Dagur - 08.01.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 08.01.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 8. janúar 1986 Vantar starfsstúlku í Pylsu- vagninn á Ráðhústorgi frá kl. 11-16. Þarf að byrja 10. janúar. Upplýsingar í síma 24810 eftir kl. 8 á kvöldin. Pésa pylsur. Vantar þig vinnu? Saumastofan Þel auglýsir eftir konu við viðgerðir og sauma á skinnafatnaði og fl. Þarf að vera verklagin, vandvirk og útsjónar- söm. Vinnutími eftir samkomulagi, 3-6 klst. á dag. Uppl. á Sauma- stofunni Hafnarstræti 29. Ekki í sfma. Get tekið að mér börn í pössun V4 daginn. Get byrjað strax. Uppl. í síma 26367 eftir hádegi. Félagsvist verður haldin að Mel- um í Hörgárdal föstudagskvöldið 10. janúar kl. 21. Kvenfélagið. Til sölu Mazda 626 árg. 1984. Ekin 23 þúsund km. Uppl. í síma 24990. Hestar til sölu. Til sölu 8 vetra brúnn hestur með allan gang. Einnig 7 vetra rauðvindóttur klárhestur með tölti. Uppl. í síma 25997 í hádeg- inu og eftir kl. 19.00. Hestamenn - Hestamenn. Tökum að okkur tannröspun og járningar á hestum í vetur. Útveg- um skeifur. Vanir menn. Einar Jónasson, sími 25068. Einar Örn Grant, sími 22029. íbúð til leigu. Fjögurra herbergja íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi við Keilusíðu til leigu til 1. júlí. Laus strax. Uppl. í síma 21721 á skrifstofutíma og í síma 22735 milli kl. 17-20. Herbergi óskast. Óska eftir að taka herbergi á leigu. Uppl. í síma 25426 á daginn. Tveggja herbergja íbúð óskast til íeigu. Upplýsingar í síma 25968 eftir kl. 19. Saumanámskeið hefjast fimmtu- daginn 9. janúar. Uppl. í síma 26919 eftir kl. 19.00. Skákmenn Eyjafirði. Skákþing Eyjafjarðar hefst sunnu- daginn 12. janúar ’86 að Þela- merkurskóla kl. 13.30. Teflt veröur í tveimur flokkum fullorðinna og unglinga. Teflt verður um helgar. Stjórnin. Til sölu Polaris Centurion árg. ’80, ek. 2.000 mílur. Polaris Cobra 440 árg. '79, ek. 500 mílur. Topp sleðar. Bflasalan hf. Skála v/Kaldbaksgötu símar 26301 og 26302. Jólakort og póstkort óskast. Þeir sem ekki halda jólakortum sinum og póstkortum til haga en myndu vilja láta þau af hendi við safnara, eru beðnir að hafa sam- band við Alla á fyiánárbakka. Sími (96) 41957. Árshátíðir - Þorrablót. Salurinn til leigu fyrir árshátíðir og þorrablót. Café Torgið, sími 24199. Hreingerningar, teppahreinsun, gluggaþvottur. Tökum að okkur hreingerningar á íbúðum, stigagöngum og stofnun- um, einnig teppahreinsun með nýrri djúphreinsivél sem hreinsar með góðum árangri. Vanir og vandvirkir menn. Aron í síma 25650 og Tómas í síma 21012. Hreingerningar-Teppahreinsun. Tökum að okkur teppahreinsun, hreingerningar og húsgagna- hreinsun með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Uppl. í síma 21719. Ökukennsla. Vilt þú læra á bíl eða bifhjól? Lærið á hagkvæman og öruggan hátt á nýja GM Opel Ascona 1600. Útvega öll prófgögn og vottorð. Egill H. Bragason, ökukennari, símar 23347 ★ 22813 hringdu og kynntu þér auglý5ÍngaKjörin (96)24222 Útbieulilusta dagblaðið jyrir norðati -bækuc. I.O.O.F. 2 = 1671108V4 = Atk. Lionsklúbburinn Huginn. Félagar munið fundinn á morgun, fimmtudag- inn 9. janúar kl. 12.05. Kiwanisklúbburinn Kaldbakur. Fundur fimmtudaginn 9. janúar kl. 19.30. Hrólfsfélagar koma í heimsókn. Fyrirlesari: Bernharð Haraldsson, skólameist- ari. Stjórnin. Spiluð verður félagsvist að Bjargi fimmtudaginn 9. desember kl. 20.30. Mætum vel. Allir velkomnir. Spilanefnd Sjálfsbjargar. Vinningsnúmer í Byggingarhapp- drætti Tónlistarskóla Ragnars Jónssonar: 1. Ford Excort Laser: 10399. 