Dagur - 27.02.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 27.02.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 27. febrúar 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari__________________________ Þakka má ríkisstjóminni Mikill vilji hefur verið bæði meðal aðila vinnu- markaðarins og ríkisvaldsins að leysa kjara- samninga á skynsamlegan hátt — hverfa frá óraunhæfum taxtahækkunum sem ekki auka kaupmáttinn, en þess í stað að beita ýmsum stjórntækjum efnahagslífsins. Menn hafa kallað þetta niðurfærsluleið stundum hefur þetta verið kallað niðurtalningarleið. Þetta er sú leið sem framsóknarmenn hafa ávallt vilj- að fara og ef til vill er árangur baráttu þeirra fyrir niðurtalningu í stað þenslu nú að koma í ljós. Langan tíma hefur það þó tekið að gera mönnum ljóst hvor leiðin væri betri, en batn- andi mönnum er best að lifa. Til að samningar um kaup og kjör á vinnu- markaði geti náð þeim markmiðum að verða ekki verðbólguhvetjandi en auka kaupmátt- inn þurfa stjórnvöld að leggja mikið af mörkum. Þau geta með aðgerðum sínum ráð- ið miklu um það hvort fyrirtækin eru aflögu- fær. í undangengnum samningaviðræðum hafa aðilar vinnumarkaðarins ekki fyrst og fremst verið að ræða um kauphækkanirnar sjálfar, heldur ekki síður um ráðstafanir sem þeir telja að stjórnvöld þurfi að grípa til. Og það er ekkert lítilræði. Gengið skal fest, verðbólgunni náð niður fyrir 10%, lækkun verði á tekjuskatti, útsvari, vöxtum, verði opinberrar þjónustu, bensín- verði, búvöruverði, tollum af grænmeti, toll- um af fólksbifreiðum, hjólbörðum og heimilis- tækjum. Afnumið verði verðjöfnunargjald af rafmagni, launaskattur verði felldur niður í vissum greinum til eflingar samkeppnisað- stöðu og stóraukin verði upplýsingastarfsemi um verðmyndun og verðlag. Aætlaður kostn- aður ríkissjóðs vegna þessa alls er 1250 millj- ónir króna á þessu ári. Þá er gert ráð fyri al- gjörri byltingu í húsnæðislánakerfinu, en eitt brýnasta úrlausnarefni kjarasamninganna var talið að finna varanlega lausn á greiðslu- erfiðleikum húsbyggjenda og fjármögnunar- vanda þeirra sem eru að eignast sína fyrstu íbúð. Flest af þessu virðist skynsamlegt — lítur vel út á pappírunum. Meira að segja virðist stórkostleg vaxtalækkun vera í burðarliðnum og sjálfstæðismenn að hverfa frá stórháska- legri stefnu um vaxtafrelsi sem í raun hefur aðeins þýtt vaxtaokur. Vonandi er að þessi beini og breiði vegur sem menn eru að feta endi ekki í ógöngum. Ef þetta tekst má þakka það ríkisstjórninni. _viðtal dagsins. Mynd: geý Alls ekki nóg að eiga tannbursta Spjallað við Hildi Káradóttur tannfræðing um afleiðingar sykurneyslu, rétta tannburstun og fleira „Það er mjög mikilvægt að venja börn á unga aldri á góða siði bæði hvað fæðuval varðar og eins matarvenjur. Foreldrar verða að gera sér, grein fyrir því að það eru þeir sem kenna börnunum og þeir leggja grunninn að góðum siðum.“ Við höfum fengið Hildi Kára- dóttur tannfræðing til að spjalla við okkur um tennur og tannhirðu. En fyrst gerir Hild- ur okkur grein fyrir hvað það er að vera tannfræðingur, í hverju námið er fólgið og at- vinnumöguleikum að því loknu. „Það er dálítið flókið að út- skýra þetta nám, því það er ekki fyrir hendi hér á íslandi. Og það er misjafnlega uppbyggt eftir löndum. Ég lærði í Svíþjóð og þar er tannfræði þriggja ára nám. Hægt er að taka námið í áföngum og bæta ofan á það stigum. Eftir tveggja ára nám er bæði hægt að bæta við sig kúrsum og einnig heilu ári. Þannig að menn útskrif- ast með mismunandi starfsheiti. Ég hef stúdentspróf, en þess er ekki krafist til að komast inn í skóla sem kenna tannfræði. í Svíþjóð er bæði hægt