Dagur - 21.03.1986, Side 6

Dagur - 21.03.1986, Side 6
6- DAGUR-21. mars 1986 mannlít landakort landshluta á milli höfuðból kirkjur kvíindisdalur hvítasker efþú ekur bara með hugann heima í þungbúnu þríhyrndu þakskeggjuðu húsi Pá er röðin komin að kormáki örgumliða, hans ljóð hljómar svo. á rauðri meri ríð ég hratt blindfullur og brókarlaus ég af baki datt upp stend ég ropandi og rekandi við megi andskotinn hirða helvítið Og að síðustu kemur hér ljóð eft- ir sigvalda kvaran, bæn í lok kvennaáratugar 8Óði8óðiguð Skilaðu mér (og öllum hinum) rifbeinunum okkar aftur minjagripi." „Og ástaratlotum,“ skýtur sigvaldi kvaran inn í. „Þar sem í vor skilja leiðir, héldum við nú í kvöld Uppskeru- hátíð menningar- og framfara- klúbbs G.H. og var þar mikið um dýrðir. Var okkur m.a. haldin lofræða mikil og flutt mörg lof- kvæði af einu af betri skáldum bæjarins. Þar voru fjölmargir tónlistarmenn og orðsnillingar, sem komu til að votta okkur virð- ingu. Þau hjónaleysin Broddi Þorsteinsson og Hjördís Þor- geirsdóttir gáfu okkur styttu af Guðmundi, þar sem hann hafði tekið sína fyrstu barnatönn og kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir. Styttan er gerð eftir einni mynd úr verki, sem telur einar fimmtán myndir eftir fjól- mund tremman fjöllistamann. Verk þetta var sýnt á myndlistar- sýningunni sem við héldum og lýsir lífshlaupi Guðmundar Hannessonar. Allt frá því að stofnað var til hans á kaldri sept- embernóttu árið 1884 og þar til G.H. steig upp til himna, en það- an hefur hann alsjáandi auga með meðlimum menningar- og framfaraklúbbsins. Lokapunkt- urinn á þessari uppskeruhátíð var að big-band Guðmundar Hann- Það var hörkustuð á uppskeruhátíðinni, sem haldin var í Sælkerahúsinu. List í fjölbraut á Sauðárkróki: Frói lífshlaupi Giémimdctr Fkmnessonar og hefur annað eins ekki heyrst hér norðan heiða. Þess má geta að allar gerðir klúbbfélaga hafa verið hinar afbrigðilegustu, enda var Guðmundur Hannesson sér- stakur maður um margt. Starf- semi klúbbsins lagðist svo niður vorið 1985, en við komum tví- efldir til leiks um haustið og hóf- um þegar starf. Þá gáfum við út ljóðabók sem heitir fyrsta bréf Guðmundar Hannessonar til korentumanna. í bókinni eru fimmtíu ljóð eftir okkur listamennina í klúbbnum. í formála bókarinnar segir orðrétt; nú er útkomið fyrsta bréf Guðmundar Hannessonar til kor- entumanna með þessu litla kveri sínu og sanna aðstandendur þess að þeir eru hátt á stalli hafnir ofar öllum öndvegisskáldum s.s. Jón- asi Hallgríms, Einari Ben og GEIRLAUGI MAGNÚS- SYNI . . .“ Blaðamaður Dags gerir nú hlé á frásögninni og birtir hér á eftir nokkur ljóð úr bókinni, eitt eftir hvern höfund. Fyrst er það ljóðið voff sagði hænsna þórir eftir fjólmund tremman. gyrðlaug geirlaug sigurlaug og fjóllaug tremman fremsta veit ek djúpvitra spekinga í vindauga asks igldrasils í ormagrifju gunnars búrgúnda á króknum Þá kemur ljóð eftir gunnar klængsson sem heitir upprisa skáldsins. um stund leik ég hund en gerfið er ekki nógu gott því mig vantar skott svona er lífið undir jökli Næst er ljóðið árstíðir hugsana minna eftir helgrím hélan. Þetta er obbolítið, obbolítið góður drykkur. Og fjólmundur tremman held- ur áfram sögu sinni: „Bókin seldist mjög vel og er það örugglega einsdæmi með ljóðabækur að þær seljist upp sama daginn eins og þessi gerði. Fimmtíu eintökin runnu út eins og heitar lummur og var stór- gróði af bókinni, sem lista- mennirnir nýttu sér og nutu vel eina kvöldstund. Hagnaðurinn kemur til af ýmsu; við eigum marga aðdáendur, gátum lagt á bókina og auk þess var útlagður kostnaður lítill, þar sem við eig- um marga velviljaða að. Nú, síðan þótti