Dagur - 10.02.1986, Síða 3

Dagur - 10.02.1986, Síða 3
10. febrúar 1986 - DAGUR - 3 Baldvin og Kjartan nýkomnir úr flugi. „Ætli ég láti ekki sólóprófið nægja“ - Flugkennari og flugnemi teknir tali á Akureyrarflugvelli Ertu flugrædd(ur)? Já svar- aður, ertu flughrædd(ur)? Ef svo er veistu hvað er best til að yfir- vinna flughræðslu? Álit margra er að best sé að fljúga aldrei. Það er út í hött því samgöngur eru það háðar flugi, að menn komast stutt ef ekki er flogið. Hvað dregur ungt fólk að flugi? Ævintýraþrá, von um góða og vel launaða vinnu, eða eitthvað annað? AlLa vega eru nógu margir í flugnámi. Þegar við áttum leið um Akureyrarflugvöll um daginn, renndi lítil flugvél sér inn til lendingar. Þar sem flug- áhugi ..er innbyggður í okkur fórum við til móts við flugvélina litlu og náðum mynd af tveimur ungum mönnum sem stigu út úr þessu kríli. Þar voru á ferðinni Baldvin Birgisson flugkennari og nemandi hans Kjartan Bjarnason flugvirki. - Hvað er flugvirki að gera í flugnámi? „Þetta getur varla kallast nám ennþá, því þetta er annar tím- inn sem ég tek í fluginu,“ segir Kjartan, 27 ára gamall og vinn- ur hjá Flugfélagi Norðurlands. - Eru þessir tveir tímar nóg til að kveikja flugbakteríuna frægu? „Já, ég held það. Þetta er geysilega gaman. Jú ætli ég haldi ekki áfram.“ - Ætlarðu þá að hætta í flug- virkjun og gerast flugmaður? Kjartan brosir. „Nei ætli ég láti mér ekki nægja sólópróf í byrjun. Kannski tek ég einka- flugmanninn seinna, hver veit?“ Baldvin er flugkennari hjá F.N. Auk þess er hann líka flugmaður á áætlunarleiðum fé- lagsins. Er flugkennsla skemmtileg? „Já, mjög skemmtileg.“ - Eitthvaðkostarþað,erþað ekki? „Ef taka á einkaflugmanns- próf þarf að taka minnst 66 flugtíma auk bóklegs nám- skeiðs. Hver flugtími kostar svo 2.400 krónur. Svo ég reki áróð- ur fyrir flugkennslunni, þá geta menn borgað 10 tíma fyrirfram, en fá síðan 11.“ - Er mikill áhugi? „Geysilega mikill. Það er al- veg nóg að gera í þessu.“ Ekki lætur þú þér nægja að fljúga þessum litlu rellum. Hver er draumurinn? „Hann er að komast á stærri og skemmtilegri flugvélar.“ - Eru einhverjir möguleikar á því? „Það er aldrei að vita,“ segir Baldvin og bætir við, „má ég ekki bjóða þér í smá flug?“ - Gamla flugmannshjartað tekur kipp. Jú takk. Og við fór- um í flug. Ætli við segjum ekki frá því seinna? gej- Leikklúbbur Skagstrendinga: Ekkert leikrit sýnt á 10. afmælisárinu Það byrjar heldur illa 10 ára verður ekkert leikrit á dagskrá afmælisárið hjá Leikklúbbi þeirra í vetur. Skagstrendinga, en að sögn „Það gekk ekkert hjá okkur að Guðmundar Hauks Sigurðs- fá leikstjóra og auk þess reyndist sonar formanns leikklúbbsins mjög erfitt að fá fólk í hlutverk, Vetrarhörkur á Hólsfjöllum Sannkölluð vetrarveðrátta var á Hólsfjöllum allan janúar- mánuð. Hörku stórhríðar með fannkomu lokuðu öllum veg- um til og frá hreppnum en til áramóta var fært til allra átta. Menn urðu að grípa til snjó- sleðanna og eins hafa póstferðir í janúar verið farnar á snjóbíl. Um tíma herti svo að með haga, að taka varð alla hesta á gjöf og er það næsta fátítt á Hólsfjöllum og gerðist síðast snjóaveturinn 1975. Nú um mánaðamótin gerði tveggja daga hláku og voru þá troðnar slóðir með jeppum til Mývatnssveitar og austur á Jök- uldal, og er það von manna að veður stillist svo að hægt verði að hafa not af þessum slóðum. Á mánudag fundust tvær kind- um á Hólssandi norðan við Hólssel. Voru þær furðuvel á sig komnar miðað við veðurhaminn sem geisað hefur. Eigandi þeirra er Benedikt Sigurðsson í Gríms- tungu. G.