Dagur - 21.03.1986, Page 3

Dagur - 21.03.1986, Page 3
Eggjahrœra: 3 stk. egg 3 dl mjólk 1 dl rifinn ostur. Hitið ofninn í 200°C. Bræðið smjörið og brúnið hakkð og lauk- inn. Stráið hveitinu yfir og hrærið. Bætið kryddi, sveppum og papriku út í og látið krauma smástund. Myljið saman hveiti og smjör, bætið vatninu í og hnoðið vel. Klæðið pieform að innan og þrýstið upp með brúnum formsins. Hellið kjötfyllingunni í skel- ina. Þeytið saman egg og mjólk, blandið rifna ostinum saman við og hellið yfir fyllinguna. Blandið eggjahrærunni varlega saman við með gaffli. Bakið í 35 mín. við 200°C. Borið fram heitt með salati. Heitur eplaréttur 1 bolli kókosmjöl 1 bolli hveiti 1 bolli púðursykur. Þessu er blandað saman í skál. Látið bauk af eplamauki (eða söxuð epli) í eldfast mót. Látið blönduna hér að ofan (kókos, hveiti, púðursykur) ofan á. Sneiðið síðan hart smjörlíki nið- ur með ostaskera og leggið yfir alla kökuna. Bakað í ofni við ca. 175°C. Borðað með ís*eða þeytt- um rjóma. ís 4 stk. egg 3 msk. sykur Vi lítri rjómi 100 g súkkulaði vanillusykur. Eggjarauður og sykur er hrært vel saman. Súkkulaðið er brætt yfir gufu og sett saman við ásamt vanillusykrinum. Þá er þeyttum rjómanum blandað saman við og síðast stífþeyttum eggjahvítun- um (einnig má brytja súkkulaðið út í). ••• Mjolkursamlag KEA QQG Akureyri Simi 96-21400 Vorum að taka upp etfSrQ cpnHinmi M. Jl stóra sendingu af kvenfatnaði frá BS'trikr-69°- ijj fra krf 890‘' I Einnig mjög gott snið I í gallabuxum upp í stærð 48 I 21. mars 1986 - DAGUR - 3 rhjátrú — eða hvað?- Haraldur Ingi Haraldsson ■'krifar Svanir Útbreiddasta hjátrúin, hvað svani varðar er sú að þeir syngi áður en að þeir gefi upp andann. Að þetta og hitt sé svanasöngur þessa eða hins JfelSiiP HÍI mannsins er oft notað um síðasta verk tónskálds, myndlistarmanns, o.s. frv. og þýðir einhvers konar H hctjulega tilraun rétt áður en að hinni listrænu dauðastund kemur. Rætur þessarar hjátrúar liggja í grískri goðsögn. Sál Appollo, sem var meðal annars guð tónlistarinnar, breyttist í svan og flaug til himna. Plato hinn gríski lætur svanasöng tii sín taka og hefur eftirfarandi eftir læriföður sínum Sókratesi sem sagði: „Svanir syngja ekki á dauðastundinni vegna sorgar og þjáninga, Appollo blæs þeim anda í brjóst og þeir syngja af tilhlökkun eftir öllum þeim góðu hlutum sem guðinn geymir handa þeim.“ í bandarískri ritgerð segir höfundur nokkur sem rannsakað hefur svani, eftirfarandi: „Það kemur fyrir þó að sjaldan sé að særður eða deyjandi svanur gefi frá sér hljóð sem eru mjög mikið öðruvísi en þau hljóð sem hann gefur frá sér að öðru jöfnu. Þetta hattalag er grundvöllur þeirrar kenningar að svanurinn syngi einu sinni áður en hann deyr.“ Hvað sem um þessa niðurstöðu má segja og víst er að rann- sóknin var ekki alltaf vísindaleg, þá þarf ekki að segja okkur íslendingum neitt um svanasöng. í þeirri grein erum við sér- fræðingar og vitum allt um „ljúfan svanasöng á heiði“. Héðan og þaðan Á írlandi er því trúað að stúlkur þær sem deyja hreinar meyjar fái svana- ham eftir dauðann. í Persíu og víðar er það talið óheillamerki að sýna barni dáinn svan það gæti hreppt sömu örlög. Ef svanir gera sér hreið- ur hærra en venjulega veit það á mikil flóð um sumarið. Ef þeir fljúga margir saman upp í hvassan vind veit það á fárviðri næsta sólarhringinn. Indíánar í Dakóta trúðu því að kvensvanurinn væri heilagur og hann mætti aldrei deyða. Svanir eru alltaf saman tveir og tveir og mjög trúir mökum sínum. Það að sjá stakan svan á vatni eða einhvers staðar annars staðar boðar ekkert gott. Hann er talinn vera boðberi dauðans. Því var trúað að ógæfa maka hans mundi flytjast til þess sem leit hann augum eða einhvers nákomins honum. Eins og margir vatnafuglar táknar svanurinn frjósemi. Frum- stætt fólk veitti því náttúrlega athygli að konan missti vatn fyrir fæðingu, og það að fuglar og sálin áttu ýmislegt sameiginlegt (eins og áður hefur verið greint frá) þá þurfti aðeins að leggja saman tvo og tvo. Goðafræði í grískri goðafræði eru mörg dæmi um að guðir og hetjur breyti sér í ýmis dýr. Frægt dæmi um þetta hátta- lag er þegar Seifur réði ekki lengur við ástarbríma og aðrar blautlegar hvatir til Ledu þá brá hann sér í svanslíki m.a. til að geta dulist afbrýðisamri eiginkonu sinni, Heru sem einhverra hluta vegna var ekki sama um kvennamál karlsins. Það segir sitt urn göfgi svansins að Leda lét sér hann vel líka (betur en þegar Seifur hafði reynt fyrir sér í sínu eigin guðlega gervi) og þegar að tímar liðu fram fæddi Leda tvö egg, úr öðru komu Castor og Clytenestra en úr hinu Pollux og Helena, af þeim er nokkur saga sem ekki skal tíunduð hér. Af þessu sýsli Seifs hafa verið gerð rnörg málverk þar á nteðal eitt eftir hinn fræga Michelangelo. í ásatrú er einnig algengt að menn skipti um ham, „fari ham- förum“ eins og það hét. Svanir voru líkast til of friðsamir fyrir þá vígamenn og garpa sem fornu goðin og forfeður okkar voru, miklu vinsælli dýr voru, úlfar, birnir og ernir. Þó eru til dænii um dísir sem áttu sér svanshami og í þjóðsögum segir frá draumkon- um sem birtust í svanslíki o.fl.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.