Dagur - 27.02.1986, Page 7

Dagur - 27.02.1986, Page 7
27. febrúar 1986 - DAGUR - 7 að hádegi, flesta daga eru kennd- ir tveir bóknámstímar eftir hádegi. Seinni part daga erum við svo að vinna í okkar aðal- greinum og valgreinum. Við í fiskeldinu erum í laxeldisstöðinni hérna, Hólalaxi. Þeir sem eru á almennri braut eru t.d. í hesthús- inu, þeir sem eru með hrossa- ræktina sem valgrein. Það er kennt alla virka daga vikunnar, fram að hádegi á laugardögum." - Hvernig er félagslífið hér í skólanum? „Það er svo sem ekkert skipu- lagt félagslíf í skólanum núna, við erum svo fá, ekki nema tutt- ugu síðan yngri deildin fór í verk- námið. Það eru nokkrir klúbbar í skólanum, en þeir eru ekkert starfandi. Þetta kemur eiginlega allt af sjálfu sér. Við gerum bara það sem okkur langar til. Það er ekkert mál að spila, tefla eða skreppa á hestbak og hér leiðist engum.“ - Þú ert ánægður hérna? „Þetta er búið að vera alveg frábært. Góður skóli, góður andi og mórallinn alveg frábær." Þessi orð samþykkti félagi Magnúsar, Eiríkur Björnsson, sem bæst hafði í hópinn. - Að síðustu, hefur þú hugsað þér að fara í framhaldsnám? „Jú, það hefur hvarflað að mér. Það er bara ansi dýrt, en maður verður að fara að ákveða sig fljótlega hvað maður gerir,“ sagði Magnús í lok spjalls okkar. # Riða, kvóti og bölvaðir refir Ég leit inn í sjónvarpsherbergið og fann þar eina af þrem stúlkum sem stunda nám í eldri deildinni. - Hvar varstu í sveit? „í Vestur-Skaftafellssýslu, í Landbrotinu, rétt hjá Seglbúð- um, þar sem landbúnaðarráð- herra á heima.“ Við þessi síðustu orð var hún svolítið kímin. - Hvað eru uppáhaldsskepn- urnar þínar? „Hrossin." - Ertu með hross fyrir sunn- an? „Nei, en maður kaupir sér kannski eitthvað með vorinu,“ sagði hún í gamansömum tón. - Hvernig finnst þér að vera hérna í skólanum? „Mér finnst það bara ágætt, þó mætti vera meira verklegra nám í skólanum, það var lítið verklegt á fyrri önninni í ár, en er miklu meira núna. Það fara allir í verk- nám fyrri veturinn, sem er mjög gott, en tíminn eftir á'ramót og fram á vor er kannski ekki nógu hentugur, það er svo lítið um að vera í sveitunum þá.“ - Dreymir þig kannski um að verða bústýra uppi í sveit? „Ja, ég veit það ekki. Ástandið er nú ekki svo glæsilegt í land- búnaðinum í dag, það er ógur- lega mikil riða í búfénu, sérstak- lega hérna fyrir norðan og kvóti á mjólkurframleiðslunni. Það er ekkert nema bölvaðir refirnir sem má vera með og ég hef ekk- ert gaman að þeim. Líklega er helst að búa nálægt kaupstað og vera með einhvern hrossabisn- ess.“ - Hvernig líkar þér félagslífið í skólanum? „Það er bara maður er manns gaman núna, ósköp ljúft. Há- punkturinn í félagslífinu er árs- hátíðin, sem haldin er 1. des. árlega. Fyrir þá samkomu er æfð- ur kór, nemendur semja skemmti- efni og skemmtinefndin reynir að Magnús Þór Hafstcinsson og Eiríkur Björnsson, tilvonandi búfræðingar í fiskeldi. „Við mig?“ sagði hún þegar ég bað hana um viðtal. „Þarf að taka mynd af mér?“ spurði hún. Ég hélt það nú í lagi, sagði hana stórfína svona. Hún sagðist heita Jóhanna Pálsdóttir, vera 22ja ára Reykvíkingur og nemandi á almennri braut. Það var því eðli- legt að spyrja, hvað kæmi til að ung Reykjavíkurmær færi hingað í skóla. „Ég hef alltaf verið veik fyrir þessu, hef gaman af að vera í sveit. Foreldrar mínir eru báðir úr sveit og ég hef verið í sveit hjá ættingjum mínum á sumrin. Þetta var það eina sem mig lang- aði að læra.“ nýta sér hæfileika þeirra á því sviði.“ - Að lokum Jóhanna, hvað hófu margar stelpur nám í skólanum í haust? „Átta, þær eru fimm í yngri deildinni." Við létum þetta spjall gott heita. Um leið og ég þakkaði henni fyrir, bað ég hana að benda mér á strák af sinni braut, heppi- legan til viðtals. Hún hugsaði sig vel um, úr vöndu var að ráða. Eftir dálitla stund sagði hún: „Jú, Ingólfur tilvonandi kartöflu- bóndi.