Dagur - 21.03.1986, Síða 9

Dagur - 21.03.1986, Síða 9
8 - DAGUR - 21. mars 1986 Einföld dœmisaga - Sitthvað um uppfærslu Leikfélags Akureyrar á söngleiknum „Blóðbræður“ eftir Willy Russell 21. mars 1986 - DAGUR - 9 „Mér líst vel á þetta hjá krökkunum, leikurínn er bráðskemmtilegur og ef allt gengur upp eins ogfyrir er lagt, þá er ég viss um að þetta verður þrumu sýning, sem lengi verður í minnum höfð. Sannaðu til. “ Petta sagði ónefndur áhugamaður um leiklist, þegar ég hitti hann í Samkomuhúsinu á Akureyri. Hann var að „njósna“, forvitnast um hvernig æfingar á Blóðbrœðrum gengju. Hann hafði ekki orðið fyrir vonbrigðum. Hann trúði mér líka fyrir því leyridarmáli, að það vœri langt síðan hann hefði beðið frumsýningar með jafn mikilli eftirvæntingu. Ég lofaði að varðveita þetta leyndarmál hans. Og ég er van- ur því að þegja yfir því sem mér er trúað fyrir. Pað fer ekki lengra! En af hverju „Blóðbræður" var ekki búið að kynna þennan leik sem „Fóstbræður"? Er ekki síðarnefnda naínið eðlilegri þýðing á enska nafninu „Blood Brothers“? „Jú, það má ef til vill segja það, en „Blóðbræður“ er nýyrði Megasar og hefur víðtækari merkingu en „Fóstbræður". í þessu tilviki táknar „Blóðbræður“ ekki ein- ungis fóstbræður, sem hafa svarist í fóst- bræðralag með því að skera sig til blóðs og láta blóðið síðan renna saman; það táknar einnig blóðbönd þessara drengja." Þannig svaraði Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri spurn- ingu minni unt þetta orð, „Blóðbræður", og ég sé ekki betur en rök hennar séu góð og gild. Hún var að leggja síðustu hönd á efni í leikskrána þegar mig bar að garði. Pá síðustu í orðsins fyllstu merkingu, því Signý er að kveðja leikhúsið á vordögum. OgJiún getur gengið þaðan út með reisn, því stjórnartíð hennar hjá LA er um margt eftirminnileg. Aður en lengra er haldið er rétt að forvitnast ögn um leikinn og höfundinn. Leikurinn fjallar um ríka og fátæka. En ríka fólkið í leiknum er „fátækt" af börnum. Fátæka fólkið á hins vegar fleiri börn en góðu hófi gegnir. Og þegar tvíburar bætast við ákveður móðirin, sem er vinnukona hjá ríku konunni, að gefa vinnuveitanda sínum annað barnið. En það er ekki langt á milli tvíburanna, þeir kynnast í uppvextinum og sverjast í fóstbræðralag. Báðir verða þeir skotnir í sömu stelpunni. Þeir vita þó ekki um blóðböndin sem tengja þá. En þeir vaxa hvor frá öðrum og að lokum kemur að vinslitum. En þar með er sagan ekki nema hálf. Annar tvíburinn, sá sem elst upp hjá móður sinni, lendir á villigötum. Hinn blómstrar í allsnægtum ríkra fósturfor- eldra og verður borgarfulltrúi. En þar með er sagan ekki öll. Hún verður ekki sögð í heild nema á leiksviðinu í Samkomuhúsinu næstu vikurnar. Höfundur verksins er Willy Russell, sem sent hefur frá sér mörg þekkt verk, m.a. „Educating Rita“. Hann samdi „Blóðbræð- ur“ upp úr eldra verki, sem upphaflega tók ekki nema 70 mínútur í sýningu og í því var aðeins einn-söngur. Um breytingarnar á verkinu segir Russell: „Ég vissi að 8 þúsund ungmenni höfðu séð upprunalegu sýninguna. Mörg þeirra höfðu skrifað mér og leikfélaginu til að segja okkur hvað sýningin hefði verið þeim mikils virði. Þess vegna gerði ég mér grein fyrir þvt', að ef söngleikurinn brygðist þeirra vonum, þá létu þau ekki hjá líða að gagnrýna mig; þessir óþekktu en mikilvægu gagnrýnendur.