Dagur - 08.01.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 8. janúar 1986
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN,
GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik),
YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Ueiðari._______________________________
Það verður að
greiða niður
í áramótaræðu sinni í sjónvarpi sýndi for-
sætisráðherra, Steingrímur Hermannsson,
með línuritum hvernig íslendingar hafa ævin-
lega brugðist við erfiðleikum og samdrætti á
rangan hátt eða með því að taka erlend lán.
í ræðu forsætisráðherra kom fram að hag-
vöxtur hafi allt frá stríðsárum verið að meðal-
tali 2,5% á mann eða meiri en í flestum öðrum
löndum að Japan undanskildu. Þessi hag-
vöxtur hefur hins vegar verið mjög breytileg-
ur og nánast sveiflast frá miklum hagvexti
eitt árið í samdrátt í þjqðarframleiðslu annað.
Áberandi eru þrjú tímabil, þar sem samdrátt-
ur í þjóðarframleiðslunni varð einkar mikill.
Þetta var á árunum 1948-1952, 1967-1968 og
síðast 1982-1983. í öll skiptin stafar þessi
samdráttur af aflabresti. Líklega býr engin
önnur þjóð við aðrar eins sveiflur í þjóðar-
framleiðslu.
Forsætisráðherra sagði að þarna væri að
leita grundvallarástæðu fyrir efnahagserfið-
leikum íslendinga. Sérstaklega yrði það ljóst
þegar þess væri gætt, að aflaleysi og sam-
drætti hefur nánast undantekningarlaust ver-
ið mætt með auknum erlendum lántökum.
Með öðrum orðum, þegar afli bregst og þjóð-
artekjur minnka hafa íslendingar yfirleitt ekki
dregið úr neyslu og fjárfestingu, heldur brúað
bilið með erlendum lánum. Af þessum sökum
hafa skuldir þjóðarinnar erlendis sífellt haldið
áfram að vaxa, þar sem þess hefur ekki verið
gætt að greiða þær niður þegar betur hefur
árað.
I línuritinu sem forsætisráðherra sýndi
landsmönnum kom einnig mjög skýrt fram
hvernig verðbólguþróunin hefur fylgt sam-
dráttarskeiðunum. Verðbólgan hefur rokið
upp á hverju samdráttarskeiði. Erfiðleikum
sjávarútvegsins hefur ekki verið mætt með
því að draga úr kostnaði, heldur með því að
fella gengið. Afleiðingin varð stöðugt vaxandi
verðbólga sem fór að lokum úr böndunum í
upphafi ársins 1983.
Öllum má vera ljóst að lífskjör hér á landi
væru ekki nema brot af því sem þau eru ef
ekki hefðu verið tekin erlend lán til fjárfest-
ingar í nýjum framleiðslutækjum. En greini-
lega hefur verið farið of geyst, einkum í lán-
tökum til neyslu og óarðbærra fjárfestinga.
Með öðrum orðum hafa íslendingar lifað um
efni fram í hátt í fjóra áratugi. Vonandi láta
menn sér þetta að kenningu verða nú þegar
aflabrögð aukast. Það verður að byrja að
greiða niður.
A/iðtal dagsins.
Ljósmynd: gej.
„Rjúpan í Hrísey eins
og kýmar á Indlandi
Þorsteinn Þorsteinsson segir frá rannsóknum á rjúpu
í Hrísey í viðtali dagsins
Þorsteinn Þorsteinsson er í
viðtali dagsins að þessu sinni.
Hann er Hríseyingur að ætt og
uppruna en hefur búið á Akur-
eyri frá 18 ára aldri. Hans aðal-
áhugamál er fuglaskoðun og er
hann í hópi þeirra manna sem
árlega fara um bæjarlandið og
telja fugla. Reyndar hefur Þor-
steinn haft atvinnu af því í
nokkur sumur að rannsaka
fugla, nánar tiltekið rjúpu í
Hrísey.
„Þegar rjúpnarannsóknir hóf-
ust í Hrfsey árið 1963 gerðist ég
aðstoðarmaður Dr. Finns heitins
Guðmundssonar fuglafræðings
og var með honum í 10 næstu
sumur og aðstoðaði hann við
rannsóknir, bæði í Hrísey og víða
um landið.“
- Hvernig vildi það til að þú
fórst að vinna við fuglarannsókn-
ir?
