Dagur - 27.02.1986, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 27. febrúar 1986
_____________________________íþróttÍL____________________
„Ég er við öllu búinn“
- segir þjálfari Rúmena
Kristján Arason bestur en fyrir lenska liðsins og ég skil ekki
þann leik taldi ég að Alfreð hvers vegna hann var ekki með,“
Gíslason væri besti maður ís- sagði Pana. KK-Sviss.
Ljubo Lazic: „ísland spilaði vel.“
Ljubo Lazic:
„Þeir léku
með hjartaniT
„Ég er við öilum búinn þegar
við mætum íslendingum í
riðlakeppninni,“ sagði Lascar
Pana þjálfari rúmenska liðsins
á HM í samtali við Dag í
gærkvöld, en Island mætir
Rúmeníu annaö kvöld.
„Ég veit að íslenska liðið er
mun betra lið en það var gegn S,-
Kóreu, sá leikur var slys hjá ís-
lenska liðinu og við megum hafa
okkur alla við til þess að vinna
ísland. Það veikir mitt lið að
Stinga gekkst undir aðgerð vegna
Agamálin virðast vera í lagi
hjá S.-Köreanska liðinu á HM
í Sviss.
Eftir sigur liðsins gegn Islandi í
fyrrakvöld fóru liðsmenn, þjálf-
arar og fararstjórn upp á áhorf-
endapalla til þess að fylgjast með
leik Tékka og Rúmena. Sátu þeir
í hnapp og voru nokkrir Islend-
ingar þar nærri.
kinnbeinsbrot hér í morgun og
leikur sennilega ekki meira með
hér fyrr en þá í næstu viku.“
- Hverjir verða heimsmeistar-
ar að þínu mati?
„Ég vil ekki segja neitt um það
á þessu stigi, við skulum tala
saman 8. mars. Júgóslavar standa
óneitanlega vel eftir sigurinn á
Sovétmönnum en það getur ým-
islegt gerst enn.“
- Hver finnst þér vera besti
maður íslenska liðsins hér á HM?
„í leiknum gegn Kóreu var
stjóri S.-Kóreu fór að deila út
sígarettum meðal leikmanna liðs-
ins á áhorfendapöllunum. Var
farið laumulega með þetta svo
ekki sé meira sagt og þess vand-
lega gætt að þjálfarinn yrði einsk-
is vís. Skammturinn á mann var 2
sígarettur og e.t.v. hefur þetta
verið „bónus“ liðsstjórans til
leikmanna fyrir sigurinn.
KK-Sviss.
Á meðal áhorfenda á leik
íslands og Tékkóslóvakíu í
gærkvöld var júgóslavneski
handknattleiksþjálfarinn
Ljubo Lazic sem þjálfað hefur
lið KA í vetur. Hann var á
miklum spretti í leikslok með
löndum sínum en mér tókst þó
að fá hann til að segja nokkur
orð.
„ísland spilaði vel og strákarn-
ir léku svo sannarlega með hjart-
anu,“ sagði Ljubo og bætti við að
sér hefði fundist tékkneska liðið
leika illa. „Guðmundur Guð-
mundsson lék mjög vel í þessum
Úrslit leikja á HM í Sviss til þessa
og staðan í riðlunum fjórum er
nú þessi:
A-riðiIl:
A.-Þýskaland-Kúba 28:24
Júgóslavía-Sovét 26:22
A.-Þýskaland 1 1 0 0 28:24 2
Júgóslavía 1 1 0 0 26:22 2
Kúba 1 0 0 1 24:28 0
Sovétríkin 1 0 0 1 22:26 0
í kvöld leika í þessum riðli Júg-
óslavía:Kúba og Sovétríkin:A.-
Þýskaland.
