Dagur - 10.12.1985, Side 12
Vantar þig
smurt brauð, snittur, cocktailsnittur, ostapinna,
ostabakka, smurbrauðstertur eða rjómatertur,
hafið samband við smurbrauðsstofu Bautans sími 21818
og hún uppfyllir óskir þínar fljótt og vel.
3 sveitarfélög í Eyjafirði:
Sameiginleg
skrifstofa
- Hugsanlega fyrsta skrefið
að sameiningu hreppanna
Þrjú sveitarfélög í Eyjafiröi
hyggjast opna sameiginlega
skrifstofu um eða fljótlega eftir
áramótin. Þessi sveitarfélög
eru Hrafnagilshreppur, Saur-
bæjarhreppur og Ongulsstaða-
hreppur. Skrifstofan verður til
húsa í gamla barnaskólanum á
Syðra-Laugalandi í Önguls-
staðahreppi.
Að sögn Birgis Þórðarsonar
oddvita Ongulsstaðahrepps hafa
hrepparnir keypt tölvu til að nota
við bókhaldsvinnuna og reiknað
er með að ráða mann í hálft starf
til að sjá um skrifstofureksturinn.
Aðspurður hvort þetta væri
fyrsta skrefið í sameiningu
hreppanna þriggja, sagði Birgir
að því væri vandsvarað en mikil
Dalvikingar hafa verið heldur
óhressir með snjómoksturinn
á leiðinni milli Dalvíkur og
Akureyrar í vetur, aðallega
vegna þess að mokað er frá
Akureyri til Dalvíkur í stað
þess að byrja moksturinn á
Dalvík.
Margir telja hagkvæmara að
vinna verkiö frá Dalvík sökum
þess að mestu snjóþyngslin eru í
nágrenni Dalvíkur en mun minni
snjór þegar nær dregur Akureyri.
Að sögn Stefáns Jóns Bjarna-
sonar bæjarstjóra þurfa Dalvík-
ingar oft að bíða eftir að veghefl-
ar ryðji veginn alla leið til Dal-
víkur áður en þeir geta lagt af
stað þótt einu höftin á veginum
séu við Dalvík. Þá benti hann
á að umferðin á morgnana væri
aðallega frá Dalvík til Akureyrar
enda sæktu margir Dalvíkingar
þjónustu til Akureyrar.
Pétur Reimarsson býr á Akur-
umræða hefði átt sér stað um
hvort rétt væri að sameina þá í
eitt sveitarfélag.
„Skoðanir um það eru mjög
skiptar. Sumir vilja sameina
hreppana þrjá sem fyrst en aðrir
telja að rétt sé að fara hægt í sam-
einingarmálunum. Hins vegar er
það ljóst að ef þetta samstarf
með skrifstofureksturinn gengur
vel þá er um að ræða skref í átt til
sameiningar. Þarna er óneitan-
lega um mikla hagræðingu að
ræða því að þegar skrifstofan verð-
ur opnuð verða oddvitar hrepp-
anna ekki eins niðursokknir í bók-
haldsvinnuna og nú er og geta
því sinnt öðrum málefnum sveit-
arfélaganna í auknum mæli,“
sagði Birgir Þórðarson. BB.
eyri en rekur fyrirtæki á Dalvík
og þarf því að aka á milli tvisvar
á dag. Hann staðfesti að umferð-
in á morgnana væri nær öll frá
Dalvík.
„Það hlýtur að vera skynsam-
legra að hefja moksturinn þaðan.
Frá því að ég fór að aka á milli
hefur það ekki gerst nema einu
sinni eða tvisvar að einhver snjór
væri að ráði annars staðar en inni
á Ársskógsströnd og yfir hálsinn
og svo rétt sunnan við Dalvík,“
sagði Pétur.
Þessi leið er nú rudd tvisvar í
viku, á mánudögum og fimmtu-
dögum. Ekki er rutt aðra daga,
jafnvel þótt ekki þurfi að ryðja á
snjómokstursdögunum og hafa
margir viljað fá því breytt.
Þess má geta að reglur um
snjómokstur eru nú í endurskoð-
un hjá samgönguráðuneytinu og
er niðurstaða þeirrar endur-
skoöunar væntanleg einhvern
næstu daga. BB.
Dalvíkingar:
Vilja mokstur
„hina leiðina“
Húsavík:
Innheimta svipuð
Innheimta skatttekna hjá
Húsavíkurbæ er mjög svipuð
og á sama tíma í fyrra. Þetta
kom fram á fundi bæjarstjórn-
ar s.l. föstudag.
Innheimtan nú nemur 74,92%
nú á móti 75,59% á sama tíma í
fyrra. Innheimta orkugjalda hef-
ur lagast mjög mikið. í lok
nóvember voru útistandandi
orkuskuldir sem svaraði til eins
mánaðar notkunar, en á miðju
ári svöruðu þessar skuldir til
tveggja mánaða notkunar.