“ Það kemur fram í viðtölum við Russell, að það hefur tekið sinn tíma að semja „Blóðbræður“ í þeirri mynd sem verk- ið birtist á fjölum Samkomuhússins. Athuga- semdir tónlistarkennara hans, sem sjá má í einkunnabókum, gefa heldur ekki tilefni til að búast við stórvirkjum af hendi nemand- ans. „Sýnir engan áhuga. Ef hann heldur áfram með þessa námsgrein á næsta ári, neyðist ég til að segja af mér. Við teljum það mikið framtak, ef hann getur lært að leika á plötuspilara,“ sögðu tónlistarkennarar Russels. En hvað segir hann sjálfur um málið? „Ég var ákveðinn í að skrifa söngleik. Já, og var satt best að segja byrjaður, þegar útgáfustjórinn hreytti í mig, eftir að hafa hlustað á ástríðufullar ræður mínar um að ég væri búinn að semja lög í mörg ár: Ef þú ætl- ar að skrifa söngleik verður þú að semja eitthvað grípandi, sem fólk raular síðan með sjálfu sér. Getur þú það? Ég hugsaði mikið um þessi orð útgáfu- stjórans í lestinni á heimleiðinni. Kona, sem sat á móti mér í lestinni, var að raula lagstúf fyrir barnið sitt. Ég hallaði mér laumulega fram á við til að hlusta; skyldi þetta vera lag eftir mig? Nei, sú von brást. Um nóttina fékk ég martröð. Ég sá fyrir mér brot úr gagnrýni, sem var allt annað en lofsyrði. Um morguninn reikaði ég niður í eldhús með stírurnar í augunum og höfuð- verk. Börnin voru komin á fætur. Þau snæddu morgunmatinn með tilheyrandL rifr- ildi. Ég reyndi eftir mætti að sætta þau og setti fram gagnslausar frjáislyndishugmyndir gagnvart óbeisluðum ruddaskap barnanna. - Ég á þetta! - Nei, ég! - Pabbi, hún tók nest- isboxið mitt! - Ég ætla að taka dúkkuna hcnnar og tæta hana í sundur! í stuttu máli; ósköp venjulegur morgunn, ekki ósvipaður umræðum á þingi Sameinuðu þjóðanna. Á meðan hugsaði ég um varnarræðuna, sem ég ætlaði að flytja, þegar ég kæmi fyrir réttinn, ásakaður fyrir að vilja skrifa söng- leik. í kviðdóminum eru Gershwin, Kern, Porter, Sondheim og allir hinir. Ég tók varla cftir því, að börnin höfðu lokið sér af og voru horfin niður götuna á leið í skólann. Ég lét fallast útkeyrður niður á eldhúskoll með tebolla og sígarettu og það leið dágóð stund þar til ég áttaði mig á því, að allan morgun- inn hafði Rut raulað lag sem ég kannaðist við. Ég hljóp í skólann eins hratt og fæturnir gátu borið mig. Ég fann Rut á leikvellinum. - Flýttu þér að raula fyrir mig lagið, sem þú hefur verið að syngja í allan morgun, sagði ég. Og ég varð ofsakátur, því hún söng í raun og veru lag eftir mig - og samt hafði hún að- eins heyrt það einu sinni. Nú gat ég haldið áfram.“ Já, Russell hélt áfram og söngleikurinn „Blóðbræður“ var frumsýndur í Liver- pool í apríl 1983. Og martröðin um gagnrýnendurna varð ekki að veruleika, því leikurinn sló í gegn. Sama ár var hann frum- sýndur hjá Lyric leikhúsinu í London. Síðan hefur hann farið sigurför um Evrópu og í ár er hann frumsýndur hjá 8 leikhúsum á Norðurlöndum. Ég vitna enn og aftur í Russell. Það er í beinu framhaldi af því sem áður er vitnað í. „Ári síðar var ég á leið til Wales með fjöl- skyldunni. Þá er lag úr Blóðbræðrum kynnt í útvarpinu. Ég teygði út hendina til að hækka hljóðið, en þá heyrðist frá lítilli stúlku í bak- sætinu: - Oj, nei, ekki þetta andskotans lag einu sinni enn. Ég sneri mér við og sagði: - Rut, ekki blóta.“ En aftur að Samkomuhúsinu. Frá skrifstofunni hennar Signýjar klifraði ég upp snarbrattan stiga, sem skil- aði mér upp í kaffistofu starfsmanna leik- hússins. Þar var verið að skeggræða urn leik- list. Af hverju eru ekki sýnd fleiri ný íslensk leikrit? spurði einhver. - Einfaldlega vegna þess, að það eru ekki samin nein íslensk leikrit, sem eru sýningarhæf, var svarið. Stutt og laggott. Umhugsunarefni fyrir andans menn. En ég var ekki kominn inn í Samkomuhús til að ræða þessi mál. Ég ætlaði að forvitnast urn uppfærsluna á Blóðbræðrum. Inni í sal voru Páll Baldvin, leikstjóri og Ingvar Björnsson, ljósameistari, á kafi í lýsingunni. Theodór Júlíusson var sá „upplýsti" á svið- inu. Það er mikið púsluspil að „lýsa“ leiksýn- ingar svo vel sé. Ljós hér og Ijós þar, allt miðað við ótal mismunandi staðsetningar leikaranna. Og ég er