Dagur - 27.02.1986, Side 13

Dagur - 27.02.1986, Side 13
Umsjón: Kristján Kristjánsson 27. febrúar 1986 - DAGUR - 13 Sætur Eftir hinn hörmulega leik ís- lands gegn S.-Kóreu náöu ís- lensku landsiiðsstrákarnir aö bjarga því sem bjargað varð með sigri yfir Tékkum hér í Bern í gærkvöld. Úrsiitin 19:18 voru sæt fyrir okkur sem fylgd- umst með íslenska liðinu hér og menn voru kátir þegar það Ivanescu hissa Þeir sem til þekkja voru mjög undrandi á því að Alfreð Gíslason var ekki notaður í leiknum gegn S.-Kóreu, a.m.k. var þjálfari hans hjá Essen, Petre Ivanescu undr- andi. „Mér finnst þetta furðulegt. Alfreð er í mjög góðri æfingu um þessar mundir og sterkur Íeikmaður. Hann hefði a.m.k. styrkt vörn liðsins verulega, svo mikið er víst þótt ekki sé öruggt að hann hefði getað bjargað sóknarleik íslenska liðsins," sagði Ivanescu. KK-Sviss. sigur fréttist að Rúmenar væru að vinna S.-Kóreu 15:9 í hálfleik. En gleðin dofnaði eins og von- ir okkar manna um að komast áfram er úrslit þess leiks lágu fyrir, aðeins 22:21 sigur Rúmeníu. Það var allt annað að sjá til ís- lenska liðsins hér í kvöld en í leiknum í fyrrakvöld. Vörnin var miklu mun betri og einnig sókn- arleikurinn en furðulegt var að Tékkarnir sem sáu varnarleik Kóreu gegn íslandi í fyrrakvöld skyldu ekki reyna svipaða leikað- ferð. Það fór auðvitað um menn þegar Tékkar komust í 2:0 en 3 mörk frá Kristjáni Arasyni og eitt frá Steinari komu íslandi yfir 4:3 og þá sáu menn að þetta var dæmi sem hægt var að klára. Svo fór reyndar að ísland hafði nær allan tímann eftir það undirtökin í leiknum og leiddi 10:8 í hálf- leik. Þegar langt var liðið á síðari hálfleik var staðan 17:14 fyrir ís- land og menn voru jafnvel farnir að gæla við stórsigur sem hefði komið sér vel. En Tékkar skor- uðu 4 næstu mörk. Bjarni Guð- mundsson jafnaði 18:18 og Kristján Arason skoraði 19:18 fyrir ísland er 3,45 mín. voru til leiksloka. SKRIFAR FRÁ SVISS Framkvæmdastjóri HSÍ: „Helst Bogdan sem fer úr sambandi' „Þetta var eins og svart og hvítt,“ sagði Einar Magnússon framkvæmdastjóri HSÍ eftir leikinn gegn Tékkum, en Ein- ar er gamall landsliðsmaður úr Víkingi. „Það var ótrúlegt hvað svona leikreynt lið var stíft af spennu í fyrsta leiknum. Hins vegar var leikurinn hér í kvöld á heims- klassa hjá okkar mönnum.“ Einar hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig Bogdan landsliðs- þjálfari er búinn að standa sig í keppninni í Sviss. „Það kom mér mjög á óvart að Þorgils Óttar lék ekki gegn S,- Kóreu. Ég man ekki betur en að Bogdan segði þegar tvísýnt var hvort hann kæmist með til Sviss að væri mögulegt að hann gæti spilað með gegn Kóreu þá væri það atriði númer eitt. Það kom mér mjög á óvart í kvöld hversu lítið Alfreð fékk að spila og mér fundust innáskipt- ingar Bogdans oft á tíðum alveg út í hött. Alfreð hefur leikið gíf- urlega vel í Þýskalandi og það á að nota hann miklu meira. Hann er kjörinn leikmaður gegn þess- um sterku þjóðum. Mér finnst að þegar pressan er orðin jafn mikil og verið hefur þá sé það helst Bogdan sem hefur farið úr sam- bandi. Það var samheldni leik- manna sem skóp þennan sigur í kvöld,“ sagði Einar Magnússor. framkvæmdastjóri handknatt- leikssambandsins. KK-Sviss. - en nægir hann? r Eftir það voru Tékkar með boltann nær allan tímann og hurð skall nærri hælum við íslenska markið enda íslendingar einum færri í 2 mín. Boltinn small í markstönginni og hvað eftir ann- að á varnarveggnum uns klukkan hringdi og stríðsdans var stiginn. Það hafði tekist að „bjarga and- litinu“ að nokkru leyti. Kristján