“ Gísli Einarsson á einu af Hólahrossunum, Birtu sex vetra. Gamli bærinn í baksýn. „Ég var 6 ára heima í Bolung- arvík. Það er geysilegur áhugi á hestum þar.“ - Áttu góða hesta sjálfur? „Þokkalega. Ágæta, eins og maður segir. Annars leggur mað- ingunni og veitt verðlaun, svo- nefnd Morgunblaðsskeifa.“ - Hvernig hefur þér líkað dvölin hérna í skólanum? „Mjög vel, hér kynnist maður krökkum alls staðar af landinu og félagsandinn er mjög góður.“ - Hvernig er skipting nemenda milli landshluta? „Flestir eru af Norðurlandi, en einnig margir af Suðurlandi. Það eru engir austan af fjörðum í eldri deild, en nokkrir þaðan í yngri deildinni, sem er í verk- námi núna.“ - Ég hef spurt félaga þína um félagslífið, en hvernig er um sam- skipti við aðra skóla? „Við höfum árleg samskipti við Bændaskólann á Hvanneyri. Við förum til þeirra fyrir áramót og þeir koma til okkar að vori. Þá er keppt í boltaíþróttum, bridds og skák, haldnar kvöldvökur og dansað á eftir." - Að síðustu, einhverjir fram- tíðardraumar? „Já, að sjálfsögðu langar mig að verða bóndi, helst kúabóndi, ur ógjarnan dóm á sín eigin hross." - Hefurðu verið víða við tamningar? „Nei, ekki svo mjög. En ég hef verið með reiðnámskeið víða og geri ekkert annað en fást við hesta." - Er hægt að lifa á þessu? „Já, meðan maður er einn er það vel hægt." - Hefur þú gert hross að verð- launahrossi? „Það hafa aðrir gert, seni hafa tekið við hrossum sem ég hef tamið. Ég fylgi hrossunum ekki það lengi eftir, að þau geti orðið verðlaunahross í mínum höndum." - Að endingu, hvernig kanntu við þig hér á Hólum? „Álveg prýðilega, ekki hægt að hugsa sér betri stað til dvalar fjarri heimili sínu," sagði þessi geðugi Bolvíkingur að lokum. Ég þakkaði honum fyrir rabbið og kvaddi nteð von uiji að Hóla- hrossin muni gera það gott á landsmótinu í sumar. - þá # Kýr en ekki kartöflur Ég bjóst auðvitað við að Ingólfur væri úr Þykkvabænum, en í ljós kom að hann er 18 ára Eyfirðing- ur. Nánar til tekið frá Uppsölum í Öngulsstaðahreppi og er Jó- hannsson. Hann sagðist alltaf hafa haft áhuga á búskap og því legið beinast við að fara í bænda- skóla. En hvað eru hans uppá- haldsdýr til búskapar? „Það eru aðallega blessaðar kýrnar og hestarnir eru líka skemmtilegir.“ - Nú eru kenndar tamningar í skólanum, hvernig er þeirri kennslu háttað og ert þú að temja? „Já, ég geri það. Tamningar eru hluti af námi í hrossarækt, sem kennd er við skólann. Kennsla í tamningu hefst í byrjun febrúar og geta nemendur komið með hesta heiman að frá sér, eða fengið á skólabúinu. Síðan er tamið fram á síðasta vetrardag, en þá er haldin sýning og metið hver hefur skarað fram úr í tamn- þó ástandið í þeirri grein sé ekki glæsilegt, þá vonar maður að úr rætist í framtíðinni.“ Ég þakkaði Ingólfi fyrir spjallið, þar er greinilega mikið bóndaefni á ferðinni. # Þjálfar hross fyrir landsmót Ég taldi mig nú hafa rakið garn- irnar nægilega úr nemendum skólans og ákvað að róa á önnur mið. Ég hafði veitt athygli hress- um náunga við starfsmannaborð- ið í matsalnum og vissi að hann var að temja Hólahrossin ásamt Ingimar Ingimarssyni. Mér var litið inn í íþróttasal skólans og sá þá tamningamanninn hressa, ber- an að ofan og bullsveittan í skyttukóng við einn nemanda skólans. Þegar mesti móðurinn var runninn af þeim, hóf ég rabb við tamningamanninn. Hann sagðist heita Gísli Einarsson og vera 18 ára Bolvíkingur. „Ég kom hingað fyrir tveim vikum og verð hér fram yfir landsmótið, sem haldið verður á Hellu í sumar. En ég er að þjálfa hrossin sem eiga að fara á mótið. Ég hef verið hérna þrisvar áður, þá mánuð í senn." - Eru góð hross hér á Hólum? „Já, alveg tvímælalaust. Það er mjög góð rækt í hrossunum hérna.“ - Ertu með þessa svokölluðu „hrossasótt" eins og stundum er sagt að hestaáhugamenn séu haldnir? „Já, ætli það ekki.“ - Hvað varstu gamall þegar þú fórst að fást við hesta? í hádegishléinu var ekki setift auðum höndum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.