B-riðill:
V.-Þýskaland-Pólland 21:20
Sviss-Spánn 15:15
V.-Þýskaland-Spánn 18:14
Sviss-Pólland 18:17
V.-Þýskaland 2 2 0 0 39:34 4
Sviss 2 11 0 33:32 3
Spánn 2 0 1 1 29:33 1
Pólland 2 0 0 2 37:39 0
leik og Kristján Arason lék bæði
vel og skynsamlega og möguleik-
ar íslands hafa aukist.
Persónulega held ég að Kóreu-
menn vinni Tékka, mér sýnist
það á öllu. En mér er spurn:
Hvers vegna lék Alfreð ekki
meira með í þessum leik? Það
skil ég ekki.“
- Fannst þér eðlilegt að hafa
Þorgils Óttar á varamannabekkn-
um allan tímann?
„Það var eðlilegt að Þorbjörn
væri á línunni. Tékkarnir spiluðu
af miklum krafti og það þarf
sterka menn á línuna," sagði
Ljubo og var rokinn. KK-Sviss.
C-riðiU:
Ísland-S.-Kórea 21: 30
Rúmenía-Tékkóslóvakía 23: 18
Ísland-Tékkóslóvakía 19: 18
Rúmenía-S.-Kórea 22: 21
Rúmenía 2 2 0 0 45:39 4
S.-Kórea 2 10 1 51:43 2
ísland 2 10 1 40:48 2
Tékkóslóvakía 2 0 0 1 36:42 0
D-riðiIl:
Danmörk-Ungverjaland 21:25
Svíþjóð-Alsír 24:18
Svíþjóð 1 1 0 0 24:18 2
Ungverjaland 1 1 0 0 25:21 2
Danmörk 1 0 0 1 21:25 0
Alsír 1 0 0 1 18:24 0
í kvöld leika í þessum riðli
Danmörk:Alsír og Ungverja-
land:Svíþjóð.
Hveiju
spá
þeir
um
næstu
leiki?
Hverjir eru möguleikar íslands á
að komast í milliriðil á HM í
Sviss? Við fengum 4 Akureyringa
sem fylgjast vel með handknatt-
leik til þess að velta þeirri spurn-
ingu fyrir sér en þeir eru Jóhann
Karl Sigurðsson formaður hand-
knattleiksdeildar KA, Þorleifur
Ananíasson fyrirliði KA, Gunnar
M. Gunnarsson þjálfari og
leikmaður Þórs og Sigbjörn
Gunnarsson í Sporthúsinu sem
alltaf fylgist vel með í heimi
íþróttanna. En hvað sögðu þessir
heiðursmenn?
Þorleifur Ananíasson:
„Ég vona auðvitað að Kóreu-
mennirnir vinni Tékkana og okk-
ar menn komist áfram. Miðað við
leik þeirra gegn okkur og aðeins
eins marks tap gegn Rúmeníu
eiga þeir vel að geta unnið
Tékka. Þeir eru snjallir Kóreu-
mennirnir og ég er hreint ekki
viss um að ísland hefði unnið þá
þótt íslenska liðið hefði átt góðan
leik.“
- Hvað um möguleika okkar
gegn Rúmeníu?
„Við skulum ekki afskrifa
þann möguleika að strákarnir
geti náð í stig í þeirn leik, þeir
leika oftast best þegar við
minnstu er búist af þeim. Ég vil
meina að við eigum 40% mögu-
leika gegn Rúmenum.
Gunnar Gunnarsson:
„Verður maður ekki bara að vera
bjartsýnn? Ég held að fyrst að
Rúmenar rétt mörðu Kóreumenn
munu Kóreuleikmennirnir alv.eg
geta unnið Tékka. En eigum við
ekki bara að segja að okkar
menn geti allt eins tekið stig af
Rúmenum. Það getur allt gerst í
þessu og fyrir keppnina spáði ég
að við myndum vinna Kóreu en
gera jafntefli við Tékka. Þetta er
allt óútreiknanlegt en það sakar
ekki að vera bjartsýnn."
