Dagur - 30.12.1985, Blaðsíða 16

Dagur - 30.12.1985, Blaðsíða 16
Akureyri, mánudagur 30. desember 1985 Ritstjórn • Auglýsingar • Afgreiðsla Síminn er 24222 Ovænt í Kolbeinseyjarmálinu: Utgeröarfélag N.-Þingeyinga átti hæsta tilboðið! - Bauð 6-7 milljónum króna meira en ÚA - íshaf á Húsavík með 3. hæsta tilboðið Útgerðarfélag Norður-Þingey- inga átti hæsta tilboðið í togar- ann Kolbeinsey ÞH-10 en 6 til- boð sem bárust í skipið voru opnuð hjá Fiskveiðasjóði 19. desember. Mikil leynd hefur hvílt yfir tilboðunum, bæði hverjir þau gerðu og öðru sem þau varðar. Helstu eigendur Útgerðarfé- lags Norður-Þingeyinga eru Kaupfélag Langnesinga, Hrað- frystihús Þórshafnar, Þórshafn- arhreppur og Raufarhafnar- hreppur. Tilboð félagsins sem nam 180 milljónum króna var 6-7 milljónum króna hærra en næsta tilboð sem kom frá Útgerðarfé- lagi Akureyringa hf. en þriðja hæsta tilboðið var frá íshafi hf. á Húsavík, 160 milljónir. Um hina þrjá tilboðsgjafana er ekki annað vitað en að eitt tilboðið kom frá Grundarfirði. Þá mun það vera öruggt að Skagstrendingar buðu ekki í skipið. Þær raddir hafa verið á lofti að Útgerðarfélag Norður-Þingey- Húsavík: Frítt ílyftur Tvær af fjórum skíðalyftum á Húsavík eru komnar í gang. Lyftan við Skálamel var opnuð á annan í jólum og lyftan í Stöllum á laugardag. Ekki var lokið við að semja verðskrá fyrir afnot af lyftunum og var það nokkurs konar jóla- gjöf til bæjarbúa að bjóða þeim afnot af lyftunum endurgjalds- laust. Eftir hádegi á sunnudag voru um 100 manns á skíðum í Skálamel og biðröð myndaðist við lyftuna ,þó að hún flytji um 1300 manns á klukkutíma. IM Garðarsbraut 2: Skemmt af gufu Stórskemmdir urðu á húsinu að Garðarsbraut 2 á Húsavík í gær. Bilun varð í heitavatns- lögn á efri hæð hússins sem er tveggja hæða íbúðarhús í eigu Kaupfélags Þingeyinga. Engir bjuggu í húsinu. Vegfarandi varð var við gufu- mökk frá húsinu og er að var komið var það orðið gegnsósa af heitu vatni og fullt af sjóðheitri gufu. Hús þetta er timburhús og með eldri húsum á Húsavík, byggt skömmu eftir aldamót. Það var sýslumannsbústaður og síðar bústaður kaupfélagsstjóra. Síðan í haust hefur það staðið autt enda ekki talið íbúðarhæft, en til stóð að gera það upp og voru fram- kvæmdir hafnar utanhúss. Ekki var búið að ákveða hvað gert skyldi við húsið en margt var búið að nefna t.d. að þar yrði veitingastaður. IM Unnendur skíðaíþrótta gátu gripið til skíða sinna um helgina og brugðið sér með þau í fjallið. Og margir urðu til þess, þrátt fyrir að heldur væri kalt í veðri. Þessi mynd var tekin um hádegisbilið á laugardag. Mynd: KGA Hlíðarfjall opnað: Færíð er gott - en snjórinn mætti vera meiri „Þaö er búin að vera ágæt að- sókn þessa fyrstu daga, sér- staklega í dag,“ sagöi Ivar Sig- mundsson í Hlíðarfjalli í gær þegar hann var spurður um það hversu margir væru farnir að koma uppeftir á skíði. Hótelið og lyfturnar voru opn- Umferðin á Akureyri: Ellefu árekstrar Alls urðu 11 árekstrar á Akur- eyri frá föstudagsmorgni til hádegis í gær, þar af voru 8 árekstrar á föstudaginn. Engin meiðsli urðu á fólki. Tveir menn voru teknir grun- aðir um ölvun við akstur. Á laugardagskvöldið var mað- ur fluttur á sjúkrahús til rann- sóknar eftir að hafa fallið í stiga í Sjallanum og rotast. Ekki er vit- að til að meiðsli hans hafi verið alvarleg. -yk. uð fyrir skíðamönnum á þriðja í jólum og hafa verið opin klukk- an 11 til 15:00 þessa daga sem liðnir eru síðan. Lokað verður á gamlársdag og nýársdag en síðan verður aftur opið á sama tíma og áður greinir frá fimmtudegi til sunnudags ef veður helst kristi- legt, eins og ívar orðaði það. Snjórinn er góður það sem af honum er, sagði ívar, en víða er hann þunnur. En hvernig leggst veturinn í ívar og hans lið í fjall- inu? „Ef það verður almennileg- ur snjór þá leggst hann vel í okkur, annars ekki. Byrjunin er óvenjugóð," sagði Ivar með bjartsýnistón í röddinni. -yk. inga muni ekki geta staðið við til- boð sitt, og tilboðið mun hafa komið á óvart öðrum en Húsvík- ingum sem um það vissu fyrir- fram. „Það kemur í ljós,“ sagði Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri á Raufarhöfn sem á sæti í stjórn Útgerðarfélags N.-Þingeyinga, er við spurðum hann álits á þeim röddum að þeir myndu ekki geta staðið við þetta tilboð sitt. „Fé- lagið stendur vel og það eru sæmilega sterkir aðilar á bak við það,“ bætti Gunnar við. Við spurðum Gunnar hvort ætlunin væri að breyta Stakfelli, togara Útgerðarfélags N.-Þingey- inga í frystiskip ef félagið myndi eignast Kolbeinsey. „Það kostar ekki nema 6-7 milljónir króna að gera Stakfell að alfrystiskipi," sagði Gunnar. „Það er ekkert fyrirtæki í landinu sem getur breytt sinni útgerð þannig, eng- inn sem hefur þessa aðstöðu nema við og ef hægt væri að láta Kolbeinsey veiða í ís eins og hún er hæfust til, þá gætu þessi tvö skip sem ein eining skilað um 10 milljónum króna á ári umfram reksturskostnað.“ Viðræður Fiskveiðasjóðs og Útgerðarfélags N.-Þingeyinga munu hefjast fljótlega eftir ára- mótin. Þess má svo að lokum geta að í tilboði ÚA í Kolbeinsey var sá fyrirvari að ef það yrði til þess að Húsvíkingar misstu skip- ið yrði fallið frá því. gk-. Árni Tryggvason leikari mciddist á sýningu Leikfélags Akureyrar á Jólaævintýrinu síðastliðinn laugardag. Að sögn Signýjar Pálsdóttur leikhússtjóra gerðist óhappið þegar andi liðinna jóla var að svífa af stað með Scrooge upp í rúmið hans. Hann tognaði í baki með þeim afleiðingum að hann gat ekki stigið í annan fótinn og varð að aflýsa sýningu í leikhléi. Læknir var kvaddur á staðinn og úrskurðaði hann að Árni yrði að liggja í rúminu að minnsta kosti í einn dag en hugsanlegt er að hægt verði að sýna í kvöld. Sýn- ingu sem átti að vera í gærkvöld var hins vegar aflýst. -yk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.