Dagur - 10.12.1985, Page 11

Dagur - 10.12.1985, Page 11
10. desember 1985 - DAGUR - 11 -bækuc Gunnar Guðmannsson kominn inn fyrir vörn Akureyringa. Margir töldu hann rangstæðan og einnig Gunnar Fel- ixsson en Gunnar Guðmannsson gaf boltann á hann og síðan var hið umdeilda mark skorað. „Réttast væri að berja ykkur alla saman" - Sagt frá uppþoti áhorfenda á Akureyri í knattspyrnubókinni „Mörk og sætir sigrar" Sigmundur Steinarsson blaða- maður hefur sent frá sér bók- ina „Mörk og sætir sigrar“ og er þetta fyrsta bindið í sögu knattspyrnunnar á íslandi. Saga Sigmundar „SOS“ hefst árið 1955 þegar deilda- skipting var tekin upp í knatt- spyrnunni hér á landi og nær fyrsta bindið yfir árin 1955- 1963. Þar er farið yfir hvern leik fyrir sig, getið marka- skorara og rætt við menn sem voru í eldlínunni um eftir- minnileg atvik. Mikill fjöldi mynda er í bókinni sem er prentuð á ákaflega vandaðan pappír og öll er bókin hin myndarlegasta. Aftast í bókinni er svo 80 síðna „bókarauki“ um knattspyrnuna í 1. deild árið 1985. Þessi bók er hin mesta „gullnáma" fyrir knatt- spyrnuáhugamenn, og ekki er til annar eins fróðleikur um knatt- spyrnu á íslandi á einum stað. Sem fyrr sagði er þetta fyrsta bindi bókaflokks, það næsta kemur út í vor og hið þriðja fyrir næstu jól. Árið 1962 dró heldur betur til tíðinda á Akureyrarvelli er ÍBA og KR léku þar. Leiknum lauk með jafntefli 1:1 og vildu. .áhorfendur meina að KR-ingar hefðu skorað sitt mark eftir rang- stöðu. Við skulum líta niður í þennan kafla bókarinnar sem ber heitið „Réttast væri að berja ykk- ur alla saman“. „Það sauð heldur betur upp úr á Akureyri eftir að KR-ingar mmmmmrnrnmmm^m höfðu jafnað 1:1. Áhorfendur höfðu ekki taumhald á skapi sínu og ruddust inn á völlinn að leik loknum. Umkringdu leikmenn dómarann Einar Hjartarson. Mátti þar sjá þekktan íþrótta- frömuð Akureyringa snara sér að öðrum línuverðinum - Jörundi Þorsteinssyni - taka Jörund stein- bítstaki með þeim orðum „að réttast væri að berja ykkur alla saman“. Ekki varð þó úr frekari handa- lögmálum þar sem spakir menn gengu á milli. Það var mikill hiti í mönnum og seinna um kvöldið safnaðist allmargt manna út á flugvellinum á Akureyri í þeim erindagjörðum „að tala við dóm- arann“ þegar hann færi. Menn voru með ýmis ókvæðisorð og hótuðu dómaranum lífláti. Viðtöl voru í blöðunum um þennan atburð og hafði Jón- Stefánsson fyrirliði Akureyrar- liðsins þetta að segja: „Ég tel að markið hafi verið ólöglegt. Út frá mínum sjónarhóli séð. virðist enginn vafi leika á þvf. Hins veg- ar bar þetta svo skjótt að, að erfitt er að fullyrða nokkuð og má eflaust lengi deila um þetta atvik. Framkoma áhorfenda, hvað sem rétt getur talist, er til lítils sóma, bæði fyrir þá og okkur. Það má kannski segja að þeir hafi haft nokkra ástæðu til þess arna þar sem spenningurinn var geysi- legur og markið var skorað rétt fyrir leikslok. En það er engin afsökun og bæði ég og félagar mínir í liðinu fordæma framkomu þeirra áhorf- enda sem höguðu sér dólgslega og hreyttu ónotum í gesti okkar," sagði Jón.“ Umdcilt mark á Akureyri Mikið fjör var á Akureyri, þegar KR-ingar lléku þar gegn heimamönnum. Jafntefli varð 11 1, sem varð til þess að bæði liðin misstu af 1 lestinni - í baráttunni um meistaratitilinn. KR- ingar gáfu ekki teflt fram sínum bestu mönn- um, þar sem Heimir Guðjónsson, Bjami Fel-' ixson, Hreiðar Ársælsson, Sveinn Jónsson og Garðar Ámason voru meiddir. Þetta var mikil I blóðtaka fyrir KR. Leikurinn var mjög jafn og harður, enda þýðingarmikill. Gunnar Guðmannsson átti fyrsta orðið í leiknum, þe9^^^JP Frá Heimaey k Fl / \ Kaupmenn - Kaupfélög 1Birgið ykkur upp af hinum frábæru Heimaeyjarkertum. Látið hinn hreina loga j^BKjj^mBsm^Heimaeyjarkertanna veita °9 HEIMAEY, kertaverksmiðja, Faxastíg 46, 900 Vestmannaeyjum. Sími 98-2905. Fróði antikvariat gallery Umboö og afgreiðsla á bókum Máls og menningar. Félagsmenn frá 15% afslátt Jólabókamarkaður. Málverkasala. FrnAi antlkvariat gallery. riUUI Gránufélagsgötu 4, sími 26345. Opið á laugardögum í desember. Ert þú komin í jólaskap? Við líka. Nýkomin finnsk gæðavara Falleg og vönduð ullar- pils í sérflokki. Svört ullarcrepe pils í yfirstærðum. Frábært snið. Þýskar blússur koma á morgun. Fyrir ungu dömuna Svört samkvæmisdress Satínblússurnar væntanlegar í vikunni. Vel klædd erkonan ánægð. Greiðslukort Visa Eurocard MólaiwilLiLn ^teínunnat. Hafnarstræti 98 • Akureyri • Sími (96) 22214 - Húsvíkmgar - Þingeyingar Dagur hefur fastráðið starfsmann á Húsavík. Það er Ingibjörg Magnúsdóttir, sem auk blaðamannsstarfa mun sjá um dreif- ingu og auglýsingamóttöku fyrir blaðið. Við hvetjum lesendur blaðsins til að hafa samband við Ingi- björgu varðandi ábendingar um fréttir og efnisval. Einnig bendum við lesendum á, að Ingibjörg tekur á móti smá auglýsingum og tilkynningum í dagbók, t.d. varðandi stór- afmæli og dánarfregnir (mynd má fylgja) svo eitthvað sé nefnt. Sú þjónusta er lesendum að kostnaðarlausu. Ingibjörg hefur aðsetur í Garðarsbraut 5, II hæð, sími 41225. Fastur skrifstofutími kl. 9-11, en er auk þess við á skrifstof- unni á öðrum tímum. Heima: Sólbrekka 5, sími 41529.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.