Dagur - 10.02.1986, Síða 8

Dagur - 10.02.1986, Síða 8
8 - DAGUR - 10. febrúar 1986 NAMSKEIÐ Raddstyrking ★ Raddbeiting ★ Framsögn Þarft þú í starfi þínu að tala í sífellu? Finnurðu fyrir þreytu og þurrki í hálsinum? Hvernig væri að kynnast stigvísri slökun, djúpöndun og reyna að styrkja röddina? Bæta framsögnina og almenna tjáningu? Hvað um að koma á námskeið hjá okkur? Þórey Eyþórs, talmeinafræðingur. Þráinn Karlsson, leikari. Nánari upplýsingar og innritun í síma 25774. Firmakeppni í knattspyrnu innanhúss Knattspyrnuráð Akureyrar auglýsir eftir þátttöku í firmakeppni innanhúss 1986. Þátttökurétt hafa öll fyrirtæki/starfshópar á Akureyri og í nágrenni. Heimilt er fyrir tvo aðila að sameinast um lið í keppnina, ef þeir vegna fámennis hafa ekki í lið. Með þátttökutilkynningum skal fylgja nafnalisti yfir þá leik- menn er þátt taka og er óheimilt að breyta þeim lista eftir að keppni er hafin. Þátttökurétt hafa þeir starfsmenn sem voru á launaskrá fyrirtækis 1. febrúar sl. Bent skal sérstaklega á að leikið verður samkvæmt nýj- um reglum er samþykktar voru á síðasta K.S.Í. þingi. Þátttökulistum, ásamt þátttökugjaldi, kr. 3.000 fyrir 1 lið, kr. 5.000 fyrir 2 lið og kr. 1.000 fyrir hvert lið umfram 2, skal skila til Sveins Björnssonar Plastiðjunni Bjargi eða Davíðs Jóhannssonar N.T. umboðinu, fyrir 22. febrúar 1986. K.R.A. Ritstjórn • Afgreiðsla • Auglýsingar Sími 24222 „Konan segir að ég sé giftur apótekinu" - Kjartan Aðalsteinsson, apótekari á Blönduósi, í spjalli við blaðamann Dags Hann var að tala í símann þegar ég kom á umsömd- um tíma, og þvílíkt tungu- mál sem maðurinn notaði inn á milli, sennilega var hann að panta eitthvað til lyfjagerðar, því sá sem ég var kominn til að taka viðtal við er Kjartan Aðal- steinsson apótekari á Blönduósi. - Algengasta spurningin fyrst Kjartan, hvaðan ertu? Frá Kjörmarkaði KEA Hrísalundi Hjá okkur fáið þið sprengidags- saltkjötið beint úr tunnunni Baunir, fíesk og rófur Velkomin í Hrísalund Hrísalundi. „Ég er fæddur í Reykjavík og tel mig því Reykvíking en ef þú ætlar að fara út í ættfræðina, þá get ég sagt þér að pabbi er héðan frá Blönduósi.“ - Hvernig er námsferill lyfja- fræðings? „Að loknu þessu hefðbundna var ég fyrst tvö ár í H.í. og síðan þrjú ár við nám í Kaupmanna- höfn þar sem ég tók kandídats- próf í lyfjafræði. Að námi loknu vann ég í fimm ár við lyfjainn-. flutning. Síðan fór ég til Seyðis- fjarðar og var þar í u.þ.b. fimm ár sem apótekari. Þú ferð nú að halda að ég verði þá fimm ár hér líka,“ segir Kjartan og hlær við. - Þarf maður að vera lyfja- fræðingur til að meiga vera apót- ekari? „Maður verður að vera kand- ídat í lyfjafræði en það er eins með okkur og kennara; það verða ekki allir kennarar skóla- stjórar, þó að þeir verði að vera lærðir kennarar til þess að geta orðið skólastjórar. Það eru ekki nema rétt um 40 lyfjafræðingar apótekarar en lyfjafræðingar eru um 200 í landinu!" - Hvernig kunnir þú við þig í Kaupmannahöfn? „Ég kunni vel við mig og þetta var mikil lífsreynsla. Auðvitað fannst manni margt skrýtið fyrst en munurinn er ekki svo ýkja mikill. Sumrin eru þægilegri og lengri en hér heima, en veturnir ósköp líkir því sem er í Reykja- vík. Bjórinn? Jú, jú, hann er ágætur en ég sakna hans ekkert sérstaklega. Ég eignaðist t.d. bjórkassa í haust og hann entist í þrjá mánuði." - Nú hefur heyrst að við ís- lendingar séum miklar pilluætur, erum við það? „Nei, það held ég ekki, annars er erfitt að bera þetta saman. Það var t.d. gerð könnun fyrir nokkr- um árum. Þá kom fram, að hér var notað meira af ýmsum pensil- ínmeðulum en á hinum Norður- löndunum, en ekki af taugatöfl- um ýmiss konar.“ - Nú er mjög mikið talað um pillunotkun alls konar í umræð- unni um eiturlyf, og oft sagt að of auðvelt sé að komast yfir þær pillur sem þetta fólk sækist helst eftir. Geta apótekarar eitthvað gert í málinu? „Það er ákaflega lítið hægt að gera á stórum svæðum eins og í Reykjavík, þar sem menn þúrfa ekki að fara í sama apótekið nema með löngu millibili. En á smærri stöðum, eins og til dæmis hér, er þetta tiltölulega auðvelt þar sem maður lærir fljótt að þekkja fólkið. Þess vegna þýðir ekkert fyrir sama manninn að koma aftur og aftur með þess konar lyfseðla, jafnvel þó honum tækist að verða sér úti um þá. Nei, það er ekkert sameiginlegt eftirlit með þessu og áreiðanlega mjög erfitt að koma því við. Enda er þetta orðinn mjög ósvíf- inn hópur, sem í þessum eitur- lyfjamálum starfar, og finnur upp ótrúlegustu aðferðir til að verða sér úti um efnin.“ - En Kjartan, á hverju ári er birtur listi yfir hæstu skattgreið- endur hér og þar á landinu og yfirleitt er þó nokkuð um lyfsala á þessum listum. Eruð þið svona ríkir? „Lyfsalar hafa góð laun, já, en þarna er annað og meira á ferð- inni sem fólk áttar sig ekki á. Það er nefnilega átt við allan rekstur- inn, en ekki bara laun lyfsalans því að lyfsöluleyfið er persónu- bundið og það má t.d. ekki stofna um það hlutafélag.“ - Hvað um áhugamál nýja apótekarans á Blönduósi? „Þau eru fá. Það væri þá helst skíði; við skruppum stundum með krakkana á skíði. Við eigum þrjú börn V/2 árs, 7 og 9 ára, stráka á báðum endum. En ann- ars má segja að vinnan sé mitt aðaláhugamál enda segir konan að ég sé giftur apótekinu!“ - Jæja Kjartan eitthvað að lokum? „Að lokum já. Ja, ég má ekki segja að ég voni að allir hafi það gott, því þá drepst ég! En ég vona bara að mér takist að þjóna Húnvetningum vel og að mér komi til með að líka vel hér, eins og mér líkaði vel á Seyðisfirði," sagði þessi líflegi apótekari í lok samtalsins. G.Kr.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.