Dagur - 27.02.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 27. febrúar 1986
Landssambandið gegn áfengisbölinu um vímuefni:
Hvert stefnir?
Þórður Steindórsson og Guðmundur Steindórsson í hlutverkum Magnúsar
Jónssonar og Páls Hu Hu Haraldssonar sem þama þykjast báðir vera Ingi-
ríður Óskarsdóttir.
Landssambandið gegn áfengisböl-
inu hélt almennan fund um vímu-
efnamál þriðjudaginn 18. febrúar
sl. - Dr. Tómas Helgason próf-
essor flutti erindi sem hann
nefndi: Hvert stefnir í vímuefna-
málum? - Hann sagði m.a.: „Ef
marka má fjölmiðla mætti ætla að
stefndi í verulegar ógöngur.
Nærri daglega, eða í hverri viku
a.m.k., má lesa fréttir af alls kyns
slysum sem rekja má til notkunar
vímuefna, stórfelldu smygli á
áfengi, kannabis, amfetamín og
öðrum enn hættulegri vímuefn-
um. Á hinn bóginn eru fréttir af
opnun nýrra veitingastaða, vænt-
anlegum atkvæðagreiðslum um
fleiri útsölustaði, áróðri fyrir
bruggun og sölu bjórs og „bættri
áfengismenningu. “
Ýmsar tölur renna stoðum
undir þessa mynd. Á skrá fíkni-
efnalögreglunnar eru t.d. 2.500
manns og 1.542 einstaklingar
hafa verið viðriðnir innflutning,
sölu og dreifingu á fíkniefnum
(Ómar Kristmundsson, 1985). Þá
hafa rúmlega 5.000 manns verið í
meðferð vegna misnotkunar
áfengis eða annarra fíkniefna á
síðustu 10 árum.
Þetta eru í sjálfu sér ógnvekj-
andi tölur en ef betur er að gáð er
þetta kannski líka teikn um við-
brögð okkar til að mæta vágest-
unum sem á okkur herja. Þ.e.a.s.
þetta sýnir stefnu okkar í vímu-
efnamálum sem er og hefur verið
mjög ákveðin. Sú stefna hefur
miðað að því að koma í veg fyrir
notkunina eins og frekast er
unnt, annars vegar með lögum og
reglum og hins vegar með
fræðslu. Sé ekki hægt að koma í
veg fyrir notkunina algjörlega,
eins og notkun áfengis, ér reynt
að draga úr henni eins og frekast
er unnt með ríkiseinkasölu, fáum
útsölustöðum, háu verði og tak-
mörkuðu framboði á tegundum.
Þessi stefna er mjög svo í sam-
ræmi við stefnu Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar sem leggur
áherslu á að ekki verði hægt að
ráða bót á afleiðingum áfengis-
og annarrar fíkniefnanotkunar
nema með ákveðnum aðhalds-
aðgerðum sem miða að því að
draga úr framboði og eftirspurn.
Á sl. ári vannst nokkur varnarsig-
ur, er bjórfrumvarpið náði ekki
fram að ganga. Og enn hafa al-
þingismenn verið svo lánsamir að
bera það ekki fram að nýju.“
Síðan benti hann á eftirfarandi
leiðir til úrbóta:
1. í samræmi við stefnu Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar, um
að fjölga ekki tegundum á
markaði og reyna að draga úr
sölu áfengis og annarra fíkni-
efna, ber að móta stefnu í
vímuefnamálum þannig að
dregið verði úr framboði s.s.
nokkur kostur er.
2. Draga þarf úr eftirspurn með
fræðslu og einnig þarf að
fræða fólk til þess að það skilji
nauðsyn á því að hafa strangar
reglur sem miða að því að
draga úr sölu og dreifingu efn-
anna.
3. Sinna þarf almennri geð-
vernd, sérstaklega meðal
barna og unglinga.
4. Sérstaklega þarf að sinna
áhættuhópum meðal barna og
unglinga, en þeir koma m.a.
frá uppleystum heimilum, úr
fjölskyldum misnotenda, úr
hópi barna sem oft skrópa úr
skóla og eða ná lélegum ár-
angri í skóla.
5. Nauðsynlegt er, að áður en
fólk er sent á meðferðarstofn-
anir fari fram greining á mis-
notkuninni og öðrum vanda
sem misnotandinn á í til þess
að gera sér grein fyrir hvers
konar meðferðar er þörf. í
þessu skyni er m.a. brýn
nauðsyn að vinna bráðan bug
á því að koma unglingageð-
deild í rekstur.
