Dagur - 12.02.1986, Page 1

Dagur - 12.02.1986, Page 1
Svalbarðseyri: Uppboðunum var frestað Kaupfélags Svalbarðseyrar í gær. Lögfræðingar kröfuhafa, sýslu- maður Þingeyinga, og stjórnar- formaður kaupfélagsins voru mættir til uppboðsins kl. 11.00 í gærmorgun. Samkomulag náðist hins vegar við kröfuhafa um að fresta uppboðinu um þrjá mán- uði og greiddi kaupfélagið eina milljón króna upp í skuldir sínar. ____________________gej- Akureyrarbær: Afnám fastrar yfirvinnu A fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær var samþykkt að gera sérstakt átak til að minnka yfirvinnu og sumar- afleysingar hjá starfsmönnum bæjarins. Sem skref í átt að þessu markmiði var ákveðið að segja upp allri fastri yflrvinnu starfsmanna bæjarins frá og með 1. mars n.k., með lög- bundnum þriggja mánaða fyrirvara. Samkvæmt þessari ákvörðun bæjarstjórnar eiga forstöðumenn allra stofnana bæjarins að gera áætlun um hvernig best verði hægt að halda yfirvinnu og sumarafleysingum í lágmarki í þeirra stofnun eða deild. Þessar áætlanir þurfa að berast bæjar- ráði fyrir lok þessa mánaðar. Einnig verða fastar yfirvinnu- greiðslur til einstakra starfs- manna teknar til gaumgæfilegrar endurskoðunar og á þeirri endur- skoðun að vera lokið fyrir 1. maí n.k. Þeir starfsmenn sem fá greidda fasta yfirvinnu skulu halda vinnuskýrslur frá 15. febrú- ar til 15. apríl. Þessar aðgerðir gilda einnig fyrir veitustofnanir bæjarins og aðrar rekstrareining- ar sem hafa sjálfstæðan fjárhag. í samræmi við þessar aðgerðir færði bæjarstjórn flesta launaliði fjárhagsáætlunarinnar niður um 2.5% og dró þannig úr útgjöldum um sem nemur þremur milljón- um króna. Taliö er að hægt verði tð lækka launagjöld mun meira jf aðhaldsaðeerðirnar heppnast vel. ~ BB. 69. árgangur Akureyri, miðvikudagur 12. febrúar 1986 29. tölublað Ekkert varð af uppboði því sem átti að verða á hluta eigna Á Svalbarðseyri í gær. Starfsmaður Kaupfélags Svalbarðseyrar opnar hér dyr á skemmu sem bjóða átti upp. Lögfræðingarnir Benedikt Ólafsson og Jón Kr. Sólnes fylgjast með, á bak við þá má sjá Halldór Kristinsson sýslumann,þá Tryggva Stefánsson formann stjórnar Kaupfélags Svalbarðseyrar og lengst til hægri er lögregluþjónn sem fylgist vel með öllu. Mynd: KGA. Bæjarsjóður fær 15 milljónir - að láni hjá vatnsveitunni - Formaður vatnsveitustjórnar sagði af sér Tillaga sjálfstæðismanna um að fresta framkvæmdaáætlun Vatnsveitu Akureyrar um óákveðinn tíma og taka meg- inhluta framkvæmdafjár stofn- unarinnar að láni til bæjar- sjóðs Akureyrar, var sam- þykkt með 6 atkvæðum gegn einu á fundi bæjarstjórnar í gær. f fjárhagsáætlun vatnsveitunn- ar var gert ráð fyrir 15 milljón króna fjárveitingu til að hefja framkvæmdir við byggingu vatns- geymis á Miðhúsaklöppum. Auk þess var gert ráð fyrir 2,5 milljón- um í óráðstafað rekstrarfé. Full- trúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram tillögu um að fella niður þann lið í fjárhagsáætlun vatns- veitunnar sem fjallar um fram- kvæmdir við vatnsgeyminn en færa 15 milljónirnar yfir á liðinn „óráðstafað fé“. Síðan yrði það fé tekið að láni til framkvæmda við Dvalarheimilið Hlíð, Skjald- arvík og e.t.v. Síðuskóla, en framkvæmdafé bæjarsjóðs er sem kunnugt er af skornum skammti. Freyr Ófeigsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokks og formaður vatns- veitustjórnar, var mjög á móti þessari tillögu. Hann taldi að þarna væri um dulbúna skatt- heimtu að ræða og mjög óeðlilegt að fara þessa leið á meðan tekju- stofnar bæjarins væru ekki full- nýttir. Fulltrúar Kvennaframboðs og Alþýðubandalags lýstu sig sam- þykka tillögunni en framsóknar- menn lögðu frarn aðra tillögu sem ekki gekk eins langt. Þar var lagt til að framkvæmdaáætlun vatnsveitunnar yrði frestað þar til línur skýrðust um fjárframlag til Hlíðar úr Framkvæmdasjóði aldraðra og framlag ríkisins til Síðuskóla en ekki ákveðið