Dagur - 05.02.1986, Page 5
5. febrúar 1986 - DAGUR - 5
Jesendahornið-
„Þá er eitthvað að
hjá þeim sómakæm
- Athugasemd við grein Óskars Sigtryggssonar
Jóna Sigurgeirsdóttir, skrifar:
Ástæðan fyrir því að ég sest
niður til að skrifa þessar línur, er
grein eftir Óskar Sigtryggsson í
Degi 3. febrúar, þar sem hann
fjallar um sjónvarpsþáttinn
„Spjallað við listamann“. Ég segi
nú bara, aumingja maðurinn, að
láta sér detta í hug að skrifa um
efni, sem hann ber ekkert skyn-
bragð á.
Mér fannst þessi umræddi
þáttur, þar sem Megas talaði við
Bubba Morthens, alveg frábær,
enda ætlar sjónvarpið að endur-
sýna hann á laugardaginn kemur.
Mér finnst aðdáunarvert, þegar
fólk hefur kjark til að koma fram
í sjónvarpi, til að segja heiðar-
lega frá sjálfu sér. Bubbi er
ekki að sýnast neitt annað en
hann er. Og það, að kenna
Bubba um það að unglingar hafa
leiðst út í óreglu er svo fáránlega
heimskulegt, að það tekur engu
tali. Ég held að Óskar Sigtryggs-
son ætti að kynna sér þessi mál
betur, áður en hann hleypur með
þau í blöðin.
Óskar talar um að Bubbi hugsi
ekki mikið um afdrif þeirra ungl-
inga, sem tekið hafa lífsmáta
hans til fyrirmyndar. Þarna hefur
Óskar ekki mikla hugmynd um
hvað hann er að segja. Bubbi
hefur gert mikið af því að vara
unglinga við hættulegum eitur-
lyfjum. Á tónleikum sínum hefur
hann talað um þessi mál af hrein-
skilni og reynslu. Þegar fólk lend-
ir í óreglu, þá er þar engum utan-
aðkomandi um að kenna. Það er
fólkið sjálft sem kemur sér út í
þetta.
Óskar talar um, að það sé
niðurlægjandi að lenda í eitur-
Utsölunni lýkur
föstudaginn 7. febrúar
Enn er hægt að gera góð kaup á barnafatnaði
og leikföngum á frábæru verði.
\Jw
Bubbi Morthens
lyfjum. Vissulega er hörmulegt
að lenda í slíku. En ég kýs frem-
ur að kalla þetta sjúkdóm, því
svo sannarlega verður þetta
sjúklegt. En með hjálp er hægt
að ná sér út úr svona hörmungum
og ég lít upp til þeirra sem geta
staðið upp og sagt frá sinni
reynslu, því með því eru þeir að
vara aðra við. Þannig hjálpa þeir
öðrum, sem eru sjúkir.
Það getur komið fyrir alla, að
lenda í óreglu. Satt best að segja
hélt ég að fólk væri ekki lengur
haldið slíkum fordómum, sem
fram koma í grein Óskars. Hann
talar um að umræddur sjónvarps-
þáttur sé ósvífni við „sómakæra
sjónvarpsáhorfendur“. Sko, ef
fólk þolir ekki að til séu menn,
sem þora að koma heiðarlega
fram og segja frá sér og sínu lífi,
og eru ekki að sýnast eitthvað allt
annað en þeir eru, ja, þá held ég
að eitthvað sé að hjá þeim
„sómakæru".
Þessi sjónvarpsþáttur var frá-
bær og þeir sem ég hef talað við
um þáttinn voru mjög hrifnir. Þar
var þó um að ræða fólk á öllum
aldri, þar af einn 64 ára. Bubbi
og Megas eiga því aðdáendur á
öllum aldri.
Óskar talar líka um tónlistina
hans Bubba. Ég hef þó grun um,
að Óskar hafi ekki mikið hlustað
á hana, þannig að hann ætti ekki
að dæma það sem hann ekki
þekkir. Ég vil benda Óskari á, að
hlusta á plötuna „Kona“ og
hlusta vel eftir textunum, sem all-
ir eru verulega góðir, auk þess
sem lögin eru verulega falleg. En
ef til vill eru textarnir hættulegir
fyrir þessa „sómakæru“, sem
ekki þola að heyra sannleikann
um lífið.
Þessi sjónvarpsþáttur var frá-
bær og ég vona að þessir „sóma-
kæru“ hætti þessari afbrýðisemi
út í fólk, sem þorir að vera það
sjálft.
Oskudagurinn nálgast
Fyrir öskudaginn:
Grímur, hattar,
búningar, indíána-
fjaðrir, byssur,
andlitslitir, andlits- og
hár- „spray“.
Einnig margt annað
sniðugt t.d. nef í lausu
og fleira.
Kiwanismenn munu knýja dyra dagana 7.-9. febrúar
og bjóða barmmerki til sölu. AHur
reirner