2. -11. Ferð með Flugleiðum að eigin vali kr. 15.000: 644, 8811, 22016, 17577, 13115, 16778, 17167, 10876, 22019, 26631. 12.-31. Ferð með Flugleiðum að eigin vali innanlands kr. 4.000: 23904, 10318, 2999, 18158, 27582, 12127, 28933, 8001, 28140, 16388, 14479, 3455, 8895, 24993, 9976, 14505, 3263, 5206, 25196, 12500. 32.-64. Vöruúttekt fyrir kr. 5.000: 2452, 14503, 24730, 6946, 24830, 21616, 5243, 29739, 17318, 21559, 17873, 21549, 24994, 22095, 12108, 9192, 3601, 26500, 10956, 13896, 12929, 18381, 2832, 28083, 5215, 11781, 13273, 29867, 24209, 8014, 1725, 27290, 9641. ORÐ DagSINS SÍRII Minningarsjóður Rannveigar og Jóns Sigurðssonar til styrktar æskulýðsstarfi Hjálpræðishersins. Minningarspjöldin fást hjá Her- mínu Jónsdóttur, Strandgötu 25b og Hjálpræðishernum, Hvanna- völlum 10. - •> ■ ■ ■ ■ Leikféíag AÁureyrar JóCaœvintýri Söngleikur byggður á sögu eftir Charles Dickens. Sunnudaginn 12. janúar kl. 16.00. Miðasalan opin í Samkomu- húsinu alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Sími 96-24073. Bráð banarað Ný bók eftir höfund bókanna um Rambó Út er komin ný bók eftir hinn kunna spennusagnahöfund, David Morrell en hann skrifaði bókina „/greipum dauðans (First Blood)“ sem sam- nefnd kvikmynd var gerð eftir. Sögu- hetjan, Rambó, varð síðan tilefni annarrar bókar og kvikmyndar, Rambó. Þessi bók Morrell sem nú kemur út nefnist á íslensku, Bráð banaráð og er efni hennar kynnt þannig á bókarkápu: „Allt byrjaði þetta í heimsstyrjöldinni síðari og endaði þrjátíu og sjö árum síðar á skelfi- legan hátt. Pétur Houston kemur til Frakklands til að efna gamalt heit um að heimsækja leiði föður síns sem dáið hafði í stríðinu. En yfir- völd tjá honum að leiðið finnist ekki og franskur vinur föður hans sem lofað hafði að annast gröfina hafði horfið á dularfullan hátt árið 1944. Eini maðurinn sem veit leyndarmál hans er gamall og lasburða prestur sem er þögull eins og gröfin. Leit Péturs snýst upp í martröð er eigin- kona hans ferst í dularfullu bílslysi. Pétur sver þess dýran eið að hefna konu sinnar og láta einskis ófrestað til að komast til botns í málinu. Leikurinn berst um borgir Frakk- lands og upp í Alpana en Pétri Houston er ljóst að voldugir and- stæðingar eru á slóð hans. Hann berst gegn ofbeldi, lygum, spillingu og svikum sem rekja má þrjátíu og sjö ár aftur í tímann . . . Bókina þýddi Andrés Kristjáns- son. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Oddi hf. prentaði. Gengisskráning 7. janúar. Eining Kaup Sala Dollar 42,000 42,120 Pund 60,417 60,590 Kan.dollar 29,858 29,943 Dönsk kr. 4,7151 4,7286 Norsk kr. 5,5840 5,5999 Sænsk kr. 5,5530 5,5689 Finnskt mark 7,7908 7,8130 Franskur franki 5,6172 5,6333 Belg. franki 0,8424 0,8448 Sviss. franki 20,2928 20,3508 Holl. gyllini 15,2772 15,3208 V.