Dagur - 30.12.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 30.12.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 30. desember 1985 anna þannig að þegar þeir drógu lín- ur sínar var ekkert á önglunum nema hausarnir. 28. „Ég á erfitt með að skilja hvað þessir frjálshyggjumenn með Versl- unarráðið í broddi fylkingar eru að hugsa,“ sagði Kristján Ásgeirsson framkvæmdastjóri Húsavíkurtogar- ans Kolbeinseyjar. Ástæða skilnings- leysis Kristjáns voru ummæli þing- mannsins Björns Dagbjartssonar en málefni Kolbeinseyjar voru þá kom- in í sviðsljósið. Björn sagði á fundi á Húsavík að auðvitað gætu Húsvík- ingarnir keypt skipið aftur eftir að það hefði verið boðið upp, en þá yrðu þeir að vera hæstbjóðendur. Var þegar kominn hrollur í menn við tilhugsunina um að missa togarann. 28. Kuldahrollur hríslaðist einnig um Guðmund Árnason veitustjóra á Dalvfk er honum var hugsað til þess ástands er myndi skapast þar ef hol- an sem Dalvíkingar fá heita vatnið sitt úr myndi hrynja saman líkt og gerðist hjá Selfyssingum. Dalvíking- ar hafa nefnilega ekki varaholu sem gæti bjónað bænum ef svo slysalega vildi til að aðalholan gæfi sig. Við skulum vona að hrollur veitustjórans taki ekki á sig verri mynd og verði t.d. að martröð. Februar 4. Pegar ákveðið hafði verið að kaupa „vélarrúmshermi" fyrir Verk- menntaskólann til að nota við kennslu þar, var ákveðið að semja við Slippstöðina á Akureyri um að srníða rafmangstöflur í „herminn". ..Það er mikilvægt fyrir okkur að afla okkur reynslu og þekkingar á þessu sviði, enda líður að því að allar vélar og stjórntæki í skipum verði tölvu- stýrð,“ sagði Sigurður Ringsted hjá Slippstöðinni við þetta tækifæri. 6. Afar skondið gys kom upp í Skagafirði. Þar hafði Sauðárkróks- bær reynt árangurslaust í tæpa öld að komast yfir land sem Skarðshreppur hafði ráðið yfir, en án árangurs. Skarpshreppur hafði haft tekjur af þessu landi, m.a. í formi fasteigna- gjalda en svo mun þó ekki verða lengur. Það kom nefnilega í ljós er gömul skjöl í vörslu Sauðárkróks- bæjar voru dregin fram í dagsljósið að Sauðárkróksbær hafði átt þetta land síðan árið 1934. II. Höldum okkur enn við Sauð- árkrók. Þar var Steinullarverksmiðja orðin fokheld þegar hér var komið sögu. Unnið var af kappi við frekari byggingaframkvæmdir og áformað að verksmiðjan tæki til stafa síðla sumars. Við komum að þessu síðar. . . 18. „Óvinur landsbyggðarinnar nr. 1“, Baldur Hermannsson, kom í heimsókn til Akureyrar í boði Sverris Leóssonar útgerðarmanns. Ástæðan var undarleg ummæli Baldurs um landsbyggðina og fólkið þar. Baldur skoðaði fyrirtæki og atvinnulíf á Akureyri og hermir sag- an að hann hafi séð í fyrsta skipti marga hluti þann dag er heimsóknin stóð yfir. 18. „Kerfiskarlar í Reykjavík eru að tefja fyrir okkur“ sagði Kristján Möller íþróttafulltrúi á Siglufirði. Siglfirðingar vildu fá að byggja ódýrt íþróttahús en kerfiskarlar voru á móti því, vildu að byggt yrði dýrt hús; endirinn varð samt sá að Sigl- firðingar höfðu sitt fram og byggja ódýrara íþróttahús en venja er hér á landi. 