Dagur


Dagur - 20.02.1986, Qupperneq 11

Dagur - 20.02.1986, Qupperneq 11
20. febrúar 1986 - DAGUR - 11 -orð í belg. Eg hætti mér undir vöndinn Þegar ég skrifaði smágrein, sem birtist í Degi 3. þ.m. er greindi frá því á hvern hátt fyrsti þáttur sjónvarpsins: Spjallað við lista- menn orkaði á mig, gekk ég þess ekki dulinn, að þátturinn kynni að snerta aðra á annan hátt, en hann snerti mig. Satt að segja var mér það alls ekki á móti skapi, að það sem virtist liggja til grundvallar vali manna í þáttinn fengi ofurlitla umfjöllun. En það verð ég að segja, að mér fannst það nálgast ofmat á þessum greinarstúfi að mér skyldi veitast valkyrja með reiddan hirtingarvönd og það svo tíð högg að ekki féllu færri en 10 högg í það stuttri grein og styðst ég þá við það hversu oft nafn mitt er nefnt. Þess er þó rétt að geta, að högg þau voru mér fremur léttbær. Meginefni greinarinnar geng- ur út á það, að mikla fyrir lesend- um fáfræði mína, fákunnáttu og fordóma. Við þessu á ég að sjálf- sögðu afskaplega fá svör. Án efa á ég að baki stórum færri stundir á skólabekk en Jóna Sigurgeirs- dóttir og væri sá mælikvarði lagð- ur til grundvallar því, hvort menn væru viðræðuhæfir eða ekki, ætti ég trúlega að þegja. En þrátt fyrir takmarkaða þekkingu og litla skólagöngu, hefur mönnum hér á landi til þessa, liðist að hafa eigin skoðanir og það enda skoðanir, sem ekki hafa átt samleið með skoðunum annarra og ég hef helst í hyggju að neyta þess réttar hér eftir sem hingað til, enda þótt ég hætti mér undir vöndinn. Þrátt fyrir það að grein mín hefur valdið höfundinum hneykslan, fannst mér ég eiga margt ósagt. Til dæmis lét ég ógert að nefna þátt spyrjandans Megasar. í>ó lít ég svo á að Bubbi Mortens sé í mörgu tilliti spor- göngumaður hans og hugsanlega á Megas hlutdeild í þeirri niður- lægingu, sem Bubbi hefur gengið í gegnum. Báðum hefur forsjón- in miðlað miklum hæfileikum, en báðir hafa að minni hyggju mis- notað þá. Þá fannst mér engin þáttarprýði að því, að spyrjand- inn skyldi meðan á þættinum stóð að staðaldri meðhöndla vindling og reykja þegar færi gafst. J.S. telur fráleitt að aðdáendur Bubba hafi tekið hann sér til fyrirmyndar í háttum og líferni. En í sömu málsgrein getur hún þess, að hann hafi varað ungt fólk við hættunni, sem af vímu- efnunum stafaði væntanlega með árangri. Okkur greinir naumast á um það að líferni Bubba hafi tæpast verið til fyrirmyndar, eins og hann lýsti því sjálfur. Hitt virðist okkur greina á um hvort meira megi sín, fordæmi eða for- Óskar Sigtryggsson skrifar: tölur. Ég hallast hiklaust að því að í fordæmi felist þyngri ábyrgð. Fortölur manns, sem sýnt hefur vafasamt fordæmi, getur verið virðingarverð viðleitni til að draga úr þeim skaða sem orðinn er, en hann verður ekki bættur með þeim. Túlki greinarhöfundur hið al- menna viðhorf til þessa máls, þarf ekki eins mikið áræði og lát- ið er í veðri vaka til að Upplýsa alþjóð um fyrra líferni, enda þótt það hafi verið á þann veg, að siðalögmál væru fótum troðin og farið á svig við lögin, einungis ef sá hinn sami telur sig hafa sagt skilið við fyrra líferni og ráðlegg- ur öðrum að halda sig frá slíku. Geri hann það er hann upphaf- inn. í grein J.S. segir: „Þegar fólk lendir í óreglu, þá er engu utan- aðkomandi um að kenna. Það er fólkið sjálft sem kemur sér í þetta.