Dagur - 12.02.1986, Page 9

Dagur - 12.02.1986, Page 9
12. febrúar 1986 - DAGUR - 9 JþróttÍL Umsjón: Kristján Kristjánsson Bekkpressumót í Jötunheimum: Kraftlyftingamenn unnu vaxtarræktarmenn Nýstárleg og skemmtileg keppni fór fram í hinum nýja sal Lyftingaráðs Ak., Jötun- heimum á laugardag. En þar kepptu kraftlyftingamenn gegn liði vaxtarræktarmanna í sveitakeppni í bekkpressu. í hvorri sveit voru 5 menn og einn til vara og var árangur síð- an reiknaður út samkvæmt al- þjóðlegri stigatöflu. Keppt var um veglegan farandbikar sem Gunnar Eiríksson leiðtogi gaf og flutti hann jafnframt setning- arræðu mótsins. Fóru leikar svo að kraftlyftingamenn sigruðu örugglega að þessu sinni. í sigursveit kraftlyftinga- manna voru þeir Kári Elíson en hann hlaut 109,244 stig, Víking- ur Traustason með 104,200 stig, Flosi Jónsson með 79,177, Örn Traustason með 71,316 stig og Jóhannes Hjálmarsson með 64,986 stig. Samtals fengu kraft- lyftingamenn 428,923 stig, vara- maður í liðinu var Þorvaldur Vestmann. í sveit vaxtarræktarmanna voru þeir Sigurður Gestsson en hann hlaut 94,224 stig, Sigurður Pálsson með 88,768 stig, Jón Knútsson með 75,219 stig, Sæv- ar Símonarson með 73,657 stig og Björn Broddason með 70,748 stig. Samtals fengu vaxtarræktarmenn því 402,616 stig. Varamaður þeirra var Brynjar Ágústsson. Utan keppni voru tveir kepp- endur. í 56 kg flokki keppti Sverrir Gestsson 14 ára og setti hann ísl. met unglinga í öllum greinum. { hnébeygju lyfti hann 25 kg, í bekkpressu 70, í rétt- stöðulyftu 70 kg og samanlagt 165 kg. Hinn keppandinn var Kristjana ívarsdóttir í 67,5 kg flokki og setti hún Ak. met í bekkpressu í kvennaflokki, lyfti 55 kg. Keppni þessi þótti takast vel og hefur önnur slík verið ákveð- in í lok maí. Víst er að sigur kraftlyftingamanna verður ekki jafn öruggur þá því vaxtarrækt- armenn leggja mikla ástundum við bekkpressu og eru í mikilli framför. Kári Elíson var stigahæstur í keppninni. Sigurður Gestsson var stigahæstur vaxtarræktar- manna. Guðrún H. Kristjánsdóttir er ósigrandi á skíðum. Guðrún H. vann tvöfalt - á skíðum í Hlíðarfjalli Það var einnig keppt í flokki fullorðinna í svigi og stórsvigi í Fjallinu um helgina. Á laugar- dag fór fram KA-mót í stór- svigi en á sunnudag Akureyr- armót í stórsvigi. í flokki kvenna á KA-mótinu sigraði Guðrún H. Kristjánsdótt- ir KA á 139,37, önnur varð Anna Göngumót í Hlíðarfjalli: Haukur Eiríksson öruggur sigurvegari - Ólafsfirðingar duglegir í yngri flokkunum Guðmundur Svansson. Kvennaknattspyrna: Guðmundur þjálfar Þór Allt bendir til þess að Guð- mundur Svansson verði áfram þjálfari kvennaliðs Þórs í knatt- spyrnu í sumar. Guðmundur hefur verið þjálf- ari liðsins síðustu 3 ár með góð- um árangri. Árið 1983 sigraði lið- ið í 2. deild undir stjórn Guð- mundar og hefur leikið í þeirri 1. síðan. Liðinu hefur bæst góður liðs- auki og hafa stúlkurnar sett markið hátt á komandi keppnis- tímabili. Tvö göngumót fóru fram í Hlíöarfjalli um helgina. KA- mót með frjálsri aöferð á laug- ardaginn og Þórsmót með hefðbundinni aðferð á sunnu- daginn. Keppt var í 7 flokkum fyrri daginn og 6 þann síðari. KA-mót, frjáls aðferð í KA-mótinu sigraði Magnea Guðbjörnsdóttir Ó í flokki stúlkna 13-15 ára. Hún gekk 3,5 km á 16:35. í flokki drengja 8 ára og yngri sigraði Helgi Jóhannes- son A, hann gekk 1 km á 7:19. í flokki drengja 11-12 ára sigr- aði Kristján Hauksson Ó, hann gekk 2 km á 8:44, annar Kári Jó- hannesson A á 9:15, þriðji Arin- björn Þórarinsson A á 10:20 og fjórði Sverrir