Dagur - 27.02.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 27. febrúar 1986
Guðmundur Guðlaugsson.
ALLT spyr?
Nýjar videóleigur hafa sporttið upp eins og
gorkúlur undanfarin ár. Sú nýjasta þeirra
er líklega Video-lif, en hún var opnuð fyrir
vlku. Guðmundur Guðlaugsson 19 ára
nemi rekur Video-líf mílli þess sem hann er
í skólanum. ALLT fór á stúfana hérna um
daginn og spjallaði við Guðmund...
- Hvers vegna fórst þú út í þennan
rekstur?
„Ja, ég gef mikið fyrir að vera sjálfs
míns herra og hef nú alltaf verið að dunda
eitthvað meðfram skólanum. Svo langaði
mig til að prufa eitthvað nýtt, ég hef mikla
reynslu í þessum málum - hef t.d. verið
með fatamarkað."
- Nú ert þú ( skóla (málabraut M.A.)
ásamt þvi að reka þessa leigu, - hefurðu
nægan tima til að standa i þessu?
„Ég geri nú minnst af þvi að læra, reyni
að leggja aðaláherslu á ritgerðir og svo-
lelðis. Annars hef ég reynt að læra á með-
an ég hef verlð að vlnna hór, en það hefur
bara ekki verið nógu mikill frlður, svo óg
veit náttúrlega ekki hvort þetta muni
ganga. En það er allt hægt ef viljinn er fyrir
hendi.“
- Er markaðurinn ekki orðinn mettaður
af þessum videóleigum?
„Jú hann er það líklega. En þó þessari
leigu sé kannski ofaukið er ekki þar með
sagt að hún farl á hausinn frekar en hinar.
Það er náttúrlega samkeppni ( þessum
business lika, - samt er ekki eins mlkið
verðstríð hér á Akureyri og er i Reykjavík.
Annars er leigan ágætlega staðsett og fint
fyrir fólk að koma við hér í leiðinni þegar
það er að versla."
- Hvað hefur þú opið hér lengi?
„Ég er nú mættur kl: 2.00 (þó opnunar-
tími sé ekki auglýstur nema frá kl: 4.00) og
er hér lengur en tfl tíu á kvöldin, það er ali-
taf opið meðan Ijósin eru kveikt hérna.“
- Býður þú upp á góð kjör hér?
„Ja, þú kemst ekki í bfó fyrir 150 kr. í
dag. Svo langar mig að benda á mjög hag-
stæð vikukort sem við bjóðum upp á
hérna. Þau kosta 600 kr. og fyrir eitt svona
kort er hægt að fá eina spólu á dag i fimm
daga (þá hefur maður sparað 450 kall) og
svo eru tvær fríar spólur að auki.“
- Hvað hefur þú margar videóspólur
hér?
„Það eru rúmlega 600 hér inni og svo hef
ég eltthvað um 200 heima. Það er mikil-
vægt að maður reyni að fylgjast með
hvaða myndir á helst að panta og þess
vegna gott að vinna sem mest sjálfur. Ég
keypti nýjustu spólurnar hér innl (ný spóla
í dag kostar um 5000 kr.) - á von á Police
Academy og Starlos."
- Hvað kostar að lelgja spólu?
„Textuðu spólurnar eru á 150 kr. en
ótextað efni er á 100 kr., það er mikið tekið
af ótextuðu spólunum ef þær eru góðar -
vitleysa að Akureyringar skilji ekkl ensku.“
- Að lokum hérna eln persónuleg - er
ætlunin að verða rfkur?
„Já, - ég hef verið kallaður “uppari"
(ungur maður á upplefð).“
Blaðamaður spjallar við Guðmund f
videóleigunni.
Allt um Sólborq
eystra, það er upptökusvæði
okkar þó ekki komi allir þaðan.
Meirihluti vistmanna er úr dreif-
býli.“
- Er fólk hér til æviloka - eftir
að það er einu sinni hingað
komið?
„Nei, það er mjög misjafnt,
Pétur Sigurður Jóhannesson.