22. Lausir hundar á Akureyri fóru í taugarnar á kvennalistakonum og fór Sigfríður Þorsteinsdóttir bæjar- fulltrúi fram á það við bæjarráð að það tæki hundahald í bænum og reglugerðir þar að lútandi til ræki- legrar athugunar. Sigfríður benti á að talsvert væri um að fólk yrði fyrir barðinu á þessum lausu hundum, sér- staklega bréfberar, blaðburðarbörn og þeir sem lesa af mælum. 25. Kennarar í hinu íslenska Sovétmenn máttu skipa rækju aftur um borð á Akureyri vegna þess að þeir voru með gallaða vöru. 18. Þeir voru ekki öfundsverðir skipverjar á togaranum Sigluvík frá Siglufirði. Grimmdar þorskveiði var skamma siglingu frá Siglufirði en Sigluvíkin mátti sigla yfir þorsktorf- urnar vegna þess að skipið var búið með sóknarmark sitt í þann gula fyrir janúar og febrúar. Það bjargaði hins vegar Stálvík frá Siglufirði að skipið hafði verið við bryggju í nokkurn tíma vegna bilunar og gátu skipverj- ar Stálvíkur því tekið hraustlega til hendi og mokveitt þorskinn. 20. Lögreglumenn á Noðrurlandi fóru í herferð og herjuðu á mynd- bandaleigur í þeim tilgangi að her- taka ólögleg myndbönd. Akureyrar- lögreglan hafði 22 upp úr krafsinu, 7 voru tekin á Húsavík, 6 á Siglufirði og lögreglan á Sauðárkróki tók 7 myndbönd þar og á Hofsósi. 20. ,.Stóra“ stundin var runnin upp. Útvarpshlustendur víða á Norð- urlandi gátu lagt eyrun að útvarps- tækjum sínum og móttekið boðskap Rásar 2. Sátu margir í sæluvímu en ekki allir, því útsendingin heyrðist ekki alls staðar til að byrja með. Úr því var þó bætt smátt og smátt svo nú eru flestir í sæluvímu. 22. Bjarni nokkur hafði verið á þvælingi í fyrirsögnum á síðum Dags af og til frá áramótum. Ekki var það þó Bjarni Olgeirsson bæjarstjóri á Húsavík, ekki Bjarni Jónasson pípu- lagingamaður á Akureyri, heldur Bjarni Herjólfsson togari. Fiskveiða- sjóður hafði keypt skipið og nú veltu menn vöngum yfir því hvert sjóður- inn myndi selja togarann. Við kom- um að því síðar . . . 22. Hagi hf. hættir. Starfsmönn- um Haga hf. á Akureyri var sagt upp störfum enda var tilkynnt að fyrir- tækið myndi hætta starfsemi. 25. „Við ætlum að gera þeim tilboð,“ sagði Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar á Akur- eyri. Gunnar átti við að Slippstöðin myndi gera Kanadamönnum tilboð um að breyta hluta togaraflota þeirra, og sagði Gunnar það vera geysilega þýðingarmikið fyrir Slipp- stöðina ef slík verkefni fengjust. 27. Verkfall sjómanna stóð yfir og var farið að hafa slæm áhrif, enda fylgdu í kjölfarið uppsagnir fisk- vinnslufólks. Einn togari fór þó á sjó, frystitogarinn Akureyrin. Á skrifstofu útgerðarinnar fengust þær upplýsingar að gera ætti við mótor - úti á sjó! Mars 1. Samningaviðræður hófust um að Útgerðarfélag Akureyringa keypti Bjarna Herjólfsson togara. Þær við- ræður báru árangur og síðla árs hóf togarinn veiðar undir merkjum ÚA og hafði þá hlotið nafnið Hrímbakur. Er þar með lokið ferli Bjarna um síð- ur Dags. 1. „Neyðaráætlun“ var tekin í notkun hjá Menntaskólanum á Ak- ureyri vegna uppsagna kennara. Yfir 20 fastráðnir kennarar hættu störfum og sagði Tryggvi Gíslason skóla- meistari að hann teldi það skyldu skólans að koma til móts við nem- endur og veita þeim aðstöðu og styrk til að stunda námið áfram. 1. Útsendingar svæðisútvarps hóf- ust á Akureyri þennan dag. Var um tilraunaútsendingar að ræða sem skyldu standa í nokkra mánuði. 