kaupa skipið og bæta í það tækj- um til fiskverkunar og brevta því í frvstiskip. en útgerð frystitogara er talin standa betur undir sér um þessar mundir en hefðbundin togaraútgerð. -yk. Svipað verð á jólarjúpunum Nú eru menn að velta fyrír sér hvað eigi að hafa í jólamatinn. Það er að segja þeir sem ekki hafa ákveðið sig. Fyrir þá sem velja sér rjúpur í jólamat er það að segja að allir ættu að geta fengið nóg af rjúpu, þrátt fyrir heldur lélega veiði það sem að er veiðitímabilinu. Þegar farið var að grennslast um verð á jólarjúpunni kom í ljós að það er svipað og í fyrra. Hjá Kjötiðnaðarstöð KEA fengust þær upplýsingar að rjúpur væru keyptar þar á 130 krónur. Búist var við að nægilegt magn af rjúpu fengist til að sinna þörfum við- skiptavina. í kjörmarkaðnum Hrísalundi sagði Björg Þórsdóttir verslunarstjóri að farið væri að spyrja eftir rjúpunni. Einnig hefðu nokkrir þegar keypt rjúpur sem þeir ætla að láta hanga fram að jólum. Verðið í Hrísalundi er 168 krónur fyrir óverkaðan fugl og 188 fyrir hamflettan. cej_ ■?

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.