Dagur - 24.03.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 24.03.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, mánudagur 24. mars 1986 57 tölublað Verðlækkun á mörkuðum Kísiliðjunnar: „Enginn uppgjafar- tónn í okkur“ - segir Róbert Agnarsson framkvæmdastjóri „Við höfum ekki dregið neitt úr framleiðslunni enn sem komið er, hvað sem síðar verður,“ sagði Róbert Agnars- son framkvæmdastjóri Kísil- iðjunnar í samtali við Dag, en „Eg skrifa ekki undir“ „Eg stend við það að skrifa ekki undir, því ég get ekki sætt mig við tilraun af þessu tagi, enda hafa dýralæknar sagt að þetta sé ekki til annars en draga úr veikinni, en ekki eyða henni,“ sagði Þorgeir Þórar- insson bóndi á Grásíðu í Kelduhverfi, um undirskrifta- söfnun meðal bænda á þeim slóðum, þar sem þeir skuld- binda sig til að skera niður fé sitt, ef riðuveiki er í fjárstofni þeirra nú, eða finnist síðar. Riða hefur fundist í fé Þorgeirs og sonar hans, en þeir reka fé- lagsbú á Grásíðu. „Það er í 5 tilfellum af 330 kinda stofni sem riða hefur fund- ist hjá okkur á síðustu 2 árum,“ sagði Þorgeir. Hann taldi að bændur sem ættu svipaðan fjölda fjár misstu meira en hann, þrátt fyrir að riða væri ekki í stofni þeirra. Hann sagði einnig að nokkuð hefði verið farið um sveitina og þrýst á menn um að samþykkja niðurskurð og allir samþykkt á endanum „en ég hef ekki látið undan þeim þrýstingi og þykist hafa það góðan málstað að verja, að ég tel enga ástæðu til þess,“ sagði Þorgeir Þórarinsson. „Málið er hjá fjármálaráðu- neytinu þessa stundina og verið að athuga hvort peningar fáist til að gera þetta,“ sagði Bárður Guðmundsson dýralæknir á Húsa- vík um væntanlegan niðurskurð riðufjár á Norðausturlandi. Eins og komið hefur fram í fjölmiðl- um er áætlað að það þurfi að Lögreglan: „Steindautt" „Það hefur ekkert borið til tíð- inda hér. Allt steindautt. Það hringdi varla sími hjá okkur í nótt,“ sagði varðstjóri lögregl- unnar á Akureyri í samtali við Dag í gær. í sama streng tóku þeir lög- reglumenn á Norðurlandi sem Dagur hafði samband við í gær. Talsvert snjóaði á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði um helgina, en að sögn lögreglu- manna varð snjórinn ökumönn- um ekki til vandræða. -mþþ slátra um 6 þúsund fjár á svæð- inu. „Kostnaðurinn fer eftir því hvað þarf að gera við fjárhús og fleira sem tengist því að koma í veg fyrir riðuna," sagði Bárður. Það sem talið er að þurfi að gera er að bændur verði fjárlausir í 2 ár eftir að fé er slátrað, hreinsa þarf allan skít burtu úr húsunum, fjarlægja timburverk sem er slitið og ekki hægt að sótt- hreinsa, fjarlægja þarf heyfyrn- ingar og nota fyrir hesta eða nautgripi, skipta um efsta lag í jarðvegi kringum fjárhús, loka túnum meðan á þessum aðgerð- um stendur og sótthreinsa allt hátt og lágt. gej-. frá því var skýrt í útvarpi að framleiðsla fyrirtækisins hefði dregist saman að undanförnu. „Ég neita því ekki að það eru erfiðleikar í sambandi við sölu á þeirri vöru sem við framleiðum," sagði Róbert. „Það hefur orðið verðlækkun á okkar mörkuðum sem eru að langmestu leyti í Evr- ópu. Það sem því veldur er að dollarinn hefur lækkað í verði og samkeppnisaðilar í Bandaríkjun- um hafa sterkari samkeppnisað- stöðu.“ - Róbert sagði að framleiðsla Kísiliðjunnar væri 70-100 tonn á sólarhring, það færi eftir því m.a. hvernig hráefnið væri sem unnið væri úr hverju sinni. Ákveðið væri að stöðva framleiðslu vegna viðgerða 1 .-11. apríl og sams konar ar stöðvun yrði í maí. Hins vegar væri hann ekki hlynntur því að reka verksmiðjuna ef ekki væri um full afköst að ræða, sér fynd- ist skynsamlegra að stöðva frek- ari framleiðslu í einhvern tíma, það kæmi betur út fjárhagslega. „En þótt málin standi svona í dag er enginn uppgjafartónn í okkur, við búum að góðu gengi s.l. ár sem var metár hjá okkur og staða fyrirtækisins er traust,“ sagði Róbert. gk-. Ofboðslega gaman að leika Tarsan. Þessi er að vísu betur búinn en apa- bróðirinn var. Mynd KGA Kvennaframboðið býður ekki fram Kvennaframboðið á Akureyri hefur ákveðið að bjóða ekki fram til bæjarstjórnar næsta kjörtímabil. Kvennaframboðið mun þó starfa áfram sem sam- tök og vinna að markmiðum sínum á öðrum vettvangi. „Við höfum ákveðið að snúa okkur að öðru í bili,“ sagði Sig- fríður Þorsteinsdóttir annar bæjarfulltrúi Kvennaframboðsins í samtali við Dag. Hin nýja flugstöð í Aðaldal er hin glæsilegasta. Mynd: IM. „Nei, við teljum að við séum ekki búnar að ná fram okkar markmiðum og við munum vinna að þeim áfram, en á öðrum vett- vangi. Ástæðan fyrir því að við bjóðum ekki fram núna, er sú að margar þær konur sem starfa með Kvennaframboðinu eru farnar að vinna að mjög krefj- andi verkefnum. Við höfum unn- ið mjög mikið síðustu árin og það voru ekki nógu margar konur sem treystu sér í svo mikla vinnu áfram,“ sagði Sigfríður. -mþþ Farþegar í vöru- afgreiðslu Nýja flugstöðin á Aðaldals- flugvelli við Húsavík var vígð með pompi og prakt sl. föstu- dag og var þar mikið um dýrðir. Ekki nutu þó allir dýrðarinnar og þeirra veitinga sem boðið var upp á í tilefni dagsins. Eftir að flugvél hafði rennt í hlað með prúðbúna veislugesti (að sunnan) var vélin afgreidd á venjulegan hátt og fór síðan suður á ný full- skipuð farþegum. Þungt var í þeim mörgum því að til þess að trufla ekki veisluhöld „fína fólksins" voru þessir farþegar látnir fara um vöruafgreiðslu nýju flugstöðvarinnar, það var þeirra „lúxus“ loksins þegar hægt hefði verið að bjóða þeim upp á sómasamlega aðstöðu fyrir flug. Fátt var um munað eins og sæti, og skipti ekki máli hver átti í hlut, allir máttu standa upp á endann í vöruafgreiðslunni fyrir flug, ófrískar konur jafnt sem aðrir. IM-Húsavík/gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.