Dagur - 20.02.1986, Síða 2

Dagur - 20.02.1986, Síða 2
2 - DAGUR - 20. febrúar 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.________________________ Stöðvið nauðungaruppboðin Þúsundir íslendinga hrekjast dag frá degi í hringiðu bankaviðskipta, til að forða sér og sínum frá gjaldþroti. Það tekst þó ekki öllum, sem sannast best af heilu síðunum af nauðungaruppboðsauglýsingum í Lög- birtingi. En menn berjast á meðan stætt er; menn leggja á sig tvöfalda vinnu, en það dugir ekki öllum. Fjölskyldan, einn af hornsteinum þjóðfélagsins, geldur ástandsins. En lögmenn fitna. Að stórum hluta er það ungt fólk, sem á í þessari kreppu, fólk sem hefur af sjálfs- bjargarhvöt reynt að koma sér sínu eigin þaki yfir höfuðið. Þetta fólk er að berjast við lán, sem eru verðtryggð og gott betur. Það er annað en sagt verður um launin, sem hækka ekki í neinu hlutfalli við lánin. Þess vegna nást endarnir ekki saman. Menn kikna undan skuldabyrðinni og samhliða er það ekki óalgengt, að fjöl- skyldurnar sundrist. Þessi kynslóð er að greiða skuldir eldri kynslóða, sem eignuð- ust íbúðir sínar á verðbólguútsölu. Ríkisstjórnin hefur sýnt nokkurn vilja til að leiðrétta þetta misgengi á milli launa og lánahækkana. En því miður hafa verkin ekki verið látin tala. Það hafa verið boðin ný lán, á sömu kjörum, sem verða ekki til annars en að lengja í hengingarólinni. Það hefur líka verið talað um að framlengja skammtímalán og fella niður verðbætur af skammtímalánum. Slíkt hefur þó ekki kom- ið til framkvæmda enn. Loforð stjórnmála- manna duga þeim lítið, sem eru á flótta undan uppboðshamrinum. Ríkisstjórnin verður að hlaupa undir bagga með þeim sem eiga í erfiðleikum vegna mikils fjármagnskostnaðar af hús- byggingarlánum. Það er sjálfsagt og eðli- legt, að menn greiði til baka, það sem þeir fá lánað. En á sama tíma má ekki skerða kaupmáttinn. Það hefur verið gert og þar af leiðandi hafa húsbyggjendur síðustu árin greitt óréttmætar verðbætur af lánum sínum. Þær ber að endurgreiða. Jafnframt þarf að lækka vexti af húsbyggingalánum og lengja lánstímann. En grundvallaratriðið er, að kaupmáttur aukist og haldist í jafnvægi við verðbætur á lán. Með því móti einu getur venjulegt fólk staðið við eðlilegar skuldbindingar. GS. -j/iðtal dagsins. Mynd: KGA „Þakið er yfirleitt verst“ - segir Magnús Magnússon, annar tveggja skoðunarmanna orkusparnaðarátaks iðnaðarráðuneytisins á Akureyri Síðastliðið vor var Akureyr- ingum gefinn kostur á lánum til orkusparandi endurbóta á húsum sínum á vegum „Orku- sparnaðarátaks iðnaðarráðu- neytisins“. Húseigendur geta fengið skoðunarmenn heim til sín og látið þá taka út ástand hússins með tilliti til einangr- unar og gera áætlun um endur- bætur. Þessi úttekt er húseig- endum að kostnaðarlausu og ef hún leiðir í Ijós að endur- bóta er þörf sem myndu leiða til sparnaðar í kyndingarkostn- aði þá gefst mönnum kostur á láni frá Húsnæðismálastofnun og getur lánsupphæðin numið allt að 80% af kostnaðaráætl- un við endurbæturnar, að ákveðnum skilyrðum uppfyllt- um. Annar þeirra skoðunar- manna sem taka að sér að taka út hús á Akureyri er Magnús Magnússon, byggingaverk- fræðingur á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Ég fékk Magnús til að spjalla við mig um það hvaða reynsla væri komin á starf hans í þágu