Dagur - 10.12.1985, Síða 4

Dagur - 10.12.1985, Síða 4
4 - DAGUR - 10. desember 1985 Ó, þessi blessuð börn!!! Paö er ýmislegt sem börnum dettur í hug og margt snið- ugt sem þau segja. Það er alltaf veriö að brýna fyrir þeim að segja satt, en svo eru þau stundum skömntuð fyrir að segja satt. Þetta er óskiljanlegt fyrir litlar sálir, en hvað um það. við ætlum að birta hér nokkur sýnishorn af því hvað börn geta látið út úr sér. Skyldi ekki einhver kann- ast við eitthvaö svipað? Það segir maður líka! Móðirin var úti að versla stuttu fyrir jöl og var rneð litla döttur sína með. Það var rnargt sem þurfti að kaupa og búinn að fara larigur tími í búðaráp. Allt í einu þurfti sú stutta að pissa og tilkynnir það. Þær drifu sig af stað heim á leið en komu aðeins við í sjoppu á leiðinni. Þar var keyptur einn sleikipinni handa þeirri litlu. Þegar mamma hennar rétti henni sleikipinnann spurði hún: Og hvað segir maður svo? Ég þarf að pissa, svaraði sú stutta kot- roskin. Þessar ömmur!!! Hún sat og horfði á kúrekamynd með barnabörnunum sínum tveimur, 10 og 6 ára. Þetta var ein af þessum með skotglöðum kúrekum og hestum sem féllu í valinn. Til að róa þann minni sagði amman að þetta gerðist ekki allt í raun og veru, sumt væri bara „blöff". Hann leit á sjón- varpið og síðan á ömmu sína og spurði hárri röddu: Heldurðu að þetta séu rugguhestar, eða hvað? Snúðu honum við . . . Börnin gátu engan veginn skilið af hverju pabbi þeirra var svona afundinn. Æi. krakkar mínir, sagði mamma þeirra, það getur vel verið að pabbi ykkar sé svolítið argur af og til, en það stafar bara af því að hann er þreyttur. Þið vitið það ósköp vel að innst inni er hann alltaf góður og það er það sem máli skiptir. Mamma í alvöru, heldurðu ekki að við getum snúið honum við? Erfíðar mömmur!!! Það er oft gaman að fylgjast með þegar verið er að kaupa jólafötin á börnin. Eins og allir vita eru þau misfljót til að sætta sig við ný föt og sum vilja atls ekki sætta sig við neitt nýtt. Á dögunum var ein mamman að kaupa peysu á strákinn sinn. Það var búið að koma með margar peys- ur og sýna honum, en liann vildi enga þeirra. Að síðustu var þolinmæðin á þrotum og mamma hans sagði: Annað hvort færðu þessa eða enga. Drengurinn leit rólega á mömmu sína og sagði: Ertu ekki með erfiðara móti í dag, mamma? í tilefni af aðventu. . . Nú er búið að kveikja á tveim kertum á aðventukrans- inurn og eftirfarandi saga er nátengd honum. Það var verið að laga til fyrir jólin og allt fullt af smiðum, þar á meðal einn sem var sköllóttur. Lítil stelpa virti hann fyrir sér hálfundrandi, en allt í einu rennur upp fyrir henni ljós, og hún kallar upp: Mamma, mamma þessi maður hefur ekki mikið hár - hann hefur bara að- ventukrans!! • Hálf milljón fyrir árið Það hefur víst ekki farið framhjá mörgum að hinn 18. ágúst á næsta ári verður Reykjavíkurborg 200 ára og eru vegleg há- tiðahöld fyrirhuguð af því tilefni. Nú er hins vegar allt komið i háaloft í borg Daviðs og eru það minni- hiutamenn í borgarstjórn sem eru með „maus“ og mas og þras vegna há- tíðahaldanna sem þeir kalla „Innihaldslausa skrautsýningu" svo vitn- að só í Þjóðviljann. Þjóð- viljinn finnur auðvitað að þvi að „óvini landsbyggð- arinnar númer eitt“ Baldri Hermannssyni og aðstoð- armönnum hans eigi að greiða tæpar 2 milljónir króna fyrir að undirbúa herlegheitin og þegar öll kurl eru til grafar komin er gert ráð fyrir að herleg- heitin muni kosta um 100 milljónir króna, eða um 500 þúsund fyrir hvert ár afmælisbarnsins. Minni- hlutaflokkarnir í borgar- stjórn hafa hótað að hætta þátttöku í undir- búningnum ef ekki verði horfið frá þessari villu. # „Saumað“ að Berta Ólafur Ragnar Grimsson „saumaði“ að Albert Guðmundssyni í sjón- varpsþætti á dögunum og mátti sjá að Albert var brugðið. Að sjálfsögðu var Hafskipsmálið al- ræmda til umfjöllunar en Albert var á sínum tíma bæði stjórnarformaður Útvegsbankans og Haf- skips. Er óhætt að segja að þetta mál allt hafi vakið umræður meðal „litla mannsins“ í þjóðfélaginu, enda virðist einsýnt að sukkið og svfnaríið í sambandi við þetta mál allt sé með ólíkindum. Síðustu „uppljóstranir“ skýra t.d. frá því að mán- aðarlaun forráðamanna félagsíns hafi numið allt að 800 þúsund krónum. á Ijósvakanum í tilefni þess að þrjá- tíu ár eru liðin síðan Halldór Laxness fékk Nóbelsverð- launin verður endur- tekinn lestur hans á smásögunni Jón í Brauðhúsum. Hall- dór las þessa sögu fyrst í útvarpið 1974, en hún birtist í Sjö- stafakverinu árið 1964. Lestur sögunn- ar hefst kl. 20.30. isionvarpm ÞRIÐJUDAGUR 10. nóvember 19.00 Aítanstund. Endursýndur þáttur frá 2. desember. 