Dagur - 30.12.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 30.12.1985, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 30. desember 1985 Þórsarar stóðu sig mjög vel í knattspyrnunni. Hér sést SigurðuT^^P Pálsson skora eitt marka liðsins, í leik gegn Fram sem Þór vann 2:0. Knattspyrna Það náðist ágætur árangur í knattspyrnu hér norðanlands og ber þá fyrst að nefna góðan ár- angur 1. deildar liðs Þórs sem lenti í þriðja sæti á íslandsmót- inu. Þó sá árangur sé góður hefði hann getað með smá heppni orð- ið ennþá betri. Því þó liðið hafi lent í þriðja sæti gaf það ekkert, hvorki UFEA sæti né annað. Þá var liðið aðeins hársbreidd frá því að komast í úrslit í bikar- keppni KSÍ. Engu að síður er þessi árangur Þórs sá besti sem Íiðið hefur náð til þessa. KA tókst ekki að endurheimta sæti sitt í 1. deild þó ekki hafi munað miklu eða einu stigi. En lið KA lenti í þriðja sæti í 2. deild. KA náði líka þeim árangri eins og Þór að komast í fjögurra liða úrslit í bikarkeppni KSÍ. Er það í fyrsta skipti sem liðin ná svo langt í bikarkeppninni. Siglfirðingar höfnuðu í fjórða sæti í 2. deild en fengu þó tíu stig- um minna en KA. Völsungar höfnuðu í sjötta sæti í 2. deild og virðist vera erfitt fyrir þá að kom- ast ofar á töflunni. Leiftur frá Ólafsfirði stoppaði stutt við í 2. deild og féll í 3. deild. Lið Magna frá Grenivík kom á óvart með góðum árangri í 3. deildinni en liðið var aðeins hárs- breidd frá sæti í 2. deild. Það var lið Einherja frá Vopnafirði sem vann það sæti í 2. deild sem í boði var. Tindastóll var einnig í baráttu um það sæti, þrátt fyrir að hafa misst marga menn frá fyrra ári. í 4. deild komust lið Reynis frá Árskógströnd og Vaskur í úrslitakeppnina. Liði Reynis tókst að vinna sér sæti í 3. deild að ári en Vaskarar náðu ekki að sýna nógu góða leiki til þess að komast upp. Að lokum má geta góðrar frammistöðu 3. flokks KA sem lék til úrslita á íslandsmótinu í Eyjum í sumar og hafnaði í öðru sæti. Einnig sigur KA á Pollamóti Eimskips og KSÍ sem er óopin- bert íslandsmót í 6. flokki. Er það í fyrsta skipti sem lið frá Ak- ureyri verður íslandsmeistari í knattspyrnu. Kvennalið KA og Þórs léku bæði í 1. deild í sumar. Þórsstelp- urnar höfnuðu í 5. sæti en KÁ- stelpurnar féllu í 2. deild og höfn- uðu í næstneðsta sæti. Vaxtarrækt Þau Sigurður Gestson og Aldís Arnardóttir sigruðu í sínum þyngdarflokkum á íslandsmeist- aramótinu og urðu þau einnig ís- landsmeistarar karla og kvenna. Einar Guðmann varð í öðru sæti í undir 75 kg flokki og Guðrún Reynisdóttir varð einnig í öðru sæti í léttari kvennaflokknum. Sund Mikil gróska virðist vera hjá sundfélaginu Óðni á þessu ári og krakkarnir hafa sett 102 ný Akur- eyrarmet á árinu. Þeir krakkar sem hafa verið hvað duglegastir við metabætingar eru: Bræðurnir Ármann H., Svavar Þór og Ingi- mar Guðmundssynir. Elsa Guð- mundsdóttir og Birna Björns- dóttir. Birna gerði betur en að setja Ak.met því nú um daginn bætti hún íslandsmetið í 50 m skriðsundi. Þá hafa þeir bræður einnig gert atlögur að íslands- metum og aðeins orðið spurning hvenær þeir ná að bæta þau. Júdó Akureyringar eiga geysilega sterka júdomenn í yngri flokkum. Má þar nefna fyrstan Gauta Sigmundsson sem í sumar hlaut tækniverðlaun Júdosam- bands íslands. Gauti keppir í drengjaflokki og hefur hann ver- ið sérlega sigursæll á þeim mót- um sem hann hefur tekið þátt í. Sem dæmi um góða frammistöðu hinna ungu júdomanna frá Akur- eyri má nefna að þeir hirtu 6 af 8 gullverðlaunum á Drengjameist- aramóti íslands sem fram fór í janúar síðastliðnum. Þeir sem fengu gull voru: Gauti Sigmunds- son, Júlíus Arnarson, Jón Ó. Árnason, Baldur Stefánsson og Karl Jónsson. Þá fengust ein gull- verðlaun fyrir flokkakeppni. Það er því greinilegt að