þetta er þeirra heimili [ dag, -
það er ekki farið út í neina
aldursgreiningu þegar verið er að
taka fólk hingað inn.“
- Við hvað er miðað þegar
vistmönnum hér er skipt niður á
misjafnar deildir?
„Þá er fyrst og fremst farið eftir
aldri og getu.“
- Hvernig er heimsóknar-
tímunum háttað?
„Það er mjög breytilegt hve-
nær vistmenn fara heim og hve-
nær foreldrar koma í heimsókn,
en við leggjum áherslu á að
tengslin við þá nánustu séu
góð.“
- Hvernig er fjármálum van-
gefinna háttað?
„Ríkið borgar alla framfærslu
þessa fólks. Fram að 16 ára aldr-
inum fá vangefnir greiddar
barnabætur, en þegar þeir eru
komnir yfir 16 ára aldur eru þeim
greiddar örorkubætur. Trygging-
arstofnanir greiða einnig 2.700-
2.800 kr. til hvers einstaklings í
vasapening mánaðarlega (fyrir
utan laun sem sumir fá á vernd-
uðum vinnustað).“
- Fara vistmenn oft út að
skemmta sér?
„Það er mjög misjafnt, fer eftir
getu þeirra. Þau fara í Dynheima
á ákveðnum tímum og stundum í
hin danshús bæjarins. - íþrótta-
félagið EIK er starfrækt fyrir
þroskahefta hér í bæ. Einnig eru
saumaklúbbar. Þeir sem eru
verst settir og þurfa mestan
aðbúnað fá því miður minnst."
Síðastliðinn mánudag lögðum við leið okkar upp á Sólborg til
þess að tékka aðeins á lífinu þar. Við klöngruðumst þarna upp
eftir - yfir klungur, kletta og nokkrar gaddavírsgirðingar, með
þeim afleiðingum að Helga reif buxurnar sínar. Hvor þeirra?
Hef ekki hugmynd, - en það var alla vega allt Ijósmyndaranum
að kenna, hann vildi fara þessa leið. Við komumst loks á leið-
arenda, gjörsamlega magnþrota. Uppi á Sólborg var okkur vel
tekið og þar var bráðhresst lið sem var alveg til í nokkur viðtöl.
Við spjölluðum við forstöðumanninn og einn vistmanna þarna
upp frá. Einnig birtast hér viðtöl sem við tókum í innisundlaug
Akureyrar.
Guðmundur Þorvaldsson
og Aðalheiður Pálmadóttir
Guömundur býr heima hjá sér en
Aöalheiður í sambýli í Beyki-
lundinum. Við gómuðum þau í
sundi og fengum þau til þess að
svara nokkrum spurningum.
- Hvernig er að búa í svona
sambýli?
A.: „Það ergott að búa í Beyki-
lundinum. Við erum níu sem
búum þar í þremur íbúðum."
- Hvað gerið þið á daginn?
A.: „Við erum að vinna uppi í
Iðjulundi, það er fínt, við gerum
allt mögulegt."
G.: „Við gerum körfur og kerti
og ýmislegt."
- Eru margir sem vinna
þarna?
„Já, hellingur frá Sólborg og úr
sambýlunum líka, svo náttúrlega
krakkarnir sem búa heima hjá
sér.“
- Eruð þið mikið í íþróttum?
„Já, við erum í körfubolta,
boccia og leikfimi. Við erum í
íþróttafélaginu EIK.“
- En farið þið oft í sund?
, „Já, við förum alltaf á laugar-
dögum."
- Farið þið mikið á böll?
„Ekki mjög oft. Við förum bara
í Sjallann og svo í Dynheima á
hverjum sunnudegi."
- Hlustið þið ekki mikið á
tónlist?
A.: „Jú, ég er alltaf með Rás 2
í útvarpinu og ef hún er leiðinleg
spila ég bara spólur."
G.: „Já, ég líka.“
- Horfið þið mikið á videó?
A.: „Já, ég var til dæmis að
horfa á eina mynd áðan.“
G.: „Já, dálítið."
