Dagur


Dagur - 21.03.1986, Qupperneq 7

Dagur - 21.03.1986, Qupperneq 7
2Í. mars 1986 - D'A'GUR - 7 Vísiíakm lœkkar um 1,53% Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í marsbyrj- un 1986. Reyndist hún vera 165,19 stig (febrúar 1984=100), eða 1,53% lægri en í febrúarbyrjun 1986. Þetta er í fyrsta sinn frá því í ágúst 1971 að vísitalan lækkar. Helsta ástæðan fyrir lækkun vísitölunnar frá febrúar til mars er sú, að verð á nýjum fólksbílum lækkaði að meðaltali um 26,1%, vegna lækkunar aðflutnings- gjalda í marsbyrjun, og hafði í för með sér 1,44% lækkun vísi- tölunnar. Lækkun á bensínverði um 5,9% olli 0,28% lækkun vísi- tölunnar. Þá olli lækkun á raf- magns- og húshitunarkostnaði 0,52% vísitölulækkun. Lækkun aðflutningsgjalda á grænmeti, rafmagnstækjum, sjónvarps- og myndbandstækjum o.fl. olli um 0,3% lækkun á vísitölunni. Á móti þessum lækkunum komu verðhækkanir á ýmsum vöru- og þjónustuliðum, sem samtals ollu um 1% hækkun á framfærsluvísi- tölu. Verð á matvælum var að meðaltali svipað í febrúar og mars. Niðurgreiðslur voru aukn- ar til að koma í veg fyrir verð- hækkun á búvöru, en á móti kom lítils háttar hækkun á meðalverði annarrar matvöru. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 27,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,68% og jafngildir sú hækkun 15,6% verðbólgu á heilu ári. Bjóðum fullkomna viðgerðarþjónustu á sjón- varpstækjum, útvarpstækjum, steríomögnur- um, plötuspilurum, segulbandstækjum, bfl- tækjum, talstöðvum, fiskileitartækjum og sigl- ingartækjum. (setning á bíltækjum. BORGARBÍÓ föstud. kl. 9.00. Aftur til framtíðar. föstud. kl. 11.10. Vígamaðurinn. (Pale Rider). Bönnuö börnum yngri en 16 ára. Næsta mynd á sýningu kl. 9.00 verður Silverado. Hörkuspennandi nýr stórvestri. Sunnud. kl. 3.00. Litli veiðimaðurinn. Mynd fyrir alla fjölskylduna. bridds. Úrslitaspil Leikur Sjóvá og Zarioh í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar var jafn og spennandi. Eftir þrjár lot- ur af fjórum var staðan jöfn og þegar 5 spil voru eftir af leiknum var enn jafnt. Spil 36 var þannig: V/Allir N. ♦ 1052 4 1076 4 D854 4 KD2 V. A. ♦ ÁD94 ♦ K763 4 DG * Á5 4 109732 ♦ Á6 4 83 S. 4 G8 4 K98432 4 KG 4 G74 ♦ Á10953 Grettir og Hörður spiluðu 2S á spilið, fengu 10 slagi og +170 til Sjóvá. Á hinu borðinu spiluðu Arnar og Stefán mun vænlegri samning, þ.e. 4S í vestur og norður spilaði lauf K út. Sagnhafi fékk ótrú á lauflitnum eftir útspil- ið hann drap lauf K með Ás, fór heim á tromp As og svínaði hjarta. Suður fékk á kóng og spil- aði hjarta. Enn getur sagnhafi unnið spilið ef hann spilar laufi, en þess í stað spilaði hann tígul ás og meiri tígli. Suður fékk á K, spilaði makkerf inn á lauf D, og hann spilaði tígli til baka. Þar með hafði vörnin tryggt sér einn slag á hvern lit. Sjóvá græddi 7 stig á spilinu og vann leikinn með 9 stiga mun. Ef Arnar vinnur þetta spil græðir Zarioh 10 stig og vinnur leikinn með 8 stigum. Slemma Frímann Frímannsson og Þórar- inn B. Jónsson eru ekki makker- ar svona dags daglega, engu að sfður spiluðu þeir saman á Stór- móti Briddssambandsins fyrr í vetur og eftir löngu gleymdar sagnir var Þórarinn sagnhafi í 6 laufum í suður. N. 4 XXX 4 ÁKG 4 ÁGxxx V. 4 íox A. 4 KGx 4 ÁlOxx 4 Dxx 4 lOxxxx 4 Kxxx 4 Dxx 4 xxx S. 4* ♦ Dxx V XX ♦ X 4 ÁKDG9XX Vörnin gerði þau mistök að taka ekki þrjá fyrstu slagina, út- Umsjón: Höröur Blöndal spilið var tromp. Doddi drap heima, tígull á ás og tígull tromp- aður, tromp á 10 og tígull tromp- aður og síðasta trompið tekur af andstæðingunum. Enn var hæsti tígullinn úti en hjarta á Ás og tíg- ul trompuð fríaði tígul G fyrir eitt spaðaafkast. Það var því ekki um annað að gera en spila hjarta og láta G úr blindum. Þegar hann hélt var tveim spöðum kastað í hjarta K og tígul G, og aðeins einn slagur gefinn á spaða. JŒIM Viljirðu bragðgott kaffi, velur þú ISiiuialiaífi Hetur þú smakkað COLOMBIAKAFFIÐ okkar? f iil Íftss'fí? W\ \ V llTi Kw>" ‘Wunr Kaffibrennsja Akurevra

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.