þjálfari drengjanna, Jón Öðinn Óðinsson hefur unnið mikið og gott starf. _____________Blak______________ Akureyringar urðu mjög sigur- sælir á íslandsmóti öldinga í blaki sem fram fór á Akureyri í apríl síðastliðnum. Óðinn sigraði í karlaflokki og Eikin í kvenna- .flokki í 1. deild. Bæði karla og kvennalið KA spila í 1. deild í dag og verður að segjast eins og er að árangur þeirra er lítill til þessa. Karlaliðið hefur aðeins unnið einn leik en kvennaliðið engan. Golf Golfklúbbur Akureyrar átti 50 ára afmæli á árinu og af því tilefni var gefin út af klúbbnum vegleg afmælisbók. íslandsmótið í golfi fór fram á velli félagsins að Jaðri og þótti takast mjög vel. í meist- araflokki karla og kvenna sigr- uðu þau Sigurður Pétursson og Ragnhildur Sigurðardóttir GR. í 2. flokki kvenna sigraði Sigríð- ur B. Ólafsdóttir frá Húsavík og í 3ja fjokki karla Bessi Gunnars- son frá Akureyri. Kristján Hjálmarsson frá Húsavík varð Norðurlandsmeist- ari í sumar. Kristján hafði tals- verða yfirburði í karlaflokki og er óumdeilanlega besti kylfingur á Norðurlandi þetta árið. í kvenna- Siguröur Gestsson, ókrýndur konungur vaxtarræktarmanna á Akureyri. Landsmót í golfi var haldið á Akureyri. Hér sést Jón G. Sólnes sem var ann- ar heiðursgesta mótsins slá upphafshögg mótsins. flokki varð Inga Magnúsdóttir frá Akureyri, Norðurlandsmeist- ari eftir harða baráttu við Sigríði B. Ólafsdóttur frá Húsavík. í unglingaflokki sigraði Magnús Karlsson frá Akureyri. Þá urðu þeir Kristján Hjálm- arsson GH og Magnús Karlsson GA báðir í öðru sæti í sínum flokki á Unglingameistaramóti íslands í sumar. Akureyrarmeistarar í meist- araflokki karla og kvenna urðu þau Björn Axelsson og Inga Magnúsdóttir. Húsavíkurmeistarar í meist- araflokki karla og kvenna urðu þau Kristján Hjálmarsson og Sig- ríður B. Ólafsdóttir. Inga Magnúsdóttir GA náði sér í enn ein verðlaunin er hún sigraði í meistaraflokki kvenna á Jaðarsmótinu í sumar og í karla- flokki sigraði Magnús Jónsson GS. _______Badminton__________ Á Norðurlandsmótinu í bad- minton sem fram fór í vor sigraði Haraldur Marteinsson TBS tvö- falt. Hann sigraði Kristinn Jóns- son TBA í úrslitum í einliðaleik og þeir Haraldur og Kristinn unnu svo þá Hauk Jóhannsson o| Girish Hirlekar í tvíliðaleik. í einliðaleik kvenna sigraði Sigrún Jóhannsdóttir TBS Guðbjörgu Guðleifsdóttur TBS í úrslitaleik. Þær stöllur kepptu síðan saman í tvíliðaleik en töpuðu í úrslitum fyrir þeim Jakobínu Reynisdótt- ur og Guðrúnu Erlendsdóttur TBA. í tvenndarleik sigruðu Guðbjörg Guðleifsdóttir og Odd- ur Hauksson, þau unnu Sigrúnu Jóhannsdóttur og Sigurð Stein- grímsson í úrslitum. Á Akureyrarmótinu sem einn- ig fór fram í vor urðu helstu úrslit þessi: í A-flokki karla sigraði Kristinn Jónsson, í kvennaflokki sigraði Guðrún Erlendsdóttir. í tvíliðaleik karla sigruðu Sveinn B. Sveinsson og Fjölnir Freyr Guðmundsson, í kvennaflokki sigruðu þær Guðrún Erlendsdótt- ir og Jakobína Reynisdóttir. f tvenndarleiknum sigruðu þau Girish Hirlekar og Ragnheiður Haraldsdóttir. Þá fór Unglingameistaramót Norðurlands fram á Siglufirði í vor og urðu Akureyringar og Siglfirðingar mjög sigursælir á mótinu. Frjálsar íþróttir Frjálsar íþróttir voru í lægð á árinu eins og undanfarin ár. Hæst ber þó glæsilegur árangur Aðal- steins Bernharðssonar á Meist- aramóti íslands í sumar. Þar vann Aðalsteinn þrenn gullverð- laun. Þá þykist undirritaður vera bú- inn að drepa á það helsta sem norðlenskir íþróttamenn unnu sér til frægðar á árinu. Það skal þá tekið fram að ekki er útilokað að einhverjir hafi orðið útundan þar sem þetta er það viðamikið. -KK Birna Björnsdóttir sunddrottning hefur staðið sig mjög vel á árinu og sett fjölda meta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.