„Það var nú bara vegna áhuga
míns á fuglum. Ég vann á þessum
tíma hjá Sæmundi Stefánssyni
sem á hálfa Hrísey. Þegar
rjúpnarannsóknirnar byrjuðu
kynntist ég Finni og það kom svo
af sjálfu sér, þegar Finnur komst
að því að ég hefði áhuga á fuglum
spurði hann hvort ég vildi ekki
vinna hjá sér.“
- Var hann þá með fleiri að-
stoðarmenn í vinnu?
„Já, það voru ýmsir strákar
sem komu með honum að sunnan
og þá aðallega námsmenn, þar á
meðal Ævar Petersen sem tók
svo við af Finni. En ég var eini
heimamaðurinn.“
- Hvað var það svo sem þið
voruð að rannsaka hjá rjúpu-
stofninum í Hrísey?
„Það var nú verið að rannsaka
það hvernig stæði á þessum
sveiflum á stofninum. Hann er 3
ár að detta niður og 7 ár að hefja
sig upp aftur. Þetta eru regluleg-
ar sveiflur og rjúpustofninn er
yfirleitt í hámarki þegar ártalið
endar á tölunni 6. Það er sem sagt
búist við að stofninn nái hámarki
á þessu ári. Svo hrynur hann á
þremur árum.“
- Hvað eru þessar sveiflur
stórar?
„Þær eru mjög stórar. Ég get
nefnt sem dæmi að þegar stofn-
inn náði hámarki árið 1966 voru
320 pör í eyjunni en hafa líklega
verið um 30 þremur árum síðar.“
- Og gildir það sama um allt
land?
„Já, við rannsökuðum nokkuð
mörg svæði á landinu. Við vorum
með Heiðmörk í Reykjavík,
Kvísker í Öræfum og Birnistaði í
Laxárdal, auk Hríseyjar. Það
hafa aldrei komið fram óyggjandi
svör við því af hverju rjúpna-
stofninn sveiflast svona en það ei
ábyggilega margt sem hjálpast
að. Það er þekkt í náttúrunni
með aðrar tegundir að þegar
stofninn er vaxinn upp fyrir eitt-
hvert hámark þá hrynur hann.
Þannig er þetta til dæmis með
læmingja. Þegar stofninn er orð-
inn of stór fyrirfara þeir sér í stór-
hópum. Sennilega er þetta mjög
svipað og með mannfólkið. Áður
fyrr þegar mannfellar urðu af
völdum svartadauða og annarra
plága þá var það eins og náttúran
væri að reyna að hafa hemil á
fjölgun mannkyns.
Það unnu við þessar rannsókn-
ir grasafræðingar, erfðafræðingar
og fleiri og það kom margt
merkilegt í ljós. T.d. er ekki sami
blóðflokkur í rjúpum sem lifa í
Hrísey og þeim sem lifa annars
staðar á landinu. Hún fer það lít-
ið á milli. Rjúpan fer í land yfir
veturinn og við merktum rjúpur í
eyjunni til að sjá hvert hún færi.
Þegar leið á veturinn og farið var
að skjóta, auglýstum við eftir
merkjum og fengum þau send.
Mest af þeim kom frá Grenivík
og Dalvík. Eitthvað af merktum
rjúpum veiddist líka lengra inn
með firðinum og utar. Það lang-
lengsta sem vitað er til að rjúpa
hafi farið frá Hrísey er vestur yfir
Tröllaskagann, til Hofsóss, það-
an fengum við eitt merki.
Hrísey er alveg einstakur stað-
ur til að rannsaka rjúpu því að
þar er hún friðuð. Það hefur ekki
verið skotin rjúpa í eyjunni í
fleiri áratugi. Þetta er bara eins
og með kýrnar á Indlandi, þær
eru látnar alveg afskiptalausar.
Aðkomumenn í Hrísey eru alveg
undrandi á að sjá rjúpuna í öllum
görðum, uppi á húsþökum og
enginn skiptir sér af þeim. Þegar
stofninn er í hámarki eiga þær
það til að fara inn í hús ef þau
standa opin.“
- Hefur þú skotið rjúpu?
„Nei, aldrei. Ég gæti ekki skot-
ið rjúpu að gamni mínu. Ég var
náttúrlega með þe_gar við skutum
fugla til rannsókna. Við urðum
að skjóta rjúpu til að athuga hvað
fæðu hún hefði innbyrt en ég hef
aldrei farið á rjúpnaveiðar.“ -yk.