Dagur - 27.02.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 27.02.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, fímmtudagur 27. febrúar 1986 40. tölublað Trúlofunarhringar afgreiddir samdæaurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Nýi kjarasamningurinn: Eykur kaupmátt láqlaunafólks um 7% á árínu Drög að kjarasamningi Alþýðu- sambands íslands, Vinnuveitenda- sambandsins og Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna var staðfestur um kvöldmatarleytið í gær. Það kemur svo í Ijós í dag, hvort ríkisstjórnin er reiðubúin að standa að þeim niðurfærsluað- gerðum, sem gert er ráð fyrir i samningunum. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, sagði í gærkvöld, að sú leið sem samning- urinn gerði ráð fyrir til kjarabóta yrði skoðuð gaumgæfílega, þótt samningurinn gerði ráð fyrir nokkuð meiri kauphækkunum heldur en miðað var við í tilboði ríkisstjórnarinnar. Hann sagði, að afstaða ríkisstjórnarinnar ætti að liggja fyrir að loknum ríkisstjórn- arfundi í dag. f þeim drögum að kjarasamningi sem nú liggja fyrir er gert ráð fyrir 5% launahækkun strax, 2,5% 1. júní, 3% 1. september og 2,5% 1. desember. Samtals eru þetta 13,6%. Þá verða greiddar láglaunabætur. Þeir sem hafa haft innan við 25 þ.kr. á mánuði fá 3.000 kr. 15. apríl og sömu upphæð 15. júní. Þeir sem hafa haft laun á bilinu 25—30 þ.kr. fá 2.000 kr. á sama tíma og þeir sem hafa haft 30-35 þ.kr. fá 1.500 kr. Hér er miðað við heildarlaun frá vinnuveitanda á ákveðnu tímabili. Samningstíminn er til ársloka og þá er reiknað með að kaupmáttur verði 3,5% hærri en hann var að meðaltali á árinu 1985. Hjá þeim lægst launuðu er reiknað með að kaupmátturinn verði 7% hærri. Ýmis önnur veigamikil atriði eru í samningnum. Til dæmis fær fisk- vinnslufólk flokkahækkanir vegna námskeiða, fyrst um einn flokk í júní og síðar um tvo flokka. Þá fær for- eldri heimild til að vera heima hjá veiku barni sínu í allt að 7 daga á ári. Þá er í samningnum gert ráð fyrir ýmsum niðurfærsluaðgerðum stjórn- valda. Þar er reiknað með 150 m.kr. lækkun á tekjuskatti, 300 m.kr. lækkun á útsvari, vaxtalækkun strax 1. mars og síðan í takt við verð- hjöðnun. Þá er reiknað með lækkun á innflutningsgjöldum af bifreiðum, heimilistækjum, grænmeti og fleiri vöruflokkum. Einnig er reiknað með lækkun á opinberri þjónustu. Þetta kostar ríkissjóð 1.250 m.kr. Húsnæðismál vega þungt í samn- ingnum. Gert er ráð fyrir að verja 300 m.kr. til viðbótar í að hjálpa þeim sem komnir eru í greiðsluþrot vegna íbúðakaupa. Einnig er reiknað með að bankar og sparisjóðir fram- lengi skammtímalán sömu aðila til allt að 10 ára. Þá er stefnt að því, að þeir sem eru að byggja sína fyrstu íbúð fái lánað til hennar 70% af byggingarverði meðalíbúðar. Einnig er reiknað með að breyta lögum hús- byggingasjóðs á þann veg, að umsækjendur fái lán í réttu hlutfalli við skuldabréfakaup lífeyrissjóðs lánsumsækjenda hjá byggingasjóðn- um. I kvöld frumsýnir Ungmennafélag Skriöuhrepps gamanleikinn Ingiríöi Oskarsdóttur, eöa Geiri Djók snýr aftur eftir alllanga fjarveru. Leikurinn er eftir Trausta Jónsson veöurfræöing. Nánar um þennan gamanleik Trausta á bls. 10-11 í dag. Betri kjara- samningur en gerour hefur verið í langan tíma —segir Sævar Frímannsson hjá Einingu „Þetta er tvímælalaust tíma- mótasamningur,“ sagði Sævar Frímannsson, formaður Ein- ingar, í samtali við Dag í gærkvöld. „Það er heppilegt að gera samning sem þennan núna, á sama tíma og olíuverð fer lækk- andi en fiskverð hækkandi. Ég trúi að þessi kúvending í kjara- baráttunni verði launafólki til góðs, sérstaklega þeim lægst launuðu. Ef ríkisstjórnin stendur við sín