Við vildum ekki trufla þau
meira frá sundinu svo við kvödd-
um þessa bráðhressu krakka og
brugðum okkur næst upp á
Sólborg.
Við náðum tali af rúmlega tvítug-
um vistmanni á Sólborg, Pétri
Sigurði Jóhannessyni. Pétur
hafði keypt allar innréttingar sjálf-
ur í herbergið sitt, sem var mjög
snyrtilegt.
- Hvernig líkar þér hér á
Sólborg?
„Mér finnst gott að vera hér, -
er t.d. í ágætu herbergi."
- Ertu búinn að vera lengi
hér?
„Nei, ekki mjög.“
- Hvað gerir þú á daginn?
„Ég er alltaf í Hrísalundinum á
vernduðum vinnustað og líkar
vel. Ég vinn frá kl. 9-4 á daginn,
fimm daga vikunnar og er þá að
gera körfur og svoleiðis."
- En hvað gerir þú í frístund-
um?
„Ég fer alltaf á þorrablót þegar
þau eru haldin og í leikhús. Fór
t.d. einu sinni á leikrit meö Bessa
Bjarnasyni fyrir sunnan, þá var
hann með bílinn... - það var
gaman. Ég hef líka áhuga á mús-
Guðmundur Þorvaldsson og Aðalheiður Pálmadóttir.
Njáll H. Jónsson forstöðumaður.
í innisundlaug Akureyrar. - Aðalheiður á næsta leik.
ík og hef einu sinni farið í Sjall-
ann og einu sinni í bíó. Síðan hef
ég tekið tvær myndir á mynda-
vél.“
- Ertu mikið í íþróttum?
„Nú er hjólið bilað svo ég
kemst ekki á það, en á sumrin
hjóla ég mikið. Annars er ég í
íþróttafélaginu EIK og fer í fót-
bolta uppi í Laugargötunni. En
ég fer aldrei í sund.“
- Lokaspurning - ferðu oft í
ferðalög?
„Nei, ég hef ekki ferðast
rnikið."
Njáll H. Jonsson
forstöðumaður
- Hver er vist-og starfsmanna-
fjöldi hér?
„Vistmenn eru 40 en starfs-
menn sem eru um 63 talsins
skipta með sér 70 stöðugildum."
Gaman í sundi.
- Hvernig var áður en þessi
stofnun var byggð, hvert fóru
vangefnir þá?
„Þá voru flestir sem hér eru
heima hjá sér. Kópavogshæli
sem var þá landsstofnun - og er
reyndar enn í dag, ásamt Sól-
heimum í Grímsnesi voru einu
hælin sem til voru.“
- Hvaðan koma flestir
hingað?
„Sólborg þjónar Norðurlandi
Sólborg.
Texti:Helga Kristjánsdóttir og Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir- Myndir: Gísli Tryggvason
- Hvernig er aðbúnaður?
„Hann er í þokkalegu ástandi.
Það er alltaf verið að endurnýja
eitthvað hér og reynt að sjá til
þess að þau hafi sama aðbúnað
og aðrir. - Hjálpartækin skipta
miklu.“
- Er það vel launað starf að
vinna hér?
„Það er ekki vel borgað í dag,
en launin eru þó „á réttri leið“.
Það er vaktavinnan sem heldur
kaupinu uppi.“
- Hvernig heldur þú að þeim
Kði?
„Sumir gera sér grein fyrir því
að þeir fá ekki að ráða sér eins
mikið sjálfir og venjulegt fólk. Þau
eiga að njóta sama réttar og aðrir
- og verið er að vinna að því, þó
það sé ekki framkvæmanlegt í
dag.“
- Er þreytandi að vinna innan
um þetta fólk?
„Nei alls ekki, þau eru fólk eins
og aðrir - og eru ekki meira
þreytandi en annað fólk.“
- Er nægilega gott bruna-
varnakerfi hér?
„Ríkið sér um brunavarnirnar.