-þýskt mark 17,2096 17,2588 ítölsk líra 0,02523 0,02530 Austurr. sch. 2,4472 2,4542 Port. escudo 0,2684 0,2691 Spánskur peseti 0,2750 0,2758 Japanskt yen 0,20862 0,20922 írskt pund 52,445 52,595 SDR (sérstök dráttarréttindi) 46,0671 46,1982 Símsvari vegna gengisskráningar: 91-22190. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eig- inmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÞÓRHALLS JÓNASSONAR, Hafnarstræti 33, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri og á Kristneshæli. Lilja Guðlaugsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Svikavefur á sjúkrahúsi eftir Konsalik Svikavefur á sjúkrahúsi nefnist fjórða bók þýska spennusagnahöf- undarins Heinz G. Konsalik sem Ið- unn gefur út. „Lík ungrar stúlku er flutt af skurðstofu sjúkrahússins um miðja nótt. Enginn veit hver fylgdi henni á sjúkrahúsið né hverjir ættingjar hennar eru. Þessa nótt hefst harm- leikur sem hefur örlagaríkar af- leiðingar á sjúkrahúsinu. Erika Werner er ungur læknir sem stendur í ástarsambandi við Bornholm yfir- lækni, aðalskurðlækni sjúkrahúss- ins. Henni er ekki ljóst að hann not- ar hana á miskunnarlausan hátt til að hylma yfir glæp. Frami hans og starf gengur fyrir öllu og Bornholm er til alls vís er böndin berast að honum. Hann á öfluga andstæðinga sem staðráðnir eru í að knésetja hann.“ Heinz G. Konsalik er viðlesinn afþreyingahöfundur og koma bækur hans út á fjölda tungumála. Bæk- urnar sem áður hafa komið út eftir hann á íslensku nefnast: „Hjarta- læknir mafíunnar", „Eyðimerkur- læknirinn" og „Hákarlar um borð“. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. Oddi hf. prentaði. Auglýsingastofan Octavo hannaði kápu. Jóakim -vönduð og umhugs- unarverð barnabók Iðunn hefur sent frá sér barnabók- ina Jóakim eftir norska rithöfundinn Tormod Haugen. Þetta er afar vel skrifuð og næm lýsing á lífi ungs drengs. Áður hefur verið þýdd önn- ur bók á íslensku eftir sama höfund, Náttfuglarnir, sem fjallar um sömu söguhetju. Þessar bækur hafa verið þýddar á fjölda tungumála og fengið mikla viðurkenningu og lof gagnrýn- enda. Þær hafa m.a. hlotið verðlaun norskra bókmenntagagnrýnenda og þýsku barnabókaverðlaunin. Um efni bókarinnar segir m.a.: Jóakim er að verða níu ára gamall. Hann á heima í sambýlishúsi ásamt mömmu sinni og pabba. Mamma vinnur í kjólabúð og pabbi er kenn- ari. En pabbi fer ekki í skólann því að hann er hræddur. Jóakim er líka hræddur. Um leið og hann vaknar um morguninn veit hann að eitthvað skelfilegt hefur komið fyrir. Jóakim verður að fóta sig í ótryggum heimi, þar sem krakkarnir geta verið and- styggilegir og fullorðna fólkið pukr- ast með leyndarmál sem börnin eiga ekki að geta skilið. Hann vill hafa bæði pabba og mömmu hjá sér en það gengur ekki alltaf vel. Oft bíður Jóakim ósigra, en hann gefst ekki upp. Og stundum sýnir hann styrk sem hann vissi ekki að hann ætti til. Eins og þegar hann stoppar Róbert í miðju innbroti. . . Bókin er gefin út með styrk úr þýðingarsjóði Norðurlandaráðs. Njörður P. Njarðvík þýddi. Auglýs- ingastofan Octavo hannaði kápu. Oddi hf. prentaði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.