Ó. sérstaklega karlhlutverkin, en meiningin var að setja upp „Ást- in sigrar“ eftir Ólaf Hauk Símon- arson en þar eru þrjú hlutverk sem í þyrftu að vera vanir karlar um þrítugt," sagði Guðmundur. „Hins vegar erum við ekkert stopp, því við munum standa að þorrablóti þann 8. febrúar ásamt kvenfélaginu og þá er meiningin að gera afmælisdagskrá með ýmsu úr sögu klúbbsins og hafa skemmtun um páskana. Annars er héðan allt gott að frétta en kannski má segja að menn gleðjist helst yfir því að nú virðist loks ætla að verða mögu- legt að nota skíðalyftuna en hana hafa menn lítt getað notað síðan nýr skíðaskáli var reistur sumarið 1984, því það hefur varla fest snjó síðan,“ sagði Guðmundur Haukur að lokum. G.Kr. ’ ———................. ' ' ' ' Toshiba örbylgjuofninn fæst hjá okkur Veriö velkomin og kynnist þvi hvernig hægt er aft matrei&a allan venjulegan mat i Toshiba örbylgjuofninum á otrulega stuttum tíma. Hvers vegna margir réttir verfta betri úr Toshiba ofninum en gömlu eldavélinni. Og þér er óhmtt aft láta börnin baka. Og siftast en ekki sist. Svo þú fáir fulikomið gagn af ofninum þinum holdum vift matreiftslunámskeift fyrir ________________________eigendur Toshiba ofna._______________ Nýkomin búsáhöld fyrir örbylgjuofna SIEMENS Þvottavélar, eldavélar, ísskápar og fleira, einnig smá heimilistæki í úrvali til dæmis: Hitateppi: Tilvalin gjðf handa pabba og mömmu eöa afa og ömmu. Einnig kaffikönnur, handhrærivélar ásamt fylgi- hlutum, brauðristar með hita- grind, eggjasjóðarar, straujárn með og án gufu, hraðgrill og ótal margt fleira. Blomberq þvottavélar, ísskápar og eldavélar. Viðurkennd gæðavara. 2ja ára ábyrgð. Búsáhöld í úrvali Tótu barnastollinn Sérstaklega hentugur og þsgilegur í flutningi. PETRA smá heimilistæki í úrvali. Mýjung t.d. hraðsudukanna, nytsöm til margra hluta. ^ NYLAGNIR wnúr " Kaupangi v/Mýrarveg. Simi 26400 Verslið hjá fagmanni. Framsóknarfélag Húsavíkur Fundarboð Almennur félagsfundur verður haldinn í Framsókn- arfélagi Húsavíkur mánudaginn 10. febrúar kl. 20.30. í Garðari. Dagskrá: a. Hvað hefur áunnist í atvinnumálum á kjörtímabil- inu? b. Kosningaundirbúningurinn. c. önnur mál. Mætið vel. stjórnln -A Hjúkrunarfræðingar aB Ijósmæður Eftirtaldar stöður við heilsugæslustöðvar eru lausar til umsóknar nú þegar: Keflavík, staða hjúkrunarfræðings Seltjarnarnes, staða hjúkrunarfræðings Selfoss, staða hjúkrunarfræðings Dalvík, hálf staða hjúkrunarfræðings Djúpivogur, staða hjúkrunarfræðings Eyrarbakki, staða hjúkrunarfræðings og Ólafsvík 75% staða Ijósmóður. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygginga málaráðuneytinu fyrir 10. mars 1986. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 5. febrúar 1986. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, óskar að ráða skrifstofumann í hálfa stöðu á Launadeild. Verslunarskólapróf- eða hliðstæð menntun æskileg, ásamt einhverri reynslu í launaúrvinnslu. Upplýsingar um starfið veitir launafulltrúi í síma 22100. Umsóknir, sem greini frá menntun og fyrri störfum, berist á skrifstofu F.S.A. fyrir 21. febrúar n.k. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.