4. Dalvíkingar voru ánægðir enda höfðu fundist í malarnámum þeirra í landi Hrísa mikil verðmæti í jörðu að sögn bæjarritara Snorra Finnlaugs- sonar. Ekki var um gull að ræða eða neitt slíkt, heldur mikið af góðri steypumöl og sagði Snorri að þetta væri mikil eign. 4. Veðurspámaður Dags var kom- inn á kreik. Hann spáði af öryggi stillum og hægt batnandi tíð á Norðurlandi næstu tvo mánuði. Ekki förlaðist honum fremur en venjulega og voru tveir næstu mánuðir góðir veðurfarslega séð eða allt þar til „sumarið“ hélt innreið sína með roki og rigningum. 6. í Moskvu voru undirritaðir samningar milli Iðnaðardeildar Sam- bandsins og sovéska Samvinnusam- bandsins um kaup þeirra sovésku á Verkmenntaskólinn á Akureyri útskrifaði sína fyrstu stúdenta í júní. ullarvörum fyrir um 125 millj. íslenskra króna. „Þetta þýðir að við verðum að bæta við okkur mannskap“ sagði Sigurður Arnórs- son aðstoðarforstjóri Iðnaðardeildar við þetta tækifæri og hefur sennilega ekki þótt það miður. 6. Óslax, félag um fiskeldi í Ólafs- fjarðarvatni var stofnað. „Það er nú hlutverk hinnar nýju stjórnar að taka ákvörðun um í hvaða framkvæmdir verður ráðist“ sagði bæjarstjórinn Valtýr Sigurbjarnarson við þetta tækifæri. 8. Helgi Bergs bæjarstjóri á Akur- eyri lék hins vegar kóngspeðinu fram um tvo reiti af miklu öryggi. Helgi var þó ekki að taka þátt í Heims- meistaraeinvígi í skák, heldur lék hann fyrsta leikinn á Skákþingi Norðurlands sem hófst á Akureyri. 8. Snældu-Blesi, hinn landsfrægi graðhestur í Árgerði var aðeins far- inn að tylla í fótinn, en sennilega hef- ur fótbrot hér á landi ekki vakið aðra eins athygli og brot Blesa sem hafði um sig hirð lækna FSA. Síðla sumars hafði Blesa farið svo mikið fram að hann gat tekið „til starfa“ að ein- hverju leyti og er ekki annað að sjá en umönnun eigandans og annarra góðra manna hafi borið tilætlaðan ár- angur. 11. Snorri var skotinn við Höepf- hnersbryggju á Akureyri. Snorri var reyndar selur sem hafði verið fluttur frá Hollandi til Akureyrar og sleppt í Pollinn. Var hann auðvelt skotmark, enda gæfur mjög. 11. Trésmiðafélag Akureyrar neitaði að greiða sinn hluta í hönnunarkostnaði vegna Verkalýðs- hallarinnar. „Við teljum að hönnunarkostnaðurinn við bygging- una sé þegar kominn langt frarn úr því sem um var samið við hönnuði hússins. Þess vegna hefur stjórn fé- lagsins ákveðið að greiða ekki nema það sem okkur ber að greiða sam- kvæmt samningnum" sagði Guð- mundur Ómar Guðmundsson vara- formaður félagsins. 13. Hönnuðir hússins voru að vonum ekki ánægðir með þessi orð Guðmundar. „Við teljum að varafor- maður Trésmiðafélagsins hafi þarna vegið svo að starfsheiðri okkar að við höfum haft samband við lögfræðing og munum í samráði við hann stefna fyrir ærumeiðandi ummæli" sögðu þeir Haraldur Árnason og Aðal- steinn Júlíusson hönnuðir hússins. 15. Staðarvalsnefnd kynnti meng- unarskýrslu sem unnin hafði verið vegna fyrirhugaðrar álversbyggingar við Eyjafjörð. „Þessi bráðabirgða- skýrsla gerir ráð fyrir að magn meng- unarefna frá hugsanlegu álveri við Eyjafjörð verði 30-50% meira en vit- að er um að það yrði frá nýju álveri af fullkomnustu gerð“ sagði Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Iðn- þróunarfélags Eyfirðinga af þessu til- efni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.