Dagur - 05.02.1986, Side 11

Dagur - 05.02.1986, Side 11
5. febrúar 1986 - DAGUR - 11 Félag málmiðnaðarfyrirlækja vilja „stýrt viðhald“ skipa: Hagræðing sem kemur öllum til hagsbóta Eitt stærsta viðfangsefni máimiðnaðarfyrirtækja hér á landi eru viðgerðir og viðhald skipa, véia, tækja og mann- virkja. Við þetta starfa þús- undir manna um allt land og gífurlegir fjármunir í húfi að vel sé staðið að þessum grund- vallarþætti við rekstur atvinnu- lífs landsmanna. Þetta kemur fram í frétt frá Félagi málmiðnaðarfyrirtækja, en þar segir ennfremur: Ekki er nokkur vafi á að unnt er að auka framleiðni í þessum efnum veru- lega öllum til ávinnings: Smiðj- unum, starfsmönnum þeirra og ekki síst viðskiptaaðilum. Að því hafa samtök málmiðnaðarfyrir- tækja unnið markvisst síðustu ár. Að því er varðar viðgerðir og viðhald atvinnutækja er um þess- ar mundir merkum áfanga náð. Félag málmiðnaðarfyrirtækja kynnir nú breytt vinnubrögð við viðhald skipa, véla, tækja og mannvirkja. Ffér er um að ræða afrakstur mikils undirbúnings- starfs, sem byrjaði á markvissum aðgerðum í smiðjunum sjálfum og miðuðu að því að auka hið svonefnda „innra eftirlit“ sem er forsenda alls árangurs í stjórnun. Síðan hefur þessi viðleitni innan greinarinnar miðast að því að tengjast viðskiptaaðilum m.a. til þess að þeir geti nýtt sér afrakst- ur þróunarstarfsins sem - eins og áður getur - beinist fyrst og fremst að því að auka framleiðni í viðgerðar- og viðhaldsverkum. í meðfylgjandi riti, sem sent hefur verið til hundruða fyrir- tækja og stofnana, er gerð lausleg grein fyrir uppbyggingu og virkni umrædds viðhaldskerfis, sem kallað hefur verið „STÝRT VIÐHALD". Far kemur m.a. fram, að með stýrðu viðhaldi er átt við kerfisbundnar aðgerðir sem miða að því að halda kostn- aði á viðgerðum véla, tækja og mannvirkja í lágmarki, en auka jafnframt rekstraröryggi þeirra með því að minnka líkur á óvæntum bilunum. Slíkar óvænt- ar bilanir eru oft á tíðum gríðar- lega alvarlegar, einkum þegar vél eða tæki bilar, sem er ómissandi til þess að halda starfsemi fyrir- tækja eða skipa gangandi. Þess er t.a.m. dæmi að togarar hafa verið dregnir vélarvana að landi vegna þess að lítil skífa bilaði og enn- fremur, að heilar verksmiðjur hafa stöðvast vegna bilaðrar vél- ar í vinnslurás. Með STÝRÐU VIÐHALDI minnka líkur á slík- um uppákomum verulega auk þess sem allt viðhald og endur- nýjun verður markvissara og ódýrara. Félag málmiðnaðarfyrirtækja gerir sér mæta vel ljóst, að engar skyndilegar stökkbreytingar verða í þessum mikilvæga þætti í atvinnulífi landsmanna með til- komu umrædds viðhaldskerfis. Engu að síður er með því búið að marka þær leiðir sem málmiðn- aðurinn mun fara til að auka fram- leiðni í þessum efnum. Því hefur verið haldið fram, að greinin hafi ekki fylgst sem skyldi með þróun- inni og dregist aftur úr. Ekkert skal um það fullyrt en hitt er ljóst að með STÝRÐU VIÐHALDI er hafin ný sókn til umtalsverðra framfara í viðgerðum og viðhaldi skipa, tækja og mannvirkja. Hvort hún tekur lengri eða skemmri tíma fer að verulegu leyti eftir undirtektum viðkom- andi aðila. Nú þegar eru nokkur fyrirtæki að taka upp STÝRT VIÐHALD og hafa þau sent menn á námskeið hjá Félagi málmiðnaðarfyrirtækja til þess að tileinka sér þær aðferðir sem unnið er eftir. Svig-°9 M göngusK»ö» og stafir Úrval af hinum heimsþekktu Dynastar svig- og gönguskíðum bæði fyrir börn og fullorðna. Trappeur skíðaskór í úrvali. Artex gönguskíðaskór. Swix skíðaáburður. Einnig ódýrir skíðagallar og stakar skíðabuxur á börn Fjölskyldunámskeið einkum miðaö við aðstandendur alkoholista verður haldið á Akureyri 7.-9. febrúar (föstudag kl. 20.30- 23.00, laugardag og sunnudaa kl. 9.00-18.00). Þátt- taka tilkynnist starfsmanni S.A.Á: á Akureyri í síma 25880. Fjöiskyldunámskeiðið Akureyri. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 5. febrúar 1986 kl. 20-22 verða bæjar- fulltrúarnir Úlfhildur Rögn- ! valdsdóttir og Gunnar Ragn- ars til viðtals í fundarstofu bæjarráðs í Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. AKUREYRARBÆR g|| Leikfimin í Húsi aldraðra er byrjuð aftur eftir hádegi mánudaga og fimmtudaga kl. 14-15 og 15-16. Komið og verið með. Félagsmálastofnun. Vantar rafvélavirkja að góðu fyrirtæki á Akureyri. Þeir sem hafa áhuga leggi nöfn sín á afgreiðslu Dags merkt: „Rafvélavirki" fyrir 10. febrúar. Ráðskona Viljum ráða ábyggilega konu til að sjá um kaffi- stofu og fleira. Vel borgað starf. Upplýsingar á staðnum. Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson & Co. hf. Síðasta spilakvöldið í þriggja kvölda keppninni verður föstudaginn 7. febr- úar að Hótel KEA kl. 20.30. Heildarvinningur: Flugfar fyrir tvo til Reykjavikur. Einnig verða góð kvöldverðlaun. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Akureyrar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.