Dagur - 08.01.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 08.01.1986, Blaðsíða 12
M091 Akureyri, miðvikudagur 8. janúar 1986 Ritstjórn • Auglýsingar • Afgreiðsla Síminn er 24222 „Það er alveg óhætt að segja að það sé hundur í okkur vegna þess hversu lítil sú upp- hæð er sem við fáum til fram- kvæmda við höfnina,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson bæjar- stjóri í Ólafsfirði er Dagur ræddi við hann í gær. „Við fáum 200 þúsund krónur til framkvæmda við höfnina og finnst alveg eins að það hefði mátt sleppa þessu alveg, eins og að vera með svona kjánaskap. Það væri nær að safna saman þessum tíköllum á einn stað til þess að eitthvað væri hægt að gera. Við ætluðum okkur að fara í vinnu við smábátahöfn og hugs- anlegt er að við reynum það þrátt fyrir þessa afgreiðslu." - Hvað um aðrar framkvæmd- ir í bænum? „Því miður er ekki útlit fyrir að þær verði miklar að vöxtum. Ég reikna þó með að við munum reyna að malbika um 700 metra kafla hér í bænum eins og gert hefur verið undanfarin ár. Aðrar stórframkvæmdir verður ekki um að ræða eins og málin standa í dag,“ sagði Valtýr. gk-. Tilraunir gerðar með blöndun villirefs og búrefs - á Möðruvöllum - Refabúið í algerri einangrun Á MöðruvöUum í Hörgárdal hófust í vor tilraunir og rann- sóknir á íslenskum villiref, með kynblöndun í huga. Ætlunin er að komast að því hvaða liti íslenski refurinn, oft nefndur melrakki, hefur upp á að bjóða og leita að mismunandi litaafbrigðum sem ekki hafa komið fram annars staðar, því allt sem kemur fram af nýjum lit- um í þessari búgrein getur orðið verðmætt. Viðfangsefnið í fyrstu verður að ná hvíta litnum úr villirefnum yfir í bláref til þess að fá svokall- aðan hvítref. Markmiðið er að hvítrefurinn haldi feldgæðum og öðrum framleiðslueiginleikum blárefsins. Síðan yrði hvítref og svo kölluðum silfurref æxlað saman, en þetta eru tvær mismunandi tegundir. Þá fæst fram ófrjór teg- undablendingur með skinnaaf- brigði sem kallað er „golden island" eða „gullna eyjan" en það skinn er ákaflega verðmætt og eftirsótt á alþjóðamarkaði. Tilraunir- þessar eru unnar í samvinnu á milli Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins (RALA), Tilraunastöðvarinnar á Keldum, veiðimálastjóra, Bún- aðarfélags íslands og Sambands íslenskra loðdýraframleiðenda. Að sögn Stefáns Aðalsteinssonar deildarstjóra hjá RALA taka sumar þessara tilrauna langan tíma. „Blendingar milli blárefs og villirefs munu væntanlega fæðast í vor en fyrstu hvítrefirnir vorið 1987. Og það verður ekki fyrr en árið 1988 sem við getum vænst þess að fá „golden island“- feldinn.“ Stefán sagði að í upphafi hefði verið byrjað með 130 yrðlinga úr íslenskum grenjum en síðan hefði komið upp sjúkdómur, smitandi lifrar-og heilahimnu- bólga, sem hefði drepið á annan tug dýra. „Þetta er sjúkdómur sem er landlægur í villiref hér á landi og að öllum líkindum er a.m.k. einn annar sjúkdómur í íslenska refnum. Það er því stórhætta á ferðum ef refabændur taka villt- an ref inn á bú sín og gæti verið dauðadómur yfir búinu. Við þurfum að sjá til þess að þeir refir sem við erum með verði sjúk- dómalausir þegar við sleppum þeim út til refabænda. Það er þó nokkuð erfitt viðfangs- efni, en búið á Möðruvöllum er í algerri sóttkví og um það er gengið nánast eins og um svarta- dauðabæli væri að ræða“, sagði Stefán Aðalsteinsson að lokum. BB. Aðaldalsflugvöllur: Nýja flugstöðin senn í notkun Nú styttist óðum í það að nýja flugstöðin við Aðaldalsflugvöll verði tekin í notkun, en bygg- ingarverktaki hennar er að skila verkinu af sér þessa dag- ana. Að sögn Rúnars Sigmundsson- ar umdæmisstjóra Flugmála- stjórnar sem hefur aðsetur á Ak- ureyri, er stefnt að því að taka flugstöðina í notkun sem fyrst og sagðist hann reikna með að það Engu er logið þótt sagt sé, að starfsmenn Slippstöðvarinnar fáist við stórverkefni. Að minnsta kosti er þetta verkefni töluvert stærra en maðurinn. Mynd: KGA gæti orðið um næstu mánaðamót eða um miðjan febrúar. „Flugmálastjórn á eftir að vinna þarna við frágang og flutn- inga á öllum tækjum, fjarskipta- tækjum og stýribúnaði fyrir flug- brautarljós og þess háttar. Þá er verið að bjóða út húsgögn í stöð- ina, flugvélastæðið við stöðina er tilbúið og einnig vegur að stöð- inni. Viðbrigðin verða eflaust mikil á Aðaldalsflugvelli enda er ekki hægt að segja að þar hafi verið flugstöð, aðeins kofaræfill sem svo sannarlega er kominn tími til að verði leystur af hólmi. gk-. Húsavík: Skilaði hluta þýfisins Hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Húsavík brugðu sér á áramóta- dansleik í boði bæjarsjóðs ásamt fjölda annarra Húsvík- inga. A meðan laumaðist einhver inn um svalardyr á íbúð þeirra og hnuplaði myndavél og hljómplöt- um. Þegar hjónin urðu þess vör kærðu þau hvarf munanna til lög- reglu sem hóf rannsókn málsins. Það sem gerðist næst var að sá fingralangi laumaðist sömu leið inn í íbúðina og skilaði mynda- vélinni og hluta af hljómplötun- um. Nú bíða hjónin og vona að „fingralangur" skili þeim plötum sem hann hefur enn í fórum sínum. - IM Siglufjörður: Ekkert slys í umferðinni Siglfirðingar eru eflaust í hópi fárra sem verða ekki illa fyrir barðinu á bflaumferð. Þeir voru svo heppnir, að ekkert al- varlegt umferðarslys varð þar í bæ á nýliðnu ári. Þetta þýðir samt ekki að Sigl- firðingar eigi ekki eins marga bíla og aðrir landsmenn, heldur virð- ast þeir fara gætilegar í umferð- inni en margir aðrir. Vegalengdir eru ekki mjög miklar í bænum svo margir fara fótgangangandi til vinnu sinnar. Einnig er há- markshraði 35 km á klukkustund og segja menn að það sé megin- ástæða þess að svo fá slys verða. Einnig þurfa ökumenn að taka mikið og gott tillit til fótgangandi vegfarenda á veturnar, því oft er mikill snjór á þeim árstíma á Siglufirði og erfitt að hreinsa gangstéttar svo gott þyki. Þurfa því fótgangendur að vera á götunum og verða því ökumenn að gæta sín vel, eins og sýnir sig í því að ekkert alvarlegt urnferð- arslys varð þar í bæ á síðasta ári. Engu að síður verða óhöpp í um- ferðinni þar eins og annars staðar. Sem betur fer er um að ræða minni háttar óhöpp, þar sem aðallega verða skemmdir á ökutækjum. gej-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.