Dagur - 08.01.1986, Side 11

Dagur - 08.01.1986, Side 11
8. janúar 1986 - DAGUR - 11 Texti og myndir: Gestur Kristinsson, blaðamaður Dags á Blönduósi starfsmönnum hefði fækkað úr 35 í sumar í 22 nú um áramótin, vegna samdráttar í starfseminni. „En ég er ekkert svartsýnn,“ sagði Hilmar, „þetta lagast með vorinu, þetta verða svona 3-4 mánuðir.“ Óskar Húnfjörð hjá Brauð- gerðinni Krútt, sagði að hjá þeim hefði fækkað um 7 manns upp á síðkastið, sumpart vegna hag- ræðingar, en aðallega vegna sam- dráttar. Hann sagði mjög dökkt framundan hjá bökurum vegna fyrirhugaðs vörugjalds á kökur og hætta á stórauknum innflutn- ingi, þar sem erlendar kökur eru þegar með vörugjaldi og hækka því ekki. Þá kvað Óskar fólks- fæðina gera allan atvinnurekstur erfiðari, auk þess sem Blönduós og nágrenni væri láglaunasvæði og fólk ætti hreint ekki peninga til eyðslu á við það sem gerðist víða annars staðar. „Mér finnst sárgrætilegt að heyra menn tala um að setja allt að 60 milljónir í höfn á Blönduósi. Miklu nær væri að setja þessa upphæð í uppbygg- ingu á iðnaði sem gæfi ábyggilega miklu fleiri atvinnutækifæri, ég vil fá hér stóriðju," sagði Óskar. „En ég vil samt rækjuvinnslunni vel, en sé bara ekki að það sé hægt að bæta sífellt við þann flota, sem er að eltast við allt of fáa fiska.“ Þá sagði Óskar að það væri íhugunarefni hvort sá mikli fjöldi sem starfar hjá ríki eða bæ, hafi ekki sljóvgandi áhrif á fram- farir í atvinnulífinu. Ragnar Ingi Tómasson, for- maður atvinnumálanefndar á Blönduósi sagði að nýlokið væri könnun hjá fyrirtækjum á staðnum, öðrum en opinberum fyrirtækjum og útkoman virtist sú að litlar eða engar breytingar yrðu hjá þeim í nánustu framtíð. „Ástandið er heldur lakara núna, en undanfarin ár,“ sagði Ragnar „en þó er hér um að ræða árvisst atvinnuleysi á þessum tíma. Ég er mjög dapur með hvað litlu fé er veitt hingað af fjárlögum til framkvæmda t.d. við héraðshæl- ið, íþróttahúsið og höfnina, ef haldið væri áfram með þessar Hvað er að gerast á Blöndu- ósi? Er byggðin í hættu? Hefur Blönduós gleymst í byggða- stefnunni? Þessar og álíka spurningar vakna þegar maður fer að skoða atvinnumál eða uppbyggingu staðarins. Að minnsta kosti eitt fyrirtæki, sem veitt hefur 10-12 manns atvinnu, er til sölu og heyrst hefur um annað, þar sem starfa 4-5 menn. Þá hafa önnur fyrirtæki dregið saman starf- semi sína og þar af leiðandi þurft að fækka fólki. Um ára- mót voru 15 manns á atvinnu- leysisskrá og er talið öruggt að þeim fjölgi mikið nú í janúar. Heyrst hefur að á milli 5 og 10 fullbúin einbýlishús séu til sölu auk húsa í byggingu og smærri íbúða og verður það að teljast talsvert hátt hlutfall á svo litlum stað sem Blönduósi. En hvað með uppbyggingu staðarins og ný tækifæri, er engin glæta? Varla getur það talist, en þó ber að geta þess að Kaupfélag Húnvetninga virðist vera eini að- ilinn sem reynir að klóra í bakkann, en K.H. keypti fyrir nokkru súpugerðina Vilko, og mun færa starfsemina norður á næstunni. Má búast við að þar skapist atvinna fyrir 4-5 mann- eskjur. Dagur hafði samband við nokkra aðila á Blönduósi um ástandið, og fara svör þeirra hér á eftir. Einar Evertsen eigandi tré- smiðjunnar Eik sagði öll líkindi á að trésmiðjan Eik hætti starf- semi á næstunni, alla vega hefur komið til tals að selja húsnæði fyrirtækisins og var öllum starfs- mönnum sagt upp nú fyrir ára- mót alls 10 manns. Þá sagði Einar að hann héldi að sér höndum sem stæði og tæki engar ákvarðanir um framhald, fyrr en ljóst væri hvort húsnæði seldist eða ekki. Aðspurður hvað gerðist ef hús- næði seldist ekki, sagði Einar að til greina kæmi að reyna aftur, en það væri ekki á að lítast, því verkefni væru nánast engin sjáan- leg framundan. Einar reiknaði með að flestir fyrrverandi starfs- menn fyrirtækisins færu fljótlega á atvinnuleysisbætur. Hilmar Kristjánsson hjá Trésmiðjunni Stíganda sagði að „Við þyrftum að fá stóriðju á svæðið,“ segir Óskar Húnfjörð. framkvæmdir þyrfti enginn að vera atvinnulaus á Blönduósi," sagði Ragnar. Að lokum sagði Ragnar Ingi: „Ég sé ekki hvað þessir skarfar eru að hugsa, sem eiga að vera þingmenn okkar. Þeir eru með hugann við eitthvað allt annað og vonandi man fólk það í næstu kosningum“ - G.Kr. Ragnar Ingi Tómasson, formaður Atvinnumálanefndar Blönduóss. Akureyringar Eyfirðingar Skemmtið ykkur með þingeyskum harmonikuleikur- um í Lóni við Hrísalund laugardaginn 11. janúar. Dansað verður frá kl. 22.00 til 03.00 e.m. Verið velkomin. Harmonikufélag Þingeyinga. Laus störf Vegna aukinna umsvifa viljum við ráða í eftirfarandi störf: Sníðingu á leðri. Samsetningu á skóm. Saumakonur á dag- og kvöldvakt. Símavörslu og gerð tollskýrslna. Ef þú hefur til að bera áhuga, mætir vel og stundvíslega, dugnað, og síðast en ekki síst gott skap. Þá ert þú starfsmaður sem við þurfum á að halda og þú ættir að hafa samband við okkur strax í síma 21900, Úlfar. SKÓGERÐIN AKUREYRI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.