Dagur - 30.12.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 30.12.1985, Blaðsíða 11
30. desember 1985 - DAGUR - 11 Þórsarar leika í 1. deild í körfuboltanum. Hér sést einn þeirra í baráttu undir körfunni. Nú í lok ársins 1985 er freist- andi að fara yfir helstu afrek norðlenskra íþróttamanna á árinu. Er ætlunin að stikla á stóru og reynt að geta um það helsta í hverri grein. Mörg góð afrek unnust á árinu þannig að af nógu er að taka. Handbolti Bæði Akureyrarliðin Þór og KA léku í 2. deild á síðasta keppnistímabili og skiptu þau bæði um deild að loknu tímabil- inu. KA sigraði með glæsibrag í 2. deild og unnu sér sæti í 1. deild nú í haust. Þór féll í 3. deild og spilar þar í dag. Nú um áramót eru aðeins 3 umferðir eftir í 1. deild og lið KA er í 5. sæti. Liðið hefur leikið ágætlega og á góða möguleika á áframhaldandi setu í 1. deild. Þórsarar hafa átt æði misjafna leiki það sem af er og ná að mínu viti ekki sæti í 2. deild að ári. Liðið er þó fyrir ofan miðja deild og enn getur allt gerst. Völsungur frá Húsavík tók að nýju þátt í íslandsmóti eftir nokkura ára hlé. Liðið leikur í 3. deild og hefur sýnt ágæta leiki þó ekki séu stigin mörg. Völsung- ar eru rétt fyrir neðan miðja deild en unnu nú fyrir stuttu sinn fyrsta heimaleik að Laugum í Reykja- dal. í liðinu eru bæði gamlir landsliðsmenn og ungir knatt- spyrnumenn frá Húsavík og hef- ur liðið sýnt framfarir í hverjum leik. Körfubolti Meistaraflokkur Þórs lék á síð- asta ári í 1. deild og leikur þar enn. Liðinu tókst ekki að vinna sér sæti í Úrvalsdeildinni á síð- asta keppnistímabili. Þá þykir það orðið nokkuð Ijóst að liðið nái ekki heldur að vinni sér sæti í Úrvalsdeildinni að ári. Liöinu hefur gengið illa á útivelli og leik- ið misjafnlega heima. Framarar eru langefstir í deildinni og þrátt fyrir að mikið sé eftir af mótinu stefnir í öruggan sigur þeirra. Tvö önnur líð að norðan leika í íslandsmótinu í körfubolta. En það eru lið Tindastóls og LfSAH, sem bæði leika í 2. deild. Sauð- krækingum hefur gengið vel það sem af er móti og unnið alla sína þrjá leiki. í 2. deild er spilað i tveimur riðlum og fara tvö lið úr hvorum riðli í úrslitakeppni. Svnt þykir að lið Tindastóls verði eitt þeirra. Aftur á móti hefur liði USAH gengið illa og ekki fengið stig ennþá. Skíöi Norðlenskt skíðafólk stóð sig mjög vel að vanda. Hæst stendur árangur Guðrúnar H. Kristjáns- dóttur sem varð fjórfaldur ís- landsmeistari í alpagreinum og auk þess bikarmeistari SKÍ. Þá var Guðrún útnefnd skíðamaður ársins hjá SKÍ 1985 nú rétt fyrir jólin. Guðrún hefur stundað æfingar af krafti nú í sumar og haust bæði heima og erlendis. Það verður því fróðlegt að fylgj- ast með henni á nýja árinu. Daníel Hilmarsson stóð sig einnig vel á árinu og var með for- ystu í bikarkeppni SKÍ alveg fram á skíðalandsmótið en þá tókst Guðmundi Jóhannssyni frá ísafirði að skjótast upp fyrir hann. Daníel hefur verið erlendis í svo til allt haust ásamt landsliðs- þjálfaranum Hafsteini Sigurðs- syni við æfingar og keppni. Guðrún Pálsson frá Siglufirði varð fjórfaldur íslandsmeistari í göngu