6. Meðferð. Eins og við grein-
inguna þarf að koma til fagleg
þekking geðlækna, geðhjúkr-
unarfólks, sálfræðinga, félags-
ráðgjafa og annarra.
7. Félagsleg aðstoð við húsnæð-
isútvegun, fjölskylduáætlanir,
frístundaiðkanir o.s.frv.
8. Ýmsar aðrar aðgerðir sem
geta miðað að vímuefnalausu
lífi.
9. Enginn má hafa fjárhagslegan
ávinning af framleiðslu, inn-
flutningi eða sölu á áfengi eða
öðrum fíkniefnum.
(Fréttatiikynning)
„Ekki mikið
átakahlutverk"
—segir Arnsteinn Stefánsson
sem leikur
forseta bæjarstjórnar
Elsti leikarinn í hópnum heitir
Arnsteinn Stefánsson. Ég
hafði heyrt að það væri orðið
langt síðan hann kynntist leik-
listinni fyrst af eigin raun og
bað hann að segja mér frá því.
Hann setti sig í sögumanns-
stellingar og sagði að það gæti
nú tekið lengri tíma að segja
þá sögu en ég hefði til að
hlusta. En við ákváðum þá að
fara fljótt yfir sögu.
„Ég byrjaði ungur. Þá var
starfandi í hreppnum félag sem
hét Bindindisfélagið Vakandi.
Það starfaði á svipuðum grunni
og ungmennafélögin gerðu þá og
Arnsteinn Stefánsson í hlutverki
forseta bæjarstjórnar Flæðiskers.
gera enn. Það setti upp talsvert
mörg leikrit og ég lék í nokkrum
þeirra. Síðan hætti ég þessu. Fé-
lagið var lagt niður og ég steig
ekki á svið í 21 ár.
Árið 1974 var sett hér upp
leikrit sem vantaði margt fólk í.
Þá var ég beðinn að vera með og
lét til leiðast. Síðan þá hef ég oft-
ast verið með.“
- Hvert er þitt hlutverk að
þessu sinni?
„Ég er aðeins kynnir. Það er
ekki mikið átakahlutverk,“ segir
Arnsteinn og brosir.
„Ég hef alltaf haft ákaflega
mikinn áhuga á leiklist og þótt
gaman að vera með, ekki síst
þessi seinni ár þegar ég er að
vinna með fólki sem gæti eins
verið börn eða barnabörn mín.“
Hér má reyndar skjóta því að, að
dóttir Arnsteins tekur einmitt
þátt í þessu verki.
„Ég hef þá trú að það sé hollt
að taka þátt í svona löguðu, ekki
síst fyrir yngra fólkið. Þetta gerir
það hæfara til að takast á við
önnur erfið verkefni í lífinu."
í mörgu
að snúast
- hjá Hermanni Árnasyni
formanni ieiknefndar
Hermann Árnason er formað-
ur leiknefndar Ungmennafé-
lags Skriðuhrepps og hefur átt
í ýmsu að snúast á undanförn-
um vikum. Eða er ekki svo?
„Jú, svona aðeins,“ segir
Hermann, hógværðin sjálf upp-
máluð. „Ég hef samt stundum
verið í vinnunni.
Við erum nú fleiri í nefndinni
og höfum hjálpast að en það er
nóg samt. Það hefur þurft að út-
vega ýmislegt efni, fólk til að
vinna að uppfærslunni o.fl.“
- Hvernig líst þér á leikritið
hjá félögum þínum?
„Það verður orðið gott áður en
yfir lýkur.“
- Þú leikur ekki sjálfur?
„Nei, ég hef aldrei leikið."
- En langar þig að leika?
„Nei.“
Þetta var bæði snöggt og af-
dráttarlaust svar og þar með lauk
okkar samtali.
ífFA
Tilboð í versluninni
á Fox-kexi Margar tegundir
Einnig:
Silkience shampoo og -hárnæring
Tilboðsverð
Úr glæsilegu kjötborði
til helgarinnar
Nautakjöt ★ Kálfakjöt ★ Folaldakjöt, nýtt og reykt
Svínakjöt, nýtt og léttreykt
með 15% afslætti
Verslið hagstætt
Kjörbúð KEA
Sunnuhlíð