Það eru fullkomnar brunavarnir í
tveimur deildum núna og góðar
lagnir í tengibyggingu. En í eldra
húsinu eru brunavarnir sem voru
samþykktar á sínum tíma, það er
ekki samtengt brunavarnakerfi
hér, en þó fannst fnér allt of
sterkt tekið til orða í Degi um
þessi mál. Það er ekki rétt gagn-
vart foreldrum.“
- Verða einhverjar breytingar
hér á næstunni, - var ekki veriö
að byggja hér?
„Jú, það er sundlaug í bygg-
ingu hér. En hún stendur „hrá og
grá“, því enn hefur aöeins tekist
að gera hana fokhelda. Þetta er
frekar dýr æfingalaug vegna inn-
réttinga og annast nauðsynlegs
útbúnaöar, - hún er komin upp í
4 milljónir í dag. Ríkiö tók að sér
að byggja hana haustið ’84, síð-
an þá hefur staðið á fjárveitingu.
En Styrktarfélag vangefinna sem
hóf byggingaframkvæmdina hef-
ur talað um að gera átak til að
Ijúka framkvæmdum. Hingað til
hafa sumir vistmenn farið í Sund-
laug Akureyrar á ákveðnum
timum. Einnig fáum við að fara út
á Þelamörk 4 daga vikunnar. En
þessar hefðbundnu sundlaugar
eru þó slæmar að því leyti hve
mikið er um tröppur og slíkt sem
verður til þess að þeir verst settu
komast hvergi í sund - eða vatn
sem þeir geta fengið að hreyfa
sig í. Einnig liggur fyrir að koma
fyrir vinnustofum hér þar sem
vistmenn geta fundið sér eitthvað
til afþreyingar yfir daginn, - það
er nauðsynlegt fyrir þá að hafa
eitthvað við að vera.“
- Eitthvað að lokum?
„Ég tel mikilvægt að
almenningur í þjóðfélaginu líti á
þessa hópa fatlaðra sem eru
vangefnir - sem þjóðfélags-
þegna sem eiga að njóta sömu
réttinda og aðrir."
27. febrúar 1986 - DAGUR - 9
^spurning vikunnar________________
Hverja telur þú vera ástæðuna fyrir
tapi islendinga gegn Suður-Kóreu-
mönnum í heimsmeistara-
keppninni í handknattleik?
Gunnar Gíslason:
Ja, ég sá nú ekki leikinn. Ég held
að þeir hafi bara verið allt of sig-
urvissir. Þeir eiga að fara létt
með að vinna þessa menn. Þetta
var bara ekki þeirra dagur.
Þórarinn Guðnason:
Kóreumenn voru bara miklu betri
og íslendingarnir spiluðu eins og
fífl. Kóreumenn komu langt út á
móti þeim í vörninni og þeir
breyttu sínu skipulagi ekkert eftir
því. Annars er það engin skömm
að tapa fyrir þessum mönnum,
þeir eru þrælgóðir.
Níels Halldórsson:
Þeir voru að spila við betra lið,
það er ofureinfalt. Kóreumenn
eru með léttleikandi lið og miklu
sneggri en íslendingar. Reyndar
sýndist mér af leiknum að dóm-
ararnir tækiu ekki tillit til líkams-
byggingar Islendinga og dæmdu
á þá ruðning fyrir hluti sem hinir
komust upp með. Annars finnst
mér fráleitt þegar menn eru að
tala um þjóðarsorg í þessu
sambandi, þeir töpuðu leik en
fórust ekki í flugslysi.
Trausti Harðarson:
Æi, ég hef ekkert vit á þessu.
Vörnin var allt of léleg hjá Islend-
ingum og Kóreumenn voru miklu
sneggri. Ég held að ástæðan sé
einfaldlega sú að íslendingar eru
ekki nógu góðir.
Sigurður Aðalgeirsson:
Ég missti nú af leiknum en krakk-
arnir mínir sögðu mér að Kóreu-
menn hefðu einfaldlega verið
miklu betri, bæði sneggri og lipr-
ari. Það er ekkert um þetta að
segja, við erum ekki bestir og því
eðlilegt aö við töpum stundum.