strax að taka þessa peninga frá vatns- veitunni. Tillagan fékk ekki meirihlutafylgi. Freyr Ófeigsson greiddi at- kvæði á móti tillögu sjálfstæðis- manna en fulltrúar Framsóknar- flokks og annar fulltrúi Kvenna- framboðs sátu hjá. Þegar atkvæðagreiðslu var lok- ið bað Freyr urn orðið og sagði m.a.: „Þessi samþykkt stríðir alger- lega mót mínum hugmyndum og kippir fótunum undan allri áætl- anagerð vatnsveitunnar. Minn starfsgrundvöllur er brostinn og ég sé mér ekki annað fært en að segja af mér sem formaður stjórnar Vatnsveitu Akurevrar." BB. Skilyrði að ekki verði um fjármagnsflutninga að ræða „Þaö virðist liggja á borðinu að ávöxtunarkjör lífeyrissjóð- anna ntuni batna og kjör sjóð- félaganna varðandi lántökur einnig með þessu nýja kerfi. Út frá því sjónarmiði er æski- legt að taka þátt í þessu. Hitt veldur miklum áhyggjum, ef þátttaka í þessu felur í sér fjármagnsflutninga af svæðinu inn í miðstýrt kerfl, sem hugs- anlega myndi beina fjármagns- straumum fyrst og fremst í áframhaldandi stóruppbygg- ingu á Stór-Reykjavíkursvæð- inu, sem þegar hefur búið við of mikla þenslu á húsnæðis- markaði,“ sagði Valur Arn- þórsson, stjórnarmaður í líf- eyrissjóði KEA, en hugmyndir að nýju húsnæðislánakerfl voru ræddar í stjórn sjóðsins í gær. „Það liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða stjórnar sjóðsins, en það má segja að meginviðhorfið sé það, að augljóst virðist sem ávöxtun sjóðsins muni batna við það að taka þátt í þessu nýja kerfi. Ríkið tryggir að það fjár- magn sem inn í þetta fer frá líf- eyrissjóðnum beri þá ávöxtun sem ríkið greiðir af skuldabréfum á hverjum tíma, nú 9,5%. Nú eru þau bréf sem sjóðurinn kaupir af stofnlánadeildum atvinnuvega með 7% vöxtum og lán til sjóð- félaga eru með 5%. Jafnhliða þessu er augljóst að lánakjör sjóðfélaga munu batna frá því sem er nú, þegar þeir taka lán beint frá sjóðnum. Lán til sjóð- félaga samkvæmt þessu nýja kerfi bæru aldrei hærri vexti en 3% í stað 5% nú. Þannig myndu vaxtakjör sjóðfélaganna batna og auk þess myndu þeir fá hærra lán með þessu móti heldur en saman- lagt úr lífeyrissjóði og húsnæðis- lánakerfinu í dag. Þess utan myndu þeir eiga aðgang að láni eftir 2 ár samkvæmt þessu nýja kerfi. Út frá þessum sjónarmiðum er æskilegt að taka þátt í þessu en hitt veldur miklum áhyggjum ef þátttaka í þessu nýja kcrfi veldur fjármagnsflutningum þeim sem ég nefndi áður. Þátttaka í þessu kerl'i er því að okkar mati, eins og rnálið liggur fyrir núna, skilyrt á þann hátt að hið nýja kerfi verði deildaskipt og hér verði stjórn fyrir þá deild sem hér yrði, skipuð fulltrúum húsnæðismála- kerfisins og fulltrúum lífeyris- sjóðanna sem þátt taka í þessu héðan. Um gæti verið að ræða Akureyrar- eða Eyjafjarðar- deild, en það mætti vissulega skoða það hvort hentara þætti að láta deildina ná yfir stærra svæði. Þessi svæðisstjórn myndi sjá um lánveitingar á þessu svæði. ráð- stafa því fjármagni sem hér félli til. Ef það þyrfti ekki allt á þessu svæöi myndi sú stjórn að sjálf- sögðu vera tilbúin til þess að semja um að það fjármagn færi inn í sameiginlega kerfið fyrir allt landið. Á sama hátt fengi svæðis- stjórnin fjármagn úr sameigin- — segir Valur Arnþórsson um hugmyndir að nýju húsnæðislánakerfi lega kerfinu ef hér vantaði fjármagn. Með þessu móti sýnist okkur að hagsmunir allra gætu verið tryggðir. sjóðsins. sjóðfélaganna ag svæðisins í varðveislu fjármagns, auk þess sem við yrð- um þá þátttakendur í því að koma betri skikk á húsnæðismál- in í landinu í heild. Það blandast víst engum hugur um það að miklir erfiðleikar hafa verið í húsnæðismálum. Það hefur vald- ið einstaklingum miklum erfið- leikum og verið verðbólguvald- andi í þjóðfélaginu." sagði Valur Arnþórsson. Hann sagði að eftir ætti að kanna ýmsa efnisþætti áður en .endanleg afstaða yrði mótuð. - HS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.