Dagur - 30.12.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 30.12.1985, Blaðsíða 3
30. desember 1985 - DAGUR - 3 A flugeldamarkaðiiium eru fjölskyldupakkarnir á kr. 700 og kr. 1.000. Opið frá kl. 9-22 í dag og kl. 9-13 gamlársdag. Gleðilegt nýtt ár, þökkum viðskiptin á liðnu árí. 111 Eyfjörð rgg Hjalteyrargotu 4 - sími 22275 . ^ Aramótaböll fyrir unga fólkið á gamlárskvöld í Dynheimum og Félagsmiðstöðinni Lundarskóla. Dansleikirnir hefjast báðir kl. 00.30. í Lundarskóla verður dansað til kl. 3.00. í Dynheimum verður dansað til kl. 4.00. Allir þekktustu plötusnúðar bæjarins sjá um plötuspilarana. Aldurstakmark: Lundarskóli 7. og 8. bekkur. Dynheimar 9. bekkur og eldri. Miðaverð: Lundarskóli kr. 350.- Dynheimar kr. 450.- Á miðnætti verður tlugeldum sk otið á loft frá báðum stöðum. Það er blessað barnalánið. Þær hittust í göngugötunni og voru dálítið að spá í börnin. Þau voru þæg og góð eins og öll börn eru um jólin. Eða þannig. Félag sauðfjáreigenda á Húsavík: Fá ekki greiddar atvinnuleysisbætur Stofnað hefur verið félag smá- bátaeigenda á Húsavík og ber það nafnið Vörður. Félagar eru 25 talsins, allir atvinnusjó- menn. Vörður er aðili að Félagi smá- bátaeigenda, Kletti, ásamt Ey- firðingum. Á fundi hjá Verði fyr- ir helgina var m.a. rætt um öryggismál, en sjómenn eru mjög óhressir með að veðurlýs- ingu af Grímseyjarsvæðinu kl. 7 á morgnana hefur verið hætt. Það hefði verið gert til að spara smá- aura og gera yrði þá kröfu að veðurlýsingin yrði tekin upp aftur. Mikil óánægja kom fram á fundinum vegna veiðibannsins 15. nóv.-9. feb. og þá staðreynd að smábátaeigendur eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum þótt þeir þurfi að hætta vinnu í nær 3 mánuði. Ástæða þess að þeim er neitað um bætur er mat á vinnu- tíma þeirra. Einn róður er met- inn sem 12 tíma vinna, en að sögn formanns Varðar þarf mað- ur sem rær einn á báti að vinna aðra 12 tíma við beitingu til að geta farið í róður, en sú vinna væri einskis metin. „Þetta er einsdæmi, að mönn- um sé sagt upp vinnu bótalaust, á sama tíma og aðrir, t.d. banka- Notið endur- skinsmerki Að undandanförnu hafa verið miklar umræður um endur- skinsmerki og giidi þeirra. Al- mennt eru allir sammála um að notkun endurskinsmerkja eykur að mun öryggi gangandi vegfarenda í skammdeginu. Talið er að rétt staðsett endur- skinsmerki fjór- eða fimmfaldi sjónlengd ökumanns. Sá mun- ur gefur ökumanninum veru- lega aukinn möguleika á að greina þá sem eru á gangi. Árum saman hefur verið kappsmál Umferðarráðs að notk- un endurskinsmerkja yrði almenn. Á þessu hausti hefur notkun merkjanna hins vegar dregist saman m.a. vegna um- fjöllunar um notagildi þeirra og gagnsemi sem varð á s.l. sumri. Öll merki sem Umferðarráð býð- ur nú, hvort sem þau eru fram- leidd hér á landi eða innflutt, hafa fyrir milligöngu Neytenda- samtakanna verið prófuð í Sví- þjóð og mælst yfir þeint mörkum sem Svíar og Danir hafa sett. Á markaðinum í dag eru lin og hörð hangandi merki, lím- eða saummerki, skokkbelti og endur- skinsmerki á hross. menn fá greiddan 13. mánuð ársins. Jólagjafirnar til þjóð- félagsþegnanna eru ólíkar," sagði Þórður Ásgeirsson formaður Varðar. IM. LAUT RESTAURANT Restaurant Laut auglýsir Nýárskvöld 1986 Húsið opnað kl. 18.30. Tekið á móti gestum með kampavíni. Matseðill: Kjötseiði Royale. Gufusoöinn eldislax með Hollandise sósu. Fylltur kalkúnn með rifsberjahlaupi, fersku grænmeti og steinselju kartöflum, eða heilsteiktur nautahryggvöðvi með villisveppum og rauðvínssósu. ís í súkkulaðibollu með piparmyntulíkjör og rjóma. Kaffi og konfektkökur. Verð kr. 1.100 pr. mann. Borðapantanir í síma 22525. RESTAURANTLAUT HÓTELAKUREYRI HAFNARSTRÆTI 98

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.