19.20 Ævintýri Olivers bangsa. Ný syrpa - Fyrsti þáttur Franskur brúðu- og teikni- myndaflokkur um víðförl- an bangsa og vini hans. Þýðandi: Guðni Kolbeins- son, lesari með honum Bergdís Björt Guðnadóttir. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.45 Hver var að hlæja? (Survival - No Laughing Matter) Bresk dýralífsmynd um hí- enur í Austur-Afríku. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.25 Til hinstu hvíldar. (Cover Her Face). Fimmti þáttur. Breskur sakamálamynda- flokkur í sex þáttum gerð- ur eftir sakamálasögu P.D. James. Aðalhlutverk: Roy Mars- den. Adam Dalgliesh rannsakar dauða manns sem grunað- ur er um fíkniefnasölu. Hann rekur slóðina heim á sveitasetur þar sem ekki reynist allt með felldu. Þýðandi: Kristrún Þórðar- dóttir. 22.30 Kastljós Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Ögmund- ur Jónasson. 23.10 Fréttir í dagskrárlok. útvarpM ÞRIÐJUDAGUR 10. desember 11.10 Úr atvinnulífinu - Iðnaðarrásin. Umsjón: Gunnar B. Hinz, Hjörtur Hjartar og Páll Kr. Pálsson. 11.30 Úr söguskjóðunni - Hafnargerðarkaupgjalds- málið 1913. Þáttur í umsjá Þorláks A. Jónssonar. Lesari: Oddný Yngvadóttir. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heilsuvernd. Umsjón: Jónína Bene- diktsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Feðgar á ferð“ eftir Heð- in Brú. 14.30 Miðdegistónleikar. 15.15 Barið að dyrum. Einar Georg Einarsson ræðir við Einar Karl Guð- jónsson á Höfn í Horna- firði. 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hlustaðu með mór. 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.50 Tónleikar • Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flyt- ur þáttinn. 19.50 Lestur úr nýjum barna- og unglingabók- um. 20.30 „Jón í Brauðhúsum", smásaga eftir Halldór Laxness. Höfundur les. (Áður útvarpað 1974, en endurflutt nú, þegar þrjá- tíu ár eru liðin frá því að Halldór tók við Nóbels- verðlaunum). 20.50 „Humáttir". Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson les þýðingar sínar á ljóðum eftir norska skáldið Paal Helge Haug- en. 21.05 íslensk tónlist. 21.30 Útvarpssagan: „Saga Borgarættarinnar" eftir Gunnar Gunnarsson. Helga Þ. 'Stephensen les (26). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.25 Frá tónleikum ís- lensku hljómsveitarinnar í Langholtskirkju 21. f.m. „Konur í íslensku tón- listarlífi". Stjórnandi: Jean Pierre Jacquillat. Einsöngur: Anders Jos- ephsson. Einleikur: Anna Guðný Guðmundsdóttir. Kynnir: Ásgeir Sigurgests- son. 24.00 Fróttir • Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 11. desember 7.00 Veðurfregnir • Fróttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fróttir • Tilkynningar. 8.00 Fróttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Elvis, Elvis" eftir Mariu Gripe. 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. ' 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. 10.40 Land og saga. Ragnar Ágústsson sér um þáttinn. rás 2 ■ ÞRIÐJUDAGUR 10. desember 10.00-10.30 Ekki á morg- un ... heldur hinn. Dagskrá fyrir yngstu hlustendurna frá barna- og unglingadeild útvarps- ins. Stjórnendur: Kolbrún Hall- dórsdóttir og Valdís Ósk- arsdóttir. 10.30-12.00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. Hlé. 14.00-16.00 Blöndun á staðnum. Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson. 16.0(^-17.00 Frístund. Ungiingaþáttur. Stjórnandi: Eðvarð Ing- ólfsson. 17.00-18.00 Sögur af svið- inu. Stjórnandi: Þorsteinn G. Gunnarsson. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15, 16 og 17. 17.00-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.