Dagur - 27.02.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 27.02.1986, Blaðsíða 11
I 27. febrúar 1986 - DAGUR - 11 „7 ár, 234 daga og 6 klukkustundir í ástarsorg" Unnur Arnsteinsdóttir leikur systur Katrínar, Sigríði. Þetta er í þriðja skipti sem Unnur leikur með Ungmennafélagi Skriðuhrepps. Áður hefur hún leikið í Getraunagróða og „Góðir eiginmenn sofa heima“. Hvernig kona er Sig- ríður? „Hún er óttalegt þunnildi. Ég held að það sé of langt á milli eyrnanna á henni. Hún hefur ver- ið í ástarsorg í 7 ár, 234 daga og 6 klukkustundir frá því að hún sá Geira síðast. Svo þekkir hún ekki þann sem hún elskar þegar hann kemur aftur heldur tekur annan í misgripum." - Hefur einlífið þá gert hana svona? „Ja, hún var svo yfir sig ást- fangin að „þetta lokaðist bara inni í henni,“ eins og Geiri orðar það á einum stað í leikritinu. Ég segi bara fyrir mig að sem betur fer skil ég hana ekki eða hennar hugsanagang. En það er hægt að hafa gaman af henni.“ Þarna syngja þær saman systurnar, Katrín og Sigríður um það hvert manns- efni Sigríðar ætti að vera. Jirt* isM Leikarar, leikstjóri og starfsfólk sýningarinnar. - Ungmennafélag Skriðuhrepps frumsýnir í kvöld Ingiríði Óskarsdóttur í kvöld frumsýnir Ungmenna- félag Skriðuhrepps gamanleik- inn Ingiríði Óskarsdóttur sem er gjörsamlega græskulaus gamanleikur í afturúrstefnu- stíl, eftir Trausta Jónsson. Þetta leikrit var fyrst sett upp af Ieikdeild Skallagríms í Borg- arnesi í fyrra og hlaut það fá- dæma góðar undirtektir, enda er höfundur verksins annálað- ur húmoristi. Þetta er annað leikritið sem hann skrifar, hið fyrra hét Sveinbjörg Hallsdótt- ir og var fyrst sýnt árið 1976 í Borgarnesi. Ingiríður Óskarsdóttir, eða Geiri Djók snýr heim eftir all- langa fjarveru, fjallar um heim- komu Geira Djók í heimabyggð sína á Flæðiskeri. Inn í það blandast ýmsir skrýtnir atburðir og er söguþráðurinn mjög flók- inn og viðamikill. „Inn í þetta blandast ýmsir at- burðir úr fortíð, nútíð og framtíð,“ sagði leikstjórinn, Pét- ur Eggerz, við blaðamann. „Þeg- ar upp er staðið er því svarað hver Ingiríður Óskarsdóttir er.“ Leikarar eru tíu og í leikritinu eru engin áberandi aðalhlutverk þó að vitaskuld séu þau mis- viðamikil. Leikarar eru: Dagný Kjartansdóttir, Þórður Stein- dórsson, Unnur Arnsteinsdóttir, Guðmundur Steindórsson, Sigurður Þórisson, Örn Þórisson, Gunnhildur Sveinsdóttir, Sveinn Jóhannesson, ívar Ólafsson og Arnsteinn Stefánsson. Ég spurði leikstjórann hvort hann hefði fengist við að leik- stýra áður. „Nei, ég hef ekki leikstýrt svona uppfærslu áður. Ég er hins vegar kunnugur þessu fólki sem tekur þátt í þessari uppfærslu því ég hélt fyrir þau námskeið í fyrra- vetur.“ - Ert þú nokkuð kominn með frumsýningarskrekk? „Það er farinn að fara svona fiðringur um mann en það er ekki nema eðlilegt og ég get a.m.k. sofið fyrir því, enda ekki á öðru von þegar vinnudagurinn er jafn langur og hann hefur verið þessa síðustu daga.“ „Agætis- kerling“ —segir Dagný Kjartansdóttir um Katrínu forstjórafrú í hlutverki Katrínar Kristleifs- dóttur er Dagný Kjartansdótt- ir. Katrín er eiginkona Magn- úsar forstjóra á Flæðiskeri en er dálítið skotin í þingmannin- um, Páli Hu. Hu. Haraldssyni. Ég spurði Dagnýju hvort hún hefði leikið áður með Ung- mennafélagi Skriðuhrepps. „Nei, þetta er í fyrsta skipti sem ég kemst alla leið. Ég hef tvisvar byrjað að æfa með félag- inu en orðið frá að hverfa áður en til frumsýningar kom af heilsu- farsástæðum. En ég lék áður með Leikfélagi Dalvíkur á meðan ég bjó á Dalvík.“ „Geiri Djók er hálfgerður ærslabelgur’ - segir Sigurður Þórisson Sá sem leikur Geira Djók heit- ir Sigurður Þórisson. „Ekki sá sem keypti sýninguna hjá LA,“ tók hann strax fram. Hvernig fýr er Geiri Djók? „Ég veit það varla. Þetta er hálfgerður ærslabelgur sem hefur sérstaklega gaman af því að gabba fólk.“ - En getur það ekki komið honum í koll? „Jú, en hann er svo snjall að hann reddar sér alltaf út úr hlutunum.“ - Flytur hann okkur nokkurn boðskap? Pétur Eggerz leikstjóri. Myndir: KGA - Hvernig líkar þér við Katr- ínu? „Þetta er ágætiskerling, finnst mér. Hún er forstjórafrú og ég held að henni þyki það bara ágætt. Hún hefur líka æskuástina í bakhöndinni. Það hlýtur að vera ægilega gaman.“ - Ertu farin að kvíða fyrir frumsýningu? „Já, það er alltaf svolítill skrekkur í manni þegar frumsýn- ing nálgast en hann er nú ekki meiri en svo að ég get hugsað mér margt verra. Það er svona sambland af tilhlökkun og kvíða sem togast á í manni. „Ætli hann sé ekki blessunar- lega laus við það. Hann er bara Geiri Djók og ég held að nafnið sjálft lýsi persónunni best.“ - Hefur þú leikið áður? „Já, þetta er í annað skiptið sem ég leik. í fyrra tók ég að mér aðalhlutverkið í verkinu sem þá var sýnt.“ - Var það ekki stór biti að kyngja? „Ég held að þá hafi það reddað mér að ég vissi ekki hvað ég var að gera. Mig langaði bara að prófa að leika og ég býst við að ég hafi fengið bakteríuna. Ætli ég losni nokkuð við hana eftir það.“ Sigurður Þórisson, Örn Þórisson og Gunnhildur Sveinsdóttir í hlutverkum Geira Djók sem þama þykist vera Sæmundur Súkk, Sæmundar Súkk sem þykist vera Brynjólfur brennuvargur og Ragnheiðar Reynisdóttur sem þyk- ist vera rannsóknarlögreglumaður. Dálítið flókið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.