Dagur - 24.03.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 24.03.1986, Blaðsíða 5
'A_ 24. mars 1986 - DAGUR - 5 Þegar skipulagðri tískusýningu var lokið, undu gestir félagsmiðstöðvarinnar við spil og spjall. „Vá, hvað hann er flottur! Hann er meiriháttar.“ Við leggjum aðdáendum á fremsta bekk þessi orð í munn. Bjóðum fullkomna viögerðarþjónustu á sjón- varpstækjum, útvarpstækjum, steríomögnur- um, plötuspilurum, segulbandstækjum, bíl- tækjum, talstöðvum, fiskileitartækjum og sigl- ingartækjum. Isetnlng á bíltækjum. Slmi (96) 23626 Glefárgotu 32 • Akureyn Árlega deyja hundruð íslendinga af völdum reykinga. LANDLÆKNIR FRAMSÓKN TIL FRAMFARA Framsóknarfélögin á Akureyri Þórarinn Sveinsson mjólkursamlagsstjóri er 5. á lista framsóknarmanna til bæjarstjórnarkosninga í vor. Hann veröurtil viðtals á skrifstofunni, Eiösvallagötu 6 á morgun 25. mars frá kl. 17-18. Heitt á könnunni. Hittumst hress. Frá Kjörbúðum KEA Hlboð Til páskana: Klappað fyrir frábærri tískusýningu. Hópurinn sem þátt tók í sýningunni í lokaatriðinu. Hjúkrunarfræðingar ® Ijósmæður Eftirtaldar stöður við heilsugæslustöðvar eru lausar tii umsóknar nú þegar: Reykjavík, Miðbær, staöa hjúkrunarfræðings, Keflavík, staöa hjúkrunarfræðings, Selfoss, staöa hjúkrunarfræðings og staöa Ijósmóöur, Dalvík, hálf staða hjúkrunarfræðings, Ólafsvík, staöa Ijósmóður eöa hjúkrunarfræöings. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigöis- og trygginga- málaráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 18. mars 1986. Alparós (ís frá Emmess). ★ Mikill afsláttur ★ 'OXjörbúðir ÍH r-högnL A Hér á árum áður þótti það í frá- sögur færandi að „sigla". Það var jafnvel litið upp til þeirra manna, sem voru svo „forfram- aðir“. En allt er i heiminum hverfult. Undirritaður skiDti sem sé um Ráðhústorg hér á dögun-. um og brá sér yfir álinn til gömlu höfuðborgarinnar, Kjöben. Að sjálfsögðu var þarna bókstah lega allt fullt af „baunum“. f svoleiðis umhverfi teiur maður öllu óhætt að tala sína íslensku upphátt og láta flest fjúka, en það er vissara að fara varlega. íslendingar eru alls staöar að þvælast og líklega hvergi fjöl- mennari en einmitt í Höfn. Ferðaféiagi minn sagði mér frá því að hann hefði verið að innrita sig á hótel þarna úti fyrir nokkru. Það kom ekki annað til mála en að nota sparidönskuna sína við svo hátíðlegt tækifæri. Kartaflan var á sínum stað i kokinu og allt lögum samkvæmt. Afgreiðslumaður- inn hlustaði þolinmóðlega á manninn og sagði svo: Jú, þetta stemmir nú bærilega. Þú átt hér frátekið herbergi, það er númer fjögur hundruð og tíu, gjörðu svo vel. Þetta reyndist vera rammíslenskur maður, sem tal- aði meira aö segja norðlensku. Þegar landar voru svo teknir tali þarna úti, kom í Ijós að þeir vissu jafnvel eða betur en við, hvað var efst á baugi heima á gamla Fróni. Gátu í sumum til- fellum frætt okkur fávísa. Einn fræddi okkur um það, að búið væri að stofna „dónabúð“ á ís- landi. Fannst honum þetta undarlegt uppátæki þar sem Danir væri sem óðast aö loka sínum. Já, útlandið er alltaf aö verða minna og minna útlenskt. En loksins hittum við þó mann, sem kunni að meta fréttir að heiman. Þetta var roskinn kari, alskeggjaður, sem auðsjáan- lega haföi fengið sér nokkra „Páskebryg". Hann var ekki alveg klár á því, hvort það var Hermann Jónasson eða Ólafur Thors, sem var forsætisráð- herra. En við gátum leiðrétt þessa tímaskekkju, sem þó var ekki nema svona einn manns- aldur. Hvað er það milli vina og landa. Og það var reglulega gaman að fræða þennan mann um ástandið heima, hann drakk í sig fréttirnar af nærri því sömu áfergju og páskabruggið. Hann hafði auðsjáanlega ekki lesið Moggann dagiega eða yfirleitt fengið fróttir að heiman. Þaö var ekki fyrr en viö komum að Hafskips-málinu, að eins og rof- aði örlítiö í kollinum: Hafskips- málið, jú, eitthvað rámar mig nú i það. Bíddu nú við, - jú, - voru þeir ekki allir fuliir um borð og sigidu í strand? Við töldum ekki ástæöu til annars en að sam- sinna gamla manninum. Högnl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.