fyrirheit, þá er ég viss um að þetta eru betri kjarasamningar en gerðir hafa verið um langan tíma. Það eru allir búnir að gefast upp á því að berjast fyrir kjara- bótum í prósentum, sem síðan velta jafnharðan út í verðlagið og koma engum til góða,“ sagði Sævar Frímannsson. - GS Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri um kjarasamningana: Ný stórkostleg tilraun til aukinna kjarabóta „Ég hygg að í þeim samnings- drögum sem nú liggja fyrir sé fólgin stórkostleg tilraun til þess að fást við kjaramál og þá um leið efnahagsmál og verð- bólgu, á algerlega nýjan hátt á íslandi,“ sagði Valur Arnþórs- son kaupfélagsstjóri. Valur sagðist fagna þessari til- raun fyrir sitt leyti og taldi það stórkostlegt ef takast mætti að ná niður verðbólgunni svo afgerandi sem þarna er stefnt að. Það hlyti að verða mikill léttir fyrir at- vinnulífið, fyrir launþega og fyrir heimilin í landinu ef takast mætti að ná vöxtum mikið niður á skömmum tíma eins og stefnt er að í samningsdrögunum. „Það er hins vegar ekkert launungarmál að í þeim miklu Áfram S.-Kórea Helsti möguleiki íslenska landsliðsins að komast í milli- riðil heimsmeistarakeppninn- ar í Sviss byggist nú á því að hinir óþekktu leikmenn S.- Kóreu nái að sigra Tékka á morgun eða gera við þá jafn- tefli. Þetta er staðreynd eftir úrslit gærdagsins í C-riðli þar sem Island vann Tékka 19:18 í æsi- spennandi viðureign og Rúmen- ar náðu aðeins að vinna S.-Kór- eu með eins marks mun 22:21. Einn þeirra sem trúir á sigur S.-Kóreu yfir Tékkóslóvakíu er Ljubo Lazic þjálfari KA sem lýsti þessu yfir í Bern f gærkvöld við blaðamann Dags, Kristján Kristjánsson. Sjá nánar umfjöllun um gang mála í Sviss á tveimur síðum í blaðinu í dag. Bls. 12-13 Ljubo Lazic trúir á sigur S.-Kór- eu yfir Tékkóslóvakíu. launahækkunum sem samnings- drögin gera ráð fyrir, samfara fastgengisstefnu, er býsna hart sorfið að vissum grundvallarat- vinnuvegum í útflutningi. Þar á ég sérstaklega við fiskvinnsluna. Umtalsverð hækkun launakostn- aðar hlýtur að stefna afkomu hennar í ákveðna óvissu. Þar kemur þó vaxtalækkunin á móti og ef einnig kemur til aukinn afli ir hugsanlegt að fiskvinnslan verði ekki mjög hart úti. Þó þarf tvímælalaust að skoða hennar mál áður en langt líður.“ Valur sagðist hafa meiri áhyggjur af öðrum grundvallarat- vinnuvegi í útflutningi, þ.e. ullar- iðnaðinum, sem rekinn hefur verið með miklum halla að undanförnu. „Ullariðnaðurinn þolir enga kostnaðarhækkun og þótt vaxta- lækkun komi á móti, dugar hún hvergi nærri til að rétta af hans rekstursgrundvöll. Ef ekki verð- ur gripið til sérstakra ráðstafana til styrktar ullariðnaðinum, beint eða óbeint, þá mun hann fara um koll á örskömmum tíma. Með öðrum orðum mun hann þurrkast út. í ullariðnaðinum starfa hátt á annað þúsund manns og fluttar eru út ullarvörur fyrir á annan milljarð króna á ári. Það yrði því mikið áfall ef ullariðnaðurinn færi í rúst en það mun hann gera í kjölfar þessara samninga ef ekki verður gripið til mjög róttækra aðgerða honum til styrktar," sagði Valur Arnþórsson að lokum. BB. Avísana- misferli vaxandi Að undanförnu hefur kærum vegna ávísanamisferlis fjölgað verulega hjá rannsóknarlögreglunni á Akur- eyri. í gær bárust tvær slíkar kærur, vegna ávísana sem gefnar höfðu verið út án þess að innistæður væru til fyrir þeim. Önnur þeirra var upp á 80 þ.kr., en hin upp á 43 þ.kr. Þeir sem kærðu höfðu tekið við ávísunum sem greiðslu og síðan selt þær í banka. Þegar í ljós kom að ekki voru til innistæður fyrir þeim krafði bankinn seljendur ávísan- anna um endurgreiðslu, eins og gangurinn er í slíkum málum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.