viss um að fáir leikhús- gestir geri sér grein fyrir þeirri miklu vinnu sem liggur að baki hverri sýningu. Allt þarf að smella saman. Og þegar söngur og heil hljómsveit bætast við, þá verður púsluspilið enn flóknara. En ég treysti Páli Baldvini og Ingvari fullkomlega til að sjá um lýsinguna án minnar aðstoðar! Þess vegna ákvað ég að ná í þá „Blóðbræður“. Það tókst. Samtalið fór fram á reyklausu kaffistofunni. „Ég heiti Barði Guðmundsson," sagði annar þeirra, grannholda og strákslegur. Hann hefur áður sést á fjölunum hjá LA í Jólaævintýri og Silfurtúngli. Ég gef honum orðið. „Ég leik þann bróðurinn, sem gefinn er til ríku fjölskyldunnar. Hann heitir Eðvarð Ljóni Ríkharðsson." Myndir og texti: Gísli Sigurgeirsson. - Þú gefur mér annan tvíburann. Örlög bræðranna ráðin Blóðbræðurnir; Barði Guðmundsson og Ellert Ingimundarson. „Já, og kallaður Eddi,“ skaut hinn bróðir- inn inn í samtalið. „Nei, það ert bara þú sem kallar mig það,“ segir Barði og heldur áfram. „Hvaðan ég kem? Ég er fæddur og uppalinn í Garðinum, ég er sem sé Suðurnesjamaður. En ég á ættir að rekja hingað norður, því faðir minn er ættaður héðan, af svonefndri Þúfnavallaætt. Er hún ekki komin úr Hörgárdalnum? Ég útskrifaðist úr Leiklistarskólanum í fyrravor og í fyrrasumar sýndum við þrír bekkjarfélagar einþáttung á „Gauknum“. Við gerðum okkur svið þar í einu horninu. Þörfin til þess að leika var svo brennandi. Við gátum ekki hugsað okkur að gera neitt annað, nýskriðnir út úr skólanum." Nú sneri ég mér snöfurmannlega að hinum bróðurnum og spurði? Hver ert þú nú góurinn? „Ég heiti Ellert A. Ingimundarson, A-ið stendur fyrir Austmann. Ég er úr Kópavog- inum, úr austurbænum sem betur fer. Eg kom úr Leiklistarskólanum 1982 og síðan hef ég lifað af leiklistinni, svona nokkurn veginn. Ég hef þó haft aðra íhlaupavinnu. Mest hef ég starfað í Þjóðleikhúsinu, en í haust var ég með í Lands míns föður“ hjá Iðnó. Það var síðan annar leikari fenginn til að taka við mínu hlutverki, til þess að ég gæti komið norður. Ég sé ekki eftir því. Ég leik þann bróðurinn, sem elst upp hjá raunverulegri móður sinni, en í fátækt. Hann heitir Mikael Jósteinsson." - Hvers konar strákar eru þetta, spyr ég og reyni að vera obbolítið gáfulegur. „Þetta eru bestu skinn; annar fær allt það sem hann vill upp í hendurnar, en hinn þarf að berjast fyrir lífinu," svarar Ellert. „Já, rétt er það, en það er svo einkenni- legt, að báðir öfunda hinn. Ég er Eddi og hef allt til alls, en samt hef ég löngun til að vera Mikki. Mér finnst þetta heillandi heimur, sem hann lifir í. Ef til vill er það raunveruleg móðurhlýja sem ég er að fiska eftir,“ segir Barði. „Þetta er aiveg rétt hjá þér, ég finn líka fyrir þessu hjá Mikka, hann öfundar þig af flottheitunum. En á þetta ekki við um alla. Sýnist ekki grasið alltaf grænna í garði grannans? Er ekki til fullt af fólki, sem vill vera eitthvað allt annað en það er?“ spyr Ellert. - Nú þótti mér sem umræðurnar væru komnar á afskaplega gáfulegt plan, þannig að ég reyndi að spyrja í takt við það. Þess vegna leiddi eg talið inn á þroskabraut drengjanna. Ég spurði Ellert um örlög Mikka. „Mikki lendir á villigötum. Hann er atvinnulaus, en ég held að við íslendingar þekkjum ekki þá örvæntingu sem því fylgir. Eðvarð og Mikacl verða skotnir í sömu stelpunni. Páll Baldvin Baldvinsson er leikstjóri. Eðvarð veit ekki hver er hans raunverulega móðir. Hann er kominn með konu og barn, en fær enga vinnu. Hann er gripinn örvæntingu. Þess vegna lendir hann á villigötum fyrir áeggjan Samma bróður síns. Sá er með plötu í hausnum. Urn svipað leyti slitnar upp úr vináttu okkar fóstbræðranna." „Þú lendir nú líka í fangelsi, þannig að það er nú erfitt að viðhalda vináttunni," segir Barði og glottir ísmeygilega. Nú þóttist ég hafa komist að mjög svo greindarlegri niðurstöðu og sagði því með þeirn áhersluþunga, sem mér einum er laginn: Er höfundurinn með þessu að segja, að það sé uppeidið en ekki uppruninn, sem skapi manngerðina? Það er Ellert sem svarar. „Já, akkúrat. Ef Eddi hefði lent í sömu aðstöðu og Mikki, þá er ég viss um að hann hefði lent á sama hála ísnum. 