Dagur


Dagur - 12.02.1986, Qupperneq 12

Dagur - 12.02.1986, Qupperneq 12
Ritstjórn • Auglysingar • Afgreiösla Síminn er 2 4 222 f Akureyri, miðvikudagur 12. febrúar 1986 má ekki endurtaka sig sem við höfum verið að sjá að iðnfyrir- tæki séu að gefast upp. Önnur ástæða fyrir þessari ákvörðun minni er sú að ég hef séð að það eru margir góðir menn sem gefa kost á sér í forval Framsóknarflokksins og margir menn þar sem ég get hugsað mér að styðja. En ég vil í lokin að það komi fram að mér hefur fallið þetta starf mjög vel og tel mig hafa lært mikið af því að taka þátt í þessu auk þess sem mér hefur fallið mjög vel við það fólk sem ég hef starfað með í bæjar- stjórn. Þess vegna fer ég frá þessu starfi með nokkrum sökn- uði,“ sagði Jón Sigurðarson. gk-. Sjálfstæðismenn á Akureyri: Jón Sigurðarson bæjarfulltrúi Framsóknarllokksins á Akur- eyri hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í forval framsókn- armanna fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar í vor, en Jón hef- ur verið einn þriggja fulltrúa Framsóknarflokksins í bæjar- stjórn. „Það sem aðallega veldur þess- ari ákvörðun minni er að ég stýri mjög stóru fyrirtæki, reyndar stærsta iðnfyrirtæki landsins,“ sagði Jón er Dagur ræddi við hann, en Jón er framkvæmda- stjóri Iðnaðardeildar Sambands- ins. „Þessi iðnaður okkar er í verulegum vanda, það eru um- brot í þjóðfélaginu sem hafa m.a. gert iðnrekstur mjög erfiðan. Eg hvet jafnan mína starfsmenn til þess að leggja sig alla fram og tel að sjálfur verði ég að gera slíkt hið sama og gefa mig að þessum störfum af öllum kröftum. Ég lít líka þannig á málið að ég geti ekki gert Akureyri neitt betra heldur en að sjá til þess að þessi iðnaður sé vel rekinn. Það Tveir bæjarfulltrúa Sjálf- stæöisflokksins á Akureyri, „Höfum annaö við peningana að gera“ - segir Hörður Tuliníus hjá Híbýli hf. sem hefur afsalað sér 4 byggingalóðum Guðmundur Logi Lárusson starfsmaður Landssambands samvinnustarfs- manna afhendir Sigurði Jóhannessyni undirskriftalistana. Mynd: KGA. Undirskrifta- listar afhentir „Við treystum okkur ekki til að borga fasteignagjöld af lóð- um sem við sjáum ekki hvenær við byggjum á,“ sagði Hörður Tuliníus hjá Híbýli. En því fyrirtæki voru veittar lóðir við Múlasíðu 5, 7, 9,11, árið 1982. Híbýli hefur síðan fallið frá þessum lóðum. Fasteigna- gjöldin sem reiknuð eru á þess- ar óbyggðu lóðir eru á annað hundrað þúsund krónur. „Eins og staðan er í byggingar- iðnaði á Akureyri í dag höfum við annað með peningana að gera en borga gjöld af óbyggðum lóðum. Okkur þykir framlag bæjarins til þeirra fáu verktaka sem eftir eru ekki það mikið, að við teljum það hart að þurfa að borga fasteignagjöld af lóðum sem ekki eru byggðar," sagði Hörður. Þegar Híbýli voru veittar lóð- irnar við Múlasíðu var þeim gert skylt að skipuleggja svæðið. Síð- an gerðist það fyrir rúmu ári að helmingur lóðanna var tekinn undir raðhús sem byggðust ekki heldur. „Þar með var þessu svæði sem búið var að skipuleggja breytt með einu pennastriki, svo að okkur fannst svæðið ekki vera þannig eftir breytinguna að það væri eftirsóknarvert að eiga það í bakhöndinni ef til þess kæmi að byggt yrði á því,“ sagði Hörður. Híbýli ætlaði að byggja sams kon- ar hús og þau tvö sem þegar standa á þessum umræddu lóðum við Múlasíðu. gej- þau Margrét Kristinsdóttir og Jón G. Sólnes, gefa ekki kost á sér til prófkjörs sjálfstæðis- manna fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar í vor, en próf- kjörið fer fram dagana 22. og 23. febrúar. Frestur til að tilkynna þátttöku í prófkjörinu rann út í gær og höfðu þá 13 manns tilkynnt um þátttöku. Morgunblaðið skýrði frá því í gær að þátttakendur væru 14 talsins, en einn sem þar var nefndur, Sverrir Leósson, gefur ekki kost á sér. Þeir sem taka þátt í prófkjörinu eru þessir, taldir í stafrófsröð: Bárður Hall- dórsson, Bergljót Rafnar, Björg Þórðardóttir, Björn Jósep Arn- viðarson, Einar S. Bjarnason, Eiríkur Sveinsson, Guðfinna Thorlacius, Gunnar Ragnars, Jón Kr. Sólnes, Sigurður J. Sig- urðsson, Steindór Steindórsson, Sturla Kristjánsson og Tómas Gunnarsson. BB. Starfsfólk fataverksmiðjunnar Heklu fjölmennti á fund bæjarstjórnar Akureyrar í gær. Tilefnið var að afhenda undirskriftalista þar sem skor- að er á bæjarstjórn að hún beiti öllu sínu afli og áhrifum til að rekstri verksmiðjunnar verði haldið áfram. Starfsfólk verksmiðjunnar stóð sjálft fyrir undirskriftasöfnuninni og söfnuðust 2140 undirskriftir frá því um hádegi í gær. Meginhluti starfsfólksins mætti við afhend- ingu undirskriftalistanna í gær. Guðmundur Logi Lárusson starfsmaður Landssambands samvinnustarfsmanna afhenti Sigurði Jóhannessyni forseta bæjarstjórnar undirskriftalist- ana. Texti undirskriftalistanna var þessi: „Við undirrituð, skorum á bæjarstjórn Akureyrar að hún gangist þegar fyrir því að rekstri fataverksmiðjunnar Heklu verði haldið áfram. Okkur finnst það óhæfa að verksmiðjunni verði lokað og um 60 manns missi at- vinnu sína án nokkurrar trygg- ingar fyrir öðru starfi. Bæjarfélag- ið má ekki við því að fleira fólk flytjist burtu og atvinnutæki hverfi á brott." - Sigurður Jóhannesson forseti bæjarstjórnar sagði við þetta tækifæri að dagskrá þess fundar sem var að hefjast í bæjarstjórn væri þegar ákveðin, en bæjar- stjórnin myndi taka þetta erindi til gaumgæfilegrar athugunar. BB. Þeir fylgjast spenntir með viðskiptavinirnir hjá Pétri Bjarnasyni sem selt hefur ferskan fisk í miðbæ Akureyrar að undanfðmu. Mynd: KGA. 13 í prófkjör Jón Sigurðarson hættir í bæjarstjórn: „Fer frá þessu starfi með nokkmm söknuði“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.