Dagur - 24.02.1986, Page 5

Dagur - 24.02.1986, Page 5
þetta of mikið, því þá er það of gott,“ sagði Alli. Hljómsveitin er búin að æfa nokkurn tíma og spilaði m.a. á árshátíð starfsmanna KEA á Dalvík fyrir stuttu. „Þrumu- stuð,“ sögðu þau öll. Næst ætla þau að spila fyrir félaga í A.A.- samtökunum. „Pað er svolítið öðruvísi, en mjög gaman,“ segir Helena. Hljómsveitarmenn ætla að spila saman í sumar og fara jafnvel til Reykjavíkur að spila á Hótel Sögu eins og þau hafa gert undanfarin sumur. Annars ræður eftirspurnin hvert farið er. „Við höfum verið að spila frá Snæfells- nesi austur á Dalatanga," segir Finnur, „alltaf fjör.“ Næsta lag. Litfríð og ljóshærð eftir Emil Thoroddsen, rólegt og gott fyrir síðasta dans þið vitið. Svo kom þrumu rokksyrpa með Dave Clarke Five-lögum. Nokkur lög í röð. Alli byrjaði að raula og spila hljóma. Jónsi tók til á gítarinn líka. Nonni sló svo taktinn með, Finnur teygði sig í bassann og Helena tók hljóðnemann. Allt í einu var Dave Clarke syrpan komin á fullt og rokkið í algleym- ingi. Sem sagt þetta rann nokkuð vel. „Ég þarf að læra röðina bet- ur svo þetta gangi betur,“ segir Alli. Það er samþykkt og skipt er um lag og Mary Lou tekin létti- lega. Svona gengur þetta fram til klukkan hálf ellefu. Svo er bara að fara í spilamennsku á böllum fyrir þá sem hafa samband. Eitt er víst að nóg er af alls konar fjörugum lögum og reyndar rólegum líka. Takk fyrir spila- mennskuna Hljómsveit Finns Eydal, Helena og Alli (og Jón og Jón.) gej- 24. febrúar 1986 - DAGUR - 5 ■' V . ................................ Anna-María, Theodora litla og ? Það kemur í Ijós með vorinu, hvernig þessi meðganga tekst og hvort það verður stúlka eða drengur sem lítur dagsins Ijós í fjölskyldu fyrrverandi Grikkja- konungs. Eitt barn enn á óskalistanum Anna-María fyrrum Grikkja- drottning er ófrísk í níunda sinn. Barnið sem verður það fimmta í röðinni fæðist með vorinu. Þrátt fyrir að hún hafi misst fóstur fjórum sinnum, gerir Anna-María samt þessa tilraun til þess að Theodora litla, sem fædd er 1983, fái ein- hvern til að leika sér við. Þess má til gamans geta að Theo- dora var níunda barnabarn Ingiríðar ekkjudrottningar, litla sumarbarnið verður því til þess að fylla tuginn. Hér sést Lana, sem heiðurs- gestur á einhverri stjörnuhátíð í Hollywood. Fastur fylgdar- sveinn hennar, Eric Root er einnig hárgreiðslumeistarinn hennar - og tekst greinilega bara vel til. / Astog andlitshftingar Ástin og það að fara reglulega í andlitslyftingar heldur mér ungri segir Lana Turner, 65 ára unglamb, sem blómstrar í nærveru vinar síns Eric (Root). Hann fékk hana til að hætta í brennivíni og töflum fyrir nokkrum árum og það hafði þau góðu áhrif að hún fékk hlutverk í Falcon Crest. JiögnL Málshættir og spakmæli voru hér á árum áður talin nauðsynleg og æskileg, enda óspart notuð af lærðum og leikum og til þeirra vitn- að við hátiðleg tækifæri, En allt er í heiminum hverfult og nú í seinni tíð hafa inörg þessi spakmæli verið eyðilögð eða afbökuð af misvitrum mönnum, sem ekkert hafa kunnaö með þetta að fara. Hér áður fyrr var sagt um skömmustulega menn, að þeir væru eins og „laminn hundur". Þá var líka vel þekktur málshátturinn: Enginn verður óbarinn biskup. Það var svo um daginn að ég heyrðí ungan mann lýsa skömmustuieg- um manni með þessum oröum: Hann var bara eins og lúbarinn Mór var kennt i æsku, og trúði því að „oft væri vit f vænum haus“. Seinna var svo fullyrt í mín eyru að „heimskur er jafnan höfuðstór". Og þegar súrmatur alls konar, slátur sviðasulta og hrútspungar, var geymt i einni tunnu, köfuðu bænd- ur með hönd upp að öxlum niður í tunnuna, segjandi sem svo: Oft er á botninum best. En fljótlega gekk þessi sannleikur sér til húðar og nú var sagt: Sjaldan er á botninum betra. Illu er best aflokið, sagði full- orðna fólkiö, þegar maður vildi helst geyma heimalærdóminn þangað til seinna, - eða aldrei. Ef reka á ungviðið til heimanáms í dag, stendur ekki á svarinu: Frestur er á illu bestur. Er nema von að venjulegt fólk verði ruglað á öllum þessum ruglingi. Mér er nær að halda að fólk sé smátt og smátt hætt að taka nokkurt mark á spak- mælum af þessum sökum og sjá allir að þetta er af hinu illa. Það var haft eftir einum spak- mæltasta manni sem mælt hefur á okkar máli að „bú er landstólpi11. Þetta þótti vel og drengilega mælt auk þess að vera sannleikur. Var enda til þessa vitnað við hátíðleg tækifæri. En ekkert fær að vera í friði. Nú hamast misvitrir menn, sem gleymt hafa uppruna sínum, i því aö breyta þessu orðtaki. Sér ekki fyrir endann á þessari iðju, - enda orðasmiðir hvorki djúpvitrir eða spakmæltir. Þeir hafa þó sent frá sér orðtak, sem talsvert er vitn- að til í ræðu og riti: Fækkum bændum. En ætli það eigi ekki fyrir þessu orðtaki að liggja, líkt og mörgum áður, að afbakast og verða merkingarlaust með árunum. Mér dettur í hug: Fjölgum bústólp- um, fækkum landstólpum. Högni. Aðalfundur Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa verður haldinn í barnaskólanum á Laugalandi föstudagskvöldið 28. febrúar kl. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Bændur Norðurlandi Fræðslu- og kynningarfundur um heymetisverkun verður haldinn í Lautinni, Hótel Akureyri þriðjudag- inn 25. febrúar kl. 20.30. Á fundinn mætir John Backon frá A.O. Smith framleiðanda Harvestore-turnanna. Kaffiveitingar. Globus hf. Reykjavík Dragi, Akureyri Glæsilegur veitingasalur Heppilegur fyrir veislur og árshátíðir fyrir allt að 60 manns. Tökum einnig að okkur köld borð fyrir fermingarveislur. Restaurant Laut sími 22527. 20% afsláttur af öllum ullarjökkum og stökkum. Einnig tilboð á herra terlínbuxum. 2 litir. Verð aðeins kr. 1.100.- 'riooV/ x<^<> Það kemst tilskilaíDegi Áskritt og auglýsingar S (96) 24222^^

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.