orku- sparnaðarátaksins. - Hvernig berið þið ykkur að við úttekt á húsum? „Við förum í hús og öflum upplýsinga um það hvernig ein- stakir byggingarhlutar eru ein- angraðir. Þar næst gerum við áætlanir um og reiknum út hagkvæmni orkusparandi endur- bóta. Þegar orkusparnaðarátakið fór af stað voru upphaflega valin hús á svæðum með rafhitun og þau voru skoðuö fyrst en í fyrravor var ákveðið að fara líka yfir á svæði sem búa við dýra hitaveitu. Eftir að verkefnið var víkkað út og hitaveitusvæðin komu inn í myndina geta menn sótt um að fá unna úttekt á sínu húsnæði og þá komum við og tökum húsin út og gerum áætlanir, eigendum að kostnaðarlausu." - Hafa margir Akureyringar látið ykur kanna einangrun sinna húsa? „Já, þau hús sem ég hef skoðað á Akureyri losa tuginn og hinn verkfræðingurinn sem er í þessu verkefni, Bragi Sigurðsson hjá Verkfræðistofu Norðurlands, hefur líka skoðað eitthvað af húsum. Ég held að það geti verið að hann hafi skoðað fleiri hús á Akureyri en ég. Ég hef aftur skoðað dálítið af húsum utan bæjarins.“ - Veistu hve margir hafa farið út í að gera endurbætur á sínu húsnæði í kjölfar úttektar og fengið til þess lán hjá Húsnæðis- málastofnun? „Nei, við gerum bara áætlanir um framkvæmdir en síðan er það algerlega í höndum húseigandans hvort hann fer út í þessar fram- kvæmdir og þá hvort hann sækir um lán til þess. En þó veit ég að einhverjir hafa gert þetta.“ - Hvar hefur þér sýnst að þau hús sem þú hefur skoðað lækju varmanum helst? „Þakið er yfirleitt verst. Svo er mikið um það að menn biðja um skoðun af því að þeir eru með samsett gler í gluggum og þeir vilja skipta því út.“ - Leka gluggar með samsett- um glerjum frekar en gluggar með verksmiðjugleri? „Ef loftbil á milli glerja er það sama í samsettu gleri og verk- smiðjugleri er óverulegur munur á einangrunargildi þess, að því tilskildu að vel sé gengið frá list- um þannig að ekki sé loftstraum- ur í gegn um gluggann. Því má segja að ef menn ætla að ná fram orkusparnaði með því að skipta um gler þá verða menn að setja t.d. þetta K-gler sem með sérstakri filmu utan á innra glerinu endurvarpar hitageislum inn í hús- ið aftur. Þessi filma á ekki að hindra hitageisla í að fara inn heldur bara þá sem fara út. Fyrir tveim áratugum var oft sett tveggja sentimetra einangrun innan á steypta veggi en núna eru kröfurnar þær að sett sé 7 til 10 sentimetra einangrun innan á veggi. Það sem hefur verulegi áhrif á einangrunargildi veggj- anna er það hversu mikið af veggjum og plötum gengur út í gegn um einangrunina og myndar svokallaðar kuldabrýr. Ég sá í vikunni dæmi um hús sem var byggt fyrir 20 árum og er með fimm sentimetra einangrun innan á veggjunum. í þessu húsi er mikið af kuldabrúm og ef það yrði klætt að utan með stálplöt- um og bætt við 5 sentimetra ein- angrun myndi kostnaðurinn við þá fjárfestingu sparast á tuttugu árum, miðað við verð á rafhitun. Ef miðað er við orkuverð Hita- veitu Akureyrar væri tíminn enn styttri,“ Þarna þótti mér sem Magnús hefði fært sönnur á að það er ómaksins vert fyrir húseigendur að láta athuga hvort þeir gætu ekki sparað sér umtalsverðar fjárhæðir til lengri tíma litið, með því að láta skoðunarmenn orku-i sparnaðarátaksins líta á hús sín og gera tiilögur um endurbætur. -yk.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.