okkur tilvalið að sýna kvenfólki virðingu og á kvenréttindadaginn í haust fór- um við allir saman í sund í sund- bolum. Næsta skref menningar- og framfaraklúbbsins var að taka upp lag í hljóðveri. Heitir það Guðmundur Hannesson í Hálsa- skógi. Er þar sagt frá ævintýrum G.H. í Hálsaskógi, þegarhann át Lilla klifurmús, stakk undan Mikka ref, fór á bak á sýrutrippi með Hérastubbi bakara og hitti Mjallhvíti og dvergana þrjá, alka, dóba og sukka. Menningar- og framfaraklúbb- ur Guðmundar Hannessonar stofnaði til vináttu við skóblu- mannafélag Menntaskólans í Reykjavík. Er sá klúbbur nokk- urs konar grasrótarpíramídi, eins og þeir skilgreina það sjálfir. Þar skiptust menn á kveðjum og gáfu essonar flutti nokkur hugljúf lög í anda G.H. Ég get ekki látið hjá líða að minnast G.H. aðeins að lokum. Guðmundur Hannesson var merkismaður á sinni tíð og vott- um við allir honum virðingu okkar. Þegar hann var jarðsettur var hann lagður á magann í kist- una, að ósk hans sjálfs, hann hafði verið vanur að sofa þannig. Og hvort sem kvenréttindakon- um á Trékyllisvík líkar betur eða verr, þá snéri Guðmundur Hann- esson sér á bakið á kvenréttinda- daginn 1985, meðan meðlimir klúbbsins voru í sundi.“ Að lokinni þessari skýrslu fjól- mundar kom þeim félögum sam- an um að senda kveðjur og þakk- læti til allra sem höfðu stutt þá á þeirra listamannsferli. Einnig til hljóðfæraleikara og annarra sem aðstoðuðu á uppskeruhátíðinni. En fjólmundur er málgefinn maður og átti síðasta orðið: „Við viljum koma á framfæri þökkum til allra sem hafa sýnt okkur viðhlítandi og alveg sjálf- sagða virðingu og vonum að bæn- ir aðdáenda okkar rætist, að þeir líkist okkur í hvívetna. Og við vonum að Guðmundur Hannes- son beiti mætti sínum til að menn verði jafn frjóir, vel upplýstir, gáfaðir, fallegir og skemmtilegir og meðlimir menningar- og fram- faraklúbbs Guðmundar Hannes- sonar.“ - þá / Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki hefur undan- farin ár verið starfandi lista- klúbbur sem af stofnendum þeim fjólmundi tremman, gunnari klængssyni, hel- grími hélan, kormáki örgumliða og sigvalda kvar- an hlaut nafnið Menningar- og framfaraklúbbur Guð- mundar Hannessonar. Pegar spurt er, hver er eða var Guðmundur Hannesson, kemur svarið ekki alveg á stundinni. Uppruni hans er ekki jafn Ijós og lífshlaup þessa merka manns. Fyrir stuttu komu félagar klúbbsins saman eina kvöldstund og minntust Guðmundar Hann- essonar á mikilli uppskeruhátíð í Sælkerahúsinu á Sauðárkróki. Dagur lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á staðinn og smellti af nokkrum myndum, þótt nokkuð skuggsýnt væri stemmningarinn- ar vegna. Eftir hátíðina hafði blaðamaður tal af flestum stofn- endum klúbbsins og hafði fjól- mundur tremman orð fyrir þeim félögum, þegar sögu klúbbsins bar á góma. „Menningar- og framfara- klúbbur Guðmundar Hannesson- ar. Það var lagt í hann fyrir jól 1984 og klúbburinn formlega stofnaður 1985, rétt fyrir áramót. Fyrsta verkefni meðlima var að halda málverkasýningu 2. febrú- ar það sama ár. Var vel mætt á sýninguna og fengum við góða gagnrýni hjá listmálurum hér í bæ. Á sýningunni voru eitt hundrað verk eftir okkur klúbb- félaga, kenndi þar ýmissa grasa og var um mikla framúrstefnu að ræða. Sýningargestum gafst einn- ig tækifæri til að hlýða á tónverk- ið hvítur svanur á hrafnaþingi, flutt af einleikarakvartett menn- ingarklúbbsins. Að auki var höfð í frammi hreyfihömlulist. Næsta verkefni klúbbsins var að halda tónleika á árshátíð Fjöl- brautaskólans við góðan orðstír Eg skal segja þér leyndarmál, sem enginn má heyra.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.