á á iandsmótinu og sigraði með miklum yfirburðum á öllum vegalengdum. Baldvin Kárason frá Siglufirði átti einnig gott tímabil og sigraði til að mynda bæði í 10 og 15 km göngu á landsmótinu svo og tví- keppninni. Þorvaldur Jónsson frá Ólafs- firði fór einnig á landsmót og sigraði það bæði í skíðastökki og norrænni tvíkeppni. Þá má einnig geta þess að Ak- ureyringar voru sigursælir á ís- landsmóti öldunga á skíðum sem fram fór á ísafirði. Magnús Ing- ólfsson sigraði bæði í svigi og stórsvigi í flokki 40-45 ára. Svan- berg Þórðarson sigraði einnig tvöfalt í flokki 45 ára og eldri. Karólína Guðmundsdóttir sigr- aði í svigi kvenna og Sigurður Aðalsteinsson í göngukeppni í flokki 35-45 ára. Ekki er hægt að nefna það helsta úr skíðaheiminum án þess að segja frá því að Andrésar and- ar leikarnir voru haldnir á Akur- eyri í apríl síðastliðnum og var það fjölmennasta mót sem haldið hef- ur verið til þessa. Mótið fór vel fram og við ágætar aðstæður. Kraftlyftingar Ætli nokkur íslenskur íþrótta- maður hafi náð eins langt á al- þjóðamælikvarða og Kári Elíson kraftlyftingamaður. Kári varð Norðurlandameistari í sínum flokki í Noregi. Hann varð í öðru sæti á Evrópumeistaramótinu í Hollandi og einnig í öðru sæti á heimsmeistaramótinu í Finnlandi nú í haust. Þessi árangur Kára auk þess sem hann bætti rnörg Is- landsmet og varð íslandsmeistari í sínum þyndgarflokki, verður lengi í minnum hafður. Þá stóö Víkingur Traustason sig einnig mjög vel. Víkingur varð Norðurlandameistari í sín- um þyngdarflokki í Noregi, hann lenti í 6. sæti á Evrópumeistara- mótinu en varð úr leik á lieims- meistaramótinu. Víkingur lenti í ööru sæti í sínum þyngdarflokki á íslandsmótinu nú síðast auk þess sem bæði'hann og Kári unnu minni mót hér innanlands. Valdís Hallgrímsdóttir, betur þekkt úr frjálsíþróttaheiminum varö Islandsmeistari í sínum þyngdarflokki í kraftlyftingum í vor. Einnig gerði Jóhannes M. Jóhannesson það gott er hann tryggði sér sigur í 90 kg flokki á íslandsmeistaramóti unglinga í kraftlyftingum á síðasta vetri. Fimleikar Akureyringar urðu mjög sigur- sælir á Unglingameistaramóti ís- lands í fimleikum sem fram fór síðastliðinn vetur. Matthea Sig- urðardóttir varð þrefaldur ís- landsmeistari i flokki 15-16 ára. sigraði í æfingum á gólfi. stökki og samanlögðu. Sigurður Ólason vann 5 gullverðlaun. hann sigraði í samanlögðu og í æfingum í hringjum, á svifrá. á tvíslá og á bogahesti. Guðlaugur Halldórs- son varð íslandsmeistari í æfing- um á hesti. Sverrir Ragnarsson varð þriðji í samanlögðu í flokki 13-14 ára. Þá varð Stefán Stef- ánsson í 2. sæti í flokki 15-16 ára. Baldvin Hallgrímsson sigraði með vfirburðum á Akureyrar- mótinu í fimleikum í vor. Bald- vin hlaut samtals 6 titla á mótinu og í k\ ennaflokki stóðu þær sig best. Hanna Dóra Markúsdóttir og Hildur Björk Sigbjörnsdóttir Guðrún H. Kristjánsdóttir varð fjórfaldur íslandsmeistari á Landsmótinu á Siglufirði og einnig var hún kjörin skíðamaður ársins. Baldvin Hallgrímsson varð 6-faldur Akureyrarmeistari í fímleikum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.