1 mínum huga er Mikki heiðarleg manngerð, rétt eins og Eddi, en hann lendir í afbrotum vegna aðstæðna, til að geta séö fyrir sér og sínum. En auðvitað tók hann þar skakkan pól í hæð- ina.“ - En hvað með þennan boðskap, (og það er ég sem tala núna) er það ekki nokkuð mikil einföldun, að uppeldið geri menn vonda eða góða, að þeir ríku séu löghlýðnari en þeir fátæku, en mannkærleikurinn blómstri frekar á meðal þeirra síðarnefndu? Nú þykist ég góður, en Barði svarar. „Auðvitað er þetta einföldun, enda er þetta verk ofsalega einfalt. Höfundurinn er einungis að segja dæmisögu, einfalda dæmi- sögu um mannleg samskipti og mannlegar til- finningar.“ - í leikritinu verðiö þið báðir ástfangnir af sömu stúlkunni, annar ykkar fær hana; er það ef til vill vegna afbrýðisemi sem vinslit verða ykkar á milli? „Nei, það held ég ekki, eða er það nokkuð," segir Barði og vísar spurningunni til Ellerts. „Nei, ég held að þeir bræður hafi einfald- lega vaxið hvor frá öðrum. Hins vegar er væntumþykjan sú sama. Það voru ekki sam- eiginleg áhugamál, sem drógu þá saman. Þeir eru einfaldlega heillaðir af fari hvor annars.“ - Einmitt, segi ég, en hvernig verk er þetta, harmleikur? „Nei,“ segir Ellert. „harmleikur er það ekki, það er svo ofsalega mikill húmor í leikritinu." „Það var einhver að tala um tragi-kómik. hvernig sem á svo að útleggja það á góðu máli,“ bætir Barði við. - Skemmtilega sorglegt. segi ég. spaugar- inn!! „Já, eða sorglega skemmtilegt. En í alvöru, það er talað um verkið sem meló- drama," segir Barði. - Melódrama? spyr ég, eitt spurningar- merki. Svona flott orð hafði ég ekki heyrt lengi. „Já," segir Ellert og brosir til mín með hluttekningu, „það þýðir að leikritið örvi til- finningar áhorfenda með æsispennandi atburðarás." Það er mikil músík og mikill söngur í þessum leik. Ekki fer það alltaf saman að vera góður leikari og jafnframt góður söngvari, segi ég, unt leið og ég læt að því liggja. að ég hafi nú heyrt leikara syngja hræðilega! Þessu varpaði ég fram af minni alkunnu illgirni! En Barði kom með bragð á móti; slyngur maður Barði. enda af Þúfna- vallakyninu. „Þetta er alveg rétt hjá þér. en það eru líka til óperusöngvarar. sem kunna ekki að leika." Og Ellert lagði líka orð í belg í þessu santbandi. „Já. það eru rnörg djöíull erfið lög í þessu, en þau eru líka mörg hver ofsalega falleg. Við erum að revna að syngja þau og við ætlum okkur ekki að gefast upp. Én það er svo einkennilegt með það. að laglínan stekkur á stundum óþægilega hátt í tónstig- ann. Samt sem áður getum við Barði báðir sungið eins og englar. Lögin hans Villa Rös- sell eru hins vegar andskoti erfið. Það er því við hann að sakast ef leikhúsgestum líkar ekki söngurinn!" - Nokkuð að lokum bræður? Löng þögn. „Barði. hvað segir þú?" spyr Ellert. „Ég er að reyna að hugsa.” svarar Barði. „Maður er orðinn svo uppfullur af því sem maður er að skapa á sviðinu. að það getur verið erfitt að hugsa til raunveruleikans. Við erurn komnir inn í heirn þeirra bræðra. hel- víti langt í það minnsta," segir Ellert. - Allra síðasta spur.ningin; er söngleikur- inn „Blóðbræður" nýr „smellur"? Og nú svara þeir bræður eins og sannir fóstbræður. báðir saman í kór: „Já, það vonum við svo sannarlega. í það minnsta hefur leikurinn alla burði til þess." - GS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.