Álagningareglur fasteigna-
gjalda á Húsavík fyrir árið 1986
verða óbreyttar frá yfirstandandi
ári. Það þýðir ]/i% álagningu á
íbúðarhúsnæði og 1% á atvinnu-
húsnæði. Engum álögum mun
verða beitt á fasteignagjöld.
Sorpgjöld munu hækka um 30%.
Að lokinni dagskrá fundar
bæjarstjórnar sl. föstudag voru
samþykkt þau afbrigði að bæjar-
stjórn fjallaði um mál á lokuöum
fundi og urðu fréttamenn þvf að
yfirgefa fundinn. IM
Jól, jól, jól. Það er meira að segja orðið jólaiegt á mjólkurfernunum, þær eru komnar í jólabúning. Starfsmenn
Mjólkursamlags KEA voru að pakka mjólkinni í nýja búninginn í gær. Mynd: KGA.
FN kaupir stóra flugskýlið á Akureyrarflugvelli:
„Stefnan að flugmálastjóm
eigi ekki flugskýli"
- segir Pétur Einarsson flugmálastjóri
„Við erum að losa okkur við
flugskýli í eigu ríkisins. Stefn-
an er sú að Flugmálastjórn eigi
ekki flugskýli,“ sagði Pétur
Einarsson flugmálastjóri, að-
spurður um ástæður þess að
Flugmálastjórn hefur yerið að
selja flugskýli sín á ísafirði,
Egilstöðum og nú síðast á Ak-
ureyri.
Fyrir skömmu var gengið frá
kaupsamningi milli Flugfélags
Norðurlands og Flugmálastjórn-
ar um kaup FN á stóra flugskýl-
inu á Akureyrarflugvelli. Kaup-
verðið jafngilti fasteignamats-
verði og verður greitt á nokkuö
löngum tíma. Pétur sagði að
Flugmálstjórn hefði lengi haft
meiri kostnað en tekjur af þess-
um flugskýlum og hann teldi það
mun eðlilegra að þau væru í eigu
einkaaðila á hverjum stað, þ.e.
þeirra sem nota þau helst.
Ástæðuna fyrir því að Flug-
málastjórn reisti þessi skýli á sín-
um tíma taldi Pétur vera þá að
litið hafi verið svo á að þetta
væru nauðsynleg mannvirki á
flugvöllum, en aðrir en ríkið
hefðu ekki bolmagn til að standa
undir byggingu og rekstri þeirra.
Nú hafi hinsvegar annað komið
á daginn og Flugmálastjórn hefði
nóg annað við sitt takmarkaða
fjármagn að gera en að binda það
í flugskýlum.
Sigurður Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri FN, segir að flugfé-
lagið hefði staðið frammi fyrir
því að þurfa að koma sér upp ein-
angruðu og upphituðu skýli þar
sem þeir koma ekki Twin Otter
vélum félagsins inn í sitt eigið.
Þeir hefðu verið að hugsa um að
byggja skýli þegar þeim bauðst
að kaupa skýli Flugmálastjórnar
og hefði það orðið ofan á. Skýlið
er algjörlega óeinangrað og
óupphitað og er ætlun félagsins
að einangra það og koma í það
hita.
En hvað verður um þá aðila,
aðra en FN, sem hafa leigt pláss
fyrir sínar flugvélar hjá Flug-
málastjórn, verður þeim úthýst?
Sigurður sagði að engum yrði út-
hýst en leigan hækkaði örugglega
þó að reynt yrði að stilla henni í
hóf, enda hefði leigan hjá Flug-
málstjórn verið ákaflega lág og
hefði bæði FN og aðrir notið góðs
af til þessa. -yk.
Aðalskipulag
Húsavíkur kynnt
Á fund bæjarstjórnar Húsavík-
ur sl. föstudag mættu arki-
tektarnir Helgi Hafliðason og
Reynir Vilhjálmsson, og
kynntu þeir tillögur um endur-
skoðað aðalskipulag Húsa-
víkur.
í því kemur fram áætluð þróun
byggðar á næstu 20 árum. Miðað
við íbúðaaukningu og mann-
fjöldaspár mun íbúðabyggð geta
haldist innan marka frá Höfðan-
um að Þorvaldsstaðaá á þessu
tímabili en í framtíðinni er áætl-
að að byggðin þróist til suðurs.
Gert er ráð fyrir nýtingu lands
utan þessara marka fyrir iðnaðar-
svæði.
Skipulagstillagan mun liggja
frammi á bæjarskrifstofunum
næstu 6 vikur almenningi til
sýnis. Síðan verða teknar til
skoðunar þær athugasemdir sem
fram hafa komið og afstaða tekin
til þeirra. Að því loknu munu
bygginganefnd og bæjarstjórn af-
greiða tillögurnar og senda aðal-
skipulagsstjóra ríkisins til stað-
festingar. IM