Guðmundsson A á 13:02. í flokki drengja 13-14 ára sigr- aði Guðmundur Óskarsson Ó, hann gekk 3,5 km á 11:56, annar Sveinbjörn Sveinbjörnsson D á 14:41 og þriðji Stefán Guð- mundsson A á 19:07. í flokki drengja 15-16 ára sigr- aði Grétar Björnsson Ó, hann gekk 5 km á 18:27 og annar varð Ásgeir Guðmundsson A á 23:34. I flokki karla 17-34 ára sigraði Haukur Eiríksson A, liann gekk 10 km á 28:16, annar Ingþór Eiríksson A á 30:11 og þriðji Þorvaldur Jónsson Ó á 31:15. í flokki karla 50 ára og eldri sigraði Rúnar Sigmundsson A, hann gekk 7,5 km á 33:38 og ann- ar varð Ásgrímur Stefánsson A á 43:40. Þórsmót, hefðbundin aðferð Á Þórsmótinu þar sem keppt var með hefðbundinni aðferð sigraði Helgi Jóhannesson A í flokki drengja 8 ára og yngri, hann gekk 1 km á 7:36. í flokki drengja 9-10 ára sigraði Ragnar Ingi Jónsson A, hann gekk 2 km á 14:13. í flokki drengja 11-12 ára sigr- aði Kári Jóhannesson A, hann gekk 2,5 km á 11:24, annar Arin- björn Þórarinsson A á 11:53 og þriðji Sverrir Guðmundsson A á 12:51. í flokki drengja 13-14 ára sigr- aði Sveinbjörn Sveinbjörnsson D, hann gekk 5 km á 22:33 og annar varð Stefán Guðmundsson A á 30:42. í flokki drengja 15-16 ára sigraði Ásgeir Guðmundsson A, hann gekk 7,5 km á 30:22. í flokki 17 ára og eldri þar sem gengnir voru 15 km sigraði Hauk- ur Eiríksson A á 44:35, annar Ingþór Eiríksson A á 47:36 og þriðji Sigurður Aðalsteinsson A á 49:08. Ólafsfirðingar voru ekki með á mótinu á sunnudag en þeir stóðu sig mjög vel á laugardag- inn og sigruðu í nokkrum yngri flokkanna. :( -:í V. +**k : JBOtt mm mm. Sveinn Sigtryggsson. Röng mynd I blaðinu í gær varð ruglingur með mynd um sundmenn úr Óðni sem eru að fara að æfa með unglingalandsliðinu. Myndin átti að vera af Sveini Sigtryggssyni og látum við hana fylgja með í blað- inu í dag, einnig var hann rangt feðraður í greininni og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. M. Malmquist Þór á 141,49 og þriðja Bryndís Ýr Viggósdóttir KA á 142,22. í karlaflokki sigraði Brynjar Bragason KA á 132,41, annar Ingólfur Gíslason Þór á 133,20 og þriðji Rúnar I. Kristiánsson á 138,66. í Akureyrarmótinu á sunnu- daginn sigraði Guðrún H. Kristjánsdóttir KA einnig, á 150,56, á hæla hennar kom Anna M. Malmquist Þór á 151,01 og þriðja varð Bryndís Ýr Viggós- dóttir KA á 152,20. í karlaflokki sigraði Guð- mundur Sigurjónsson KA á 142,47, annar Ingólfur Gíslason Þór á 145,03 og þriðji Rúnar 1. Kristjánsson á 145,77. Guðrún H. Kristjánsdóttir vann þarna örugga sigra um helg- ina og virðist hún vera í nokkrum sérflokki í kvennaflokki enda æft vel erlendis að undanförnu. Getraunir: Enginn með 12 Engum tókst að ná í tólfuna í getraunum um helgina en fram komu 6 ellefur og er vinningur á hverja þeirra 178.265. Tíurnar urðu 92 og er vinningur á hverja þeirra 4.982. Það leit lengi vel út fyrir 4 KR- inga á besta aldri því fram til kl. 14 á mánudaginn voru þeir einir með 11 rétta en þegar leið á dag- inn bættust hinir 5 við og brosið fraus smám saman á KR-ingun- um. Fimrn leikjum var frestað á seðlinum og var því kastað upp teningi um merki í þeim leikjum. Svo vildi til að teningurinn kom 4 sinnum upp með merkinu x. Það er eftirlitSmaður getrauna sem kastar upp teningnum. Teningur- inn er tólfflötungur fimm fletir með merkinu 1, fjórir með merk- inu x og þrír með merkinu 2. Alls seldust 814.944 raðir og er vinningspotturinn því 1.528.020. Knattspyrnudeild Fram var sölu- hæst með um 62.000 raðir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.