að stunda þetta nám við ríkisskóla og einnig við einkaskóla. Ég var í ríkisskóla í Malmö. Síðasta árið fer kennsla fram í tannlækna- háskóla. Hvað kennsluna varðar þá er komið inn á sitt lítið af hverju úr fagi tannlæknisfræðinnar, en aðaláherslan er lögð á fyrirbyggj- andi starf og fræðslu. Að námi loknu er atvinnu að fá bæði í heilbrigðiskerfinu og einnig á tannlæknastofum. Ég hef unnið á tannlæknastofu frá því ég lauk námi árið 1979, en einnig hef ég verið í hlutastarfi við ungbarnaeftirlitið. En þar hætti ég síðastliðið haust eftir fjögurra ára starf. Við ungbarna- eftirlitið fólst starf mitt í því að fræða foreldra um rétt mataræði og matarvenjur, um hreinlæti á tönnum og mikilvægi flúors. Þar ráðlagði ég rétt mataræði og var- aði við sykurneyslu og gerði for- eldrum grein fyrir hvaða afleiðingar það hefur að venja börn á mikla sykurneyslu. Það er mjög mikilvægt að leggja grunn- inn að góðum siðum strax, bæði í fæðuvali og matarvenjum.“ - Ef við víkjum þá að hirðingu tannanna og réttri tannburstun. Hafa íslendingar ekki kunnað að bursta í sér tennurnar? „Nei, líklega ekki. Ég hugsa að það sé aðallega upplýsingaskort- ur sem valdið hefur því að fólk hefur ekki burstað tennurnar rétt. Fræðsla á þessu sviði hefur ekki verið mikil til þessa. En það er ljóst að það er alls ekki nóg að eiga tannbursta. Menn verða að velja tannbursta sem passar hverjum og einum og stærð burstans á að fara eftir stærð munnsins. Það hafa verið margar tegundir tannbursta á markaði um og þær eru afskaplega mis- jafnar að gæðum. Menn eiga að nota mjúka tannbursta. Harðir tannburstar geta haft slæmar af- leiðingar, einkum ef menn bursta tennur sínar af miklum krafti. Þá slípa menn af glerungnum og geta rifið tannholdið upp. Það er best að hver og einn ráðgist við tannlækni sinn um val á tannbursta og aðferð við tann- burstun. En það sem gildir fyrir alla er að velja mjúkan bursta með þéttum hárum og litlum burstahaus. Það er ekki nóg að bursta tenn- urnar, það verður líka að hreinsa tennurnar daglega með tann- stönglum eða tannþræði." Sykurneysla okkar íslendinga er geysimikil, að sögn Hildar inn- byrðum við um 60 kíló af sykri á ári, enda hafa tannskemmdir hér á landi verið í samræmi við það. „Ég á von á að þetta fari að lagast með aukinni fræðslu og betra og reglulegra eftirliti. Við erum betur upplýst um skaðsemi sykursins og hvernig við eigum að forðast tannskemmdir. Orsaka hinna miklu tannskemmda okkar íslendinga er að leita til rangra matarvenja, rangrar fæðu og rangrar tannhirðu. Sífellt nart hefur einnig mikið að segja. For- eldrar ættu að venja börn sín á heilbrigða fæðu og reglulega mat- málstíma. Sleppa öllum aukabit- um og að bursta tennur vel að lokinni máltíð. Foreldrar ættu að tannbursta börn sín fram að 9 ára aldri. Ég myndi ráðleggja einn gotteríisdag i viku, láta börnin safna sælgæti vikunnar saman og borða það allt í einu og bursta tennurnar að sjálfsögðu vel á eftir. Ef börn eru vön að fá sæl- gæti á hverjum degi, að hnýta því þá aftan í máltíð. Tannsýklan veldur sýrum í munninum sem leysir upp gler- unginn. Þessi sýrumyndun varir í u.þ.b. hálftíma eftir máltíð. Best er því að hafa sem fæstar máltíðir á dag, þannig að tennurnar fái minnst 3-4 tíma hvíld á milli máltíða. Steinefni, en þau eru í munnvatninu, endurnýjast þá í glerungnum. Tannskemmdir hérlendis eru miklu meiri en hjá nágranna- þjóðunum, ég tel að aðalástæða þess sé mikil sykurneysla okkar, sælgætisát og gosdrykkjaþamb. Það sem þarf að koma til er stór- felld hugarfarsbreyting lands- manna,“ sagði Hildur Káradóttir tannfræðingur. -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.