Arason, Guðmundur Guðmundsson og Einar Þorvarð- arson markvörður voru bestu menn íslands. Fleiri áttu góðan dag eins og Steinar Birgisson sem var klettur í vörninni. Mörk íslands: Kristján Arason 5, Guðmundur Guðmundsson 4, Bjarni Guðmundsson og Alti Hilmarsson 3, Steinar Birgisson, Alfreð Gíslason, Þorbjörn Jens- sen og Sigurður Gunnarsson 1 hver. Dómarar frá Júgóslavíu og voru okkur ekki hliðhollir. KK-Sviss. Bogdan landsliðsþjálfari fær kaldar kveðjur frá framkvæmdastjóra HSÍ. Alfreð: „Hefði viljað spila meira. „Geri það sem mér er sagt“ - segir Þorgils Óttar „Þetta vannst á alveg frábærri baráttu,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen eftir leikinn í gær, en hann sat á varamanna- bekknum allan leikinn. „Þetta sýnir að ef við einbeit- um okkur þá getum við gert þessa hluti. Vörnin var stórkost- lega góð og hver einasti leikmað- ur lagði sig allan fram. Það má segja að fólkið sem hefur fylgt okkur hingað til Sviss og eins heima á íslandi hafi átt þennan sigur skilinn og okkar vegna varð sigur að vinnast til að einhver von væri í stöðunni. Nú er bara að reyna af alefli að sigra Rúmena." - Varstu óhress með að hafa ekki spilað? „Nei. það breytir engu fyrst við unnum. Ég er bara eins og ég er og geri bara það sem mér er sagt," sagði Þorgils Óttar. Sem fyrr sagði sat hann á vara- mannabekknum allan leikinn í gær. Er ekki að efa að slíkt hefði verið gagnrýnt óspart ef þessi leikur hefði farið á annan veg en raun bar vitni. KK-Sviss Alfreð Gíslason: „Hefði viljað spila meira“ „Þetta var mjög erfiður og aðstöðu í því fyrirtæki þar sem ég mikilvægur leikur fyrir okkur vinn í Þýskalandi að ég get sett en við vorum ákveðnir í að þá kröfu að fá að fara í alla lands- bæta upp fyrir leikinn gegn Kóreu,“ sagði Alfreð Gíslason eftir leikinn í gær. „Við höfðum allt að vinna og engu að tapa því með tapi fyrir Tékkum hefðum við ekki komist í milliriðil heldur orðið að leika um 13.-16. sætið.“ - Hverjir eru möguleikar okk- ar á sæti í milliriðli? „Við verðum að standa okkur á móti Rúmenum sem við höfum ekki unnið síðan 1958. Þeir hafa misst sinn besta mann, Stinga, og okkar líkur á sigri nú aukast við það. Ef við náum sömu einbeit- ingu og í þessum leik getur allt gerst. Nú, ef við töpum þá getum við komist áfram ef Kóreumenn taka stig af Tékkum.“ - Ég tók eftir því að þú varst óhress með hvað þú fékkst lítið að leika með í kvöld. „Já, ég hefði alveg viljað spila meira en svona er þetta. Ég reyndi að gera mitt besta á með- an ég var inni á, en ég hef ekki æft mikið með liðinu fyrir þessa keppni. En reyndar er varla hægt að vera óánægður eftir sigurleik. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið íslands í komandi framtíð. Ég er kominn í það góða leiki,“ sagði Alfreð Gíslason. Hann lék ekki mikið með í leikn- um í gær en skoraði þó gott mark í lok fyrri hálfleiks og átti snilld- arsendingu á línu sem Guðmund- ur Guðmundsson skoraði úr. KK-Sviss. „Ánægður“ „Þetta var betra en í gær,“ sagöi Þorbjörn Jensson fyrir- liöi íslenska liðsins eftir leikinn í gærkvöld. „Ég er mjög ánægður. Okkur tókst að gera nákvæmlega það sem við ætluðum okkur og við lögðum okkur 100% í þennan leik enda var að duga eða drepast.“ - Hvað með framhaldið? „Menn eru búnir að sjá það hér og nú að þetta er hægt. Rúm- enar eru geysisterkir og við verð- um bara að gera okkar besta og sjá hvort það nægir. Við verðum að koma vel við þá og það kemur svo í ljós hvort það dugar okkur til að taka af þeim stig,“ sagði Þorbjörn. KK-Sviss.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.