Jóhann Karl Sigurðsson:
„Ég álít að Tékkar komi til með
að vinna Kóreu þannig að vonir
okkar um að komast áfram eru
bundnar við það að okkar mönn-
um takist að taka stig af hinum
frægu leikmönnum Rúmena. En
því miður, ég tel litlar líkur á því
að það verði raunin þannig að
sennilega kemur það í okkar hlut
að leika um 13.-16. sætið. Það
sem ég tel að helst gæti bjargað
okkur er að Rúmenar hreinlega
vanmeti okkar menn og ísland
hitti á toppleik.“
Sigbjörn Gunnarsson:
„Ég set allt mitt traust á Kóreu-
menn, að þeir nái að gera jafn-
tefli við Tékka eða sigra þá, við
eigum að mínu mati ekki mögu-
leika gegn Rúmenum. Ég hef
ekki til þessa haft niikla trú á
S.-Kóreu sem handknattleiks-
þjóð og held að Tékkar konii
sterkir til leiks, gegn þeim,
ákveðnir í að sigra. En þó vona
ég auðvitað að Kórea vinni og
bið um sigur þeirra.“
Það vakti mikla athygli er liðs-
1. deild í körfubolta:
Fellur Þór?
Það verður að duga eða drep-
ast fyrir strákana í körfu-
knattleiksliði Þórs um helg-
ina er þeir leika síðstu leiki
sína í 1. deildinni að þessu
sinni.
Andstæðingur Þórs er Reynir
frá Sandgerði og leika liðin tvo
leiki, á föstudagskvöld kl. 20 og
á laugardag kl. 14. Báðir
leikirnir verða í íþróttahöllinni.
Staða Þórs er mjög alvarleg í
deildinni en liðið er í neðsta
sæti ásamt Reyni og ÍS. Það
gæti því farið svo að Þór félli ef
liðið vinnur ekki báða leikina
um helgina því þá væri Reynir á
grænni grein og ÍS hefur vinn-
inginn í innbyrðisviðureignum
sínum gegn Þór.
Þórsliðinu hefur lengst af
gengið vel á heimavelli sínum
en síðustu leikir sem voru gegn
ÍS töpuðust þó báðir. En nú er
að duga eða drepast ef hlut-
skipti liðsins á ekki að verða 2.
deild næsta vetur.
Hvað gerist
í Sviss?
Það er óhætt að segja að spenn-
an varðandi það hvort ísland
kemst í milliriðil í úrslitakeppni
HM hér í Sviss hafi enn aukist í
gærkvöld er leikið var í C-riðli.
Sigur íslands yfir Tékkóslóvak-
íu 19:18 og hinn naumi 22:21
sigur Rúmena yfír hinur óút-
reiknanlegu leikmönnum S.-
Kóreu gera það að verkum að
nú eru það aðeins Rúmenar
sem eru öruggir með að komast
áfram en hinar þjóðirnar þrjár
berjast um tvö laus sæti.
Þar standa Kóreumennirnir
mjög vel að vígi með sína
markatölu og þeir þola að tapa
með nokkrum mun fyrir Tékk-
unum.
Von íslands eru hins vegar
bundnar við það annars vegar
að Kóreumenn taki stig af
Tékkunum, ef þeir gera jafn-
tefli eða sigra er ísland komið
áfram. Hinn möguleikinn er sá
að ísland taki stig af Rúmenum,
ef það gerist þá eru okkar menn
komnir áfram, sama hvernig
viðureign Tékka og Kóreu-
manna fer.
Það eru því blikur á lofti í
íslenskum handknattleik þessa
dagana, og um fátt annað er
meira rætt manna á meðal en
hverjir séu möguleikar okkar
manna. Menn ættu að vera við
öllu búnir því ef það sem telja
verður líklegast gerist, að Rúm-
enar vinni okkar menn og
Tékkar vinni Kóreu þá leikur
ísland um 13.-16. sætið f
keppninni.
Fengu tvær
sígarettur!
Úrslit - Úrslit