“ Síðari lið þessara tilvitn- uðu orða er ég sammála, en dreg hinn fyrri í efa. Éj> er hiklaust þeirrar skoðunar að fordæmið, umhverfið og almenningsálitið séu þeir þættir sem mestu valda. Vissulega er engum gert að skyldu að neyta vímuefna. Að- ferðin til að ánetjast þeim ekki er einungis sú að neyta þeirra aldrei, vera bindindissamur. Meinsemdin er sú, að bindindis- semi á sér allt of fáa formælendur. Og þeir fáu, sem leggja sig í þá hættu að mæla með bindindis- serni eru gjarnan hafðir að skot- spæni, þeir sæta fordómum. Það er ekki langt síðan ég heyrði virtan prófessor segja að áfengisneysla íslendinga væri mesta böl okkar, ekki síst vegna þess, að áfengið væri ætíð fyrsti vímugjafinn sem neytt væri og undanfari annarra og skaðvæn- legri efna. Enda þótt hér sé óum- deilanlega um gagnmerkan mann að ræða er engan veginn víst að á hann sé hlýtt af þeim, sem gert hafa það að sínum trúarbrögð- um, að þeir einir skuli fjalla um vímuefnamál, sem fallið hafi fyrir þeim og hlotið uppreisn. Vissulega er það þakkarvert þegar menn sem hafa verið háðir vímuefnum og af þeint sökurn lagt í rúst sitt eigið líf og líf Félag málmiðnaðarmanna Akureyri Fundarboð Aðalfundur féfagsins verður haldinn í Alþýðu- húsinu Skipagötu 14, laugardaginn 22. febrúar kl. 13.00 stundvíslega. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Kjaramál (heimild til vinnustöðvunar). 4. Fjármál. 5. Önnurmál. Stjórnin. þeirra, sem láta þá sig einhverju varða, bæta ráð sitt og hverfa frá óreglu. En ég tel ástæðulaust að þeir séu þar með leystir frá að bera ábyrgð á því sem orðið er. Ég viðurkenni að í þessu viðhorfi mínu felast umræddir „fordómar og afbrýðisemi“, en ég ætla ekki að biðjast afsökunar á þeim. Það er næsta kynlegt, að ekki skuli fullt eins mega taka mark á orð- um manns, sem varar við voða sem hann ber skynbragð á en hef- ur sniðgengið, eins og þess sem vitandi vits hafði kastað sér út í háskann en hugsanlega bjargast fyrir annarra atbeina. Til er orðtak, sem hljóðar eitthvað á þessa leið: Byrgja skal brunninn áður en barnið dettur í hann. Mér finnst þetta þörf 'áminning, sem nú er því miður of lítill gaumur gefinn þegar rætt er um vímuefnabölið. Það eru ekki mörg ár síðan að þeir voru litnir hornauga, sem ömuðust við því að reykt væri hvar sem var. Þá hefði fáa rennt grun í það að upp yrðu risin á þessu ári samtök, sem hefðu það takmark að útrýma tóbaksreyk- ingum hér fyrir árið 2000, en nú hefur skaðsemi tóbaksreykinga sannast svo áþreifanlega, að jarð- vegur hefur skapast fyrir slík samtök og ég vona sannarlega að þau nái settu marki. Ég er þess fullviss að það yrði þjóðinni til ómetanlegrar ham- ingju, ef almenningsálitið snerist á sama hátt gegn neyslu vímu- efna og það virðist vera að snúast gegn reykingum. Ef til vill eiga eftir að skapast skilyrði fyrir samstöðu um útrým- ingu „mesta bölsins“, vímuefna- neyslunnar. Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis óskar eftir starfsmanni á skrifstofu félagsins í hálfsdags starf. Skriflegar umsóknir sem geta um menntun og fyrri störf sendist félaginu fyrir febrúarlok. Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis pósthólf 552. Skipagötu 14, Akureyri. Bónus - Frystihús Vantar vant starfsfólk viö snyrtingu og pökkun. Næg vinna. Góö verbúð. Upplýsingar veitir verkstjóri í síma 94-3612. Hraðfrystihúsið hf., Hnífsdai. Stjórnarkjör Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri auglýsir hér með eftir listum varðandi kjör stjórnar og trúnaðar- mannaráðs fyrir árið 1986, að viðhafðri allsherjarat- kvæðagreiðslu. Ber samkvæmt því að skila listum skipuðum fimm aðalmönnum og fjórum til vara í stjórn og varastjórn. Átta mönnum í trúnaðar- mannaráð og fimm til vara. Fimm mönnum í samn- inganefnd og einn til vara. Tveimur endurskoðend- um og einum til vara. Allt miðað við fullgilda félags- menn. Hverjum lista skulu fylgja skrifleg meðmæli 80 fullgildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrif- stofu félagsins Skipagötu 14 eigi síðar en kl. 17 föstudaginn 28. febrúar 1986. Listi stjórnar og trún- aðarmannaráðs liggur frammi á skrifstofu Iðju Skipa- götu 14. Akureyri 20. febrúar 1986. Stjórn og trúnaðarmannaráð Iðju. Framsóknarvist Framsóknarvist verður að Hótel KEA föstudaginn 21. febrúar og hefst kl. 20.30. Góð verðlaun. Allir velkomnir. ... ,. Framsoknarfelag Akureyrar. ^ y h \ K H * H h H H \ •! \ H H \ *. \

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.